Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ER andsnúinn því að setja nokkur lög um atkvæðagreiðsluna sem nú stendur fyrir dyrum. Hún snýst ekki um mikils háttar mál. Ákvörðun sem varðar framtíð lýðræðisins á ekki að taka í skugga þess. Þingmenn þurfa á hinn bóginn að setja lög um framtíð- aratkvæðagreiðslur. Það er fulltrúalýðræðið sjálft sem er í hættu og við því þarf að bregð- ast. Það hefur aldrei verið hugsunin að stjórnarandstaða ásamt forsetanum hafi neitunarvald gagnvart Alþingi. Eins og staðan er, þá er Ólafur Gríms- son ótvíræður foringi Samfylkingarinnar. Hann getur alltaf átt vísan stuðning eins af hverjum þremur kjós- endum. Það þarf að búa svo um hnútana að grundvelli stjórnskipunarinnar verði ekki rask- að. Til að sagt verði að afstaða ,,allra kosningabærra manna í landinu“, sem ég held að sé einstakt orðalag, liggi fyrir, hlýtur a.m.k. helmingur þeirra að hafa synjað lögum sam- þykkis sem samþykkt hafa verið af löggjafarsamkundunni; svo einfalt er það. Prófessor nokkur hefur komið fram á sjónarsviðið eftir alllanga dvöl að tjaldabaki, sem var að von- um, og telur sig allfróðan um túlkun laga. Hann hefur mest fengist við lestur og skriftir á sviði refsiréttar gegnum tíðina og ekki alveg allt skemmtilestur sem hann hefur látið á blað. Kennarinn hefur tvisvar sent frá sér úrlausn þar sem raunveru- leikinn var til umfjöllunar svo að sögur fari af. Hafskipssaksóknarinn er sem sé aðallega frægur af eða öllu heldur alræmdur af ákæru sinni í Hafskipsmálinu og reyndi svo löngu síðar endurkomu, nú í ráðgjafa- hlutverki, til að reyna að fá byggingarleyfi Ráðhússins fellt úr gildi. Fjölmiðlum, líkt og öðrum, er valt að treysta honum, er ég hræddur um. Raunar er klaufalegt að hafa ekki þegar sett lög um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna. Það var líkt og að skilja barn eftir eitt í herbergi með nammiskálina að hafa synjunarákvæði stjórn- arskrárinnar opið í all- ar áttir með þennan forseta sem er eins og hann er. Ólafur stóðst ekki mátið og fékk sér einn mola þegar freist- ingin bar hann ofurliði. Hindrunin hefur lækkað og með sykurbragðið í munninum á hann eftir að fá sér annan mola og svo annan … Um þetta mál eiga allir að geta sammælst. Héðan í frá verður for- setakjör flokkspólitískt. Vinstri- menn geta ekki, líkt og Ólafur, átt vísan stuðning stórs hluta sjálfstæð- ismanna næst þegar skipt verður um forseta. Þá gæti hægrimaður hlotið brautargengi. Varla vill Samfylk- ingin að þá hafi nýr forseti raun- verulegt neitunarvald, ásamt minni- hluta atkvæðisbærra manna, við nýjum skattalögum, svo að dæmi sé tekið. Þjóðaratkvæða- greiðslur og þátttaka Einar S. Hálfdánarson fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslur ’Héðan í fráverður forseta- kjör flokks- pólitískt.‘ Einar S. Hálfdánarson Höfundur er héraðsdómslögmaður. Í VESTRÆNA heiminum virðast flestir sammála því að hagkvæmast og mannúðlegast fyrir alþjóð sé að búa við lýðræði. Lýðræðisskipulagið er þó ekki gallalaust með öllu og nær t.d. ekki að tryggja öllum jafnrétti. Dæmi um misrétti í lýðræðisþjóð- félagi er t.d. skattbyrði láglauna- stétta á Íslandi. Í þessum hópi eru ungt láglaunafólk, öryrkjar, um 20% eldri borgarar og atvinnuleysingjar. Þó að skattprósentan hafi lækkað nokkuð frá 1990 þá greiðir t.d. sá er hefur 100.000 kr. í mánaðartekjur 11,1% af tekjum sínum í skatt árið 2004 en greiddi 5,5% árið 1990 af samsvarandi mánaðartekjum. Skatt- byrði hans hefur því aukist verulega. Orsök þessara óheppilegu breytinga er að hann þarf að greiða skatta af stærri hluta tekna sinna en áður vegna þess að skattleysismörkin hafa lækkað að raungildi. Stjórnvöld freista þess að fela þetta óréttlæti með gleiðum fyr- irsögnum um að skattprósentan hafi lækkað og þar af leiðandi greiði fólk minna í skatt en áður. Ráðamenn virðast hafa fjarlægst almenning, ef þeir telja að almenningur taki þess- ar staðhæfingar trúanlegar. Vita- skuld veit almenningur að lækkun skattprósentu hefur lítil eða nær engin áhrif, ef skattleysismörk hækka ekki að raungildi. Skattleys- ismörk ber að hækka. Barátta fyrir lausn á þessu máli ætti að sameina ungt og aldrað láglaunafólk Lýðræði án jafnréttis fyrir unga og aldraða Ólafur Ólafsson, Pétur Guðmundsson og Einar Árnason fjalla um skattbyrði láglaunastétta Pétur Guðmundsson ’Ráðamenn virðast hafafjarlægst almenning.‘ Ólafur er fyrrverandi landlæknir, Pétur er verkfræðingur og Einar er hagfræðingur. Ólafur Ólafsson Einar Árnason Í UMRÆÐUM um orkumál skýt- ur oft upp kollinum sú söguskoðun að Reykjavíkurborg, ríki og Akureyr- arbær hafi þegið Laxárvirkjun og Írafossvirkjun í Soginu að gjöf í tengslum við Marshall-aðstoð Banda- ríkjastjórnar. Hefur túlkun þessi oftsinnis ratað inn í sali Alþing- is, þar sem þingmenn jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu hafa haldið henni á lofti. Sitthvað er við þær staðhæfingar að at- huga. Um þátttöku Íslend- inga í Marshall- aðstoðinni hefur margt verið ritað. Ísland var eitt sextán ríkja sem tóku þátt í aðstoðinni, þrátt fyrir þá sérstöðu sína að hafa fremur hagnast á heimsstyrjöldinni en hitt. Miklar fjárfestingar í stríðs- lok og erfiðar markaðsaðstæður er- lendis urðu til þess að gjaldeyrisinn- stæður bankanna brunnu upp á undraskjótum tíma. Íslendingar reyndust harðir samningamenn, enda fékk engin önnur þjóð jafnhátt framlag ef tekið er mið af mannfjölda. Langstærsti hluti fjárins var styrkir, en innan við fimmtungur var lánsfé. Marshall-aðstoðin var nýtt til ým- issa hluta. Þar sem gjaldeyrisstaða þjóðarbúsins var afleit og gengi krón- unnar óraunhæft, fór hluti hennar í að fjármagna innflutning á neyslu- vöru. Fjárfest var í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Veigamestu fjárfestingarnar voru þó á sviði virkj- anamála og stóriðju. Þar var um að ræða Laxárvirkjun, Írafossvirkjun í Sogi og Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi. Lán en ekki styrkur Þvert á það sem margir virðast halda, runnu peningar úr Marshall- aðstoðinni ekki beint í sjóði Laxár- og Sogsvirkjunar. Framlög Bandaríkja- stjórnar runnu í sérstakan sjóð, Mót- virðissjóð. Úr þessum sjóði fengu stjórnir virkjananna og Áburð- arverksmiðjunnar lán og endur- greiddu þau aftur til Framkvæmda- bankans sem stofnaður var árið 1953. Sömu sögu má segja um innflytj- endur sem fluttu inn rekstrar- og neysluvörur fyrir Marshall-fé. Fram- kvæmdabankinn varð með tímanum und- irstaða íslenska sjóða- kerfisins, eftir ýmsar endurskipulagningar og nafnabreytingar og rann að miklu leyti inn í Byggðastofnun Af þessu má ljóst vera að Reykjavíkurbær fékk Írafossvirkjun ekki að gjöf. Eftir stendur þá sú spurning hvort láns- kjörin hafi verið óvenju- lega hagstæð? Ekki var stjórn Sogsvirkjunar þeirrar skoðunar og fór þess á leit við Eystein Jónsson fjármálaráðherra að vextirnir yrðu ekki hærri en 4% og lánstími 25 ár hið minnsta. Ráðherra hafnaði þeirri beiðni og taldi 5,5% vexti til 20 ára sanngjarna og raunar hagstæðari en á öðrum innlendum skuldabréfum. Urðu þau lánskjör niðurstaðan Árið 1997 vann sagnfræðingurinn Sumarliði R. Ísleifsson skýrslu fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur um fjár- mögnun Írafossvirkjunar og er hún meginheimild greinar þessarar. Þar kemst Sumarliði að þeirri niðurstöðu að Mótvirðissjóðslánin hafi að sönnu verið Reykjavíkurbæ hagstæð. Ekki endilega vegna lánstíma og vaxta- kjara, heldur vegna þess að þannig hafi mátt fjármagna virkjunina með innlendum lánum. (Fjármögnun virkjunarinnar var þannig háttað að um það bil 60% voru lán í íslenskum krónum frá Mótvirðissjóði, rétt um 30% voru í erlendum gjaldmiðlum en afgangurinn var innlend skamm- tímalán og framlag bæjarsjóðs.) Er- lendir lánardrottnar voru vand- fundnir og gengisbreytingar næstu áratugina hefðu haft í för með sér stóraukinn kostnað. Var Marshall-aðstoðin forsenda? Erfitt er að svara því hvort Marshall- aðstoðin hafi verið forsenda Írafoss- virkjunar. Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur t.a.m. komist að þeirri niðurstöðu að án hennar hefði margra ára töf orðið á fram- kvæmdum. Þá má telja hverfandi lík- ur á að Áburðarverksmiðjan hefði orðið að veruleika án aðstoðarinnar, sem hefði haft mikil áhrif á rekstr- argrundvöll Írafossvirkjunar, enda verksmiðjan afar orkufrek. Á hitt ber að líta, að stjórnendur Reykjavíkurbæjar höfðu áður lent í að afla lánsfjár til raforku- og hita- veituframkvæmda við erfiðar að- stæður. Þar hafði oft náðst betri ár- angur en vonir stóðu til, meðal annars með því að semja um lánin við viðskiptabanka þeirra verktakafyr- irtækja sem vinna áttu verkið. Þá er vert að geta þess að Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri taldi að unnt hefði verið að finna fjármagn erlendis eftir hefðbundnum leiðum, líkt og gert var við byggingu Ljósafossvirkj- unar og síðar stækkun hennar. Mótvirðissjóðslánin voru vissulega hagstæð, en þau voru fráleitt beinir styrkir eða gjafir. Ófyrirsjáanlegar ytri aðstæður, einkum gengi íslensku krónunnar, gerðu lánin síðar enn hagstæðari samanborið við það ef um erlend lán hefði verið að ræða. Virkjanir og Marshall-fé Stefán Pálsson fjallar um virkjanir og Marshall-aðstoð Stefán Pálsson ’Ófyrirsjáanlegar ytriaðstæður, einkum gengi íslensku krónunnar, gerðu lánin síðar enn hagstæðari samanborið við það ef um erlend lán hefði verið að ræða.‘ Höfundur er sagnfræðingur og starf- ar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. MIG LANGAR að koma að hug- mynd til lausnar aðsteðjandi vanda sem ekki virðist auðleystur. Hvernig væri að horfa til fram- tíðar og semja lög um þjóð- aratkvæðagreiðslur og þá jafnvel taka á málum eins og hugsanlegri inngöngu í Efnahags- bandalagið. Krefjast þar verulegs hluta, jafnvel meirihluta, at- kvæðisbærra manna. Láta þessa atkvæða- greiðslu fara fram með sem fæstum skilyrðum. Alltaf er hægt að setja önnur lög um fjölmiðla síðar sem gætu þá jafn- vel tekið á fleiri vanda- málum jafnvel hugs- anlegri misnotkun ríkisfjölmiðla (eins og á Spáni) áður en vand- ræðin koma upp, sem er æskilegra. Fella þyrfti núverandi afnotagjöld einhvern veginn í skattkerfið og sjá til þess að sanngirni ríkti um út- hlutun þeirra fjármuna og farið verði einnig eftir því hve mikið innlent efni er framleitt á viðkomandi fjölmiðli, þannig að fjölmiðlar í einkaeigu fái hluta afnotagjaldanna. Annars er engin sanngirni í að Ríkissjónvarp fái að selja auglýsingar. Loks þarf að skylda slíka fjölmiðla til að útvarpa efni tengdu kosningum. Slæm er nú- verandi þróun, að fjölmiðlar vilji að- eins láta frambjóðendur koma fram í auglýsingatímum. Slíkt skrumskælir lýðræðið og hindrar málefnalegar umræður. Það er skiljanlegt viðhorf að setja ekki lög fyrr en vandræði koma upp. Hins vegar má benda á það sem Björgólfsfeðgar hafa sagt um almenn lög og reglur, að óæski- legt er að vera að breyta reglum í miðjum fótboltaleik. Ég hvet ykkur til að hugsa til framtíðar og í stórum dráttum. For- setinn gæti nýtt núver- andi stjórnarskrá til að fremja eins konar „valdarán“ með hjálp fjölmiðla og stjórn- arandstöðu og gengið erinda siðspilltra ein- staklinga. Hugsanlega þarf að hafa taumhald á græðgi og taumleysi auðhringa eða lenda óvinsælum en nauðsyn- legum málum, t.d. vegna fjármálakreppu einhvern tímann í framtíðinni. Þá er mjög slæmt að hafa þennan veikleika í stjórnkerfinu. Það þurfa ekki að vera núverandi stjórnarflokkar sem lenda í þessu næst, ekki að vera nú- verandi forseti eða núverandi stór- eignamenn innlendir sem erlendir. En þetta gæti kostað hagsmuni og öryggi þjóðarinnar óháð því hvaða flokkur heldur um stjórnartauma. Núverandi öryggisventill, grein 26, reynist ekki auka öryggi í stjórn- kerfinu. Ef halda á greininni inni þarf að kveða miklu fastar að orði um hvar og hvernig megi beita þessu ákvæði. Loks vil ég hvetja ykkur til að hlusta á Pétur Blöndal þegar hann hvetur til leiða til að auka sparnað. Væri ekki hægt að hafa hluta skatta- lækkana til þeirra sem spara og auka áróður fyrir sparnaði? Lánafyllirí landans er undanfari mikilla per- sónulegra harmleikja, þegar fjöl- skyldur verða gjaldþrota. Á sama hátt og við höfum umferðarstofu til að fækka alvarlegum slysum í um- ferðinni þurfum við fjármálastofu og manneldisstofu til að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu okkar. Sem sagt: Sem minnstar girðingar nú (forð- umst afturvirk lög) en síðar helst 50% atkvæðisbærra einstaklinga, ef fórna á fullveldi eða ganga í berhögg við vilja Alþingis. Á vissan hátt megum við vera nú- verandi forseta þakklát fyrir að mis- beita valdi sínu í ekki þýðingarmeira máli en þessu. Einhvers staðar segir, að öll slys sem geta gerst, muni ein- hvern tíma gerast. Þótt forsetinn næði „sigri“ í þessu máli, getur hann engu að síður verið sá sem tapar virðingu sinni, en þjóðin hagnast með öðrum hætti en ætla mætti í fyrstu. Hvernig væri ef málið hefði verið óvinsæl löggjöf, sem hindraði þjóð- argjaldþrot með dapurlegum örlög- um á borð við hlutskipti Argentínu- manna? Opið bréf til ríkis- stjórnar Íslands Sigurður Gunnarsson fjallar um þjóðaratkvæðagreiðsluna ’Þótt forsetinn næði„sigri“ í þessu máli, getur hann engu að síður verið sá sem tapar virðingu sinni, en þjóðin hagnast með öðrum hætti en ætla mætti í fyrstu.‘ Sigurður Gunnarsson Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: