Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 19
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 19
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Sorrento
30. sept.
Kr. 79.900
7 nætur, flug, hótel, skattar.
Netverð.
Sikiley
23. sept.
Kr. 79.900
7 nætur, flug, hótel, skattar.
Netverð.
Jamaica
11. nóv.
Kr. 89.900
7 nætur, flug, hótel, skattar.
Netverð.
Róm
6. okt.
Kr. 69.900
4 nætur, flug, hótel, skattar.
Netverð.
Prag
4. okt.
Kr. 29.950
3 nætur, flug, hótel, skattar.
Netverð.
Budapest
30. sept.
Kr. 46.890
4 nætur, flug, hótel, skattar.
Netverð.
Ísbúðin Brynja
„Við búum til okkar ís frá grunni,“
segir Fríður Leósdóttir, eigandi
Brynju á Akureyri. „Við létum rann-
saka ísinn þegar vaxtarræktarmótið
var haldið á Akureyi og þá kom í ljós
að stelpurnar máttu borða einn lítinn
ís í brauði á dag þegar þær voru að
skera sig niður. Við komum því vel út
og það hefur verið sagt að ísinn sé
hollur og geti verið vanabindandi!!!“
Fríður lét rannsaka ísblönduna hjá
Mjólkursamlagi KEA og kom í ljós
að í 100 g er 4,74% fita, 4,43% pró-
tein, 17,69% mjólkursykur og 23,2%
fitufrí þurrefni. Samkvæmt útreikn-
ingunum eru 130 hitaein. í 100 g af ís.
Ísbúðin Fákafeni
Erla Erlingsdóttir, eigandi Álf-
heimaíss, sem reyndar er flutt í
Fákafen, segist vera með ísblöndu
frá Kjörís.
„Það er ekkert sérstakt við okkar
blöndu,“ segir hún. „En það er mun-
ur á ísvélunum því þær vinna ekki
allar eins og ég er með gamlar vélar.
Ég held að það sé galdurinn. Okkur
finnst nýju vélarnar ekki eins
skemmtilegar. Þær gefa ekki eins
þéttan ís að okkar mati. Svo er það
oft stillingaratriði á vélunum, sem
þarf að liggja yfir, sem ræður hvern-
ig ísinn er og af því að við erum svo
mikið á staðnum sjálf eigendurnir þá
stillum við þær eftir okkar höfði. Það
er eini munurinn, sem gæti haft áhrif
og svo náttúrlega það að ísinn fer af-
skaplega hratt í gegnum vélarnar hjá
okkur. Blandan er aldrei lengi í vél-
unum. Ég held að það sé þetta
tvennt, stillingin, hraðinn í gegnum
vélina og svo auðvitað þrifnaður. Þar
höfum við alltaf komið vel út. Þetta
eru þeir þættir sem skipta mestu
máli að mínu mati.“
Litadýrð: Ítalskur kúluís í bland við
venjulegan frá Ís Café
"$
"%
&'
"%
& ( "&) %
"&
%
13 . 0 &*
"& *
"&
+%
%
"&)
&,- % &*
"&)
&,.- % &*
"&)
&,- %!$.4 &*
"&%% % .
*
"
&+
*
"
&+
*
/ #
&
"
#
!"#
0
#,
"
$
"
& #
"
&
"
&%
"
#
!"#
0
#,
-
..
#/
*
)
"
+
!
0
"
1
Nánari uplýsingar um næring-
argildi eru á www.manneldi.is
Almennar upplýsingar um mat-
arís: www.kjoris.is
www.emmess.is
krgu@mbl.is
Freistandi desert: Ísréttur með
ávöxtum frá Álfheimaís.
Morgunblaðið/Ásdís
SIGURBJÖRG Karlsdóttir, sagna-
kona og leiðsögumaður, er með
álfagönguferðir allt árið í álfa-
bænum Hafnarfirði. Ferðirnar
eru alla virka daga yfir sumarið
en tvisvar í viku á vetrum. Sig-
urbjörg er útskrifuð úr Leiðsögu-
mannaskóla Íslands og vann hug-
myndina að gönguferðunum í
FrumkvöðlaAuði, sem var hluti af
verkefninu Auður í krafti
kvenna.
Sigurbjörg hefur sinnt álfa-
gönguferðunum frá árinu 2001
og segir þær hafa gengið mjög
vel og að Hafnarfjarðarbær hafi
fóstrað hana vel. Gönguferðirnar
byggjast upp á sögum af álfum
og huldufólki. „Það er til mikið
af skráðum sögum í Hafnarfirði
og svo fylgir álfakortið hennar
Erlu Stefánsdóttur með í sagna-
ferðum mínum, en það geymir
auðvitað mikið af upplýsingum
um álfa bæjarins og bústaði
þeirra. Ég bæti síðan við þetta
gamansögum úr Hafnarfjarðarbæ
sem og ýmsum fróðleik. Ég er
mikil áhugakona um sagnalist og
hef verið að nema hana og æfa
mig.“
Hægt er að fá leiðsögn Sigur-
bjargar á ensku og segir hún er-
lenda ferðamenn mjög spennta
fyrir þessum ferðum. „Íslenskum
viðskiptavinum mínum fjölgar
stöðugt og er þá aðallega um að
ræða hópa í sérferðum, til dæmis
starfsmannaferðir.“
Sýning um álfa
og huldufólk
Á nýlokinni lista- og menning-
arhátíð Hafnarfjarðar, Björtum
dögum, var Sigurbjörg með sýn-
ingu um álfa og huldufólk hjá
Halla rakara á Strandgötunni.
„Ég nefni sýninguna Horft í ham-
arinn, en það er sama nafn og ég
nota á fyrirtækið mitt. Hönnuður
með mér að þessari sýningu var
Jón Þórisson og á henni nálgaðist
ég viðfangsefnið frá nokkrum
mismunandi sjónarhornum. Þar
eru til dæmis málverk eftir Svein
Björnsson sem málaði Huldur, en
svo kallaði hann kvenverurnar á
myndunum sínum. Einnig er texti
um Svein sjálfan. Á sýningunni
var líka sagt frá samskiptum
Vegagerðarinnar og huldufólks,
álagablettum og fleiru.“
Sigurbjörg segir auðvelt að
ferðast með sýninguna Horft í
hamarinn og í júlí hefur hún hug
á að fara með hana norður á land
í Listagilið á Akureyri.
Því má bæta við að Sigurbjörg
er með heimasíðuna í smíðum.
Sögur sagðar undir álfakletti: Sigurbjörg í rauðri úlpu fyrir miðju.
Sagnaferðir
á álfaslóðum
GÖNGUFERÐIR
Sigurbjörg Karlsdóttir
Leiðsögumaður og sagnakona
gsm: 694-2785
e-mail: sibbak@simnet.is
www.alfur.is
Í nýlegri könnun sem Sony Er-
icsson lét gera og greint er frá á
vefmiðli Evening Standard, kemur
í ljós að nú eyða konur sexfalt
meiri peningum í nýjustu tækni-
græjur en þær eyða í skótau. Þyk-
ir þetta tíðindum sæta þar sem
karlar hafa löngum verið markhóp-
ur tæknilegra hluta og konur orð-
lagðar fyrir að setja tískufatnað og
skó í forgang þegar þær fara út að
versla.
Eyða meira í
græjur en skó
En ný kynslóð „græjustelpna“
hefur litið dagsins ljós í kjölfar
aukinna vinsælda og flottheita
hinna ýmsu tæknileikfanga. Efst á
listanum eru gsm-símar, MP3-
spilarar og lófatölvur, svo fátt eitt
sé nefnt.
Þessar áðurnefndu „græju-
stelpur“ eyða að meðaltali tæpum
500 pundum (rúmum 60.000 ísl.kr.)
árlega í tæknigræjur, en á sama
tíma eyða þær ekki nema 74 pund-
um (um 10.000 ísl.kr.) í skó.
Sumir segja að það hafi ekki
verið fyrr en tæknigræjur urðu
svo „töff í útliti“ og fagurlega
hannaðar, sem konur fóru að sjá
þær sem eitthvað annað og meira
en hallærislega tæknihluti.
Konur veikar fyrir græjum
Græjur: Annað og meira en hallærislegir tæknihlutir.
khk@mbl.is
TÆKNI www.thjodmenning.is
www.thumalina.is