Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 33
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 33 ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN Fyrirtæki Glæsileg atvinnutækifæri Tvær frábærar sólbaðsstofur, mikil aðsókn. Föndurverslun á frábæru verði. Skemmtileg vinna. Kvenfataverslun í Kringlunni, þekkt fyrirtæki. Fyrirtæki með sælgætissjálfsala. Góð afkoma. Sérverslun við Laugaveginn. Frábærar vörur. Fyrirtæki til að hafa heima. Fatamerkingar. Góð, rótgróin myndbandaleiga. Bónstöð með góða aðstöðu og öll tæki. Blómabúð í íbúðahverfi. Gott dæmi fyrir förðunardömu. Góð umboð. Hársnyrtistofur, litlar og stórar. Mikið úrval af fyrirtækjum. Sjá netið. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. www.fyrirtaeki.is Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. Bandalag íslenskra farfugla hefur tekiðupp sérstaka umhverfisviðurkenningufyrir farfuglaheimili. Sjö heimili hafaþegar uppfyllt skilyrði fyrir viðurkenn- ingunni og kallast því „græn heimili.“ Þau eru sérmerkt á heimasíðu Bandalags íslenskra far- fugla www.hostel.is. Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Banda- lags íslenskra farfugla, segir að markvisst hafi verið unnið að því að hvetja til umhverfisvæns rekstrar á farfuglaheimilum frá árinu 1999. „Sú hugmynd kom upp að taka upp einhvers konar opinbera vottun. Bandalagið gerði könnun á kostnaðinum við slíka vottun og komst að því að hann væri of hár fyrir ekki stærri rekstrarein- ingu. Við vorum þó ekki af baki dottin og ákváðum að koma upp okkar eigin kerfi, þ.e. mið- að við umhverfisstefnu og gæðastaðla bandalags- ins. Kostnaðurinn er í algjöru lágmarki, ekki hvað síst af því að yfirferð vegna viðurkenningarinnar er hluti af reglubundnu eftirliti með farfuglaheim- ilunum.“ Hvenær fóruð þið að veita viðurkenningarnar? „Við kynntum verkefnið síðastliðið haust. Áhugasamir rekstraraðilar höfðu því veturinn til að laga sig að kröfunum. Átta farfuglaheimili sóttu um að fá að kalla sig „græn heimili“ í vor. Sjö uppfylltu skilyrðin og eru því orðin „græn heimili“ (green hostels). Við vonum svo auðvitað að þessi heimili verði öðrum farfuglaheimilum hvatning til að gera enn betur og afla sér við- urkenningarinnar.“ Hversu mörg farfuglaheimili starfa á vegum bandalagsins? „Bandalagið á Farfuglaheimilið í Laug- ardalnum og er með samstarfssamninga við 27 rekstraraðila farfuglaheimila um allt land.“ Hvaða skilyrði þurfa heimilin að uppfylla? „Kerfið byggist upp á 7 meginstoðum, þ.e. neyslu, endurnýtingu- og endurvinnslu, mengun, orkunotkun, samgöngum, ytra umhverfi og um- hverfisfræðslu, og undir hverju atriði eru nokkrir punktar. Hver punktur gefur ákveðinn stigafjölda og 25 stig gefa viðurkenninguna „grænt heimili.“ Getur þú nefnt mér dæmi um fyrir hvað heimili geta fengið stig? „Já, farfuglaheimili getur fengið stig fyrir að velja íslenskar vörur og versla í heimahéraði. Heimili getur fengið stig fyrir að veita upplýs- ingar um vatn og hvetja fólk til vatnsdrykkju. Heimili getur fengið stig fyrir að banna algjörlega reykingar innanhúss. Heimili getur fengið stig fyrir að bjóða reiðhjól til leigu. Heimili getur fengið stig fyrir landgræðslu í nágrenninu o.s.frv.“ Eru farfuglaheimili góður kostur fyrir íslensk- ar fjölskyldur í sumarfríi innanlands? „Já, mikil lifandis ósköp.“ Ferðalög | Bandalag íslenskra farfugla veitir umhverfisviðurkenningar „Grænu heimilin“ orðin sjö  Markús Einarsson er fæddur hinn 31. ágúst árið 1955 í Reykjavík. Markús lauk íþrótta- kennaraprófi frá Íþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni ár- ið 1978 og tveggja ára framhaldsnámi frá Norska íþróttaháskól- ann. Hann lauk BS- gráðu í markaðsfræði frá Norges markedshøyskole árið 1994. Markús hefur verið framkvæmdastjóri Banda- lags íslenskra farfugla frá árinu 1997. Hann á eina dóttur. Óréttlátir reikningar ÉG, sem er orðin 78 ára, var að fá reikning frá RÚV vegna afnota- gjalda. Ég kæri mig ekki um þennan fjölmiðil og þá kvöð að borga af honum. Þeir sem ráða RÚV, t.d. menntamálaráðherra, verða að fella þessa óréttlátu og óvinsælu greiðslu niður. En þeir bara hækka hana. Í apríl 2004 kom reikningur fyrir 2 mánuði upp á 6.067 og nú í byrj- un júní var upphæðin orðin 6.775. Mér finnst þetta of hátt fyrir ör- yrkja og eldri borgara. Eldri borgari. Þýskumælandi óskast ÉG hef áhuga á að komast í sam- band við einhvern þýskumælandi sem gæti hjálpað mér að æfa mig í þýsku í stuttan tíma vegna vænt- anlegrar heimsóknar Þjóðverja. Þeir sem gætu liðsinnt mér hafi samband við Guðrúnu í síma 696 2193 og 564 2554. Vantar dekk á kassabíl NOKKRA krakka, sem eru að smíða sér kassabíl, vantar hentug dekk undir hann. Þeim sem gætu liðsinnt þeim er bent á að hringja í síma 557 4581. Giftingarhringur í óskilum GIFTINGARHRINGUR fannst sl. sunnudag á leiksvæði í Eilífsdal í Kjósinni. Upplýsingar hjá Viktori Gauta í síma 566 8496. Tvö reiðhjól horfin TVÖ drengjareiðhjól, blátt og silf- urlitað TREK 220 og nýtt appels- ínugult og silfurlitað GAMESTAR, hurfu í Gnoðarvogi aðfaranótt 3. júlí. Eigendurnir sakna þeirra mik- ið, svo ef einhver hefur séð þau væru þeir þakklátir ef látið væri vita í síma 896 7637 eða 893 7637. Trek-stúlknahjól týndist NÝS Trek 20", 6 gíra stúlknahjóls (barna fjallahjól) er sárt saknað. Hjólið er hvítt með bláum lit og hvarf frá Rauðási 19, Reykjavík. Skilvís finnandi vinsamlega hringið í síma 899 3051. Míla er týnd MÍLA er 5 mánaða grábröndótt læða sem hvarf frá heimili sínu í Töngunum í Mosfellsbæ á miðviku- dag. Hún er með stóran brúnan blett á bakinu. Upplýsingar óskast í símum 661 0837 og 566 6788 (Re- bekka). Simbi er týndur SIMBI er týndur, hann er merktur R-3183 í eyranu og með bláa ól. Hann var í pössun á Rauðarárstíg og slapp út um glugga á sunnu- dagskvöldið fyrir viku. Hans er sárt saknað. Þeir sem hafa séð hann vinsamlega láti vita í síma 562 7910, 891 9064, 896 4644 og 587 1174. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FRIÐÞJÓFUR Helgason kvik- myndagerðarmaður og ljósmynd- ari sat fyrir spóa í Kelduhverfi þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans til að forvitnast um nýút- komna ljósmyndabók hans um Grímsey og Grímseyinga. „Það er ansi hvasst hérna en sólskin og tuttugu stiga hiti. Ég bíð hérna þolinmóður eftir spóa sem er enginn venjulegur spói því hann er albínói. Ég er búinn að sjá hann einu sinni í dag og veit hann kemur aftur því þeir helga sér óðul og halda sig á þeim slóð- um. Við erum að gera heim- ildamynd um spóann, Páll Stein- grímsson framleiðandi, Einar Þorleifsson náttúrufræðingur og ég.“ Friðþjófur hefur nú gefið út þrjár ljósmyndabækur. Hinar tvær fjölluðu báðar um Akranes. „Þetta eru mjög keimlíkar bækur og segja frá lífinu, náttúrunni og mannfólkinu. Grímsey stendur mér svolítið nær því ég á ættir mínar að rekja þangað. Föð- uramma mín, Guðlaug Helgadótt- ir, bjó þar á fallegasta staðnum í eyjunni sem heitir Borgir. Faðir minn, Helgi Daníelsson, ritstýrði Ættfræði og ábúendatali Gríms- eyinga og ég hjálpaði til við myndatöku. Eftir það átti ég gríðarlegt magn af ljósmyndum og við ákváðum að útbúa litla ljósmyndabók um Grímsey. Ég veit ekki til þess að nokkur stað- ur hafi fengið jafnrækilega um- fjöllun áður. Tilgangurinn var að ná utan um lífið og náttúrufar eyjarinnar og reyna að lýsa því hvernig hún er og fólkinu sem í henni býr. Valgarður Egilsson læknir skrifar textann, bæði fyrir Íslendinga og enskumælandi ferðamenn og gerir það af- skaplega vel.“ Bókin er í A-5 broti og sýnir veður og náttúrufar, fugla og mannlíf. Það er mjög ólíkt að taka myndir af náttúrunni og svo aftur fólki. Það er miklu þægi- legra að taka myndir af nátt- úrunni því maður þarf ekki að hafa samskipti við hana beint. Aftur á móti þegar maður tekur myndir af fólki verður maður að passa sig að þvælast ekki sjálfur fyrir, heldur reyna að fanga fólk- ið eins og það er. Það er meiri kúnst.“ Eru fleiri ljósmyndabækur á leiðinni? „Það væri gaman að taka fleiri staði svona rækilega fyrir en ég ætla að sjá til hvort ég fer á hausinn af þessu,“ segir hinn þolinmóði kvikmyndagerð- armaður skellihlæjandi. Vonandi fangar hann albínóann spóann. Morgunblaðið/Þorkell Friðþjófur Helgason gefur út ljósmyndabók um Grímsey og eyjarskeggja. Grímsey í máli og myndum HÖFUÐBÓLIÐ Reykhólar í Aust- ur-Barðastrandarsýslu var um langan aldur einhver mesta og rík- asta hlunnindajörð landsins. Þar sátu höfðingjar til forna og höfðu um sig fjölmenna hirð. Væringar með mönnum voru tíðar og því oft heppilegt að stutt var að leita að- fanga fyrir heimilisfólk og gesti. Breiðafjörðurinn var og er mikil matarkista. Eyjarnar á Breiðafirði og sjórinn gáfu vel bæði af fugli og fiski. Þetta er meginstefið í Hlunn- indasýningunni á Reykhólum. Sýn- ingin er í gamla samkomuhúsinu á Reykhólum þar sem einnig er upp- lýsingamiðstöð ferðafólks. Á sýn- ingunni er fjallað um nýtingu sels- ins og æðarfuglsins og sex tegunda sjófugla. Á veggjum og gólfi eru myndir og uppsettir hlutir. Texti er bæði á íslensku og ensku. Selur flæktur í net hangir á vegg. Þrjú myndbönd eru í gangi með myndum af lífi þessara dýra og ýmsu sem tengist þeim. Matarkista Breiðafjarðar Hlunnindasýning á Reykhólum Sýningin er opin alla daga vik- unnar frá kl. 10.00 til 18.00. Reyk- hólar eru í 230 km fjarlægð frá Reykjavík. Tjaldstæði og gisti- heimili á staðnum.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: