Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 21.03.1974, Qupperneq 24

Heimilistíminn - 21.03.1974, Qupperneq 24
r á nýjan hátt Mörgum börnum geðjast alls ekki að bragöinu á lifur, þegar hún er borin steikí á borð fyrir þau, en flest hafa ekkert út á lifrarkjötbollur að setja, og þá ekki fullorðnir: 1/2 kg svína- eða kálfalifur, hökkuð einu sinni i hakkavélinni,ásamt 5—6 stórum kartöflum, hráum, og 2 lauk- um. Þessu er hrært saman við salt og pipar. Síðan er farsiö sett með mat- skeið á pönnuna i brúnni feiti. Þegar það hefur harðnað er auðvelt að snúa þvl við. Lifraarbollur má bera fram með sól- berjasultu, hrásalati aða sultuöum rauðrófum. „Húsfeður" latir að verzla FÆSTIR „húsfeður” eiga til nokkuð, sem kallast frumkvæði, þegar um er aö ræða innkaup til heimilisins. Enn er það svo, að þessi hlið búskaparins til- heyrir sviði húsmóðurinnar. Það er hún, sem þarf að burðast með vörurnar heim, taka á sig vandræði vegna lokunartima búða og öll önnur vandamál vegna innkaupanna. En gæta verður alls réttlætis og viðurkenna, að þetta er aðeins að lagast með þátttöku karlmanna, að iIeiðinni vísu gengur það hægt. Gallup-skoð- anakönnun, sem gerð var fyrir Neyt- endasamtökin i Danmörknleiddi i ljós, aö um það bil helmingur „húsfeðra” skipti sér aldrei af innkaupum til heimilis. Þeir hafa heldur ekki minnstu hugmynd um, hversu geysi- lega hinar daglegu vörur hækka, né hvenær verzlanirnar eru opnar eða lokaðar. Slikt getur hæglega leitt til háværra orðaskipta heima fyrir, þegar rætt er um heimilispeningana. Sá helmingur eiginmanna, sem þátt taka i daglegum innkaupum, gerir það annað hvort með frúnni eða fer i búðina með lista frá henni. Aðeins sárafáir kaupa inn að eigin frumkvæöi, og sýnir það, að ekki eru þaö margir, sem eru vel inni i daglegu heimilis- haldi sínu. Þetta var sem sé útkoman yfir alla Danmörku og liklega er þetta nokkuð svipaö hér heima. En þegar Danir tóku tillit til ýmissa hluta, svo sem aldur hjóna og hvar þau búa, horfði málið dálitið öðruvisi viö. Ungir eigin- menn hafa ekkert á móti þvi að kaupa i matinn, en þvi eldri sem eiginkonan er, þeim mun meira þarf hún á sig að leggja i þessu efni. Menntun hjónanna hefur lika sitt að segja — þvi menntaðri sem þau eru og i betri stöðum, þeim mun meiri samvinna við innkaupin. Ef konan vinnur úti, kaupir maðurinn lika oftar inn, heldur en ef hún gerir það ekki. Þá kom hið athyglisverða i ljós, að þvi hærri tekjur sem eiginmaðurinn hefur, þeim mun áhugasamari er hann fyrir að kaupa i matinn. Er þetta ekki ihug- unarefni fyrir ykkur, eiginmenn góðir?

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.