Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 6
Frá fundi Þorsteins Pálssonar og Ronalds Reagans í Hvíta húsinu í ágúst 1988 en Geir H. Haarde alþingismaður
var þá einnig með Þorsteini í för, og var á fundinum rætt meðal annars um varnarmál og viðskiptamál.
SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins hafa forsætis-
ráðherrar Íslands tvisvar áður átt fund í Hvíta húsinu með
forseta Bandaríkjanna. Fyrst var það í ágúst árið 1964 er
Bjarni Benediktsson átti óformlegan fund með Lyndon B.
Johnson forseta og Dean Rusk, þáverandi utanrík-
isráðherra. Síðan átti Þorsteinn Pálsson ásamt fylgdarliði
formlegan fund með Ronald Reagan í Hvíta húsinu í ágúst
árið 1988, þar sem fríverslunarsamninga og hvalveiðimál
bar m.a. á góma.
Í heimsókn sinni árið 1964 var Bjarni Benediktsson að
endurgjalda heimsókn Johnsons til Íslands sem varaforseti
Bandaríkjanna í september árið 1963. Bjarni gaf Banda-
ríkjaforseta Guðbrandsbiblíuna frá íslensku ríkisstjórninni
og Lyndon B. Johnson gaf íslenska forsætisráðherranum
ræðusafn sitt, gullbakka og mynd af Armstrong á tungl-
inu.
Í heimsókninni til Washington lagði Bjarni einnig blóm-
sveig frá íslensku þjóðinni á leiði Johns F. Kennedys í Ar-
lington-kirkjugarði.
Tvívegis fundað
með Banda-
ríkjaforseta í
Hvíta húsinu
Forsíða Morgunblaðsins í ágúst árið 1964 þar
sem sagði frá heimsókn Bjarna Benedikssonar í
Hvíta húsið til fundar við Lyndon B. Johnson.
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRAMKVÆMDIR við borun jarð-
hitahola á Hellisheiði eru í fullum
gangi um þessar mundir en sam-
kvæmt samningi Orkuveitu
Reykjavíkur við Jarðboranir hf. er
áformað að bora tíu holur í sumar
og næsta sumar vegna fyrirhug-
aðrar Hellisheiðarvirkjunar sem
stefnt er að að verði tilbúin í októ-
ber 2006.
Að sögn Eiríks Bragasonar,
staðarverkfræðings hjá Orkuveitu
Reykjavíkur, er lokið við að bora
eina af tíu háhitaholum og er verk-
taki kominn vel áleiðis með þá
næstu. Þá sé undirbúningur að
þriðju holunni hafinn og í und-
irbúningi að bora rennslisholu við
vegamótin inn í Þrengslin.
Þrír borar eru á svæðinu og er
von á þeim fjórða til landsins frá
Ítalíu í þessum mánuði og verður
byrjað að bora með honum í byrj-
un næsta mánaðar. Hann verður af
svipaðri stærð og Jötunn, stærsti
bor landsins, sem nú er í notkun
við Hellisheiðarvirkjun.
Unnið á sólarhringsvöktum
Um 55 starfsmenn starfa við
Hellisheiðarvirkjun, þar af um 30
starfsmenn Jarðborana sem eru á
vöktum allan sólarhringinn.
Aðrir stærstu verktakar eru
Ingileifur Jónsson hf. sem sér
um vegagerð og frárennslislagnir
og Eldafl hf. sem sér um smíði
u.þ.b. 300 fermetra skrifstofu-
húsnæðis sem flutt verður úr
Njarðvíkum á framkvæmdasvæðið
eftir um viku. Þá er ótalinn fjöldi
annarra smærri verktaka og verk-
efna sem unnið er að, s.s. lagning
ljósleiðara og heimtaugar fyrir raf-
magn, uppsetning upplýsinga- og
viðvörunarskilta, færsla sauð-
fjárgirðingar, o.s.frv.
Fjölmargir opinberir aðilar koma
að verkinu, s.s. Heilbrigðiseftirlit
Suðurlands, Vinnueftirlit ríkisins,
Umhverfisstofnun, Fornleifavernd
ríkisins, byggingarfulltrúinn í Þor-
lákshöfn, Neyðarlínan, lögregla og
Vegagerðin á Selfossi, eftirlits-
menn frá ráðgjafa- og arkitekta-
stofum og Íslenskar orkurann-
sóknir.
Áformað er að bjóða út innan
skamms vinnu við uppsetningu á
gufu- og skiljuvatnslögnum á svæð-
inu, auk þess sem fljótlega verður
boðin út bygging skiljuhúss. Bygg-
ing stöðvarhússins sjálfs fer að
mestu leyti fram á næsta ári en
gert er ráð fyrir að lokið verði við
jarðvinnu vegna stöðvarhúss í sum-
ar.
Þegar er lokið við að leggja svo-
nefndan Hamragilsveg sem liggur
inn í Hamragil og mun hann tengj-
ast inn á nýjan Suðurlandsveg inn-
an tíðar, að sögn Eiríks. Vegagerð-
in áformar að bjóða framkvæmdina
út í þessum mánuði.
Þess má geta að Orkuveita
Reykjavíkur starfrækir upplýs-
ingamiðstöð um Hellisheið-
arvirkjun í Skíðaskálanum í Hvera-
dal og verður hún til að byrja með
opin kl. 11-17 á virkum dögum. Þar
getur almenningur kynnt sér
tæknilegar upplýsingar um fram-
kvæmdina, kostnað og tímaáætlun
og hvernig virkjunin mun líta út.
Að sögn Eiríks er gert ráð fyrir
að boranir geti staðið yfir fram í
nóvember en framkvæmdir við
vegagerð og jarðvinnu standa
skemur fram á haustið. Þess má
geta að borvinna fer að mestu
fram í um 420 metra hæð yfir sjáv-
armáli.
Borað í 420 metra hæð á Hellisheiði
Morgunblaðið/ÞÖK
Starfsmenn á vegum Jarðborana hf. og Orkuveitu Reykjavíkur við störf. Starfsmaðurinn vinstra megin fylgist með
öllum aðgerðum borsins í stjórnstöðinni og gefur félaga sínum ábendingar.
Lokið við eina af
tíu borholum og
fjórði borinn vænt-
anlegur til lands-
ins í mánuðinum
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
bréfi til örorkunefndar sett fram
ábendingu um að þess verði betur
gætt að afgreiðslur nefndarinnar í
tilefni af erindum um endurupptöku
mála séu skýrar og glöggar og í sam-
ræmi við lagagrundvöll sem viðkom-
andi afgreiðsla er byggð á.
Tilefni þessa bréfs er kvörtun sem
umboðsmanni barst yfir synjun ör-
orkunefndar á að endurupptaka mat
nefndarinnar á varanlegri örorku
einstaklings og miskastigi vegna
umferðarslyss sem hann varð fyrir.
Kvartaði sami maður einnig yfir
synjun dómsmálaráðuneytisins á
umsókn hans um gjafsókn í tilefni af
málshöfðun á hendur tjónvaldi og
tryggingafélögum.
Umboðsmaður telur sig ekki hafa
forsendur til að gera athugasemdir
við efnislega niðurstöðu örorku-
nefndar en athugun á málinu varð
honum tilefni til að taka grundvöll og
framkvæmd gjaldtöku vegna beiðni
um endurupptöku máls hjá örorku-
nefnd til nánari athugunar, að eigin
frumkvæði. Í svarbréfi dómsmála-
ráðuneytisins kemur m.a. fram að
það ætli að hrinda af stað vinnu við
endurskoðun á ákvæðum laga um
meðferð einkamála og reglugerð um
starfshætti gjafsóknarnefndar, t.d.
varðandi viðmiðun um skattleysis-
mörk umsækjenda um gjafsókn. Í
bréfi umboðsmanns til ráðuneytisins
óskar hann eftir að fá að fylgjast með
þessari endurskoðun.
Umboðsmaður
með ábendingu
til örorkunefndar
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands-
björg, Umferðarstofa, Umhverfis-
stofnun og Vegagerðin gefa nú í
sumar út bækling um umferð hér á
landi fyrir erlenda ferðamenn, að því
er fram kemur í frétt frá Lands-
björg. Kemur þar m.a fram að upp-
lýsingar fyrir erlenda ferðamenn um
akstur á Íslandi hafa ekki verið
nægilega aðgengilegar hingað til.
Í bæklingnum er að finna alhliða
upplýsingar fyrir ferðamenn um um-
ferð og umferðaröryggi og er hann
gefinn út á nokkrum tungumálum.
Valgeir Elíasson, upplýsinga-
fulltrúi Landsbjargar, segir að fleiri
ferðamenn nýti sér bílaleigubíla en
áður og lendi oft í aðstæðum á veg-
um landsins sem þeir þekkja ekki.
Hann segir að útgáfuaðilar hafi
lagt áherslu á að hafa bæklinginn
sem þægilegastan fyrir ferðamenn.
„Í bæklingnum eru helstu umferð-
armerki útskýrð og þeim hættum
sem upp geta komið lýst,“ segir Val-
geir.
Bæklingur fyrir ökumenn