Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 37
að St. Anger hafi söguleg lægð ríkt í samskiptum ykkar þremenninga, þín, James og Kirk. Á þeim tíma- punkti hefst myndin. Hjálpuðu myndavélarnar á einhvern hátt til við að sameina ykkur á ný eða voru þær frekar til trafala? „Myndin lifði frá upphafi sjálf- stæðu lífi. Hún er partur af þessu tímabili. Myndavélarnar voru það sem ég kýs að kalla „sannleiks- hvati“, það er þær hjálpuðu okkur að bregðast við aðstæðum, hvort sem það var sjálfsskoðun eða samskipti okkar innbyrðis. Það að hafa kvik- myndatökuvél uppi í óæðri endanum hlýtur að hvetja mann enn frekar til að leggja sig fram. Vélarnar gerðu það líka að verkum að það þýddi ekkert að þræta og beita rang- færslum eftir á. Það var hægt að fletta öllu upp.“ Það er óhætt að segja að samband ykkar James Hetfields hafi verið flókið í gegnum tíðina. Valdabarátta ykkar hefur verið í brennidepli hin síðari misseri og menn jafnvel gert því skóna að á tímabili hafið þið varla talast við. Hvernig er sam- bandi ykkar háttað í dag? „Samband okkar í dag einkennist af gagnkvæmri virðingu. Og það í mun ríkari mæli en nokkru sinni áð- ur. Við höfum látið af glímunni um forystuhlutverkið í hljómsveitinni. Í dag samanstendur Metallica af fjór- um jafningjum sem hefur greitt til muna fyrir samskiptum okkar James. Hér áður var það eina sem við vorum sammála um það að við stjórnuðum hljómsveitinni og héld- um hinum tveimur meðlimunum niðri. Nú er þetta skeið á enda, þannig að dramatíkin er að mestu farin úr þessu. Í dag kemur okkur James vel saman, við berum virð- ingu hvor fyrir öðrum og gefum hvor öðrum olnbogarými. Fyrir vikið hef- ur pressan minnkað og andrúms- loftið er mun afslappaðra í hljóm- sveitinni. Þar fyrir utan erum við hættir að berja okkur á brjóst og rymja: „Hér kemur Metallica hin mikla!“. Við umgöngumst fólk al- mennt af mun meira umburðarlyndi og virðingu en við vorum vanir.“ Ræðumst ekki við En hvað um Jason Newsted, bassaleikara Metallica til fjórtán ára? Það væru ýkjur að segja að þið hafið skilið í bróðerni. Ertu í ein- hverju sambandi við hann í dag? „Ég hef hvorki heyrt Jason né séð í meira en tvö ár. Samskiptin eru með öðrum orðum á bilinu lítil til engin. En sjáðu til, Jason verður alltaf hluti af Metallica, sögunni, arf- leifðinni. Árin fjórtán sem við áttum saman munu alltaf hafa mikla þýð- ingu fyrir hljómsveitina, aðdáendur okkar og hann sjálfan. Í augnablik- inu er hann hins vegar í eigin heimi. Við ræðumst ekki við.“ En nýi bassaleikarinn, Robert Trujillo … „Við ræðumst reglulega við,“ grípur Lars stríðnislega frammí. Það eru altént góð tíðindi. Þið hafið sagt að hann hafi lyft ykkur upp á hærra plan. Hefur hann fallið að Metallica eins og flís við rass? „Robert er himnasending. Það er engu líkara en hann hafi alltaf verið til staðar. Vandamálið við Jason var að hann var alltaf frekar fjarlægur. Rob smellpassar inn í hópinn, fé- lagslega og andlega, að ekki sé talað um tónlistarlega. Hann sendir frá sér ótrúlega strauma.“ Ég get ekki látið hjá líða að spyrja þig um Napster-málið, þegar þú varðst á augabragði holdgervingur afla sem vildu banna fólki að hlaða niður tónlist á Netinu. Hver er af- staða þín til þess máls? Myndirðu gera eitthvað öðruvísi ef þú værir í sömu sporum núna? „Ég vildi óska að ég hefði vitað meira um málið þegar ég hellti mér út í þessa baráttu. Allt hófst þetta á afskaplega saklausan hátt. Lag sem við vorum að gera fyrir kvikmynd og höfðum ekki klárað var allt í einu komið í spilun á útvarpsstöðvum og á Netinu. Við botnuðum ekkert í þessu en röktum slóðina til fyr- irtækis sem hét Napster. Okkur þótti eðlilegt hætt væri að spila lag- ið. Þá var sem sprengju væri varpað og við vorum gripnir í landhelgi. Þá var ekkert annað að gera en bíta á jaxlinn og búast til varnar. Það gerð- um við. Nokkuð sem reyndist mun erfiðara en okkur óraði fyrir. Þegar litið er til baka held ég samt að við höfum farið rétt að. Við börð- umst fyrir hugsjónum sem margir misskildu. Það svíður enn sárt að sumir gátu ekki skilið að þetta sner- ist ekki um peninga. Metallica hefur aldrei snúist um peninga. Þetta snerist heldur ekki um stjórnsemi. Ef ég sem lag, hlýt ég að ráða hvað ég geri við það. Hvort ég kýs að selja það eða gefa það frá mér endur- gjaldslaust. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að gefa það. Það er bara mitt mál að taka þá ákvörðun. Þetta val var eiginlega tekið af okk- ur og málið leystist upp í farsa þegar fólk byrjaði að saka okkur um græðgi. Okkur sárnaði það, því græðgi á enga samleið með Metall- ica. Þetta var erfiður tími.“ Hvernig er þér innanbrjósts nú? „Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér. Annað veifið gefur fólk sig á tal við mig og óskar mér til hamingju með þeim orðum að ég hafi haft á réttu að standa. Ég mun hins vegar aldrei líta á mig sem sigurvegara í þessu máli. Svo einfalt er það.“ Ég hef fyrir satt að þú sért list- elskur maður. Daðrir meira að segja við pentskúfinn sjálfur. Er það þitt helsta áhugamál fyrir utan tónlist- ina? „Já, ég hef yndi af listum. En kannski nær orðið „list“ ekki utan um áhugasvið mitt. Sennilega á orð- ið „sköpun“ betur við. Ég hef dálæti á allri sköpun, hvort sem það er ljóð og bókmenntir, myndlist eða kvik- myndir. Ég set þetta allt undir sama hatt og greini ekki þar á milli.“ Hvað með önnur áhugamál? „Þú veist allt um hlaupaáráttu mína nú þegar. Hún er stórt áhuga- mál. Ég kem úr mikilli íþrótta- fjölskyldu, þar sem tennis er of- arlega á vinsældalistanum. Öll útivist er mér líka að skapi. Ég nýt þess að vera í náttúrunni. Síðan hef ég mikið yndi af góðum mat og hef þegar borðað þrjár eða fjórar góm- sætar máltíðir hérna á Íslandi. Þið kunnið greinilega sitthvað fyrir ykk- ur í eldhúsinu. Annars áttarðu þig á samhenginu milli átsins og hlaup- anna. Ég verð að hlaupa allar þessar máltíðir af mér.“ Snúum okkur þá að rótunum. Þú varst 17 ára þegar þú fluttist með fjölskyldu þinni frá Danmörku til Bandaríkjanna. Ertu ennþá Dani eða ertu farinn að líta á þig sem Bandaríkjamann? „Ég er danskur ríkisborgari og ferðast enn á dönsku vegabréfi. En hvað skal segja? Ætli ég líti ekki á mig sem Dana búsettan í Bandaríkj- unum. Annars er þjóðerni svo af- stætt hugtak á þessum síðustu tím- um. Ég fer víða. Má þá ekki í raun segja að ég sé alþjóðlegur?“ Þér er ljóst að Ísland heyrði lengi undir dönsku krúnuna? „Já, og ég hef fundið það hérna undanfarna tvo daga að það eru ein- hver óþægindi í sambandi við sam- skipti Íslendinga og Dana. Ég get al- veg skilið það. Þið eruð fámenn þjóð eins og við og feikilega stolt af upp- runa ykkar. Það að eiga öfluga ná- granna eins og Svía og Þjóðverja blæs mönnum líka stolt og samstöðu í brjóst og þeir leggja kapp á að halda menningu sinni og arfleifð á lofti. Við réðum hér ríkjum um tíma og ég skynja að menn hafa ekki gleymt því. Sem Dani er ég vanur því að vera neðarlega í fæðukeðj- unni. Það er því dálítið skondið að koma hingað þar sem nánast er litið á okkur sem heimsveldi eða eitthvað þaðan af verra. Ég á vont með að upplifa Danmörku með þessum hætti. Þetta er í eðli sínu mótsögn,“ segir Lars og hlær sem aldrei fyrr. Börnin læra dönsku En börnin þín, þau hljóta að vera meiri Bandaríkjamenn en Danir? „Já, þau eru það. Ég reyni samt eftir bestu getu að halda þeim upp- lýstum um sögu Danmerkur og arf- leifðina.“ Tala þau dönsku? „Ekki eins vel og þið hérna á Ís- landi,“ svarar hann eftir eilitla um- hugsun og slær sér á lær. „En við er- um að vinna í málinu.“ Að því sögðu kveðjumst við Lars Ulrich enda hefur aðstoðarmaðurinn andað ofan í hálsmálið á mér um stund. Tíminn löngu liðinn. Ég horfi á eftir honum út um dyrnar og sé ekki betur en hann hafi stækkað á þessum hálftíma sem við sátum sam- an, þessi snaggaralegi Dani. Hann er í það minnsta ekki allur þar sem hann er séður. Stundu síðar er ég í svitabaði á miðju gólfi Egilshallar. Innbyrði hverja klassíkina af annarri, Master of Puppets, Fade to Black, Nothing Else Matters, Enter Sandman, San- itarium, For Whom the Bell Tolls og sjálft meistaraverkið, One. Hjörtu okkar slá í takt, átján þúsund manna. Mér er á því augnabliki ljóst að ég mun deyja – eins og mér finnst ég raunar hafa fæðst – með Metall- ica í blóðinu. James Hetfield: Gagnkvæm virðing. orri@mbl.is ’Þegar litið er til baka held ég samt að við höfumfarið rétt að. Við börðumst fyrir hugsjónum sem margir misskildu. Það svíður enn sárt að sumir gátu ekki skilið að þetta snerist ekki um peninga. Metallica hefur aldrei snúist um peninga.‘ MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 37 Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 25 23 1 0 7/ 20 04 Dregi› ver›ur um einn glæsilegasta fornbíl landsins, Bel Air árg. 1954, flann 8. júlí n.k. Me› bílnum fylgja nokkur hundru› flúsund kallar í skottinu, 2 milljónir ef flú átt tvöfaldan mi›a. Allt skattfrjálst. Vinningaveisl a í júlí Missir flú af milljónum? Kauptu mi›a núna

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: