Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAMKVÆMT meðalspá greining- ardeilda bankanna þrefaldaðist hagnaður fyrirtækja í Úrvalsvísitöl- unni á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hann var sam- kvæmt spánni tæpir 39 milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs en tæp- ir 13 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Greiningardeildirnar þrjár, í Ís- landsbanka, KB banka og Lands- banka, segja fyrir um afkomu flestra fyrirtækjanna í Úrvalsvísitölunni, en þó spáir engin þeirra um afkomu Medcare Flögu og greiningardeild KB banka er ein um að segja fyrir um afkomu Fjárfestingarfélagsins Atorku. Fjögur fyrirtækjanna sem spáð er fyrir gera upp í erlendum myntum, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu, og í þeim tilvikum spá greiningar- deildirnar einnig í erlendu myntun- um. Við útreikning á meðalspá um samanlagða afkomu allra félaganna og samanburð hennar við fyrra ár er spáðri afkomu í erlendu myntunum þó breytt yfir í íslenskar krónur miðað við meðalgengi viðkomandi gjaldmiðla á fyrri hluta ársins. Mikil gengishækkun hjá fjármálafyrirtækjunum Samsvarandi samanburður á sam- anlögðum hagnaði fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, í fyrra og samkvæmt spá gefur til kynna að aukningin verði 14%. Þetta er mun minni aukning en þegar litið er á hagnað tímabilsins eftir skatta, sem eins og áður segir mun sam- kvæmt spánum aukast um 200%, eða þrefaldast. Skýringin á þessu er aðallega sú að mesta hagnaðaraukn- ingin er samkvæmt spánum hjá fjár- málafyrirtækjum, en stærðin EBITDA er ekki reiknuð út fyrir þau fyrirtæki. Hagnaðaraukning fjármálafyrirtækjanna skýrir nær alla þá hagnaðaraukningu sem spáð er á fyrri hluta ársins, eða 24,7 millj- arða króna af 25,8 milljörðum króna. Fjármálafyrirtækjum í Úrvalsvísi- tölunni hefur fjölgað frá því sem áð- ur var og þau eru nú sex af fimmtán fyrirtækjum vísitölunnar: Burðarás, Fjárfestingarfélagið Atorka, Ís- landsbanki, KB banki, Landsbank- inn og Straumur fjárfestingarbanki. Skýringuna á þessum mikla spáða hagnaði fjármálafyrirtækjanna er að finna í miklum gengishagnaði, bæði innleystum vegna sölu stórra eignarhluta og óinnleystum vegna hækkandi gengis hlutabréfa í eigu fyrirtækjanna. Veruleg hækkun hlutabréfa Úrvalsvísitala Aðallista Kauphall- ar Íslands hækkaði um tæplega 40% á fyrri hluta ársins og hafði um mitt ár, við lok viðskipta hinn 30. júní síð- astliðinn, hækkað um tæp 98% frá miðju ári í fyrra. Þessi þróun lýsir mikilli bjartsýni á bætta afkomu fyr- irtækja í Úrvalsvísitölunni, en í henni eru almennt talað stærstu fyr- irtæki Kauphallarinnar og þau sem mest viðskipti eru með. Þegar litið er til þessa hækkandi gengis má því draga þá ályktun að hagnaðaraukn- ingin komi fjárfestum ekki í opna skjöldu. Þegar litið er á hækkun gengis hlutabréfa einstakra fyrir- tækja og spáða aukningu hagnaðar er í flestum tilfellum ágætt sam- ræmi þar á milli. Helsta undantekn- ingin er Bakkavör, sem flestar greiningardeildirnar spá minni hagnaði en í fyrra, en þó hækkuðu hlutabréf Bakkavarar um 46% á fyrri hluta ársins. Hlutabréf Fjárfestingarfélagsins Atorku hækkuðu mest á fyrri hluta ársins, um 122%, en félagið er nýtt í Úrvalsvísitölunni. Hlutabréf KB banka hækkuðu næstmest á fyrri hluta ársins, um 91%, og í þriðja sæti voru bréf Marel, sem hækkuðu um 77%. Össur hækkaði líka umtalsvert meira en vísitalan, um 58%. Fyrrum hástökkvari lækkar Hlutabréf tveggja fyrirtækja lækkuðu í verði á fyrri hluta ársins, en það voru bréf Actavis Group, um 2%, og bréf HB Granda, sem skiluðu lakastri ávöxtun og lækkuðu um 4%. Þá hækkaði Medcare Flaga lítið, eða um 3%. Athygli vekur að bréf hástökkv- ara ársins 2003, Actavis, sem þá hét Pharmaco, skiluðu neikvæðri ávöxt- un á fyrri hluta þessa árs. Ennfrem- ur vekur athygli að þau bréf sem skiluðu lakastri ávöxtun Úrvalsvísi- tölufyrirtækja í fyrra, bréf Össurar, voru meðal þeirra sem skiluðu bestri ávöxtun á fyrri hluta þessa árs.                      !   "   #    #  $   $    %&'  %  &     (    !"  #     $  %& '()* !"  #     +    !     # )  "  *+,- .& /01                                                                                                                       .& /01 !     # )  "                   2 '3   4&5 & 5&     Spá þreföldun hagnaðar haraldurj@mbl.is Fréttaskýring Haraldur Johannessen ● KB banki hefur valið hugbún- aðarkerfi frá SAP í Þýzkalandi, svo- kallaða bankalausn, fyrir inn- og út- lánastarfsemi bankans. Markmið bankans með kaup- unum er að samþætta starfsemi sína á Norð- urlöndunum, staðla ferla og draga úr fjölda sértækra kerfa sem eru nú í notkun innan bank- ans, segir í fréttatilkynningu. Kaup- verð kerfisins er ekki gefið upp en ætla má að samningurinn sé með stærri hugbúnaðarsamningum. Ný- herji mun annast innleiðingu bankalausnanna í nánu samstarfi við starfsfólk KB-banka og SAP. Bankinn er með starfsemi í tíu löndum og er áttundi stærsti bank- inn á Norðurlöndum. „Við völdum SAP vegna þess að við vildum traustan birgi og lausn sem hefði þegar sannað sig. Bankinn er með metnaðarfullar áætlanir um að samþætta starfsemina, staðla ferla og að draga úr notkun sér- tækra kerfa. Við gerum ráð fyrir að SAP-lausnin verði mikilvægur þátt- ur í þessari áætlun. Lausnin verður innleidd í nokkrum áföngum, til að byrja með í Finnlandi og svo í Sví- þjóð,“ segir Ásgrímur Skarphéð- insson, yfirverkefnisstjóri hjá KB banka, í fréttatilkynningu. KB banki kaupir SAP fyrir alla starfsemina ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI         !   " # ,-  .    .                !   "   #  #  $   $    %&'  %  &    ( /  -  )   6  &      &     5 7      895 ' :  !  !   "43 5  ;<'  % %4  %  6%  %3  %  &  '   8' , , 8&  =  9 & &&)%3   ' 0 $  12      *8  "4& %   ,3 3  =  86 %4    1>?10 @A?.0 >?>0 1?B0 ) B?CA CC0?A0 B?DA ) .?A0 1?1> @C?.0 ) E?00 .>?00 @?1A ) ) ) @?DD ) DB?A0 E?D0 ) ) ) C?11 ) ) ) A?.0 ) ) ) ) ) ) ) ) ) 1@?C0  8 8    )0?E0 ) )0?D0 )0?0A ) ) )1?A0 )0?D0 ) ) ) )0?D0 ) )0?D0 ) )0?0C ) ) ) )0?0D ) )0?10 0?DA ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )0?@0 )D?BF ) )D?0F )D?1F ) ) )0?BF )D?@F ) ) ) )0?CF ) )D?CF ) )D?EF ) ) ) )0?AF ) )D?.F @?@F ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) )0?.F      , 4 ! % D011.D @B.BA BC@EA @@1C ) 10@E1. D@1.CB BB10A ) .A 1>CD C>10 ) D0CA@ DD@ED1 1@D ) ) ) B1A ) CA@C 1AA ) ) ) BE ) ) ) C.@. ) ) ) ) ) ) ) ) ) CCB 1>?@0 @A?A0 >?B0 1?B0 .?00 B?CA CC0?00 B?DA C>?00 .?CA 1?1> @C?A0 D0?A0 E?00 .B?A0 @?1A C?00 E?B0 A?@0 @?DD ) DB?C0 .?>0 1B?.0 @?.A .?10 C?11 ) D?00 A?1A A?.0 ) DA?A0 1?C0 1?C0 CD?A0 0?E0 .?10 0?10 0?BD 1@?C0 1>?C0 @A?.0 >?>0 1?BE .?C0 B?AA CC0?A0 B?@A C>?C0 .?A0 1?CD @C?E0 D0?.0 E?0A .>?00 @?C0 A?00 B?00 .?00 @?DA ) DB?.0 E?D0 1>?00 @?B0 E?10 C?C0 C?@A ) .?A0 A?E0 D?.A DE?00 1?A0 1?AA C1?A0 0?B0 E?B0 0?CA 0?BA 1@?E0 =   4H7  ,I'         DB B D1 C ) D@ C0 @. ) D 1 @ ) A DE @ ) ) ) A ) C D ) ) ) D ) ) ) C ) ) ) ) ) ) ) ) ) @ ÁGÚST Guðmundsson, stjórnarfor- maður Bakkavarar, segir að tilkynn- ing Geest frá því á föstudag, sem fól í sér upplýsingar um lækkandi af- urðaverð fyrirtækisins og varð til þess að bæði Bakkavör og Geest lækkuðu í verði, hafi ekki komið Bakkavör á óvart. Hann segir að áhugi Bakkavarar á Geest hafi ekk- ert breyst við tilkynninguna, Geest sé sterkt og gott fyrirtæki. Skýringin sem gefin er á lækkandi verði á vörum Geest, sem líkt og Bakkavör framleiðir tilbúna rétti, er þrýstingur frá kaupendum, þ.e. verslanakeðjunum. Spurður að því hvort að Bakkavör hafi fundið fyrir þessum þrýstingi segir Ágúst að svo hafi verið, en þó minna en aðrir fram- leiðendur. Hann nefnir tvær ástæður fyrir því, annars vegar þá að Bakka- vör selji mest til Tesco, sem sé sú verslanakeðja sem hafi gengið best. Hins vegar að Bakkavör selji mest af því sem teljist til hágæðavöru og þrýstingur til verð- lækkunar sé minnst- ur á þeim hluta markaðarins. Ágúst segir engar breyt- ingar fyrirhugaðar á afkomuáætlunum Bakkavarar. „Æpandi sala“ Geest hafði í áætl- unum sínum gert ráð fyrir 1%–2% verðlækkun á afurð- um og í tilkynningu félagsins segir að lækkunin verði nær efri mörkum þessa bils. Í Financial Times segir að meira en 2⁄3 hlutar af tekjum Geest komi frá sölu tilbúinna rétta, svo sem salatpoka, lasagna og ídýfa, og að tvær verslanakeðjur hafi sent frá sér afkomuviðvaranir, Wm Morrison Supermarkets og J Sains- bury, auk þess sem Marks & Spencer hafi staðfest að keðjan sé að endursemja við birgja sína. Financial Times hefur eftir greinendum að tæp 30% af sölu Geest fari í gegnum þessar þrjár verslanakeðjur. Blaðið hefur eftir Ingrid Boon hjá Investec, að hlutabréf- in í Geest séu „æpandi sala“, eins og það er orðað, sem þýðir að eindregið er mælt með því að fjárfestar selji í félaginu. Þó er haft eftir Boon að fyrirætlanir Bakkavarar muni hafa mikil áhrif, því að Bakka- vör kunni að gera yfirtökutilboð. Financial Times segir suma grein- endur telja að afkomuviðvörun Geest kunni að vera byrjunin á lækkunar- hrinu matvælaframleiðenda. Óbreyttur áhugi Bakkavarar á Geest Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar. ● ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði um 0,73% í gær og var 2.938,42 stig við lok dagsins. Alls námu viðskipti í Kaup- höllinni 3.282 milljónum króna í gær, mest með ríkisbréf fyrir um 1.278 milljónir króna en næst mest viðskipti voru með ríkisvíxla fyrir 888 milljónir króna. Mest hlutabréfa- viðskipti voru með bréf Íslandsbanka hf. fyrir um 303 milljónir króna. Markaðir í Bandaríkjunum voru lok- aðir í gær vegna þjóðhátíðardags. Úrvalsvísitalan lækkaði ; %KLA00      ,%* -      F F NNC0 $#M     F F !M ;      F F +N*MDA - O:        F

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: