Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 39 MÍNUSMENN voru hæstánægðir með tónleikana á sunnudaginn, þegar þeir hituðu upp fyrir Met- allicu fyrir framan 18.000 manns í Egilshöll, segir Frosti Logason gítarleikari. „Þetta var engu lagi líkt, tilfinning sem verður seint slegið við, myndi ég halda,“ segir hann. „Það var rosalega gaman að hafa svona haf af fólki fyrir fram- an sig og fá viðbrögðin beint í æð, heyra fjöldann syngja með okkur.“ Er þetta ekki hvatning fyrir ykkur, ef þetta er það sem bíður ykkar ef þið náið lengra? „Þetta er ákveðin gulrót fyrir okkur, að finna lyktina af tón- leikum af þessari stærðargráðu. Vissulega.“ Er ekki frábært að fá svona stóra sveit til landsins? „Jú, algjörlega frábært fyrir ís- lenskt rokk. Maður var ánægður að sjá unga krakka í þungarokks- múnderingum; það sýnir að rokk- ið á framtíð fyrir sér í næstu kyn- slóð tónlistarunnenda. Áhorfendahópurinn var ótrúlega breiður, enda virðist sem nánast allir hafi gaman af rokki í dag.“ Hvernig fannst þér umgjörðin? „Þetta var mjög flott allt sam- an, en það var reyndar allt of heitt þarna inni. Loftræstikerfið hefur greinilega ekki verið nógu gott fyrir svona viðburð. Sömu- leiðis var hljóðið ekki eins gott og það er oft í Laugardalshöllinni, en vonandi verður hægt að fín- stilla það næst þegar svona tón- leikar verða haldnir í Egilshöll. Það er alveg frábært að geta haldið tónleika þarna.“ Þú horfðir náttúrlega á alla tónleikana? „Að sjálfsögðu.“ Hvernig líkaði þér? „Mjög vel. Það var gaman að sjá þá taka svona mikið af gömlu plötunum, ekki bara þeirri nýj- ustu, eins og margar hljómsveitir gera. Sérstaklega var gaman að heyra lög af Master of Puppets og And Justice for All, sem eru meðal minna allra mestu uppá- haldsplatna. Maður fór mjög saddur og Metallica-nærður heim.“ Hittuð þið ekki kappana? „Jú, ég hitti þá alla, nema reyndar Lars [Ulrich, trommara], hann var með konunni sinni, kom inn í Egilshöll á síðustu stundu og fór út strax aftur. En hinir þrír eru alveg ótrúlega viðkunn- anlegir. Maður hefur nú hitt margar stjörnur og rokkara, en þetta var óneitanlega einstakt, enda eru þeir átrúnaðargoð úr æsku manns. Þetta fékk alveg á mann,“ segir hann og hlær. Fékkstu ekki eiginhandaráritun og svoleiðis? „Jú, ég lét þá árita tvær vín- ylplötur.“ Talaðirðu eitthvað við þá eftir tónleikana? „Já, ég spjallaði aðeins við Rob- ert [Trujillo, bassaleikara] og Kirk [Hammett, gítarleikara].“ Þeir voru í skýjunum með Íslend- inga og landið. Þeir voru svo hrifnir af íslenskri náttúru að eft- ir tónleikana bað Rob um að vera keyrður upp að Gullfossi og Geysi.“ En er þetta ekki snjóbolti sem rúllar núna niður hlíðina? Fara ekki stóru böndin að koma hingað unnvörpum? „Vonandi. Það væri gaman að fá fleiri sveitir af þessari stærð- argráðu, eins og Red Hot Chili Peppers til að mynda. Þetta smit- ar ábyggilega út frá sér í brans- anum.“ Búinn að bíða síðan hann var 11–12 ára Úlfur Eldjárn, hljómborðsleik- ari í Apparati, var sömuleiðis himinlifandi með tónleikana. „Mér fannst þetta alveg stórkost- leg upplifun. Ég var búinn að bíða eftir þessu síðan ég var ell- efu-tólf ára og eins og Metallica- menn sögðu sjálfir voru margir búnir að bíða lengur, allt upp í 22 ár.“ Stóðu þeir undir væntingum? „Já, ég held að þeir séu á mjög góðu tímabili núna. Þeir eru greinilega í mjög góðu andlegu jafnvægi, enda sveif boðskapurinn um ást og frið yfir vötnunum. Hann [James Hetfield, söngvari] var óspar á að láta áhorfendur vita að honum þætti vænt um þá.“ Hvernig fannst þér að „hitta“ Metallica-menn? „Þetta var nefnilega svolítið eins og að hitta þá. Ég var nýbú- inn að sjá heimildarmyndina, sem er mikið meistaraverk, og það var mjög skemmtilegt. Manni finnst hálfpartinn eins og maður þekki þá og það jók á þá tilfinn- ingu að þeir tóku gamla slagara af Master of Puppets og And Jus- tice for All.“ Hvernig fannst þér fram- kvæmdin? „Ja, hljómurinn var kannski ekki eins og best verður á kosið til að byrja með, en það lagaðist þegar leið á. Annars er þessi höll sennilega besti staðurinn til að halda svona stóra tónleika. Það var til að mynda mjög gott hversu auðvelt var að sjá á sviðið; mikill munur miðað við Laug- ardalshöll. Það var töluvert heitt þarna inni, en þegar maður var kominn yfir ákveðið stig, orðinn rennblautur í gegn, jók það bara á stemninguna.“ Úlfur Eldjárn Tónleikar| Ánægja með Metallica-tónleikana ivarpall@mbl.is Frosti Logason Frábært fyrir íslenskt rokk ’Rob bassaleikari vildifá að sjá Gullfoss og Geysi eftir tónleikana.‘ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. www.laugarasbio.is ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.  SV Mbl Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www .regnboginn.is  SV Mbl Sýnd kl. 5.50 og 10.40.Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. ÓHT Rás 2 ETERNAL SUNSHINE KRINGLUNNI S. 533 1740 ÚTSALAN HAFIN 30-50% afsláttur Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: