Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 25
„LANDRÁÐ heitir það að leggja
Ísland undir sig.“
Þetta segir Jónína Benediktsdóttir
í grein sinni í Mbl. hinn 25. júní sl., og
á þar við umsvif Baugs í íslensku við-
skiptalífi. Í sömu grein hrósar hún
ríkisstjórninni fyrir að
hindra fákeppni á fjöl-
miðlamarkaði og hvetur
kjósendur til að hafna
„valdaspillingu“ forseta
Íslands með því að
kjósa allt „annað yfir
okkur“ í forsetakosn-
ingunum. Ég ætla ekki
að fara út í marg-
umrædd einkamál Jón-
ínu, né heldur vanhugs-
aða tillögu hennar um
að sætta sig við „allt
annað“ sem forseta en
Ólaf Ragnar Grímsson.
Ég vil heldur skoða að-
eins gremju hennar og
fleiri út í forsetann út af
undirskriftarsynjun
hans.
Ég veit ekkert um
tengsl Ólafs Ragnars
við Baug, og þau skipta
mig litlu máli. Enda
myndi það duga Baugs-
mönnum skammt að
vera með forsetann í
vasanum ef þeir ætluðu að hafa áhrif
á örlög þessara fjölmiðlalaga. Til þess
þyrftu þeir að vera með meirihluta
kosningabærra manneskja í landinu á
sínum snærum.
Synjun forsetans kallar Jónína
„dónaskap við okkur sem kusum
þessa ríkisstjórn til valda“. Er það
sem sagt dónaskapur við kjósendur
þessa lands að ætla þeim þá dóm-
greind að geta ákveðið sjálfir hvort
þeim hugnast lög eður ei? Mér finnst
það frekar dónaskapur hjá henni að
gera því skóna að þjóðin sé of vitlaus
til að taka þessa ákvörðun milliliða-
laust. Það eina sem forsetinn gerði
var að vísa þessu máli til okkar, ís-
lensku þjóðarinnar. Það heitir lýð-
ræði. Af hverju eru Sjálfstæðisflokk-
urinn og stuðnings-
menn hans svona
mótfallnir því? Þeim er
guðvelkomið að greiða
atkvæði með lagasetn-
ingunni. Eru þeir svona
vissir um að kosningin
verði þeim í óhag? Eða
eru þeir kannski bara
svo vanir að láta Davíð
taka afstöðu fyrir sig að
þeir nenna ekki að taka
eina einustu sjálfstæða
ákvörðun?
Þegar forsetinn vís-
aði málinu til þjóð-
aratkvæðagreiðslu var
það kallað „árás á þing-
ræðið“. Þetta kemur úr
hörðustu átt. Hvað
sögðu þessir sömu
menn þegar tveir ráð-
herrar úr ríkisstjórninni
hétu vinum sínum í
vestri stuðningi ís-
lensku þjóðarinnar við
innrás þeirra inn í full-
valda ríki, án þess að
bera það undir þingið? Og hvað kallar
Jónína Benediktsdóttir mann sem
reynir að láta leggja niður opinberar
stofnanir, embætti og fjölmiðlafyr-
irtæki þeirra sem eru honum ósam-
mála.
Já, landráð heitir það að leggja Ís-
land undir sig.
Landráð
Símon Hjaltason fjallar um
grein Jónínu Benediktsdóttur
’Þegar forset-inn vísaði mál-
inu til þjóðarat-
kvæðagreiðslu
var það kallað
„árás á þing-
ræðið“.‘
Símon Hjaltason
Höfundur er tónlistarmaður.
ÞAÐ má í vissum tilfellum venjast
því þegar ekkert breytist og allt er á
sínum stað. Óhreint leirtau í vask-
inum að morgni er enn á sínum stað
þegar komið er heim úr vinnu að
kvöldi. Allt svo traust og maður veit
nákvæmlega hvernig heimurinn lít-
ur út.
Þetta er þó ekki alltaf viðunandi,
t.d. á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi (LSH). Það líða dagar, mánuðir,
ár og fleiri ár og ekkert breytist.
Ekki er gerður stofnanasamningur
við líffræðinga.
Miðlægur kjarasamningur milli
FÍN (Félag íslenskra náttúrufræð-
inga) og fjármálaráðherra fyrir hönd
ríkissjóðs, tók gildi hinn 1. júlí árið
2001. Miðlægi samningurinn var ein-
ungis grunnurinn sem skyldi byggja
á en stofnanir ríkisins gera síðan
sérstaka stofnanasamninga þar sem
hin raunverulega kjarabót skyldi
eiga sér stað. Í samningum stendur
orðrétt „aðilar stofnanasamnings
skulu endurskoða hann innan eins
árs frá staðfestingu kjarasamnings
og síðan eigi sjaldnar en annað hvert
ár.“
Þann 25. júlí næstkomandi eru lið-
in 3 ár frá staðfestingu kjarasamn-
ingsins og enn bólar ekkert á stofn-
anasamningnum. Það segir sig sjálft
að ekki er hægt að endurskoða
samning sem ekki hefur verið gerð-
ur. Reyndar er það svo að miðlægi
kjarasamningurinn rennur út eftir 5
mánuði eða hinn 30. nóvember.
Halda stjórnendur spítalans virki-
lega að við ætlum að sætta okkur við
að sitja eftir og vona bara, með bros
á vör, að gerður verði við okkur
stofnanasamningur eftir undirritun
næsta miðlæga kjarasamnings?
Við vitum að sjálfsögðu um bága
fjárhagsstöðu LSH, en okkur
gremst umræðan um miklar launa-
hækkanir annarra starfsmanna. Við
eigum ekki að þurfa að taka það á
okkur persónulega að vel var samið
við lækna og hjúkrunarfræðinga.
Stjórnendur LSH áttu að vita það
fullvel hvað þeir höfðu til skiptanna
fyrir allar starfsstéttir. Í þessu til-
felli er ekki gott að vinna eftir „fyrst-
ir koma, fyrstir fá“ dreifing-
arkerfinu.
Okkur finnst heilmikið bogið við
það að nú ætlar fjármálaráðherra að
að lækka skatta því rík-
ið hefur staðið svo „ein-
staklega vel við sitt“ og
allt er í svo blússandi
blómgun, en á sama
tíma er LSH í sögu-
legum mínus. Það er
líka merkilegt til þess
að hugsa að ríkið hefur
klárað stofnanasamn-
inga við líffræðinga á
öðrum ríkisstofnunum.
Hér við Hringbraut-
ina hvorki gengur né
rekur þrátt fyrir að
kallaðir hafi verið til 2 aukafulltrúar
samninganefndunum til fulltingis.
Orðaforðinn hefur ekkert aukist, það
er ennþá bara nei og aftur nei. Hvílík
eyðsla á tíma og fjármunum. Svei!
Líffræðingar í Blóðbankanum eru
mjög leiðir yfir þessu eilífa óbreytta
ástandi. Við höfum sýnt vinnustaðn-
um hollustu og þolinmæði við erfiðar
vinnuaðstæður og óviðunandi húsa-
kost. Í gegnum okkar hendur fara
flókin verk sem við skilum af okkur
af bestu getu. Það er há innistæða af
mannauði í Blóðbankanum, en sú
staðreynd að viðsemjendur okkar,
LSH/ríkið, skuli ár eftir ár sýna okk-
ur þá lítisvirðingu að gera ekki við
okkur samninga er gjörsamlega
óþolandi. Það hoppar enginn inn af
götunni og gengur inn í störf okkar
og allir með viti geta séð verðmæti
sérhæfðra starfsmanna.
Nú er mál að linni, þolinmæði okk-
ar er á þrotum.
Sárar, svekktar, daprar,
leiðar, fúlar og vonsviknar!
Ása Hólmarsdóttir og Björg
Guðmundsdóttir skrifa um
kjaramál
’Það segir sig sjálft aðekki er hægt að endur-
skoða samning sem ekki
hefur verið gerður.‘
Ása Hólmarsdóttir
Höfundar eru líffræðingar í
Blóðbanka.
Björg Guðmundsdóttir
LEIÐARAHÖFUNDUR Mbl.
staðhæfir enn einu sinni á sunnudag
að grunnskólanemendum í Reykjavík
standi ekki til boða val um skóla.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem blaðið
ítrekar þessa villu. Staðreynd mála er
þessi:
1) Grunnskólabörn í hverfum borg-
arinnar eiga RÉTT
til að ganga í hverf-
isskóla sinn. For-
gangur barna í Voga-
hverfi er tryggður í
Vogaskóla, svo dæmi
sé tekið, börn í Rima-
hverfi hafa forgang í
Rimaskóla. Þessi
réttur er skýr, borg-
aryfirvöld hafa til
dæmis ekki innleitt
skólaakstur milli
hverfa til að spara
byggingakostnað,
heldur talið það rétt
nemenda að fá að
ganga í skóla í
heimahverfi.
2) Kjósi grunn-
skólanemi að ganga í
annan skóla en
hverfisskólann sinn
stendur það til boða.
Nemandi getur sótt
um hvaða annan
skóla í borginni sem er. Í bréfi
Fræðslumiðstöðvar til sex ára
barna, sem sent var út í vor vegna
upphafs skólaskyldu í haust, var
þetta skýrt tekið fram.
3) Skólastjóri getur almennt ekki
hafnað nemanda úr skólahverfi
sínu, en hann getur hafnað nem-
anda úr öðru hverfi telji hann sig
hafa til þess góðar ástæður. Við-
komandi nemandi sem ekki vill
ganga í hverfisskóla sinn á því ekki
kröfu á því að komast inn í hvaða
þann annan skóla sem hann kýs, en
hann getur vissulega haft nokkuð
gott val, því sé honum hafnað í ein-
um skóla koma til greina yfir 30
aðrir í borginni og eru þá ótaldir
skólar í nærliggjandi sveit-
arfélögum sem einnig koma til
greina.
4) Kjósi nemandi að ganga í annan
skóla en heimaskólann er það ekki
íþyngjandi fjárhagslega fyrir þann
skóla sem við tekur. Því eru engar
slíkar hömlur á. Öllum grunn-
skólanemum í borginni fylgir
ákveðin ,,þjónustutrygging“ sem
þýðir að hver skóli fær fjárframlög í
samræmi við nem-
endafjölda.
12% grunnskólabarna
í Reykjavík ganga í ann-
an skóla en hverfisskóla
sinn. Fyrir því geta ver-
ið margar gildar ástæð-
ur, en vissulega er fagn-
aðarefni að yfirgnæfandi
fjöldi kýs heimaskólann
sinn. Einn galli er á gjöf
Njarðar. Hingað til hafa
ekki gilt skýrar reglur
um rétt nemenda gagn-
vart skólastjóra sem
hafnar því að taka við
honum í valskóla.
Fræðsluráð hefur falið
Fræðslumiðstöð að skil-
greina þau málefnalegu
rök sem þá verði að vera
til staðar, og þær áfrýj-
unarleiðir sem standa til
boða. Mikilvægt er að
þessar reglur séu ljósar
þegar skólar hefjast í
haust. Skólastjóri getur haft góðar
ástæður fyrir því að taka ekki fleiri
nemendur en skylda boðar; í þeim
tveimur skólum sem nefndir eru að of-
an eru mikil þrengsli og vaxandi fjöldi
í heimahverfi. Það gæti nægt til að
skólastjóri færðist undan því að taka
við börnum utan hverfis. Við þessar
eða aðrar málefnalegar aðstæður er
mikilvægt að nemendum standi til
boða leiðsögn um hvað annað kemur
til greina, eða áfrýjunarleið ef ágrein-
ingur er. Að þessu er nú unnið til að
skerpa enn betur á rétti þeirra sem
nota skólakerfið.
Val um grunnskóla
Stefán Jón Hafstein formaður
fræðsluráðs Reykjavíkur skrifar
’12% grunn-skólabarna í
Reykjavík
ganga í annan
skóla en hverf-
isskóla sinn.‘
Stefán Jón Hafstein
Höfundur er formaður fræðsluráðs
Reykjavíkur.
EITT af því sem veldur stórum
hópi kristinna manna miklu kvalræði
er hin svokallaða synd. Slíkir velta
mikið fyrir sér hvað hún í raun sé. Við
setjum hana oftast í samband við hluti
sem eru siðferðilega ósæmilegir og
særa því bæði blygðunarkennd og
sómatilfinningu þeirra sem fyrir
verða. Sagt er í
kristninni að við menn-
irnir séum allir fæddir
syndarar. Sagt er frá
því að fyrsta syndin hafi
átt sér stað á Himnum
þegar Lúsífer taldi það
geta skipt sköpum fyrir
sína framtíð að verða
Guði líkur. Síðan mun-
um við eftir sögunni í
bókinni helgu, um
Adam og Evu sem var
bannað af Drottni að
borða ávexti af Skiln-
ingstrénu. Sá sem
ákveður að velja leið þess ranga, að
gera það forboðna, hann velur að
haga lífi sínu í samræmi við alla þá
eðliskosti sem vinna gegn mannlegri
reisn, framförum og dáðum, í ein-
hverjum skilningi þess góða og já-
kvæða. Þau okkar aftur á móti sem
kjósa að lifa allt annars konar lífi, sem
er líkara því lífi sem kemur fram í
boðorðum Jesú Krists, við forðumst
allt það sem möguleika sem ýtt gæti
undir þá þætti í innra lífi okkar sem
viðhalda syndinni.
Mín reynsla úr eigin athöfnum og
vilja til lífsins er að einfaldast sé, fyrir
utan þessa vissu, að reyna að lifa eftir
þeim boðorðum sem Drottinn gaf
okkur þótt ófullkomin séum. Það sem
ég hef orðið vör við síðustu áratugina,
þar sem ég hef haft mjög sérstakt
samband við íslensku þjóðina sem
hefur ekki síst legið í því að fólk hefur
leitað til mín með leyndarmál svokall-
aðra synda sem það miklu oftar en
ekki hefur álitið sig höfund að, hef ég
bara orðið vör við að miklu algengara
er að um sé að ræða einstaklinga sem
eru að taka afleiðingum af syndum
annarra en alls ekki sínum eigin og
hafa jafnvel alls ekki
haft tilhneigingu til að
framkvæma nokkurs
konar synd. Þetta hefur
verið venjulegt fólk sem
alls ekki hefur lifað
svart-hvítu lífi, ann-
aðhvort verið alvont eða
gott heldur allt þar á
milli. Mikið af þessu
fólki hefur lent í þeim
hremmingum andlega
að fara að gera alls kyns
hluti sem samræmast
ekki upplagi þess. Þegar
betur er að gáð kemur
mjög oft í ljós að viðkomandi er í
myrkri andlega sem afleiðing af ein-
hverjum brotum náinna eða vanda-
lausra, löngu áður, gegn viðkomandi,
sem hefur gert það að verkum að
hann hefur ekki séð sólina á réttan
hátt síðan. Slíkum er ekki nóg að
finna fyrir kærleikshvetjandi vilja
annarra til handa og vita um um-
hyggju Drottins, þeir verða að fá
skilning á að það að taka afleiðingum
af rangri breytni annarra eða verða
fyrir henni, gerir okkur ekki að neins
konar syndurum. Það sem mér hefur
fundist í gegnum samskipti mín við
samferðafólk mitt þar sem ég hef ver-
ið hlustandi, fyrirbiðjandi og þátttak-
andi í blöðum og á öðrum vettvangi,
ekki síst í leyndarmálum annarra sem
einmitt hafa innihaldið þessa vitund
fólks og trú, að slíkir taka út ómælt
magn af þjáningu og kvölum einmitt
vegna þess að þeir taka ábyrgð sjálfir
á rangri breytni geranda.
Sannað er, ekki bara meðal manna
heldur vísindanna líka og glæpa-
sérfræðinga, að sumir eru þannig í
innra eðli sínu, að þá skortir samvisku
og eðlilega siðferðiskennd og verða
því fremur syndarar heldur en þau
okkar sem gerum alls kyns mistök og
brjótum af okkur hingað og þangað en
sjáum það, iðrumst þess og viljum
breyta betur. En þeir sem eru siðlaus-
ir, verða oftar en ekki annars vegar til
að framkvæma synd og hins vegar til
að nota kærleiksvana hugsun sína til
að þvæla öðrum inn í sínar syndir. Í
þannig tilvikum er nauðsynlegt að við
greinum algjörlega á milli þeirra sem
ástunda syndsamlegt atferli sökum
slægðar og guðleysis og gera aðra að
fórnarlömbum slíks, og okkar hinna
sem erum að vasast í eðlilegum hvers-
dagslegum smásyndum. Það sem ég
er að reyna að segja með þessari
stuttu grein er að við verðum að skil-
greina eðlileg mistök frá svokölluðum
syndum. Við erum ekki með þessu að
reyna að koma okkur undan neins
konar afleiðingum mistaka okkar,
heldur erum við að biðja algóðan Guð
um að gefa okkur aukinn skilning á
því hvernig við eigum ekki að haga
okkur til þess að vera sek um mistök
og öðlast þannig hreinna hjarta og
bjartari hugsun og fyrirgefningu
Hans. Þannig, elskurnar, sjáum við að
Jóna Rúna, hlaðin öllum sínum mis-
tökum, er ekki neins konar demants-
syndari, heldur venjulegt mistaka-
gúrú, af því að hún hefur enga
tilhneigingu frekar heldur en 80% af
þjóðinni til þess að úthugsa og vinna
markvisst að einhverjum sóðaverkum
í hugsun.
Að lokum vísa ég í sálm 32.12 því
Davíð var eins mennskur og hægt var
að vera og prófaði allan skala synd-
arinnar. En það breytti því ekki að
hann var drengur góður sem skildi
lögmál Drottins og iðraðist og því eitt
af uppáhaldsbörnum Föðurins sem
alltaf fékk fyrirgefningu og náð þrátt
fyrir alla sína mennsku. Munið, elsk-
urnar, að það sama gildir um okkur:
,,Sæll er sá, er afbrotin eru fyr-
irgefin, synd hans hulin. Sæll er sá
maður, er Drottinn tilreiknar eigi mis-
gjörð, sá er eigi geymir svik í anda.“
Synd: sjálfskapar-
víti siðfjötraðra
Jóna Rúna Kvaran
skrifar um synd ’… við verðum að skil-greina eðlileg mistök frá
svokölluðum syndum.‘
Jóna Rúna Kvaran
Höfundur er blaðamaður og
rithöfundur.