Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kjartan Magn-ússon fæddist í
Reykjavík 11. ágúst
1938. Hann varð
bráðkvaddur mánu-
daginn 28. júní.
Foreldrar hans
voru Magnús Þor-
kelsson bakara-
meistari, f. 20. júní
1894, d. 16. október
1958, og Margrét
Kjartansdóttir hús-
móðir, f. 18. sept-
ember 1899, d. 25.
feb. 1999. Bróðir
Kjartans var Ingi
Magnússon, f. 20. júlí 1930, d. 3.
ágúst 2002.
Árið 1968 kvæntist Kjartan
Hallfríði Birnu Skúladóttur, f.
25. desember 1932. Börn þeirra
eru Auðunn Kjartansson, húsa-
smíðameistari og múrarameist-
ari í Reykjavík, f. 5. desember
1965 og Margrét Kjartansdóttir
leiðbeinandi, f. 25. júlí 1972.
Maki Auðuns er Inga Dóra Krist-
jánsdóttir hjúkrunarfræðingur,
f. 30. janúar 1967. Þau eiga þrjú
börn. Þau eru: 1)
Kjartan Sölvi, f. 7.
ágúst 1989. 2) Krist-
ján Einar, f. 1. októ-
ber 1993. 3) Stefán
Heiðar, f. 23. mars
1998. Maki Mar-
grétar er Þröstur
Sívertsen, bygginga-
tæknifræðingur, f.
22. sepember 1960.
Þau eiga þrjú börn.
Þau eru: 1) Ívar Atli,
f. 30. september
1993. 2) Hallfríður
Birna, f. 14. janúar
1997. 3) Sigurður
Snær, f. 1. október 1999.
Kjartan Magnússon ólst upp í
Reykjavík hjá foreldrum sínum
en missti föður sinn snemma á
lífsleiðinni. Kjartan vann ýmis
störf á yngri árum, þó mest sem
bifreiðastjóri hjá ýmsum aðilum.
Síðustu tæp 40 ár vann hann
sem bílstjóri hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur.
Útför Kjartans verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku besti afi. Við elskuðum þig
svo heitt. Þú varst alltaf svo góður
við okkur. Við gleymum aldrei
stundunum sem við áttum með þér,
allar stundirnar sem þú spilaðir við
okkur olsen olsen, og við gistum hjá
ykkur ömmu.
Strætóferðirnar og bæjarferðirn-
ar eru einnig ógleymanlegar. Og
líka gönguferðirnar sem okkur
fannst svo skemmtilegar og fengum
okkur svo ís á eftir.
Elsku afi, við eigum yndislegar
minningar um þig og gleymum þér
aldrei. Nú skulum við passa vel
ömmu Lillu eins og þú varst vanur
að gera.
Kæri afi, hafðu bestu þakkir fyrir
allt sem þú gafst okkur.
Ívar Atli, Birna og
Sigurður Snær.
Jónsmessunni er rétt lokið.
Björtustu sumarnæturnar að baki.
Næturnar sem minna okkur á að
við búum á norðurhveli jarðar.
Dásamleg morgunbirtan í júnílok
einkennir þennan árstíma. Reykja-
víkurdrengurinn er allur. Allt of
fljótt, aðeins 65 ára að verða 66.
Ég kynntist Kjartani 1961. Kjart-
an var glettinn en ákveðinn og stað-
fastur. Hann var glæsimenni á að
líta. Nokkuð dulur en hafði gaman
af því að koma á framfæri ýmsum
skoðunum annarra, rétt eins og
bróðir hans Ingi. Hann hafði gaman
af rökræðum og umræðum.
Í mínum huga er minning Kjart-
ans fyrst og fremst sú að hér var
maður sem vakti yfir börnum sín-
um, barnabörnum, móður, bróður
og fjölskyldu. Maður með sterka
ábyrgðarkennd. Hver getur hugsað
sér betra eiginleika.
Kærleikur hans til móður sinnar
Margrétar og umhyggja var ein-
stök. Margrét bjó í áratugi hjá hon-
um og Lillu konu hans. Hún naut
einstakrar umhyggju þar til hún
sjálf ákvað að fara á elliheimili.
Kjartan og Lilla eignuðust fallegt
heimili þar sem gestrisni var í há-
vegum höfð. Þar var auðséð að sam-
hent hjón höfðu búið sér notalegt
hreiður fyrir sig og fjölskylduna.
Börnin þeirra og barnabörn voru
þeim allt, sem kom best fram þegar
barnabörnum fór að fjölga. Hann
gaf þeim allan þann tíma sem
mögulegt var. Eins og hann vissi að
árin yrðu ekki eins mörg og hann
hefði viljað.
Að mínu mati var Kjartan frábær
afi. Ég veit að barnabörnin hans
eiga eftir að geyma í hjörtum sínum
einstakar minningar um ókomna
framtíði.
Fyrir mér verður Kjartan einn af
þeim „klettum“ sem sá um sína og
veitti stuðning, huggun og hlýju
þegar á bjátaði. Þessu kynntist ég
best þegar tengdaforeldrar mínir
misstu heilsuna. Þessir eiginleikar
Kjartans eru ekki sjálfsagðir og er
ég þakklát fyrir að hafa notið
þeirra.
Guð blessi ykkur, elsku Lilla mín,
Auðunn, Margrét, makar og börn.
Hvíl í friði.
Þórhildur Gunnarsdóttir.
KJARTAN
MAGNÚSSON
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal
senda í gegnum vefsíðu Morg-
unblaðsins: mbl.is (smellt á reit-
inn Morgunblaðið í fliparöndinni
– þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt
frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður
hún að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánu-
degi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst
ekki innan hins tiltekna skila-
frests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu
ekki lengri en 2.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda
örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum
fylgir formáli, sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan
útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað. Ef nota á
nýja mynd er ráðlegt að senda
hana á myndamóttöku: pix@m-
bl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningar-
greinar
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Elskulegur faðir minn og stjúpi okkar,
HALLGRÍMUR SCHEVING
HALLGRÍMSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
sem lést föstudaginn 25. júní, verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. júlí
kl. 13.30.
Rannveig Anna Hallgrímsdóttir,
Norma Norðdahl,
Hildur María Einarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR STEFÁN KARLSSON,
Baldursgötu 26,
Reykjavík,
andaðist á Vífilsstöðum laugardaginn 3. júlí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Sveinsdóttir,
Gunnar Viðar Guðmundsson, Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir,
Karl Birgir Guðmundsson, Guðrún Vilhjálmsdóttir,
Björgvin Grétar Guðmundsson, Hildur Pálmadóttir,
Þórir Baldur Guðmundsson, Hafdís Ingimundardóttir,
barnabörn og barnbarnabörn.
Eiginmaður minn,
CHRISTEN SÖRENSEN,
Norðurbrún 1, Reykjavík,
áður búsettur á Ytri-Búðum,
Fáskrúðsfirði,
er látinn.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudag-
inn 12. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Auðbjörg Guðmundsdóttir.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR H. INGVARSSON
símaverkstjóri,
áður til heimilis
á Strandgötu 81, Hafnarfirði,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu að
morgni föstudagsins 2. júlí, verður jarðsettur
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 15:00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á minningarkort Hrafnistu í Hafnarfirði.
Sverrir Sigurðsson, Ewa Sigurðsson,
Helgi Sigurðsson, Esther Sigurðardóttir,
Gylfi Sigurðsson, Ásta Reynisdóttir,
Guðfinna Sigurðardóttir, Sveinbjörn Jóhannsson,
Jón Sigurðsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Jónína Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts
TRYGGVA GUÐMUNDSSONAR
frá Vestmannaeyjum,
Arnarsmára 2,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á
deild L-5, Landspítala, Landakoti.
Svava Alexandersdóttir,
Gylfi Tryggvason, Margrét Rósa Jóhannesdóttir,
Aldís Tryggvadóttir, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson,
Guðmundur Ási Tryggvason, Auður Traustadóttir,
Sveinn Orri Tryggvason, Steinunn Ósk Konráðsdóttir,
Soffía Vala Tryggvadóttir, Vilhjálmur Ólafsson,
Bylgja Tryggvadóttir, Ólafur Höskuldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.