Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 13
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
06
. 2
00
4
kr. 28.405 stgr.
kr. 29.925 stgr.
kr. 11.305 stgr.
Karfa með neti kr. 2.690
Karfa með bolta kr. 3.990
Fjaðrandi karfa kr. 4.990
Vandaðar rólur frá
KETTLER, CE merktar
Vandið valið
og verslið í sérverslun.
Buslulaug 120 x 182 cm
Tilboð kr. 3.900
Trampolín
96 cm kr. 5.605 stgr.
122 cm kr. 9.405 stgr.
Trampolín
245 cm kr. 27.550 stgr.
310 cm kr. 32.300 stgr.
400 cm kr. 39.900 stgr.
Fyrir garðinn
og sumarbústaðinn
ÞÚSUNDIR Kúrda gengu um götur borgarinnar Halabja í Írak í gær og
kröfðust þess að Saddam Hussein og Ali Hassan al-Majid, oft nefndur „Efna-
vopna-Ali“, yrðu teknir af lífi. Ali stjórnaði efnavopnaárás sem gerð var á
óvopnaða Kúrda í borginni þann 16. mars 1988 með þeim afleiðingum að
5.000 manns létust. Í göngunni bar fólk myndir af ástvinum sem féllu. Krafð-
ist var að réttað yrði yfir Saddam og hann tekinn af lífi í Halabja.
Bráðabirgðastjórnin í Írak tilkynnti í gær að hún hygðist fresta því að
veita uppreisnarmönnum sem hefðu lítið til saka unnið sakaruppgjöf. Stjórn-
in boðaði um helgina að hún myndi veita slíka sakaruppgjöf. Hún hefur einn-
ig skýrt frá því að sett verði neyðarlög í sumum héruðum landsins.
Krefjast dauðadóms
AP
RÚSSNESKA olíufyrirtækið Yukos
hefur lent í vanskilum með lán að
andvirði milljarðs dollara, tæpra 73
milljarða króna.
Talsmaður fyrirtækisins sagði í
gær að það hefði fengið tilkynningu
um þetta frá franska bankanum Soc-
iete Generale á föstudag, daginn eft-
ir að dómstóll í Moskvu frysti banka-
reikninga Yukos. Societe Generale
sagði þó að lánardrottnarnir hygðust
ekki krefjast þess að lánið yrði end-
urgreitt þegar í stað þar sem þeir
vildu ekki knýja fram skiptameðferð.
Rússnesk yfirvöld hafa krafist
þess að Yukos greiði sem svarar
tæpum 250 milljörðum króna vegna
vangoldinna skatta. Stjórnarformað-
ur Yukos, Viktor Gerastsjenko,
sagði á föstudag að kröfur skatta-
yfirvalda gætu orðið til þess að fyr-
irtækið yrði gjaldþrota enda hefur
því verið bannað að selja hlutabréf
sín í öðrum fyrirtækjum til að afla
fjár.
Yukos í
vanskilum
Moskvu. AFP.
SILVIO Berlusconi, forsætisráð-
herra Ítalíu, komst í gær hjá því að
samþykkt yrði viðvörun á fundi fjár-
málaráðherra Evrópusambandsins
vegna fjárlagahalla Ítala sem er yfir
hámarki sem kveðið er í reglum
evrusvæðisins, 3%. Ráðherrann hét
„margs konar“ aðgerðum til að
minnka hallann, að sögn Nicolas
Sarkozy, fjármálaráðherra Frakk-
lands.
Berlusconi mætti sjálfur á fundinn
en Giulio Tremonti sagði af sér emb-
ætti fjármálaráðherra Ítalíu á
sunnudag. Þjóðarbandalagið, sem á
aðild að ítölsku ríkisstjórninni, hót-
aði að slíta stjórnarsamstarfinu
nema Tremonti segði af sér en hann
vildi skera ríkisútgjöldin niður. Ber-
lusconi féllst á þessa kröfu en hann
er sagður vilja allt til vinna til að
komast hjá því að þurfa að boða til
nýrra þingkosninga.
Berlusconi mun hafa heitið því í
Brussel að útgjöld ríkisins yrðu
lækkuð um 5,7 milljarða evra sem
svarar til liðlega 500 milljarða ísl.
króna. Ítalir áttu yfir höfði sér refsi-
aðgerðir fyrir að uppfylla ekki um-
rædd skilyrði evrópska myntbanda-
lagsins um fjárlagahalla.
Kaup kaups?
„Við getum ekki komið fram við
Ítala með öðrum hætti en aðra,“
sagði Karl-Heinz Grasser, fjármála-
ráðherra Austurríkis. Hans Eichel,
fjármálaráðherra Þýskalands, gaf til
kynna að hann myndi beita sér fyrir
því að Ítalir yrðu ekki beittir refsiað-
gerðum með sama hætti og Ítalir
beittu sér fyrir því á síðasta ári að
Þjóðverjar og Frakkar yrðu ekki
beittir refsingum vegna of mikils
fjárlagahalla.
Framkvæmdastjórn sambandsins
vildi að Ítalir fengju formlega við-
vörun en ráðherraráðið, eins og
fundir ráðherra aðildarríkjanna eru
nefndir, ákvað í nóvember að Frökk-
um og Þjóðverjum yrði ekki refsað.
Er bent á að trúverðugleiki mynt-
bandalagsins sé nú í hættu ef stór-
þjóðirnar komist upp með að hundsa
reglurnar að vild. Hafa Hollendingar
og fleiri þjóðir gagnrýnt stórþjóðirn-
ar harkalega fyrir þetta framferði.
Framkvæmdastjórnin hefur beðið
dómstól ESB um að úrskurða hvort
ráðherraráðið hafi brotið lög með því
að láta refsiaðgerðir ekki koma til
framkvæmda og er búist við niður-
stöðu í því máli 13. júlí.
Ellefu ríki eiga nú aðild að evru-
samstarfinu. Helmingur allra Evr-
ópusambandsríkjanna 25 stenst hins
vegar ekki skilyrðin um opinber fjár-
mál, sem ætlað er að ýta undir hag-
vöxt og styrkja evruna. Hins vegar
hefur stuðningur við að framfylgja
reglunum dvínað vegna þess að Evr-
ópuríkin eiga mörg í vaxandi vand-
ræðum með að koma saman halla-
litlum fjárlögum vegna lítils
hagvaxtar og mikils atvinnuleysis.
Stendur til að endurskoða reglurnar
um hámarkshalla á næsta ári og gera
þær sveigjanlegri.
Berlusconi sagður óttast stjórnarslit og þingkosningar
Heita aðgerðum til að
minnka fjárlagahallann
Brussel. AFP.
STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLLINN
í Haag frestaði í gær réttarhöldun-
um yfir Slobodan Milosevic, fyrrver-
andi forseta Júgóslavíu, sem talinn
er bera mikla ábyrgð á hörmungun-
um á Balkanskaga þegar gamla
Júgóslavía hrundi. Dómararnir
sögðu að endurskoða þyrfti tilhögun
réttarhaldanna vegna heilsubrests
Milosevic.
„Nú er kominn tími til að taka til-
högun réttarhaldanna til gagngerrar
endurskoðunar í ljósi heilsufars hins
ákærða,“ sagði Patrick Robinson
dómsforseti áður en réttarhöldunum
var frestað. Robinson varð dómfor-
seti í maí þegar forveri hans, Rich-
ard May, lét af störfum af heilsufars-
ástæðum. May lést á fimmtudag.
Robinson las skýrslu lækna Milos-
evic sem sögðu að það væri „algjör-
lega nauðsynlegt“ að Milosevic fengi
hvíld vegna of hás blóðþrýstings.
Hætta væri á að
Milosevic, sem er
62 ára, fengi
hjartaáfall.
Milosevic hefur
varið sig sjálfur
fyrir réttinum og
átti að hefja máls-
vörnina með ítar-
legri ræðu í gær.
Saksóknararn-
ir kröfðust þess í
gær að lögmanni yrði falið að verja
Milosevic en forsetinn fyrrverandi
hafnaði því. Milosevic sakaði dómar-
ana um að hafa stofnað heilsu hans í
hættu með því að skipa honum að
koma fyrir réttinn í gær. Hann
krafðist þess að málsvörninni yrði
frestað um að minnsta kosti mánuð.
Réttarhöldin hófust fyrir tveimur
árum en oft hefur orðið að fresta
þeim vegna heilsubrests Milosevic.
Réttarhöldunum yf-
ir Milosevic frestað
Haag. AFP, AP.
Slobodan
Milosevic
THOMAS Klestil, forseti Austurrík-
is, er í mikilli lífshættu eftir að hafa
fengið hjartaáfall í gær, þremur dög-
um áður en kjör-
tímabili hans lýk-
ur.
Klestil er 71
árs, hefur verið
forseti Austurrík-
is í tólf ár og á að
láta af embætti á
fimmtudaginn
kemur. Sósíalist-
inn Heinz Fisch-
er, sem sigraði í
forsetakosningum í apríl, á þá að
taka við embættinu.
Klestil hafði þjáðst af lungnasjúk-
dómi og hann hneig niður á heimili
sínu í gærmorgun. Hjartað hætti að
slá en lífverði forsetans tókst að lífga
hann við með hjartastilli. Klestil var
síðan fluttur á sjúkrahús í Vín með
þyrlu.
Að sögn lækna forsetans verður
honum haldið í dái í að minnsta kosti
hálfan mánuð til að reyna að bjarga
lífi hans.
Forseti
Austurríkis
í lífshættu
Vín. AFP.
Thomas Klestil
UM 8% norskra kvenna á aldr-
inum 22–55 ára hafa gengist
undir fegrunaraðgerðir eða
um 80 þúsund talsins. Auk
þess segjast um 250 þúsund
norskra kvenna eða 23% vel
geta hugsað sér að fara slíka
aðgerð, samkvæmt nýrri rann-
sókn tveggja sálfræðinga við
háskólann í Ósló þar sem um-
fang fegrunaraðgerða var
kortlagt.
Eitt þúsund konur tóku þátt
í rannsókninni og voru þær
látnar svara spurningum, að
því er fram kemur í Aftenpost-
en. Er átt við aðgerðir sem
eingöngu eru gerðar í fegr-
unarskyni og engin læknisfræðileg
ástæða liggur að baki. Í ljós kom að
næstum helmingur fegrunaraðgerð-
anna sem þær höfðu gengist undir
voru annaðhvort brjóstastækkanir
eða brjóstaminnkanir og 10–13%
höfðu farið í fitusog, magaminnkun
eða nefaðgerð. Helmingur
kvennanna þekkti til fólks sem hafði
farið í fegrunaraðgerð.
Niðurstöður rannsóknanna sýndu
að konurnar sem langaði til að fara í
fegrunaraðgerð höfðu oft lítið sjálfs-
traust. Hins vegar voru engin slík
tengsl hjá konunum sem höfðu þegar
gengist undir fegrunaraðgerð.
„Það eru næstum eingöngu konur
sem fara í þetta. Konur eru miklu
frekar dæmdar eftir útlitinu en karl-
ar. Þetta er tíska sem við fáum frá
Bandaríkjunum. Mér finnst dálítið
sorglegt að fólk geti ekki sætt sig við
þær eðlilegu breytingar á útliti sem
verða þegar aldurinn færist yfir,“
sagði Terje Vigen, ritari norska
læknafélagsins, um niðurstöðurnar.
8% gengist undir
fegrunaraðgerð
Slétt úr áhyggjuhrukkum.
Morgunblaðið/Kristinn.
♦♦♦