Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 35
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 35
Frummælendur:
Geir H. Haarde,
varaformaður Sjálfstæðisflokksins
og
Bjarni Benediktsson,
alþingismaður.
Fundarstjóri:
Ásta Möller,
varaþingmaður.
Allir velkomnir.
Vörður — Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Geir H. Haarde
Ásta Möller
Bjarni Benediktsson
Fjölmiðlalög —
ný staða
Umræðufundur Varðar
í dag, þriðjudaginn 6. júlí, kl. 12-13
í veitingahúsinu Iðnó, 2. hæð
Sumarið hefur löngum þótt tímisöngleikjanna, enda hafasöngleikir á borð við Grease
og Litlu hryllingsbúðina verið frum-
sýndir að sumarlagi. Segja má að
uppsetning Flugfélagsins Lofts á
Hárinu sumarið 1994 hafi hrundið
af stað þeirri bylgju söngleikja sem
síðan hafa litið dagsins ljós sumar
hvert. Stutt er síðan söngleikurinn
Fame var frumsýndur og næstkom-
andi föstudag er komið að frumsýn-
ingu á Hárinu. Það verður að sönnu
ánægjulegt að endunýja kynni sín af
þessum
skemmtilega
söngleik sem
talar ekki síður
til okkar í dag
en þegar hann
var frumsýndur fyrir rúmum þrem-
ur áratugum, enda boðskapurinn
um ást, vináttu og frið alltaf gjald-
gengur.
En þótt söngleikir hafi verið áber-
andi í leiklistarflóru sumarsins hafa
hinir ýmsu tilraunahópar einnig
skotið upp kollinum síðustu misseri.
Margir þessara hópa eru saman
settir af leiklistarnemum sem fundið
hafa hjá sér hvöt til að skapa sér
sumarstörf í tengslum við nám sitt
og er það afar ánægjuleg þróun.
Þannig hóf Reykvíska listaleikhúsið
starfsemi sína síðasta sumar með
sýningum á Líknaranum eftir Brian
Friel. Að sögn aðstandenda hópsins,
sem öll eru nemar við leiklistardeild
Listaháskóla Íslands, stofnuðu þau
leikhópinn með það að markmiði að
vinna áfam með það sem þau hafa
verið að læra í skólanum síðustu ár.
Með þessu móti taka þau skólann
einu skrefi lengra og útvíkka lær-
dóminn utan skólans á eigin for-
sendum.
Eitt af meginrannsóknarviðfangs-
efnum leikhópsins síðasta sumar var
að skoða hin ólíku leikrými og áhrif
þess á leikpersónurnar sjálfar, en í
því skyni léku þau Líknarann bæði í
Fríkirkjunni og í Nýlendunni á Ný-
lendugötu 15a. Viðfangsefni hópsins
í sumar er nýtt leikverk eftir Jón
Atla Jónasson sem nefnist Krád-
plíser og áætlað er að frumsýna í
Tónlistarþróunarmiðstöðinni á
Hólmaslóð 2 sunnudaginn 25. júlí
nk. Nýja verkið er nokkurs konar
úttekt á verslunarmiðstöðvum og
þeirri menningu sem þar ríkir og er
allt útlit fyrir að hópurinn muni
halda áfram að skoða samspilið við
leikrýmið því að sögn er sýning
sumarsins hugsuð sem promenade-
sýning þar sem áhorfendur verða
leiddir um hinn 400 fermetra sal
miðstöðvarinnar að Hólmaslóð.
Spennandi verður að sjá hvaða
tökum leikstjórinn Ólafur Egill Eg-
ilsson tekur verkið við þær hráu að-
stæður sem Hólmaslóðin býður upp
á, en Ólafur hefur sýnt það með upp-
setningum á borð við Hundshjarta
hjá Herranótt að hann er afar hug-
vitssamur leikstjóri sem vert er að
veita athygli.
Á Hólmaslóð starfar líka annar
spennandi leikhópur leiklistarnema
sem kallar sig Tengdasynir Jódísar.
Fyrsta frumsýning hópsins fór fram
síðasta föstudag á nýju verki Þórdís-
ar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann
sem nefnist Áttu smit? og fjallar um
ógnvænlegt fyrirbæri er kallast
veiruveiði, en í verkinu er fylgst
með tilraunum ungs manns til að
verða sér úti um eyðnismit. Sýning-
arrýmið á Hólmaslóðinni er
skemmtilega hrátt og návígið við
áhorfendur mjög mikið, en hvort
tveggja hæfði verkinu afar vel. Að
sögn mun hópurinn ætla sér að setja
upp þrjú ný íslensk verk á sex vikum
og er næsta frumsýning áætluð síð-
ar í mánuðnum þegar sýnt verður
nýtt verk eftir Agnar Jón Egilsson.
Hér er um sannkallað tilraunaleik-
hús að ræða þar sem unnið er hratt
við hráar aðstæður og verður gam-
an að fá að fylgjast með útkomunni
á næstu vikum.
Söngleikir og
tilraunahópar
’Hér er um sannkallaðtilraunaleikhús að ræða
þar sem unnið er hratt
við hráar aðstæður.‘
AF LISTUM
Silja Björk
Huldudóttir
silja@mbl.is
SÝNINGU Unnars Arnar Auð-
arssonar Jónssonar, „Plöntu-
skiptistöð“, í menningarmiðstöðinni
Skaftfelli, lauk nú fyrir helgina. Sýn-
ingin var hluti af sýningaröð þar
sem ætlað er að kynna yngstu kyn-
slóð myndlistarmanna og er á neðri
hæð menningarmiðstöðvarinnar.
Bjó listamaðurinn til lítilsháttar
gróðurhús á vesturveggnum þar
sem sýningargestir gátu fengið af-
leggjara af pottablómum, blað-
gróðri, kaktus o.fl. og/eða bætt nýj-
um afleggjurum við verkið. Einnig
bauð listamaðurinn gestum að fræð-
ast um meðferð plantnanna í tilheyr-
andi bókum. Fyrir mitt leyti er hér
skýr myndlíking í gangi sem snertir
tengsl myndlistar og samfélagsins.
Myndlist sem/og alla menningu þarf
að rækta af alúð og Unnar setur þá
ábyrgð yfir á sýningargesti sem taka
menningarverðmæti með sér heim í
formi afleggjara sem þá væntanlega
vaxa og dafna ef vel er hirt um þá.
Ef sýningargestur kemur svo og
gefur afleggjara úr eigin garði í
pottana í Skaftfelli er hann að leggja
eitthvað áþreifanlegt inn í myndlist-
arflóruna. Fræðslubækurnar má svo
sjá sem myndlíkingu fyrir lista-
sögubækur eða fræðslurit um mynd-
list.
Semsagt, fallega hugsaður gjörn-
ingur hjá þessum unga listamanni,
vel framsettur og sannfærandi fram-
hald af því sem ég hef áður séð frá
honum, allt aftur til útskriftarverks
hans frá Listaháskóla Íslands árið
1999 þegar hann bauð sýning-
argestum að taka þátt í ættarmóti
fjölskyldu hans. Má með sanni segja
að Unnar sé í hópi eftirtektarverð-
ustu nýliða í myndlistarflórunni hér-
lendis, þ.e. þeirra sem hafa komið
fram á sjónarsviðið á þessari öld.
MYNDLIST
Skaftfell – Seyðisfirði
UNNAR ÖRN AUÐARSON JÓNSSON
Morgunblaðið/Ransu
Plöntu-skiptistöð Unnars Arnar Auðarsonar Jónssonar á sýningu hans í Skaftfelli á Seyðisfirði.
Sýningu lokið.
Jón B.K. Ransu
EINS og fram kom í viðtali við Kjart-
an Óskarsson, skólastjóra Tónlistar-
skólans í Reykjavík, nýverið, hafa ríki
og sveitarfélög ekki enn komið sér
saman um hvorir skulu greiða fyrir
nám í framhaldsdeildum tónlistar-
skólanna í landinu. Rekstur tónlistar-
skóla er á höndum sveitarfélaganna,
en framhaldsskólanám í höndum rík-
isins. Þar sem framhaldsdeildir tón-
listarskólanna svara til framhalds-
skólanna hvað aldur og viðfangsefni
nemenda snertir, hefur sveitarfélög-
unum þótt eðlilegt að ríkið stæði
straum af kostnaði við þær. Í dag er
það undir hverju og einu sveitarfélagi
komið hvort það greiðir fyrir nám
tónlistarnema sinna á framhaldsstigi.
Vandamál hafa einkum skapast gagn-
vart unglingum af landsbyggðinni,
sem þurfa að sækja sitt framhalds-
nám í tónlist til höfuðborgarsvæð-
isins, þar sem enga framhalds-
menntun í tónlist er að fá í þeirra
heimabyggð. Í viðtalinu kom fram, að
í dag þyrftu margir landsbyggð-
arnemendur að ganga bónarveg milli
stjórnmálamanna í sinni heimabyggð
til að betla stuðning við tónlistarnám
sitt á höfuðborgarsvæðinu.
Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð-
armaður menntamálaráðherra, segir
að samkvæmt lögum um tónlistar-
fræðslu, sé það alveg skýrt hvernig
kostnaði skuli skipt milli ríkis og
sveitarfélaga í dag. „Hins vegar hafa
verið viðræður í gangi um þann hluta
tónlistarnámsins sem fellur undir al-
mennt framhaldsnám, og sá mögu-
leiki ræddur að ríkið yfirtaki þann
hluta tónlistarnámsins, sem er met-
inn til stúdentsprófs og hluti af því.
Það liggur engin niðurstaða fyrir, og
ekkert sem menntamálaráðuneytið
getur gert upp á eigin spýtur, til þess
skortir bæði fjárveitingar og fjár-
heimildir, á þeim þætti þarf að taka ef
til þessa kemur.“
Steingrímur segir ekki ljóst hve-
nær samningum ljúki, en í þessari at-
rennu sé eingöngu tekið á kostnaðar-
hlutanum og samstarfi sveitarfélaga,
ríkis og framhaldsskólanna. „Það
sem helst myndi vinnast með þessari
breytingu væri það, að staða þeirra
krakka sem fara milli sveitarfélaga
vegna framhaldsnáms í tónlist yrði
tryggð.“
Stefán Jón Hafstein, formaður
Fræðsluráðs Reykjavíkur, situr í
samninganefnd um málefni fram-
haldsdeilda tónlistarskólanna fyrir
hönd sveitarfélaganna. Hann segir að
á miðvikudag í síðustu viku hafi sveit-
arfélögunum borist formleg tillaga
frá ríkinu, þar sem ríkið býðst til að
greiða fyrir þá framhaldsstigsnema í
tónlist, sem einnig stunda nám í við-
urkenndum framhaldsskólum og fá
tónlistarnám sitt metið til eininga
þar. Þetta tilboð sé tilraun til eins árs,
sem verði endurskoðuð um leið og lög
um tónlistarskólana verði endur-
skoðuð. „Mér sýnist að þetta sé það
lengsta sem við komumst með málið
að þessu sinni. Þetta er skref í rétta
átt, en ekki nóg.“
Það sem út af stendur, eru þeir
nemendur á framhaldsstigi í tónlist,
sem ekki stunda framhaldsskólanám
samhliða tónlistarnáminu. Oft og tíð-
um eru það einmitt þeir krakkar sem
efnilegastir eru; þeir sem eru í fullu
námi í tónlistarskólunum og vilja
sinna því heils hugar í fullu starfi. Sá
hópur býr eftir sem áður við það að
þurfa að reiða sig á velvilja síns
heimasveitarfélags um stuðning við
sitt tónlistarnám. Stefán Jón segir að
auðvitað sé markmiðið að þessi hópur
njóti sömu réttinda og þeir sem
stunda framhaldsskólanám samhliða
tónlistarnáminu. Hann segir að Tón-
listarskólinn í Reykjavík hafi sótt um
að verða tónlistarframhaldsskóli, og
að það sé góð hugmynd sem vert
hefði verið að ræða miklu fyrr. Brýnt
sé að sú þekking og reynsla sem þar
hafi skapast glatist ekki. „Við, fulltrú-
ar sveitarfélaganna í samninganefnd-
inni, munum nú skila okkar áliti til
stjórnar samtaka sveitarfélaganna,
og þar verða næstu skref sveitarfé-
laganna ákveðin. Reykjavíkurborg
mun áfram styðja sína tónlistarnema
á framhaldsstigi, meðan heildarend-
urskoðun fer fram, en ég vænti þess
að sjá alveg breytt landslag eftir eitt
ár hvað hlutdeild ríkisins varðar og
stöðu framhaldsnáms í tónlist, hvað
sem önnur sveitarfélög gera.“
Tónlist | Framhaldsnám hugsanlega fært til ríkisins
Skref í rétta átt
„FLESTIR framleiðendur þora ekki
að setja upp leikrit án þess að hafa
sjónvarpsstjörnu, helst bandaríska, í
uppsetningunni,“ sagði sir Peter
Hall, einn af helstu leikhúsmógúlum
Bretlands, í nýlegu viðtali á BBC.
Hall ræddi um dræma aðsókn að leik-
sýningum á West End í London í við-
talinu og benti á að leikrit, önnur en
söngleikir, ættu sérlega erfitt upp-
dráttar þar um þessar mundir. „Það
er erfitt að græða á West End nema
þú komir með stóran plastsöngleik
sem lifir að eilífu,“ sagði hann.
Hall hefur sjálfur fengið banda-
ríska stórstjörnu til liðs við sig í upp-
setningu á næsta ári, en benti á að
frægð þýddi ekki endilega hæfileika á
sviði. „Margir sem við lítum á sem
stjörnur í sjónvarpi hafa ekki leikið á
sviði og hafa einfaldlega ekki burði til
þess,“ sagði hann.
Leikhús | Sir Peter Hall um dræma aðsókn
Sjónvarpsstjörnur
nauðsynlegar
Morgunblaðið/Ómar
Sveppi í Fame: Sjónvarpsstjarna +
söngleikur = Ávísun á velgengni?