Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 29 ✝ Pétur Kristófers-son var fæddur á Litluborg í Vestur- Húnavatnssýslu hinn 20. nóvember 1922. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 28. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristófers Péturssonar bónda og silfursmiðs frá Stóruborg í Víðidal og Guðríðar Emilíu Helgadóttur ljósmóð- ur og hjúkrunarkonu frá Litla-Ósi í Miðfirði. Þau eign- uðust sex börn. Elst var Steinvör sem lést ung, þá Margrét Aðalheið- ur sem er látin, þá Pétur, síðan Steinvör sem býr í Reykjavík, Ragnhildur sem er látin, og Þórð- ur sem býr í Reykjavík. Sonur Péturs er Kristófer vél- virkjameistari, f. 15. des. 1959, kvæntur Ólafíu Guðrúnu Björnsdóttur, búsett á Teigarási í Innri- Akraneshreppi og eiga þau þrjú börn. Þau eru: Guðrún Birna, f. 24. júlí 1984, sambýlismaður hennar er Reynir Már Sigmundsson og eiga þau eina dóttur, Alexöndru Ósk. 2) Pétur, f. 20. desem- ber 1987, og Margrét Aðalheiður, f. 24. maí 1993. Lengstan hluta ævi sinnar vann Pétur sem viðgerðarmaður hjá ol- íufélaginu í olíustöðinni í Hvalfirði. Útför Péturs fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Innra- Hólmskirkjugarði. Ég vil í fáum orðum minnast föður míns Péturs Kristóferssonar. Eins og með svo marga aðra ólst pabbi upp á búi foreldra sinna í sveit en við nokkuð óvenjulegar aðstæður. Móð- ir hans Emilía var lærð hjúkrunar- kona sem oft varð að fara að heiman til að hjálpa veiku fólki og faðir hans var þjóðkunnur hagleiksmaður en hvorugt þeirra hjóna hafði þessa heims auð út úr því, enda var á þeim tíma víða fátækt. Snemma fór að bera á því hvað pabbi var handlaginn. Hann fór að fara í áhöld föður síns og tókst oft að líkja eftir. Svo fóru að koma til hans strákar úr sveitinni með reiðhjól sín, hnakka og beisli, byssur og skilvind- ur og í sumum tilfellum úr, þetta gat hann lagfært þótt ungur væri. Hann var greiðvikinn og reyndi að aðstoða alla þá sem til hans leituðu. Líkt og með foreldra hans hafði hann ekki þessa heims auð út úr því. Pabbi var mikill áhugamaður um bíla. Fyrsta bílinn eignaðist hann 9. desember 1946 sem var að gerðinni Essex, árgerð 1929 og var vélin í bílnum aðeins skráð 18 hestöfl. En hann eignaðist ekki mjög marga bíla yfir ævina. Flestir sem hann þekktu muna best eftir honum á bláum Ford 6m, árgerð 1942. Þann bíl eignaðist hann árið 1953 en sá bíll eyðilagðist í bruna árið 1974. Þá eignaðist hann annan bíl með svip- uðu útliti en mun yngri. Það var Ford Mercury eight, árgerð 1947. Um 1980 eignaðist hann Ford Cons- ul, árgerð 1955. Mestalla tíð ók hann eingöngu um á þessum bílum enda átti hann ekki þá aðra bíla. Þessir bílar voru líklega einu fornbílarnir sem voru í fullri notkun til ársins 1998–2000 enda átti hann ekki aðra bíla á þeim tíma. Pabbi var félagslyndur og fannst gaman að vera innan um fólk og hann ferðaðist til margra landa. Til að byrja með var vegurinn um Hvalfjörð oft mjög erfiður á veturna og þá varð hann stundum að drífa sig á fætur um miðja nótt í stórhríð til að hjálpa vegfarendum sem orðið höfðu fyrir skakkaföllum. Eins og fyrr greinir var Emilía móðir hans hjúkr- unarkona. Í æsku fékk hann tvisvar lungnabólgu og einu sinni blóðeitr- un. Engin lyf voru til við þessu í þá daga. Hún stundaði hann með slíkri natni að ef hennar hefði ekki notið við þá væri ekki þessi jarðarför 70 árum síðar. Þú reyndist mér og fjölskyldu minni vel alla tíð, við munum öll sakna þín. Þinn sonur, Kristófer. PÉTUR KRISTÓFERSSON Leiftrandi augun, full af kærleik, ein- lægni, lífsgleði, um- hyggju, hlýju, forvitni og glettni. Hláturinn skemmtilega ákafur, smitandi, hlátrasköll með bakföllum. Ótrúlegur orkubolti. Faðmlagið hlýtt og koss á kinn. Þetta kemur fyrst upp í huga minn er ég minnist Þóris. Ég kynntist Þóri fyrst þegar ég var 17 ára stelpa, hann tilvonandi mágur minn og hvað hann tók mér vel. En fyrst og fremst var hann einkar kær vinur alla tíð, traustur. Gjöfull var hann hvort sem var af veraldlegum eða andlegum ÞÓRIR JÓNSSON ✝ Þórir Jónssonfæddist í Hafnar- firði 25. mars 1952. Hann lést af slysför- um að morgni 19. maí síðastliðins og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 27. maí. gæðum, örlátur. Fyrir allt þetta vil ég þakka elsku Þóri af hjartans einlægni. Ég bið almættið og allar góðar vættir að varðveita elskuleg Þór- isbörn, þau Erlu Björgu, Auði Dögg, Björk og Hjört, mína kæru vini, foreldra Þóris, Siggu og Jón, systkini hans, þau Magga, Unni, Pálma og fjölskyldur þeirra og ástvini alla, gefa þeim styrk til þess að takast á við missinn mikla og sára sorgina við fráfall Þóris. En ljúfar minningar um góðan dreng munu lifa. Ég og Bjarni Víðir sonur minn erum svo miklu ríkari að hafa átt vináttu þína. Vonandi ertu að undirbúa „Pall- inn“ á nýja staðnum og þar verður örugglega mikið fjör. Guð geymi þig. Helga Bjarnadóttir. Kársnesbraut 98 • Kópavogi • 564 4566 • www.solsteinar.is SÓLSTEINAR erum fluttir á KÁRSNESBRAUT 98 Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNU INGÓLFSDÓTTUR frá Borðeyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi Dagmar Rögnvaldsdóttir, Þórarinn Ólafsson, Helgi Rögnvaldsson, Helga Jónsdóttir, Anna Inga Rögnvaldsdóttir, Guðlaugur Þórarinsson, Valgerður Ásta Rögnvaldsdóttir, Ingólfur Kristinn Rögnvaldsson, Sigurborg Ch. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GRÉTARS ÓLAFSSONAR læknis, Hvassaleiti 56. Sérstakar þakkir færum við Þórarni E. Sveins- syni lækni, starfsfólki deilda 11B, 11E og 11G á Landspítala við Hringbraut og hjúkrunarþjónustu Karítasar. Hólmfríður Magnúsdóttir, Sólveig Grétarsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Grétar Örn Guðmundsson, Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir. Útför ástkærs eiginmanns míns og fóstra, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, Langagerði 9, áður Holtsgötu 9, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 7. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag sykursjúkra. Alma Júlíusdóttir, Karl Gunnarsson og fjölskylda. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA INGA LÁRUSDÓTTIR, Bergstaðastræti 28, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi að morgni miðvikudagsins 30. júní, verð- ur jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. júlí kl. 15.00. Sævar Þór Sigurgeirsson, Unnur Magnúsdóttir, Hafdís Sigurgeirsdóttir, Sigmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Höfðingi hefur verið borinn til hinstu hvílu. Einar Sveinbjarnarson stórbóndi á Ysta-Skála var öllum eftirminnilegur er honum kynntust. Einhvern veginn var allt stórt í sniðum í kringum Einar, umhverfið, búskapurinn og ekki síst hugur hans sjálfs. Fjallahringurinn mótar landseta sína. Hundrað hausar í fjósi og þúsund fjár á fjalli þegar mest var í gangi og þá þurfti í mörg horn að líta. Það var jafnan tilhlökkunarefni að heimsækja frændfólkið undir fjöllunum því miklir kærleikar voru milli systkinanna Einars og móður okkar. Einar tók fagnandi á móti okkur, kátur og glettinn og áhuga- samur um allra hagi, spurði margs EINAR SVEINBJARNARSON ✝ Einar Sveinbjarn-arson, bóndi á Ysta-Skála, fæddist að Ysta-Skála undir Eyjafjöllum 11. nóv- ember 1928. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu 11. júní síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Ásólfsskálakirkju undir Vestur-Eyja- fjöllum 18. júní. og var óspar á hrósið. Faðir okkar og Ein- ar voru sérlegir áhugamenn um ræðu- mennsku og héldu gjarnan ræður hvor yfir öðrum er þeir hittust þar sem þeir mærðu gjarnan nátt- úrufegurð sveitanna og gestristni hvor annars. Í einni slíkri heimsókn að Skála varð faðir okkar vindlalaus og hafði orð á því við Einar hvort hann ætti tóbak. Einar bað hann hinkra við smá stund. Heldur dróst að Einar kæmi en að lokum birtist hann með lopapeysuna uppbretta framan á sér og sturtaði á borðið vindlum af ýms- um gerðum, neftóbaki, sígarettum og ýmsu öðru tóbaki og sagði: „Og reyktu nú, Sigurður!“ Hann hafði ekið út að Steinum í verslunina þar og orðið sér úti um tóbak því að ekkert mátti gestinn skorta. Við kvöddum og renndum úr hlaði, venjulega leyst út með gjöf- um. Þannig var Einar og þannig mun- um við hann. Blessuð sé minning hans. Systurnar á Hverabakka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: