Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 15
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 15
800 7000 - siminn.is
með Símanum í sumar
Ótrúlega
gaman
* Gildir eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. ** 500 kr. á mánuði í 6 mánuði innan kerfis Símans, inneign flyst ekki á milli mánaða.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
si
a.
is
/
N
M
1
2
7
3
4
Með GSM símum*
í sumar fylgir:
3.000kr.
SMS inneign**
3.000 kr.
inneign í Retro
Léttkaups-
útborgun
og 1.500 kr. á mánuði
í 12 mánuði
Verð aðeins 18.980kr.
Eingöngu fyrir kort frá Símanum.
Sony Ericsson T610
980 Frí myndskilaboð
umallt land í sumar
Sendu myndskilaboð frítt í sumar – hvar
sem þú ert á landinu. Þú getur sömuleiðis
mBloggað frítt ef þú skráir þig á siminn.is.
„KJARNI málsins er að
styrkja hagvöxt með
markaðstengdum
áherslum,“ sagði Val-
gerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, í gær-
morgun þegar vaxt-
arsamningur
Eyjafjarðarsvæðisins,
sem svo hefur verið
kallaður, var undirrit-
aður á Hótel KEA. Ráð-
herra sagði hér um að
ræða frumkvöðlastarf í
atvinnu- og byggða-
málum, sér dytti ekki í
hug að einhverjar töfralausnir
væru í samningnum en hér væri
skynsamleg leið farin.
Í skýrslu nefndar um byggðaþró-
un Eyjafjarðarsvæðisins, sem kynnt
var fyrir nokkru, var lagt til að
gerður yrði svokallaður vaxt-
arsamningur frá 2004 til 2007 sem
byggist á nýjum aðferðum við að
styrkja hagvöxt einstakra svæða
með uppbyggingu klasa. Lögð er
m.a. áhersla á klasa á sviði mennta
og rannsókna, á heilsusviði, ferða-
þjónustu og á sviði matvæla.
Heildarfjármagn til reksturs
samningsins þessi tæp 4 ár er áætl-
að 177,5 millj. kr. – þar af komi um
helmingur frá sveitarfélögum á
svæðinu, einkaaðilum og stofn-
unum – og um helmingur frá stjórn-
völdum, þ.e. byggðaáætlun í um-
sjón iðnaðarráðuneytis.
Þannig leggur iðnaðarráðu-
neytið fyrir hönd stjórnvalda til 90
millj. kr. þar sem byggt er á fjár-
heimildum innan ramma byggða-
áætlunar sem þegar eru fyrir hendi
fyrir árin 2004–5 og væntanlegri
byggðaáætlun fyrir árin 2006–7,
með fyrirvara um samþykki Al-
þingis. Mótframlag að upphæð 87,5
millj. kr. verður fjármagnað af öðr-
um aðilum samningsins og það voru
fulltrúar þeirra sem rituðu undir
samninginn í gær. Þeir sem það
gerðu voru, auk ráðherra, Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak-
ureyri, Guðmundur Guðmundsson
frá Byggðastofnun, Hallgrímur
Jónasson, Iðntæknistofnun, Jón Ás-
bergsson, Útflutningsráði, Guð-
mundur Heiðar Frímannsson frá
Háskólanum á Akureyri, Ásgeir
Magnússon frá Samtökum atvinnu-
lífsins, Benedikt Sigurðarson, for-
maður stjórnar KEA, Björn Snæ-
björnsson, formaður Einingar-Iðju
á Akureyri, og Magnús Ásgeirsson
frá Atvinnuþróunarfélagi Eyja-
fjarðar.
Klappað og klárt: Hluti „keðjunnar“ sem hand-
salaði samninginn: Guðmundur Heiðar Frí-
mannsson, Kristján Þór Júlíusson, Valgerður
Sverrisdóttir og Ásgeir Magnússon.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skrifað undir
vaxtarsamninginn
AKUREYRI
Pollamót Þórs á Akureyri, árlegt knatt-spyrnumót fyrir 30 ára og eldri, fór fram á fé-lagssvæði Þórs um síðustu helgi. Mikið var
hlaupið og sparkað – og talsvert hlegið, þegar menn
áttuðu sig á því að hraðinn er ekki alveg sá sami og
hér á árum áður, og sumir orðnir að minnsta kosti
einu númeri stærri en þegar þeir voru upp á sitt besta.
Breiðablik sigraði að þessu sinni í Polladeildinni,
sem er keppni 30 ára og eldri, Bjórbræður, lið sem
mestmegnis er skipað gömlum kempum af Suð-
urnesjum, sigraði í keppni 40 ára og eldri – sem kölluð
er því virðulega nafni Lávarðadeild – og í Ljón-
ynjudeildinni, keppni kvenfólksins, sigruðu Akureyr-
ingar sem kepptu undir nafninu Bónusboltar.
Breiðablik sigraði ÍBV 3-1 í úrslitaleik Pollamótsins
og í þriðja sæti varð Magni eftir að hafa unnið UMF
Óþokka 2:1. Lávarðameistarar urðu Bjórbræður, sem
fyrr segir, en þeir unnu KR í vítaspyrnukeppni. Í
þriðja sæti var svo ÍR eftir að hafa unnið Magna 2-0.
Bónusboltarnir fengu 13 stig, KR varð í öðru sæti
og lið Vals í því þriðja – eftir æsispennandi lokasprett.
Úr úrslitaleik Breiðabliks og ÍBV. Til vinstri er Hlyn-
ur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsmaður.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Jóni Örvari, hetju Bjórbræðra, var vel fagnað í lok víta-
spyrnukeppni úrslitaleiks Lávarðadeildarinnar.
Konurnar kljást: Hart barist uppi við mark Andspyrn-
unnar í leik gegn Bónusboltunum frá Akureyri.
Hetja: Jón Örvar Arason, markvörður Bjórbræðra, skor-
ar úrslitamarkið úr síðasta vítinu, en rétt áður varði hann
síðasta víti KR í vítaspyrnukeppni úrslitaleiksins . . .
Mikið hlaup-
ið, sparkað –
og hlegið