Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 14
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Það sem af er sumri hefur verið Aust-
ur-Húnvetningum einkar hagfellt í veð-
urfarslegu tilliti. Sláttur hófst yfirleitt
snemma og voru margir byrjaði nokkrum
dögum fyrir þjóðhátíð. Hafa sumir bænd-
ur haft það á orði að sláttur og sauðburð-
ur nái orðið saman og engin hvíld gefist
þarna á milli. Venjulega hafa sauð-
fjárbændur fengið að minnsta kosti hálf-
an mánuð til að kasta mæðinni áður en
heyannnir byrja og má greina örlítinn
söknuð hjá sumum yfir breyttum tímum
og tíðarfari. Flestir lofa þó mildari tíð og
gæsku skaparans.
Mikið stendur til hjá Blönduósingum
helgina 16.–18. júlí en þá eru allir boðnir
velkomnir á sumarhátíðina „Matur og
menning“. Hátíð þessi er í grunninn
byggð upp á megin atvinnuvegum og
hlunnindum héraðsins. Austur-Húnvetn-
ingar eru þekktir fyrir öfluga matvæla-
framleiðslu og gildir þar einu hvort um
landbúnað eða sjávarútveg er að ræða og
um héraðið renna margar af gjöfulustu
veiðiám landsins og silungur í nánast
hverju vatni. Margt verður til sýnis og
skemmtunar þessa helgi á Blönduósi og
ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hagleiksmenn og hagyrðingar koma
fram, gospelmessa og golfmót verða hald-
in og söngur og söguferðir í hávegum
hafðar svo eitthvað sé nefnt. Þetta er í
annað sinn sem þessi hátíð er haldin á
Blönduósi og þótti hin fyrsta takast mjög
vel.
Minnst var á það hér á undan að hlunn-
indi eru mikil í A-Húnavatnssýslu. Gjöf-
ular laxveiðiár renna um sýsluna og næg-
ir að nefna Blöndu, Laxá á Ásum og
Vatnsdalsá. Í „gamla daga“ áður en
Blanda var virkjuð var áin misjöfn á litinn
allt eftir því hve Hofsjökull sleppti miklu
vatni í ánna. Þegar áin var gruggugust
þýddu engar veiðiaðferðir aðrar en þær
að krækja í laxinn. Þegar best lét var ver-
ið að veiða upp undir 50 laxa á stöng yfir
daginn. Ekki einum einasta laxi var
sleppt og svona gekk þetta ár eftir ár og
þessar miklu veiðar höfðu ekki nokkur
einustu áhrif á laxagengd í ánna. Rétt er
að benda á hin fjölmörgu veiðivötn í sýsl-
unni sem eru full af silungi og aðgengileg
flestum fyrir sanngjarnt verð. Möguleikar
til útvistar og náttúruskoðunar eru miklir
sýslunni og tækifærin mörg til að komast
burt frá argaþrasi hversdagsins.
Er ekki tilveran dásamleg?
Úr
bæjarlífinu
BLÖNDUÓS
EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA
„BRENNISÓL-
EY vex gjarn-
an nærri
mannabústöð-
um. Það finnst
mér svolítið
djarft af
henni,“ segir Már Viðar Másson sál-
fræðingur. „Óhrædd býður hún
okkur byrginn, þótt við séum ekki
alltaf ýkja nærgætin í umgengni
okkar við náttúruna. Fyrir vikið
ber ég mikla virðingu fyrir brenni-
sóley og geri að tillögu minni að
hún verði þjóðarblóm Íslands.
Stundum þurfum við þó að setja
henni mörk, eins og öllu því sem
okkur þykir vænt um og viljum að
vel grói.“
Már Viðar segist snemma hafa
tekið eftir því á ferðum sínum um
landið hvernig brennisóleyin gyllir
umhverfi mannanna.
„Ég tengi fallega gula litinn
hennar við þetta sambýli – fólk,
land og sóley. Þegar ég heyrði fyrst
ljóðið Sóley eftir Guðmund Böðv-
arsson, skáld frá Kirkjubóli, þótti
mér vel til fundið að líkja landinu
við sóleyna. Ég hef tekið eftir því
að sólin hér er gulari en gerist
sunnar á hnettinum. Þetta stafar
líklega af tærara lofti hér norður
frá. Litur sólarinnar okkar er sá
sami og litur sóleyjarinnar. Gljáinn
er sá sami.“
Gljáandi brennisóley
Már Viðar Másson sálfræðingur.
Brennisóley býður
byrginn. „Er svolítið
djörf,“ segir Már
Viðar Másson Blómin eru fremur stór,fimmdeild með sterkgulum,gljáandi krónublöðum. Hún
getur orðið nokkuð hávaxin. Blöðin
eru áberandi handskipt með djúp-
skertum flipum. Brennisóley finnst
um alla Evrópu og í Norður-
Ameríku. Hún er algeng hér um allt
land bæði í túnum og högum í sveit-
um landsins, í borg og í bæjum sem
og í grösugum bollum, giljaskorn-
ingum og dældum til fjalla. Brenni-
sóley blómgast í maí-júní, þó má sjá
hana í blóma langt fram eftir sumri.
Hún er oft áberandi í bithögum þar
sem búpeningur sneiðir hjá henni
vegna hins beiska bragðs en viðurnafnið acris þýðir einmitt sá sem er beiskur á
bragðið.
Heimild:Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. Íslensk náttúra II.
Örn og Örlygur, Reykjavík. 306 bls.
Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson
Brennisóley
(Ranunculus acris)
af sóleyjarætt
Ganga á Bjarg
pebl@mbl.is
Edda Magnúsdóttir,annar höfunda koní-
aksvísna sem birtust í
blaðinu á dögunum, orti
vísu til bónda síns á gull-
brúðkaupsafmæli þeirra
28. maí:
Fjögra laufa fyndi ég smára
fyrst ég mundi óska mér
að vera stelpa átján ára
ástfangin af stráknum þér.
Bjarni Valtýr Guðjónsson
orti við minnisvarða Ás-
dísar móður Grettis:
Góð og létt var ganga á Bjarg,
glaðst við klettinn merka.
Ógnum sett og eilíft farg
ævi Grettis sterka.
Göfug móðir gæskuhlý
gekk hér slóðir kunnar.
Lofs í óði eru því
aldrei glóðir brunnar.
MIKIÐ gekk á við Þórisstaðavatn
í Borgarfirði um helgina. Fjöldi
fjórhjóla var á ferðinni allan laug-
ardaginn með starfsmenn Íslenska
járnblendifélagsins á Grund-
artanga og fjölskyldur þeirra sem
héldu fjölskyldudag. Gusurnar
gengu undan hjólunum þegar ekið
var eftir ánni sem rennur út í vatn-
ið. Starfsfólk Eskimos æv-
intýrasmiðju ehf. skipulagði fjöl-
skyldudaginn. Á svæðinu voru
ýmis önnur leiktæki, jafnt á láði
sem legi, og dagskrá allan daginn.
Virtust gestir njóta lífsins þrátt
fyrir skúraveður.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gusurnar
gengu undan
fjórhjólunum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ævintýri
GOLFVÖLLUR Golfklúbbsins Kjalar verð-
ur stækkaður út á Blikastaðanes í Mos-
fellsbæ. Hann verður átján holur, gert verð-
ur nýtt æfingasvæði og byggt nýtt áhalda-
og starfsmannahús. Gerður hefur verið
samningur um stuðning bæjarsjóðs Mos-
fellsbæjar við framkvæmdina.
Mosfellsbær eignaðist land á Blikastaða-
nesi í makaskiptum við Íslenska aðalverk-
taka og lætur bærinn golfklúbbnum í té
hluta þess.
Stækkun vallarins er hönnuð af Edwin R.
Rögnvaldssyni. Í skipulagi hans er gert ráð
fyrir ósnortnum svæðum milli brauta og al-
mennt er leitast við að framkvæmdirnar
valdi sem minnstri röskun á náttúrufari og
fuglalífi á svæðinu, segir í fréttatilkynningu
frá Kili. Í nýsamþykktu deiliskipulagi fyrir
Blikastaðanesið er einnig gert ráð fyrir að-
stöðu fyrir margvíslega aðra útivist, svo sem
göngu- og hjólastígum og reiðgötum.
Vinna við framkvæmdirnar hefst á næstu
dögum og er gert ráð fyrir að þeim ljúki að
fullu á þremur til fjórum árum.
Golfvöllurinn
stækkaður út á
Blikastaðanes
BJÖRN Arnarson,
fuglaáhugamaður og
starfsmaður menning-
armiðstöðvarinnar á
Hornafirði, bætti enn
einum titlinum við nafn
sitt um helgina þegar
hann sigraði á heims-
meistaramótinu í
Hornafjarðarmanna
sem haldið var í íþróttahúsinu á Höfn. Mót-
ið var haldið í tengslum við Humarhátíðina.
Heimsmeistaramótið er haldið á hverju
ári. Að þessu sinni spiluðu 135 keppendur á
45 borðum. „Það er stór hluti spilara sem
kemur gagngert hingað til Hafnar til að
taka þátt í heimsmeistaramótinu ár eftir
ár,“ sagði Albert Eymundsson bæjarstjóri
við Samfélagsvef Hornafjarðar en hann er
frumkvöðull að mótshaldinu og mótsstjóri.
Spiluð var undankeppni og komust 27 í
úrslit, þar á meðal fyrrverandi heimsmeist-
arar. Fram kemur á vefnum að mikil
spenna ríkti í salnum þar til úrslit urðu ljós.
Í öðru sætinu, á eftir Birni Arnarsyni, varð
Valdís Harðardóttir og Svava Gunnars-
dóttir í því þriðja.
Vann heims-
meistaratit-
ilinn í Horna-
fjarðarmanna
♦♦♦