Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 30
FRÉTTIR
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FÉLAGSLÍF
Samkoma í kvöld kl. 20.00.
Ron Bota frá Afríku predikar.
Miðvd. Bænastund kl. 20.00.
Fimmtud. Unglingarnir kl.
20.00.
Föstud. Samkoma kl. 20.30
með Donnie Swaggart
Laugard. Samkoma kl. 20.30
með Donnie Swaggart.
www.krossinn.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur HK
Aðalfundur Handknattleikfélags Kópavogs hef-
ur verið frestað. Nýr fundur er boðaður 13. júlí
kl. 18.30 í íþróttahúsi Digraness; Hákoni Digra.
Aðalstjórn HK.
ATVINNA
mbl.is
„ÞAÐ voru að berast tíðindi ofan úr
Norðurá, Jóhannes Kristinsson
landaði 23 punda hrygnu og það er
langstærsti lax sem veiðst hefur í
Norðurá í fjöldamörg ár. Sennilega
einhverja áratugi,“ sagði Bergur
Steingrímsson, framkvæmdastjóri
SVFR, í samtali við Morgunblaðið í
gærdag. Þetta er stærsti lax sum-
arsins til þessa.
Hrygnur af þessari stærð eru af-
ar fátíðar og einmitt af því sauða-
húsi sem hvatt er nú til þess að sé
sleppt aftur í árnar til þess að stór-
laxagenin skili sér í hrygningunni í
haust. Jóhannes sleppti fiskinum
sem tók Blue Charm númer 14 og
var landað eftir fjöruga 45 mínútna
glímu. Fiskurinn var mældur og
veginn vandlega og allt vottað af
nokkrum leiðsögumönnum. Þetta
var 105 cm fiskur, slétt 11,5 kg.
Veiðistaðurinn var Hólabakshylur
(Thoroddsensstrengur), sem er rétt
ofan Glanna.
Fjör í Rangárþingi
Veiðin á Rangársvæðinu fór
fremur rólega af stað, en kraftur er
nú kominn í göngur og vísa má
sjálfsagt á stórstreymið fyrir
helgina í sömu andrá. Veiðisvæðið á
eystri bakka Hólsár hefur verið lítið
stundað það sem af er, menn hafa
kannski ekki trú á því svo snemma
sumars, en þeir sem trúðu á straum-
inn um helgina duttu í lukkupott-
inn.
Að sögn Ásgeirs Ásmundssonar
leigutaka eystri bakkans, voru tveir
félagar á svæðinu á sunnudaginn og
voru í mikilli veiðihátíð. „Þeir lönd-
uðu fjórum löxum, þar af 14 og 18
punda drekum, og náðu einnig sjö
sjóbirtingum. Einn þeirra var 11
punda og flestir hinna spikfeitir og
fallegir 4 til 6 punda fiskar. Þá settu
þeir í fjölda fiska sem sluppu og lax
og birtingur var á lofti út um allt.
Maður hefði alveg viljað lenda í
þessu,“ sagði Ásgeir.
„Hreinlega ólgar …“
Ingvi Hrafn Jónsson leigutaki
Langár á Mýrum hefur lengi slegið
í gegn með skemmtilegum lýs-
ingum á laxagöngum í ánni sinni.
Nú er komin 2004-línan frá Ingva,
nú „hreinlega ólgar áin af laxi“ og
útkoman er sú að aldrei í manna
minnum hefur veiðst jafn vel á
fyrstu vikum veiðitímans og aldrei
hefur gengið jafn mikið af laxi jafn
hratt fram á efri svæðin svo
snemma sumars, á föstudags-
kvöldið voru t.d. komnir 120 laxar
upp fyrir teljarann í Sveðjufossi. Á
laugardagskvöldið voru komnir 250
laxar á land og dæmi um að veiði-
menn væru að klára kvóta sína, 10
laxa, á rúmlega miðjum degi.
Feigur smáfugl …
Þúfutittlingur nokkur lagði á sig
erfiði Atlantshafsflugs, heim í heið-
ardalinn, Hofsárdal í Vopnafirði, til
þess eins að láta lífið kræktur á
laxaflugu! Þessi ótrúlega saga barst
um helgina, veiðimaður einn var að
aka á veiðisvæði sitt, á dágóðri ferð,
er smáfuglinn álpaðist fyrir bílinn.
Hann reyndi að sveigja frá, en lenti
á bílnum og kræktist þá í laxaflugu
sem fest var við flugustöng sem
krækt var á stangarkróka.
23 punda hrygna
úr Norðurá
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Vígalegar kempur með afla austur í
Sogi, lax og bleikju.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
UM helgina voru 10
ökumenn grunaðir um
ölvun við akstur og 59
um hraðakstur. Þá urðu
24 umferðaróhöpp með eignatjóni.
Á sunnudag fyrir hádegi varð
árekstur reiðhjólafólks í Austur-
stræti. Kona slasaðist á höfði og var
flutt á slysadeild í sjúkrabifreið.
Á föstudag var tilkynnt um fólk
sem hafði tjaldað í Elliðaárdal.
Þarna voru 8 unglingar í 2 tjöldum
og er þau urðu vör við lögreglu
helltu þau strax niður bjór sem þau
voru með. Krakkarnir voru látnir
taka niður tjöldin og fara heim.
Tilkynnt var um áflog utan við
veitingastað í Hafnarstræti. Þar sló
í brýnu milli hóps af Reykvíkingum
og Vestmannaeyingum. Lögreglan
kom á friði.
Tilkynnt var um að 4–5 menn
hefðu verið með mann á milli sín
sem öskraði eftir aðstoð. Honum
var troðið gegn vilja sínum inn í bif-
reið sem síðan var ekið hratt á
brott. Mennirnir sögðust hafa verið
að reyna að koma vini sínum ofur-
ölvi upp í bifreiðina en hann hafi
ekki viljað þangað og hann hafi síð-
an ælt í bifreiðina. Er lög-
reglumenn komu á staðinn virtust
vera átök í gangi. Hinn ölvaði var
handtekinn og vistaður í fanga-
geymslu.
Snemma á laugardagsmorgun
var óskað aðstoðar á veitingastað í
Hafnarstræti vegna konu sem hafði
slasað dyraverði. Er lögreglu bar
að voru dyraverðirnir með konuna í
tökum en hún var mjög æst og illa
drukkin. Annar dyravörðurinn var
bitinn á báðum höndum en hinn var
skorinn á hendi eftir glas sem kon-
an var með. Hún var handtekin og
flutt á stöð þar sem hún var vistuð í
fangageymslu.
Vissi hvorki í þennan
heim né annan
Þá var tilkynnt um líkamsárás í
Ingólfsstræti. Samkvæmt vitnum
hljóp maður norður Ingólfsstræti
með 4–6 stráka á eftir sér. Þeir
náðu honum á Sölvhólsgötu þar
sem þeir spörkuðu í hann. Þrír
strákar sem komu frá Arnarhóli
sáu hvað var að gerast og komu
manninum til hjálpar og hlupu þá
árásarmenn í burtu. Maðurinn
réðst þá á strákana sem hjálpuðu
honum og þurftu þeir að halda hon-
um niðri þangað til lögregla kom á
staðinn. Maðurinn virtist ómeiddur
en var mjög ölvaður og vissi hvorki
í þennan heim né annan. Hann
sagði að veskinu hans hefði verið
stolið og kenndi strákunum, sem
hjálpuðu honum, um þjófnaðinn.
Fyrir hádegi á laugardag var til-
kynnt um innbrot í hús í Hóla-
hverfi. Gluggi á barnaherbergi
hafði verið spenntur upp og stolið
gömlum myndavélum og flatskjá.
Í Völvufelli var farið inn í ólæsta
bifreið og stolið gömlum örbylgju-
ofni og tösku með raflagnaefni.
Eftir hádegi var tilkynnt um inn-
brot í hús við Öldugranda. Þar hafði
verið farið inn með því að spenna
upp glugga. Stolið var mörgum
fleygum af sterku áfengi, nokkrum
léttvínsflöskum, nokkrum lengjum
af vindlingum og myndbandstæki.
Brotist var inn í bifreið á Vest-
urgötu og þaðan stolið veski með
skilríkjum, greiðslukortum og pen-
ingum.
Á laugardagskvöld var tilkynnt
um innbrot í hús í Skildinganesi.
Þar hafði verið farið inn um glugga
og stolið fartölvu, myndavél og doll-
urum.
Þá var tilkynnt um þjófnað á 4
sæta rauðum leðursófa sem var
stolið úr sameign húss við Keilu-
granda.
Frekar rólegt var í miðborginni
aðfaranótt sunnudags. Fólki fór að
fækka verulega upp úr kl. þrjú.
Einhverjir pústrar urðu í Austur-
stræti sem virtust þó verða að
engu.
Mikil löggæsla var við Egilshöll
vegna hljómleikanna þar sem fóru
mjög vel fram. Sex minniháttar
fíkniefnamál komu upp. Þá voru
þrír fluttir á slysadeild vegna hita
og súrefnisskorts en þeir höfðu ver-
ið veikir fyrir. Einn unglingur var
fluttur til síns heima vegna ölvunar.
Mjög mikill hiti og raki myndaðist í
húsinu og var farið í að opna dyr til
að auka loftstreymi og kælingu tón-
leikagesta sem tókst nokkuð vel.
Áflog og umferðar-
óhöpp um helgina
Helstu verkefni lögreglunnar 2. til 5. júlí
STARSFÓLK Fálkans og Schneider Electric hafa
styrkt Íþróttafélagið Ösp til að þjálfa í íþróttum fólk
með hreyfi- og þroskahömlun. Styrkurinn er sér-
staklega ætlað til barna- og unglingastarfs félagsins.
Til að gera þetta verkefni að veruleika gáfu starfs-
menn Fálkans sem svarar einnar klukkustundar
launum í einn mánuð gegn samsvarandi framlagi fyr-
irtækisins. Þannig hafa safnast að þessu sinni
800.000 kr. Því til viðbótar kemur styrkur frá
Schneider Electric Foundation uppá 5.000 evrur,
sem sjóðurinn mun greiða beint til Aspar. Heild-
arstyrkveitingin nemur því sem svarar um 1.250.000
krónum.
Íþróttafélagið
Ösp fær styrk
Hafa áhyggjur
af launamun
BORIST hefur ályktun frá Kven-
réttindafélagi Íslands þar sem segir
meðal annars: „Kvenréttindafélag
Íslands lýsir áhyggjum af niðurstöð-
um nýrrar launakönnunar Sam-
bands íslenskra bankamanna sem
leiðir í ljós gífurlegan mun á launum
karla og kvenna. Sérstakt áhyggju-
efni er að ungir háskólamenntaðir
karlar sem eru millistjórnendur fá
strax hærri laun en konur með sömu
menntun sem eru búnar að starfa á
svipuðu sviði í langan tíma.“
Orð féllu út
HLUTI af ummælum Skarphéð-
ins Bergs Steinarssonar féllu út í
frétt Morgunblaðsins í gær og varð
þess valdandi að efni fyrirsagnarinn-
ar, „Hæðast að þjóðinni“, var ekki að
finna í viðbrögðum stjórnarfor-
manns Norðurljósa við nýju frum-
varpi um fjölmiðla. Verið var að vísa
í þessi ummæli Skarphéðins: „Þeir
þora ekki að fara með þetta í dóm
kjósenda og breyta þessu með þess-
um hætti og hæðast þannig í raun
bæði að þjóðinni og forsetanum.“
LEIÐRÉTT
FYRSTI hluti göngustígs við
Gauksmýrartjörn í Húnaþingi var
tekinn formlega í notkun á dög-
unum. Gauksmýrartjörn er end-
urheimt votlendi, en tjörnin og
umhverfi hennar var ræst fram
um 1960.
Áhugi fólks á að snúa til fyrri
tíðar er nú vaxandi. Hlaðið var
fyrir tjörnina fyrir nokkrum ár-
um og er þar nú fallegt smávatn,
með sefgróðri og miklu fuglalífi.
Úr skoðunarhúsi, sem er þar og
er búið góðum sjónauka, hefur
talist á fjórða tug fuglategunda,
m.a. verpa nokkur flórgoðapör
við tjörnina.
Markmið með gerð svo vandaðs
göngustígs er að skapa „aðgengi
fyrir alla“, sem þýðir í reynd að
jafnt fullfrísku fólki, sem þeim
sem erfiðara eiga með að bera
sig um, er gert fært að komast
um svæðið. Umhverfis- og land-
búnaðarráðuneytið og landeig-
endur sáu um endurheimt tjarn-
arinnar en ýmsir aðilar styrktu
framkvæmdina og önnuðust ein-
staka þætti.
Aðgengi fyrir alla að Gauksmýrartjörn
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Séð yfir tjörnina, Bersaborg í baksýn.
Hvammstanga. Morgunblaðið.