Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 18
DAGLEGT LÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það tilheyrir að gera sér glað-an dag og fá sér ís þegarsólin skín, en hvað er í öll-um þeim ístegundum sem eru í boði? Hversu mikil orka, pró- tein, fita eða kolvetni er í mjólkur-, rjóma-, jógúrt-, jurta- eða ítölskum ís að ógleymdum ís- og frostpinnum? Emmessís: Mjólk er undir- staðan í Emmess mjúkís ásamt smjöri, und- anrennudufti, bragðefni og ör- litlu af bindi- efnum, að sögn Sævars Arn- grímssonar, framleiðslu- stjóra Em- mess. „Í 100 g af mjúkís er 5,9% fita en fitu- magnið get- ur verið mismikið allt eftir því hversu mjólkin er feit hverju sinni,“ segir hann. „Mjólkin getur hlaupið á 0,2–0,3% og það má ekkert taka úr henni þannig að við segjum að fitan sé 6% í ísblöndunni, sem við seljum í sjoppunum. Ætli það sé ekki nálægt því að vera 10% af heildarþyngd.“ Í 100 g af mjúkís eru að auki 18 g kolvetni, prótein 4,6 g og orka er 141 kcl. Sævar segir að uppistaðan í pakkaís sé nánast sú sama. Í skafís eigi fitan að vera um 14%, kolvetni 21 g, prótein rúmlega 4 g og 226 kcl. „Í jurtaís er engin mjólk en þess í stað er undirstaðan jurtafita og vatn, undanrennuduft, aðeins sykur og litarefni,“ segir Sævar. Í jurtaís er 10% fita þ.e. hrein jurtafita en ekki sojafita, kolvetni er 23 g og pró- tein 4 g. Uppistaðan í íspinna er rjómaís með 10% fitu en í frost- pinna er klaki, bragðefni og 25% sykur. Sævar segir að ísinn eigi að endast í 15 mánuði án þess að þorna í góðri geymslu og vel lokuðum umbúðum. Kjörís: Anton Tómasson, verkstjóri hjá Kjörís, segir að innihald íssins hjá Kjörís fari eftir því hvort um er að ræða ís úr ísvélum eða ís í pökkum. „Algengasti ísinn, Mjúkís í pökkum, er með 11% fitu en ís úr vél þ.e. í ís- búðum, er með 6% fitu,“ segir hann. Uppistaðan í flestum ístegundum og reyndar í öllum mjúkís úr ísvélum frá Kjörís er undanrennumjöl og kókosfita en í nokkrum tegundum íspinna er mjólkurduft. Mjólkur- duftið í Kjörís kemur frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og er unnið úr fitusneyddu undanrennumjöli með 0,05% fitu. Í ísnum er að auki sykurvatn og bindiefni úr jurtaríki, annaðhvort úr þangi eða gúmmíplöntum. Anton segir að næringargildi ís- blöndunnar hafi ekki verið mælt. „En svona gegnumsneitt er sykur 2– 26%, en frostpinnar eru náttúrlega allt annað,“ segir hann. „Þeir eru samsettir úr vatni, sykri og bindiefn- um. Ég sé ekki alveg nákvæmlega hvað við erum með mikið af sykri. Við erum með tvær tegundir af sykri í frostpinnunum sem unninn er úr þurrkuðu sírópi og gefur sætara bragð en minna sykurmagn.“ Í frostpinna frá Kjörís er kolvetni 24% í 100 g og engin fita. En frostp- inni með súkkulaðihjúp er með 2% fitu og 25% kolvetni. Í 100 g af venju- legum vanillu Mjúkís er fitan 12%, kolvetni 7% og prótein 2%. „Svokallaður kúluís er öðruvísi að því leyti að í honum er minna loft og fitan er 10%,“ segir Anton. „Við er- um einnig með ítalskan sorbet en við höfum ekki náð að mæla hann eða kúluísinn úr ísbúðunum. Við vitum þó að sykurmagn er svipað og í van- illu Mjúkís en það er aðeins meira vatn í kúluís. Það sem kemur mest á óvart er að sorbet ís er með 1,5% fitu en á mót kemur að í honum er sykur um 30%, þ.e. þrúgusykur og hvítur sykur, sem mikið er notað af í ís- gerð.“ Anton segir að ítalski ísinn sé alltaf að sækja á. Hann er vatns- kenndari, kaldari og litaglaðari. Ítalskur kúluís Ís Café við Vegmúla í Reykjavík býður upp á ítalskan ís, ís úr vél og sorbet. „Ég flyt inn hráefnin í ísinn frá Ítalíu að undanskildu undan- rennudufti, sem er íslenskt og ég sé sjálfur um að blanda ísinn á vél- arnar,“ segir Sveinn Pálsson eigandi Ís Cafés.  MATARÆÐI| Næringargildi í ís Morgunblaðið/ÞÖK Ís í boxi: Starfsstúlka Ís Cafés sýnir fim handtök. Hvað er í ísnum? Ís í brauði: Sæl- gætisskreyttur ís frá Álfheimaís. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Brynjuís: Fríða Leósdóttir, eigandi Brynju á Akureyri, fær sér einn hvítan í brauði. Erla Erlingsdóttir: Segir gömlu ís- vélarnar gefa Álfheimaísnum sitt sérstaka bragð. 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Hvalaskoðun með Moby Dick Sími: 421 7777 & 800 8777 Farsími 896 5598 - Fax 421 3361 Pósthólf 92, 230 Kefl avík www.dolphin.is - moby.dick@dolphin.is Daglega frá Kefl avíkurhöfn frá apríl til október. Sjóstangveiði - Skemmtisiglingar. 10 ára 1994 - 2004 Í fyrsta skipti. Varalitur og gloss sameinað í eitt. High Shine Lip Cream Veitir vörum þínum kremkennda áferð vara- litarinns með fallegum silkimjúkum glansáhrifum glossins. Þú verður að prófa þetta. w w w .g o sh .d k - w w w .elem en tm o d els.is Reykjavík v/ Ægisgarð • S. 555 3565 • www.elding.is Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði á sjó Ævintýri 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is FERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: