Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 11
ÚR VERINU
Í UMRÆÐU um dóm í máli heyrn-
arlauss manns, sem dæmdur var fyrir
kynferðisafbrot gegn tveimur dætr-
um sínum, hefur verið rætt um grein-
argerð Félags heyrnarlausra, sem
dómurinn vísar til. Í yfirlýsingu frá
félaginu, sem barst Morgunblaðinu
síðdegis í gær, kemur fram að ekki
hafi verið um eiginlega greinargerð
að ræða, heldur bréf sem fram-
kvæmdastjóri Félags heyrnarlausra
sendi KB lögmannsstofu í tengslum
við dómsmálið.
Í bréfi framkvæmdastjórans segir,
að lögmannsstofan hafi óskað eftir al-
mennri lýsingu á aðstæðum heyrnar-
lausra, „þá sérstaklega þeim uppeld-
isaðstæðum sem voru á þeim tíma
sem umbjóðandi þinn var að alast
upp,“ eins og segir í bréfinu.
Rætt er um lög um heyrnleysingja-
skóla frá 1962, sem gerðu ráð fyrir
skólaskyldu heyrnarlausra frá fjög-
urra ára aldri og til að framfylgja
þeirri stefnu hafi heyrnarlaus börn
utan Reykjavíkur verið send á heima-
vist.
Því næst segir: „Foreldrum heyrn-
arlausra barna var ráðlagt að læra
ekki táknmál og senda börn sín á
heimavist þar sem „fagfólk“ sæi um
uppeldi þeirra. Samskipti barna og
foreldra virðast því hafa verið tak-
mörkuð og ekki ríkt það traust og
trúnaður sem eðlilegt er að ríki í sam-
skiptum foreldra og barna. Kennarar
Heyrnleysingjaskólans og starfsfólk
heimavistarinnar lærðu ekki táknmál
og voru því ekki í samskiptum við
börnin né gátu skilið hvað fór fram
meðal þeirra í hópnum. Heimavistinni
var ekki skipt eftir aldri heldur voru
yngri börn höfð með þeim eldri.
Kennarar og annað starfsfólk var því
ófært um að skilja þau samskipti sem
fóru fram á milli eldri og yngri nem-
enda eða leiðbeina þeim á nokkurn
hátt.“
Greint er frá því að svo virðist sem
börn „hafi ekki haft skilning á því
hvað var að gerast þegar þau voru
send burt frá fjölskyldu sinni. For-
eldrar hafi ekki getað útskýrt fyrir
börnunum hvert þau væru að fara eða
hvort þau kæmu heim aftur. Starfs-
fólkið sem tók á móti börnunum á
heimavistinni gat ekki verið í sam-
skiptum við börnin og var því ófært
um að styðja þau í þeim erfiðleikum
og þeirri sorg sem þau upplifðu við
aðskilnað frá fjölskyldu sinni.“
Loks er í bréfinu komið inn á
meinta kynferðislega misnotkun, og
sagt að miðað sé við frásagnir heyrn-
arlausra sem voru að alast upp á þess-
um tíma. Miðað við þær frásagnir
„virðist vera sem nokkuð margir ein-
staklingar hafi orðið fyrir kynferðis-
legri misnotkun, sér í lagi þeir sem
bjuggu á heimavistinni. Hafa einstak-
lingar af þessari kynslóð sagt frá
reynslu sinni af misnotkun sem þeir
urðu að þola í mörg ár. Þeir hafi reynt
að segja starfsfólki og kennurum frá
því sem gerðist en enginn skilið hvað
þau voru að segja.“
Loks er tekið fram, að í bréfinu sé
um að ræða ályktanir sem fram-
kvæmdastjórinn hafi dregið af frá-
sögnum heyrnarlausra einstaklinga
og af reynslu sinni í starfi sem fram-
kvæmdastjóri félagsins sl. sjö ár.“
Bréf Félags heyrnarlausra til lögmanna
Byggist á frásögn-
um heyrnarlausra
FÉLAG heyrnarlausra hefur sent
fjölmiðlum eftirfarandi yfirlýsingu í
kjölfar umræðu um meint kynferðis-
afbrot gegn heyrnarlausum einstak-
lingum. Undir bréfið rita Berglind
Stefánsdóttir formaður og Hafdís
Gísladóttir framkvæmdastjóri.
„Félag heyrnarlausra tekur ekki
afstöðu til niðurstaðna einstakra
dómsmála hvort sem þeim er beint
gegn félagsmönnum eða ekki. Hlut-
verk Félags heyrnarlausra er fyrst
og fremst að gæta hagsmuna heyrn-
arlausra með almennum hætti.
Í fjölmiðlum hefur verið vísað í
greinargerð Félags heyrnarlausra í
tengslum við dóm sem kveðinn var
upp hjá Héraðsdómi Reykjaness í
síðustu viku. Til að taka af allan vafa
er rétt að geta þess að ekki er um
greinargerð að ræða sem Félag
heyrnarlausra hefur unnið heldur
stutt bréf framkvæmdastjóra félags-
ins sem lýsir uppeldisaðstæðum
heyrnarlausra á því tímabili þegar
talmálsstefnu var framfylgt í skóla-
sögu heyrnarlausra. Fylgir bréfið
með í hjálögðu fylgiskjali.
Í mars sl. áttu fulltrúar Félags
heyrnarlausra fund með fulltrúum fé-
lagsmálaráðuneytisins og heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytisins þar
sem félagið lýsti yfir áhyggjum sínum
af því að úrræði skorti til að tryggja
heyrnarlausum einstaklingum sem
hefðu orðið fórnarlömb kynferðisof-
beldis viðeigandi meðferð. Þá lýsti fé-
lagið því yfir að það taldi hugsanlegt
að heyrnarlausir hefðu hugsanlega í
ríkari mæli mátt þola kynferðislega
misnotkun en aðrir einstaklingar.
Þessar áhyggjur eru til komnar
vegna frásagna einstaklinga sem hafa
sagt frá reynslu sinni sem og vegna
norskrar rannsóknar sem birt var ár-
ið 2001. Lagði félagið áherslu á nauð-
syn þess að greina vandann og koma
fólki til aðstoðar sem hefði orðið fyrir
þessari reynslu. Ráðherrar félags- og
heilbrigðismála deildu áhyggjum með
fulltrúum félagsins og lögðu fram er-
indi á ríkisstjórnarfundi í maí sl. þar
sem samþykkt var af hálfu ríkis-
stjórnarinnar að leggja fram 1 milljón
króna til að vinna að faglegri rann-
sókn á umfangi vandans. Var að mati
félagsins ekki rétt á þeim tíma að gefa
út yfirlýsingu um málið í fjölmiðlum
enda um að ræða mjög viðkvæmt
mál.
Frá því ríkisstjórnin samþykkti að
veita fjármagn til verkefnisins hafa
fulltrúar félagsins átt í viðræðum við
fyrirtæki sem sérhæfir sig í félagsvís-
indarannsóknum. Er hafinn undir-
búningur slíkrar rannsóknar. Auk
þess hafa farið fram viðræður við fag-
aðila sem veita fórnarlömbum kyn-
ferðisafbrota aðstoð um hvernig best
verði staðið að þjónustu við heyrnar-
lausa.
Félag heyrnarlausra mun halda
áfram með þá vinnu sem þegar er
hafin og er gert ráð fyrir að hægt
verði að hefja rannsóknarvinnu í
haust. Félagið mun að svo stöddu
ekki fara fram á opinbera rannsókn á
málinu þar sem þau mál eru fyrnd
sem félagið hefur fengið vitneskju
um. Markmið þess að fela fagfólki á
sviði félagsvísindarannsókna að vinna
rannsókn þessa er að afla upplýsinga
til að unnt sé að skilgreina vandann
og koma þeim einstaklingum sem
orðið hafa fyrir þessari skelfilegri lífs-
reynslu til aðstoðar. Samhliða rann-
sókninni mun félagið vinna að því að
fagfólk sem vinnur innan þessa sviðs
verði þjálfað til að veita heyrnarlaus-
um þjónustu. Að auki verði hafin und-
irbúningur að fræðslu og forvarnar-
starfi innan samfélags heyrnarlausra
til að koma í veg fyrir að svo skelfileg-
ir atburðir endurtaki sig.“
Yfirlýsing frá Félagi heyrnarlausra
Rannsókn að hefj-
ast á meintum kyn-
ferðisafbrotum
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN leggur til að heildar-
kvóti í loðnu verði 335 þúsund tonn á sumar- og haust-
vertíð. Það er 220 þúsund tonnum minna en upphafskvóti
síðustu vertíðar. Samkvæmt samningi um nýtingu loðnu-
stofnsins yrði hlutur íslenskra skipa um 100 þúsund tonn
af heildarkvótanum en unnið er að því í sjávarútvegsráðu-
neytinu að auka hlut Íslands um önnur 100 þúsund tonn.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE hefur að und-
anförnu leitað að loðnu á miðunum norður af landinu,
ásamt sex loðnuskipum. Samkvæmt rannsóknum þeirra
er nú lögð til veiði á 335 þúsund tonnum og er um heild-
arkvóta að ræða, ekki bráðabirgðaúthlutun eins og venja
er. Aftur á móti má gera ráð fyrir að staðan verði endur-
skoðuð að loknum loðnurannsóknaleiðangri í haust. Ekki
náðist í Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóra, í gær en
leiðangrinum lýkur í dag.
Samþykkt verði afbrigði
Samkvæmt samningi um nýtingu loðnustofnsins skal
úthluta strax tveimur þriðju af ráðlögðum upphafskvóta í
loðnu. Miðað við ráðleggingu nú kæmu samtals um 100
þúsund tonn í hlut færeyskra, norskra og grænlenskra
skipa en um 100 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa. Í ljósi
þess að Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildarkvóti
vertíðarinnar verði 335 þúsund tonn, en ekki er um bráða-
brigðakvóta að ræða, hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir
því við Norðmenn og Grænlendinga að þeir samþykki af-
brigði af samningum, þannig að hægt verði að úthluta öll-
um kvótanum nú þegar. Ef sú leið verður farin koma um
215 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa á sumar- og haust-
vertíð. Þetta afbrigði mun aftur á móti koma eins út fyrir
bæði Grænlendinga og Norðmenn. Samkvæmt upplýsing-
um úr sjávarútvegsráðuneytinu er svara að vænta í dag og
verður þá hægt að úthluta kvóta til loðnuskipanna. Ætla
má að skipin haldi þá þegar til veiða.
Upphafskvóti fyrir loðnuvertíðina í fyrra var um 555
þúsund tonn en á sumar- og haustvertíð veiddust alls um
96 þúsund tonn.
Björgólfur Jóhannsson, formaður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, segist fagna því að náðst hafi mæl-
ing á loðnustofninum, þó að ekki hafi hún verið meiri. „Það
hlýtur þó að trufla þessar mælingar að eiga ekki mælingar
á stofninum frá því í vetur og sumar í gagnagrunninum.
Það gerist vonandi ekki aftur. En það segja mér reyndir
skipstjórar að það sé erfitt að mæla loðnuna á þessum árs-
tíma, hún sjáist illa og sé erfið viðureignar,“ segir Björg-
ólfur.
Lögð til veiði á 335 þúsund tonnum af loðnu
Rúm 100 þúsund
tonn í hlut Íslands
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Loðnukvóta verður líklega úthlutað til skipanna í dag
og má þá búast við að flotinn haldi til veiða. Hér er full
loðnunót á síðu Hörpu VE.