Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Gleraugun og sú bláa gefa þér gott „lúkk“ en það er ekki allra að fara í skóna hans, hæst-
virtur fjármálaráðherra.
Það opnast allar dyr,þar sem þessi tón-leikar gengu svona
vel,“ segir Halldór Kvaran
tónleikahaldari, sem
ásamt Ragnheiði Hanson
stóð fyrir tónleikum Met-
allica hér á landi, sem fram
fóru á sunnudagskvöld.
„Þetta er lítill heimur
þarna úti, aðeins nokkrar
skrifstofur sem sjá um
stærstu nöfnin, og þessir
menn ræða saman. Strax á
sunnudag fóru menn frá
umboðsskrifstofu Metall-
ica að ræða um að senda
fleiri hljómsveitir hingað
til lands, og fleiri umboðs-
menn hringdu í okkur,“ út-
skýrir Halldór.
Hann segir best fyrir hljóm-
sveitir að byrja eða enda tónleika-
ferðir hér á landi, þar sem landið
liggi utan helstu leiða innan Evr-
ópu. Mest munar um að nú sé hægt
að halda tónleika með um 18 þús-
und gestum í Egilshöll, í stað um
5.500 gesta fjölda í Laugardals-
höllinni.
„Þar að auki eru um 6% þjóð-
arinnar samankomin á einum tón-
leikum, sem hlýtur að vera heims-
met,“ segir Halldór. Hann segir
ekki hægt að halda tónleika með
svo frægri sveit án þessa fjölda
gesta. „Það fylgir þeim svo mikið
af fólki og stór fyrirtæki sem
standa fyrir þessu, svo að menn
koma ekki hingað fyrir einungis
fimm þúsund áhorfendur. Það að
geta haldið 18 þúsund gesta tón-
leika opnar þetta algjörlega.“
Mikilvægt að viðhafa
fagmennsku
Halldór segir mjög mikilvægt að
tónleikarnir hafi gengið vel, af því
að það fréttist fljótt til annarra
hljómsveita hvernig sé að halda
tónleika hér á landi. „Þetta gekk
eins vel og hægt var. Það kom ekk-
ert alvarlegt upp á, og skipulagið
gekk upp eins og það átti að vera.
Metallica-menn voru rosalega
ánægðir með tónleikana og viðtök-
ur Íslendinga. Við héldum vel utan
um öryggismálin, og fluttum til
dæmis inn 180 metra af sérstökum
öryggisgrindum. Við viljum að
tónleikar hér einkennist af fag-
mennsku en engu fúski.“
Með hljómsveitinni kom fjöldi
manns erlendis frá. Áætlað er að
milli 500–600 manns hafi komið til
landsins vegna tónleikanna, að
sögn Halldórs.
„Að þessu öllu slepptu er land-
kynningin sem þessu fylgdi mjög
mikil,“ bætir Halldór við. Hann
segir kostnaðinn við tónleikana
sömuleiðis mikinn, og Metallica
hafi þegið álíka greiðslu og sveitin
setur upp á samsvarandi tónleik-
um erlendis. Öðru máli gegni með
stað eins og Laugardalshöll, þar
sem fyrirséð sé að einungis 5.500
manns geti verið á tónleikunum.
Þá samþykki hljómsveitir oft að
spila gegn lægri greiðslu, jafnvel
vegna áhuga síns á að koma hingað
til lands, en þegar Egilshöll með 18
þúsund gestum sé annars vegar,
sé staðurinn orðinn sambærilegur
við tónleikahald erlendis. Rúmlega
120 milljónir króna komu frá miða-
sölu á tónleikana, en kostnaður við
uppsetninu hljómleika af þessari
stærðargráðu er mjög mikill.
Umferðarstjórnun gekk vel
Um 500 manns unnu við ýmis
gæslustörf og stjórnun á tónleik-
unum, þar á meðal lögreglan í
Reykjavík. „Ég gef unga fólkinu
og öðrum tónleikagestum fyrstu
einkunn,“ sagði Geir Jón Þórisson,
yfirlögregluþjónn í Reykjavík, að-
spurður um framkvæmd umferð-
armála og gæslu við tónleikana.
„Framkvæmd þeirra gekk mjög
vel, við vorum með töluverðan við-
búnað sem ekki reyndi mikið á.
Tónleikagestir voru til mikillar
fyrirmyndar, vart að sjá ölvun á
fólki og enginn troðningur, hvorki
á leið inn eða út úr húsi né meðan á
tónleikum stóð. Þrátt fyrir að
mörgum hafi liðið illa vegna hita og
loftleysis þá tók fólk því með mik-
illi stillingu,“ segir Geir Jón.
Umferð til og frá tónleikastað
gekk sömuleiðis vel að sögn Geirs
Jóns. „Það gekk almennt vel að
koma fólki í burtu og það tók al-
mennt vel ábendingum lögreglu.“
Aðspurður um Egilshöllina sem
vettvang fyrir stórtónleika af
þessu tagi segir Geir ýmis atriði
sem þurfi að fara yfir fyrir næstu
tónleika. „Ég sé hins vegar fyrir
mér að þetta hús sé vel til þess fall-
ið að nýta í svona stórviðburði.“
Læra af svona stórum
viðburði
Hjálparsveit skáta í Reykjavík
sá um gæslu á tónleikunum, og
voru alls um 200 manns á þeirra
vegum til að sinna gæslunni. Björn
Ólafsson hjá Hjálparsveitinni seg-
ir að á heildina litið hafi fram-
kvæmd tónleikanna gengið vel.
„Það var helst vegna hita og
þrengsla, en það kemur alltaf fyrir
á tónleikum,“ segir Björn í samtali
við Morgunblaðið.
„Það er margt sem hægt er að
laga, líkt og alltaf er, en á heildina
litið má segja að þetta hafi gengið
ágætlega,“ bætir hann við. „Innan-
dyra gekk allt stóráfallalaust, og
þegar búið er að halda svona stóra
tónleika í höllinni þá vita menn
betur hvar vandamál geta komið
upp.“
Fréttaskýring | Stórtónleikar mögulegir
Koma fleiri hljóm-
sveita þegar rædd
Breytt staða tónleikahalds með tilkomu
Egilshallar í Grafarvogi
Halldór Kvaran tónleikahaldari.
Griðland erlendra hljómsveita
Halldór Kvaran tónleikahald-
ari segir tilvalið fyrir Ísland að
vera nokkurs konar griðland fyr-
ir erlendar hljómsveitir, sem geti
komið hingað, haldið tónleika og
fengið að vera í friði fyrir fjöl-
miðlum að mestu leyti meðan
dvalist sé hér. „Það að menn geti
komið hingað, haft það þægilegt
og fengið frið fyrir ljósmynd-
urum og ágengum fjölmiðlum er
mjög fínt fyrir Ísland,“ segir
Halldór. Hann segir liðsmenn
Metallica hafa verið hæstánægða
með dvölina hér á landi, og þeir
hafi notið þess að fara í skoð-
unarferðir um landið og Reykja-
víkurborg.
bjarniben@mbl.is
SAMKVÆMT upplýsingum Rauða
kross Íslands þurfti að veita hátt í
eitt hundrað manns aðstoð á tón-
leikum Metallica á sunnudagskvöld
vegna mikils hita og yfirliðs inni í
salnum. Einn tónleikagesta fremst
við sviðið sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hitinn hefði verið nær
óbærilegur. „Síðan er bara eins og
eitthvað gerist, að maður missir
bara andann.“
Telur viðkomandi að þarna hafi
verið um að ræða koltvísýrings-
eitrun, miðað við einkennin sem
hann hafi, hausverk og ógleði.
Hitinn lækkaði seint og illa
Ólafur R. Magnússon, sviðsstjóri
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins, sem var í stjórnstöð á tón-
leikum Metallica segir raka- og
hitastig hafa verið mjög hátt á tón-
leikunum. „Ég tel að þeir aðilar
sem viðstaddir voru hafi gripið til
þeirra aðgerða sem þurfti, en loft-
ræstikerfið þarna þarf að vera
hugsað á annan máta en nú er.
Loftræstikerfið var látið ganga, og
dældi lofti bæði inn og út. Einnig
var notað kerfi til reykræstingar
sem er mjög öflugt og saug loft út.
Þegar hitinn lækkaði ekki við að
notast við reykræstikerfið var gef-
in skipun um að opna út og hleypa
fersku lofti inn.“
Ólafur segir álíka aðstæður hafa
verið á tónleikum í Laugardalshöll-
inni þar sem mikill hiti og þvaga
hafi myndast. „Þetta dæmi, varð-
andi hita og loftræstingu, þarf að
skoðast mjög vel ef aðrir tónleikar
af þessari stærðargráðu verða
haldnir í Egilshöll,“ bætti Ólafur
við.
Einkenni koltvísýringseitrunar
Morgunblaðið/ÞÖK