Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Á SEKÚNDUBROTI var höggvið í
hópinn minn, hann verður aldrei
eins og það getur enginn lagað hann
til eða gert við skarðið sem þá varð
til.
Það er ljúfsár tilfinning að horfa
yfir fallega stóra hópinn sinn og sjá
og finna … að það vantar einn.
Á hverjum einasta degi erum við
minnt á skarðið í hópnum.
Það er afmæli, afi og amma koma
… en það vantar einn, hópurinn
þeirra verður aldrei sá sami.
Skólasystkini hittast, rifja upp og
gleðjast, þau eru ung og framtíðin er
þeirra ... en það vantar einn.
Það er komið að ættarmóti og þá
skal gefa upp fjöldann … en það
vantar einn.
Það fjölgar í hópnum mínum ... en
það vantar samt einn …
Það á að taka hópmynd af fjöl-
skyldunni … en það vantar einn.
Systkini gleðjast hvert með öðru,
rifja upp háværar stundir, stríðni,
rifrildi, smávegis slagsmál en um-
fram allt væntumþykja, en systk-
inahópurinn verður aldrei sá sami
… því það vantar einn.
Það vantar alltaf einn í hópinn
minn sem kallar „en mamma“.
Það fækkaði um skópar í forstof-
unni … því það vantar einn í hópinn
minn.
Það þarf að setja föt í kassa, sem
ekki verða notuð meir … því það
vantar einn.
Það er auður stóll við matarborðið
… því það vantar einn.
Það er skírn, það er ferming, það
er sumar og fallegi hópurinn minn er
saman kominn … en hann verður
aldrei eins og hann var … því það
vantar alltaf einn í hópinn minn.
Öll eigum við okkar hóp, stóran,
lítinn, það skiptir ekki máli.
Hugsum til hópsins okkar þegar
við keyrum af stað og höfum það
hugfast að komast alla leið heim,
ósködduð.
Notum bílbelti og verum vakandi í
umferðinni, því öll berum við ábyrgð
hvert á öðru, við erum jú, þegar allt
kemur til alls, einn hópur.
Með kveðju út í sumarið,
ANNA RINGSTED,
Eyjafjarðarsveit.
Það vantar einn
í hópinn minn
Frá Önnu Ringsted:
ÉG EINS og eflaust margir aðrir
hafa orðið vitni að einum mesta
skrípaleik sem þekkst hefur í 60 ára
sögu íslenska lýðveldisins. Skrípa-
leikur sem slíkur þarf ekki endilega
að vera neikvæður, en því miður er
þessi skrípaleikur af þeim toga sem
við Íslendingar mættum vel vera án.
Það sem um ræðir eru kosningar
til embættis forseta Íslands, sem
hingað til hafa verið blessunarlega
nokkuð lausar við svona skrípaleik
eins og borinn hefur verið á borð
fyrir okkur á undanförnum vikum
og mánuðum. Þá orrahríð sem geng-
ið hefur manna á milli vegna þess-
ara kosninga tel ég vera besta dæm-
ið um það hvað embætti forseta
Íslands er í raun orðið pólitískt.
Þetta þarf ekki að koma nokkrum
manni á óvart. Ólafur Ragnar
Grímsson er jú einn af reyndari
stjórnmálamönnum þjóðarinnar og
ekki hægt að ætlast til þess að
blessaður maðurinn hætti bara einn
góðan veðurdag að vera pólitískur,
eða hvað? Mín persónulega skoðun
er sú að herra Ólafur hafi látið leiða
sig út á hina pólitísku braut eða öllu
heldur stimplað sig sjálfur hressi-
lega þar inn með því að neita hinu
„ofrædda“ en almennt séð
„ókynnta“ fjölmiðlafrumvarpi stað-
festingar. Nóg hefur verið um þá
ákvörðun hans rætt og skrifað og
ekki skal fjölyrt um hana hér.
Það sem hefur þó tekið botninn úr
að mínu mati eru þær yfirlýsingar
herra Ólafs eftir að úrslit kosning-
anna voru ljós, að sá fjöldi lands-
manna sem skilaði auðum seðlum
hafi til komið vegna hvatningar
Morgunblaðsins og Sjálfstæð-
isflokksins. Með yfirlýsingu þessari
tel ég að herra Ólafur hafi móðgað
og vanmetið fólkið í landinu sem
hann segist svo oft og iðulega styðja
við bakið á og tel ég að hann ætti að
biðjast opinberlega afsökunar á
þessum ummælum sínum. Mín skoð-
un á þeim fjölda sem skilaði auðum
seðlum í þessum kosningum er að
frekar hafi skort valmöguleika á
kjörseðlunum. Einhver verður jú að
gegna embætti forseta Íslands og
því tel ég að töluverður hluti þeirra
sem settu kross við herra Ólaf
Ragnar Grímsson hafi hreinlega tal-
ið hann vera skásta kostinn til að
gegna þessu ágæta embætti.
Lifið heil.
HJALTI SIGURBERGUR
HJALTASON
Lerkilundi 30,
600 Akureyri.
Skrípaleikur
Frá Hjalta Sigurbergi Hjaltasyni
viðskiptafræðinema:
ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir hópi
sérfræðinga fjögurra ráðuneyta,
sem stjórnar leit að því, sem kallað
er „þjóðarblóm“. Nýverið hóf
nefndin að kynna tegundir, sem til
greina koma (sjá Mbl. 1. júlí) og er
birki fyrst í röðinni. Það hefði mátt
ætla, að þessar kynningar yrðu
vandaðar og því haldið fram, sem
helzt prýðir hverja plöntu. Því mið-
ur er því ekki að heilsa en það er
verra, að farið er með staðlausa
stafi. Því er blákalt haldið fram, að
karl- og kvenblóm á birki séu hvort
á sinni plöntu, sem er alrangt, því
að þau eru á sama einstaklingi.
Manni verður á að spyrja, hvort
engar kröfur um kunnáttu séu
gerðar til fólks, sem tekur að sér
verkefni sem þetta.
ÁGÚST H. BJARNASON,
Laugateigi 39,
105 Reykjavík.
Leitarforingjar
á villigötum
Frá Ágústi H. Bjarnasyni:
Í VIÐTALI við Agnar Hansson,
deildarforseta viðskiptadeildar Há-
skólans í Reykjavík, í Við-
skiptablaði Morgunblaðsins 24.
júní sl., sagði hann m.a., „Það er
mikið talað um útgjaldaaukningu í
skólakerfinu og of mikinn kostnað
við menntun, en þá
veltir maður fyrir sér
hvert markmiðið er.
Hverju á fjárfestingin
að skila?“ Í því sem
hér fer á eftir verður
lagt út af orðum Agn-
ars.
Það vakti nokkra
athygli að meirihluti
nemenda á síðasta ári
í rekstrardeild
Tækniháskóla Íslands
skyldi ekki standast
þær kröfur sem til
þeirra voru gerðar af
kennurum skólans í
vor. Þannig féllu
nemendur að með-
altali í 2,5 áföngum af
5! Viðbrögð rektors
skólans við þessu falli
hefðu þó átt að vekja
enn meiri athygli en
hún skipaði hóp fjög-
urra „sérfræðinga“ til
að, „fara ofan í saumana á prófum,
prófyfirferð, samræmi milli nám-
skeiðs og prófa og fleiru sem þurfa
þykir“. Reynt var með öðrum orð-
um að skella skuldinni á kennara
skólans!
En hver var ástæðan fyrir
slæmu gengi nemendanna? Í fyrsta
lagi voru allir og amma hans tekn-
ir inn í skólann. Í þeim löndum þar
sem háskólar þykja hvað bestir er
hluti gæðastýringarinnar fólginn í
því að velja inn bestu nemendurna.
Í öðru lagi þá er nánast engin sía
fyrstu tvö árin í náminu í skól-
anum. Mörg prófanna eru svoköll-
uð „glærupróf“ sem þýðir að ein-
ungis er spurt út úr þeim glærum
sem kennarar hafa notað og jafn-
vel gefið upp úr hverjum þeirra
verður spurt. Í hópverkefnum, sem
í mörgum tilfellum giltu 50–70% af
lokaeinkunn, voru oftast 6–9 nem-
endur eða fleiri saman um að vinna
verkefni (jafnvel leysa stærð-
fræðidæmi) og fengu eina einkunn
fyrir. Lítið sem ekkert var kannað
hvert framlag hvers og eins nem-
anda hefði verið, ef eitthvað.
Þegar ofangreint er haft í huga
ætti ekki að koma á óvart að nem-
endur stráféllu þegar þeir komu
upp á þriðja árið þar sem fyr-
irkomulag hópverk-
efna og próf eru með
viðurkenndari hætti.
Þegar við bætist að öll
kennslan á þriðja
árinu fer fram á
ensku, en það er
tungumál auk íslensk-
unnar sem virðist vefj-
ast fyrir stórum hópi
nemenda, og meiri-
hluti þeirra vinnur
mikið með námi þarf
ekki að spyrja að
leikslokum.
En skólayfirvöld í
Tækniháskóla Íslands
láta heldur ekki sitt
eftir liggja til að auka
á vandann. Í skólanum
gengur nefnilega allt
út á að lágmarka
kostnað. Reynt er að
hafa hóp stundakenn-
ara sem stærstan því
þeir eru að öllu jöfnu,
vegna skorts á kennslureynslu,
með töluvert lægri laun en þeir
fastráðnu. Til gamans má svo geta
þess að ekki er hægt að búast við
því að neitt afburðafólk sæki um
stundakennarastöður (og í raun
heldur ekki fastar – nema þá af
hugsjón) þegar laun þess yrðu
sambærileg launum þeirra sem
vinna við áfyllingar í verslunum
(með fullri virðingu fyrir því fólki).
En skólayfirvöld í Tækniháskóla
Íslands skortir ekki „metnað“ að
einu leyti (eða snýst þetta kannski
bara um peninga?). Það eiga nefni-
lega allir að útskrifast (hvort sem
kunnáttan er næg eða ekki). Reynt
er að beita kennara skólans þrýst-
ingi til að hafa áhrif á prófayfirferð
þeirra og einkunnagjöf. Og í tilfelli
nemendanna, sem áður var minnst
á og féllu á lokaárinu, átti að reyna
að keyra í gegn að prófin yrðu
bara ógilt en nemendur tækju end-
urtekningarpróf (ekki skrifleg
heldur „svona spjall“). Ekkert
mátti trufla nemendur á leið þeirra
út á vinnumarkaðinn!
Háskólaráð Tækniháskóla Ís-
lands hefur ekkert aðhafst í ofan-
greindum málum. Ráðið er senni-
lega ennþá að fagna því að
metaðsókn var að skólanum annað
árið í röð. Aðsóknin er reyndar
skiljanleg, alla vega hvað lakari
nemendur varðar, þegar litið er til
þeirra „krafna“ sem gerðar eru til
nemenda skólans. Háskólaráð ætti
að sjálfsögðu að beita sér fyrir því
að til skólans ráðist hæfir stjórn-
endur sem hafa reynslu og vit á
stjórnun háskóla og að út úr skól-
anum komi fólk sem kann það sem
ætlast er til af því. Hættulegasta
fólkið er jú nefnilega alla jafna það
sem heldur að það kunni eitthvað!
Spurningin, sem nú vaknar, er
hvort lýsingin hér að ofan eigi
hugsanlega við víðar í skólakerf-
inu. Er áherslan í háskólum lands-
ins (og öðrum skólum) fyrst og
fremst á að útskrifa sem flesta
nemendur með sem minnstum til-
kostnaði og fyrirhöfn? Er verið að
bjóða upp á háskólanám, hvort
heldur sem er til fyrstu eða ann-
arrar prófgráðu og jafnvel þeirrar
þriðju, út um allar trissur vegna
þess að eftirspurn er eftir því en
án tillits til þess hvort hægt sé að
bjóða upp á það með viðunandi
hætti? „Hverju á fjárfestingin að
skila?“ svo notuð séu orð Agnars
Hanssonar, deildarforseta við-
skiptadeildar Háskólans í Reykja-
vík.
Hvað Tækniháskóla Íslands
varðar væri kostnaðurinn við
rekstur hans auðvitað lágmarkaður
með því að leggja hann niður! Eft-
ir sem áður gætu skólayfirvöld þó
veitt prófgráður, því gæði þeirra
virðast ekki skipta þau miklu máli.
Skólinn gæti t.d. auglýst á Netinu
eins og sumir aðrir „skólar“ gera,
„Prófgráður frá skóla sem ekki er
viðurkenndur. Engin próf. Engin
tímasókn. Engar bækur.“
Háskóli atvinnulífsins?
Friðrik Eysteinsson
skrifar um skólamál
Friðrik Eysteinsson
’Hættulegastafólkið er jú
nefnilega alla
jafna það sem
heldur að það
kunni eitthvað!‘
Höfundur er rekstrarhagfræðingur,
lektor og sviðsstjóri markaðsgreina í
THÍ.
RÍKISSTJÓRNIN ætlar að
byggja málatilbúnað sinn á sum-
arþinginu á tveimur rang-
hugmyndum sem sóttar eru í
skýrslu starfshóps
hennar um tilhögun
þjóðaratkvæðagreiðslu
skv. 26. gr. stjórn-
arskrárinnar.
Í fyrsta lagi á þeirri
óvarlegu ályktun að
um 26. greinina gildi
hið sama og um fleiri
ákvæði lýðveld-
isstjórnarskrárinnar
að um bráðabirgðaút-
færslu hafi verið að
ræða.
Og í annan stað að
lög sem forseti synjar
staðfestingar fái frambúðargildi frá
upphafi, en falli ekki úr gildi nema
þeim sé sérstaklega synjað í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Ranghugmyndir ríkisstjórn-
arinnar eru réttar af í skýru og
fróðlegu áliti sem hæstarétt-
arlögmennirnir Dögg Pálsdóttir og
Hróbjartur Jónatansson hafa unnið
fyrir stjórnarandstöðuflokkana í
framhaldi af spurningum Össurar
Skarphéðinssonar, formanns Sam-
fylkingarinnar. (sjá [1]www.sam-
fylking.is.)
Þrautrætt á þingi
Milliþinganefnd, stjórnarskrár-
nefnd og Alþingi voru sammála um
að takmarka breytingar á stjórn-
arskránni við það sem leiddi af
skilnaði við Danmörku 1944. Al-
þingi fjallaði fyrst og fremst um
þrjú atriði: Þingkjör eða þjóðkjör
forseta. Frestandi synjunarvald
(suspensivt veto) forseta eða algjört
synjunarvald (absolut veto) og um
það hvenær stjórnarskráin skyldi
taka gildi. Margar
leiðir varðandi forseta-
kjör voru ræddar og
niðurstaðan varð sú að
engin skilyrði um
kosningaþátttöku eða
aukinn meirihluta
skyldu sett í þjóðkjöri
forseta eins og fram
kemur hjá Eysteini
Jónssyni, formanni
stjórnarskrárnefndar.
Það var heldur ekki
gert í tengslum við
þjóðaratkvæða-
greiðslur í framhaldi
af málskoti forseta til þjóðarinnar,
breytingu á kirkjuskipan eða af-
setningu forseta.
Almenna reglan um einfaldan
meirihluta skyldi gilda að vel at-
huguðu máli. Hér var því ekki um
bráðabirgðaútfærslu að ræða þótt
fjölmargt annað væri skilið eftir til
áframhaldandi umfjöllunar í stjórn-
arskrárnefnd.
Frambúðargildi háð samþykki
26. gr. stjórnarskráinnar segir að
leitað skuli eftir beinu samþykki við
það frumvarp sem fengið hefur
lagagildi fram að þjóðaratkvæða-
greiðslu eftir að forseti hefur synj-
að því staðfestingar. Leggja skal
frumvarpið undir atkvæði kosn-
ingabærra manna til „samþykktar
eða synjunar“. Í textanum segir:
„Lögin falla úr gildi ef samþykkis
er synjað, en ella halda þau gildi
sínu.“ Í skýringum við greinina
segir: „Lögin halda því aðeins gildi
sínu að meirihluti þeirra sem greiða
atkvæði greiði þeim atkvæði sitt í
þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Ríkisstjórnin heldur því fram að
frumvarpið, sem fengið hefur laga-
gildi til bráðabirgða, sé í raun lög
sem séu gild til frambúðar nema
þeim verði sérstaklega synjað í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er
umsnúningur á skýru orðalagi 26.
greinar stjórnarskrárinnar um
bráðabirgðagildi laganna og um að
frambúðargildi þeirra sé háð því að
beint samþykki kosningabærra
manna á lögunum liggi fyrir. Sam-
þykki er tilskilið fyrir frambúð-
argildi laga, sem forseti hefur vísað
til þjóðarinnar. Fram hjá því verð-
ur ekki gengið.
Samþykki tilskilið
Einar Karl Haraldsson skrifar
um álit Daggar Pálsdóttur og
Hróbjarts Jónatanssonar ’Ríkisstjórnin heldurþví fram að frumvarpið,
sem fengið hefur laga-
gildi til bráðabirgða, sé í
raun lög sem séu gild til
frambúðar nema þeim
verði sérstaklega synjað
í þjóðaratkvæða-
greiðslu.‘
Einar Karl Haraldsson
Höfundur er varaþingmaður
Samfylkingarinnar.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið