Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GAGNRÝNDU STJÓRNINA
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu áform ríkisstjórnarinnar í
fjölmiðlamálinu svonefnda harðlega á
fyrsta þingfundi sumarsins í gær.
Sögðu þeir að hið nýja fjölmiðla-
frumvarp ríkisstjórnarinnar væri
næstum alveg eins og „gamla fjöl-
miðlafrumvarpið“, eins og það var
kallað.
Þrumuveður við Galtafell
Þrumuveður með gífurlegu úrfelli
og éljum, svo hvítnaði í fjöll um
stundarsakir, gekk yfir Galtafell og
nágrenni í Hrunamannahreppi í gær.
Eldglæringar sáust á himni og að
minnsta kosti einni eldingu sló niður.
Borað á Hellisheiði
Um 55 starfsmenn starfa við
Hellisheiðarvirkjun en framkvæmdir
við borun jarðhitaholna á Hellisheiði
eru í fullum gangi. Samkvæmt samn-
ingi Orkuveitu Reykjavíkur við Jarð-
boranir hf. er áformað að bora tíu hol-
ur í sumar og næsta sumar.
Hetjunum fagnað
Hundruð þúsunda manna tóku á
móti gríska knattspyrnulandsliðinu
þegar það sneri aftur til Aþenu í gær
eftir óvæntan sigur þess á Evr-
ópumeistaramótinu í Portúgal. Mikil
gleði ríkti meðal viðstaddra þegar
Theo Zagorakis, fyrirliði gríska
landsliðsins, lyfti Evrópubikarnum á
loft fyrir framan mannfjöldann.
Mannfall í Fallujah
Að minnsta kosti tólf manns biðu
bana í loftárásum Bandaríkjahers á
meintar bækistöðvar Jórdanans Abu
Mussabs Zarqawis, sem tengsl hefur
við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, í
borginni Fallujah í Írak í gær. Ekki
hafa eins margir fallið í einu vetfangi
frá því að írösk bráðabirgðastjórn tók
við völdum í landinu af bandaríska
hernámsliðinu fyrir viku.
Réttarhöldum frestað
Réttarhöldunum yfir Slobodan
Milosevic, fyrrverandi Júgóslav-
íuforseta, var í gær frestað en Milos-
evic hefur verið ákærður um glæpi
gegn mannkyni fyrir stríðs-
glæpadómstólnum í Haag í Hollandi.
Frestunin kemur til af því að heilsa
Milosevic hefur verið að bila.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 26
Úr verinu 11 Forystugrein 22
Viðskipti 12 Viðhorf 24
Erlent 13 Minningar 27/29
Akureyri 15 Myndasögur 32
Suðurnes 16 Víkverji 32
Austurland 16 Staður og stund 34
Landið 17 Menning 35/41
Daglegt líf 18 Ljósvakar 42
Umræðan 24/26 Veður 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
+
HJÁ skrifstofu forseta Íslands
fengust þær upplýsingar í gær
að Ólafur Ragnar Grímsson
myndi ekki tjá sig við fjöl-
miðla um framkomið nýtt
frumvarp um eignarhald á
fjölmiðlum. Venjan væri ekki
sú að forsetinn tjáði sig um
mál á meðan þau væru í með-
förum Alþingis.
Forsetinn
tjáir sig ekki
FRAMKVÆMDIR við Kárahnjúka-
virkjun eru vel á veg komnar og
samkvæmt upplýsingum frá Lands-
virkjun og verktökum á svæðinu hef-
ur áætlun staðist nokkurn veginn til
þessa, bæði hvað varðar tíma og fjár-
magn. Um fimmtungur verkefna við
gerð Kárahnjúkastíflunnar er að
baki, samkvæmt nýjustu stöðu-
skýrslu Impregilo, og um 16% af
verkefnum við aðrennslisgöngin eru
búin. Landsvirkjun gerði á sínum
tíma samning við Impregilo upp á
rúma 47 milljarða króna, en auk frá-
genginna samninga við verktaka í
öðrum verkþáttum stendur kostnað-
urinn í rúmum 60 milljörðum króna.
Einstaka verkþættir eru á undan
áætlun, einkum hjá Fosskrafti við
stöðvarhúsið í Fljótsdal, en helst er
að stíflugerðin hjá Impregilo sé að-
eins á eftir áætlun. Ráðgerir Im-
pregilo, að sögn Ómars R. Valdi-
marssonar upplýsingafulltrúa, að
hafa unnið upp allar tafir á verkinu í
september næstkomandi. Háanna-
tími við virkjunina í heild sinni verð-
ur um mitt næsta ár.
Um 1.300 manns starfa nú á Kára-
hnjúkasvæðinu, þar af um 1.100 hjá
Impregilo og undirverktökum þess.
Hjá Fosskrafti starfa um 120 manns,
fjölgar bráðlega upp í 140–150, og
um 70 eru hjá Suðurverki við gerð
Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu.
Þar bætast fljótlega við 20 manns, að
sögn Guðmundar Ólafssonar staðar-
stjóra. Allt eru þetta Íslendingar hjá
Suðurverki, margir af Austfjörðum.
Guðmundur segir stíflugerðina vera
á áætlun á hvorum tveggja vígstöðv-
um, en Suðurverk hóf störf í apríl sl.
Er þetta stærsta verkefni fyrirtæk-
isins til þessa og hljóðaði samningur
upp á 2,5 milljarða króna.
Þegar Arnarfell hefur lokið sér af
hjá Impregilo munu um 100 manns
starfa hjá fyrirtækinu við gerð Ufs-
arveitu þegar mest lætur. Til að
byrja með verða um 30 manns við
gerð vegslóða að fyrirhuguðu Ufs-
arlóni. Er þetta verk upp á tæpa 2
milljarða króna.
Sigurður Arnalds verkfræðingur,
sem annast almannatengsl fyrir
Landsvirkjun og fylgist vel með
framkvæmdunum, segir að útboð á
virkjuninni hafi fram að þessu geng-
ið mjög vel og kostnaðaráætlun stað-
ist og vel það. Ekkert óvænt hafi
komið upp sem setji verkið úr jafn-
vægi. Búið sé að bjóða út langstærst-
an hluta framkvæmdanna, eða um
90%. Flestum verkþáttum á að vera
lokið haustið 2006 og Kárahnjúka-
virkjun á að vera tilbúin til rekstrar í
ársbyrjun 2007. Ufsarveita á svo að
vera tilbúin um mitt ár 2008.
Ekkert óvænt í jarðfræðinni
Sigurður segir ánægjulegt hvað
jarðfræði við borunina, einn áhættu-
mesti hlutur framkvæmdanna, hafi
komið vel út. Bergið sé víðast hvar
þurrt og lítið beri á vatnsleka, eink-
um í Fljótsdal, en mestur hafi vatns-
aginn verið í inntaksgöngum við
Hálslónið. Svo virðist sem íslenska
bergið henti vel fyrir þá tækni sem
Impregilo beiti með risaborunum í
aðrennslisgöngunum. Ekkert megi
þó koma upp á varðandi Kára-
hnjúkavirkjun eigi að takast að af-
henda Alcoa orkuna í Reyðarfirði á
tilsettum tíma, í apríl 2007.
Fosskraft er að bora þrenn göng
inn í Valþjófsstaðarfjall og að stöðv-
arhúsahvelfingunni, sem er vel á veg
komin. Búið er að bora önnur fall-
göngin, sem voru lóðrétt boruð upp á
við án þess að skeikaði millimetra
miðað við ætlaða leið. Er þessi verk-
þáttur nokkrum vikum á undan
áætlun. Að sögn Hermanns Sigurðs-
sonar hjá Ístaki, eins eigenda Foss-
krafts, hefur tekist vel að manna
verkið. Af um 120 starfsmönnum eru
35–40 erlendir, þar af um 30 við jarð-
gangagerð. Hermann segir að byrj-
að verði á steypuvinnu í göngunum
og hvelfingunni í haust. Tilboð Foss-
krafts í stöðvarhús og meðfylgjandi
göng var upp á tæpa níu milljarða.
Lægri árfarvegur en von var á
Ómar R. Valdimarsson hjá Im-
pregilo segir að á heildina litið miði
verkinu nokkuð vel. Einn risaborinn,
sem byrjaði að bora í apríl sl., sé
kominn um 1.700 metra inn að-
rennslisgöng 3. Að meðaltali nái bor-
inn að komast yfir 35 metra á dag en
metið við Kárahnjúka sé 80 metrar á
dag og 326 metrar á einni viku.
Næsti risabor mun hefja störf í að-
rennslisgöngum 2 hinn 20. júlí nk. og
í göngum 1 verður byrjað í ágúst, að
lokinni borun um 740 metra langra
drenganga.
„Miðað við fyrstu áætlanir eru
stíflan og aðrennslisgöngin aðeins á
eftir framkvæmdaáætlun. Ástæðan
er sú að aðstæður á svæðinu reynd-
ust eilítið öðruvísi en gert var ráð
fyrir í útboðsgögnum,“ segir Ómar
og nefnir sem dæmi að árfarvegur-
inn við stíflustæðið hafi verið nokkru
lægri en búist var við. Það hafi kallað
á meiri undirbúningsvinnu. Þá hafi
veður tafið samsetningu fyrsta bors-
ins sl. vetur og meira vatn hafi verið í
inntakinu við Hálslón en gert var ráð
fyrir.
Um 1.300 manns starfa nú á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka
Flestir verkþættir á áætlun
Impregilo áætlar
að hafa unnið upp
tafir í september
Ljósmynd/Hrönn Hjálmarsdóttir
Í lok júní var unnið að því að steypa grunninn að Táveggnum, sem svo er kallaður, og er neðsti hluti stíflunnar
vatnsmegin. Veggurinn verður um 50 metra hár og í hann fara 46.000 rúmmetrar af steypu.
leiðangrinum
sem er kostaður
af Sameinuðu
þjóðunum og ein-
staklingum,
þ.á m. frönskum
kaupsýslumanni
og eiganda skút-
unnar.
Þess má geta
að báturinn var
áður í eigu hins
kunna siglinga-
manns Peters Blakes frá Nýja-Sjá-
landi, sem var myrtur um borð í
bátnum á Amazonfljóti í Brasilíu í
desember 2001 af „sjóræningjum“.
Sir Peter Blake var einna þekkt-
astur fyrir þátt sinn í sigri Nýsjá-
lendinga í Ameríkubikarnum árið
1995, en það var í annað sinn í tæp-
lega 150 ára sögu keppninnar sem
ríki utan Ameríku sigraði í keppn-
inni.
Það virtist ekki koma illa við Gilg
FRANSKA vísindaskipið Tara 5
hafði viðkomu í Reykjavíkurhöfn í
gær og fyrradag en um borð er 20
manna áhöfn vísindamanna sem
mun á næstu mánuðum rannsaka
dýra- og fuglalíf við strendur
Grænlands. Skipið hélt áleiðis til
Grænlands í gærkvöld.
Að sögn dr. Oliviers Gilgs, leið-
angursstjóra ferðarinnar, áforma
vísindamennirnir að rannsaka
fugla og spendýr, dreifingu þeirra,
fjölda og breytingar, vítt og breitt
um Grænland, fram í september nk.
Báturinn sigldi hingað frá borg-
inni Camaret sur Mer í Frakklandi
og er í raun seglskúta, búin tveimur
möstrum og sérhönnuð til siglinga
þar sem ísa gætir. Skipsskrokk-
urinn er úr áli, 25 mm þykkur, og á
honum er enginn kjölur. Þar sem
mikill ís er fyrir virkar báturinn
sem ísbrjótur.
Að sögn Gilgs koma fjölmargir
háskólar og rannsóknastofnanir að
þegar hann rifjaði upp skuggalega
fortíð bátsins sem er sá eini sinnar
tegundar í heiminum. Þess má geta
að fyrsti eigandi bátsins var þekkt-
ur franskur landkönnuður, Jean-
Louis Etienne.
Báturinn hélt sem fyrr segir frá
Reykjavíkurhöfn í gærkvöld áleiðis
til Grænlands en í áhöfn eru meðal
annars eiginkona Gilgs og 16 mán-
aða gamall sonur hans, sem var
hinn sprækasti á bryggjusporð-
inum við Kaffivagninn í sólinni í
gær.
Franskt vísindaskip úr áli til Grænlands
Morgunblaðið/Jim Smart
Tara 5 var áður í eigu hins kunna siglingakappa, Sir Peters Blakes, og hét
þá „Seamaster“. Báturinn er sérstaklega hannaður til siglinga í ís.
Var áður í eigu siglingamannsins Pet-
ers Blakes sem var myrtur um borð
Dr. Olivier Gilg,
leiðangursstjóri
ferðarinnar.