Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 17
BARN var skírt í kirkjunni á Múla á
Skálmarnesi í Austur-Barðastrand-
arsýslu í árlegri sumarmessu sem
þar var haldin. Ekki hefur verið
skírt í kirkjunni í yfir fjörutíu ár en
síðasti bærinn í þessari sveit fór í
eyði á árinu 1975. Bragi Benedikts-
son, sóknarprestur á Reykhólum,
messaði en um fimmtíu manns
mættu. Barnið sem skírt var er af-
komandi Óskars heitins Þórðarsonar
og Kristínar Þorsteinsdóttur sem
bjuggu í Firði. Kristín var viðstödd
skírnina en hún er lengst til vinstri á
myndinni, þá Bragi prestur með ný-
skírða Diljá Sjöfn, móðirin Jónína
Haraldsdóttir með Harald Kristin og
loks faðirinn, Aron Óskarsson, sem
er sonarsonur Kristínar og Óskars
frá Firði. Á hinni myndinni sjást
kirkjugestir eftir messu.
Fyrsta skírnin í Múlakirkju í yfir 40 ár
MINN STAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 17
Hellnar | „Það vantar snjó og styttist í að við
þurfum að hætta,“ segir Tryggvi Konráðsson
hjá Snjófelli á Arnarstapa. Hann er með snjó-
sleða- og snjótroðaraferðir á Snæfellsjökul.
„Ég hef aldrei gert neitt sérstakt þennan
dag,“ segir Tryggvi um 1. júlí en þann dag í ár
voru liðin 250 ár frá því Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson gengu á Snæfellsjökul. Frétta-
ritari brá sér í ferð á jökulinn með Tryggva og
fleira fólki af þessu tilefni.
Ferðin var farin að kvöldi. Þrátt fyrir þoku-
slæðing í kringum bækistöðvarnar við rætur
jökulsins drifu menn sig af stað, enda stutt
upp í bjartara veður nokkur hundruð metrum
ofar.
Flestir farþegar Tryggva þetta kvöld voru
Svisslendingar í hópi með Stephen Genand, en
hann var í sinni sextándu ferð til Íslands og
fastagestur í ferðum á Snæfellsjökul. Hann
sagði stoltur á toppi jökulsins að Sviss væri
heimaland sitt en Ísland ætti hjarta hans. Í för
var einnig David Simmons, prófessor í ferða-
fræðum við Lincoln-háskóla í Christchurch á
Nýja-Sjálandi, en hann var hér á landi meðal
annars til að kynna sér Green Globe-verkefnið
á Snæfellsnesi. David ferðast ávallt með litla
mörgæsarbrúðu sem honum var gefin fyrir
mörgum árum þegar hann vann að rannsókn-
arverkefni við mörgæsir í heimalandi sínu.
Tryggvi segir að reytingur hafi verið að
gera það sem af er sumri. Hann hefur meiri
áhyggjur af því að snjórinn á jöklinum endist
ekki svo hætta verði ferðum á jökulinn í byrj-
un ágúst. „Það snjóaði sáralítið í vetur og
rigndi jafnóðum niður. Það vantar sennilega
mánaðar snjó,“ segir Tryggvi. Síðan hefur
sumarið verið hlýtt og mikil bráðnun. Nú er
svo komið að stutt er niður á klakann og það
er áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustufólk.
Veður var yndislegt á jöklinum þetta kvöld,
logn og hlýindi, enda mátti heyra ísinn bráðna
með tilheyrandi rennslis- og brakhljóðum.
Voru ferðalangarnir sammála um að ferða-
mátinn hefði verulega breyst frá því Eggert
og Bjarni voru þarna á ferð.
Vantar meiri snjó á jökulinn
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Tryggvi Konráðsson, eigandi Snjófells, með
dóttur sinni Guðrúnu Helgu, sem hann kallar
jökladrottninguna enda hafa fá fimm ára
börn farið jafn oft á Snæfellsjökul og hún.
Útlit fyrir endasleppa ferðatíð á Snæfellsjökli í sumar
LANDIÐ