Morgunblaðið - 12.09.2004, Side 19

Morgunblaðið - 12.09.2004, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2004 19 Sími 594 6000 Dísilvélar Loftkældar dísilvélar frá Yanmar 3 til 10 Hö m/án rafstarts Á.G. Bifrei›averkstæ›i Kletthálsi 9 110 Reykjavík Sími: 587 5544 Vi› óskum Bifrei›averkstæ›i Árna Gíslasonar til hamingju me› n‡ja húsnæ›i› Í N†TT OG GLÆSILEGT HÚSNÆ‹I A‹ KLETTHÁLSI 9 VI‹ ERUM FLUTT Bifrei›averkstæ›i Árna Gíslasonar, sem er eitt elsta réttingaverkstæ›i landsins, hefur flutt starfsemi sína í n‡tt og glæsilegt húsnæ›i a› Kletthálsi 9 í Reykjavík. Í tilefni fless bjó›um vi› 25 - 50% afslátt af öllum vörum í verslun okkar vikuna 13. - 19. september. 25 - 50% afsláttur af öllum vörum í eina viku OPNUNARTILBO‹ ka ld al jó s 20 0 4 BÍLAVERKSTÆ‹I BÍLALEIGA MOTORSPORT Það er stundum sagt að allir „eigirétt á öðru tækifæri“, þegar eitthvað hendir sem kemur fólki upp að vegg. Um daginn, þegar Þjóðminjasafn- ið var opnað á ný eftir gagngerar endurbætur, hitti ég Kúrda sem fyr- ir mörgum árum kom hingað land- flótta og ofsóttur og fékk hér hæli fyrir tilstilli ráða- manna sem hér voru þá við völd. Ég átti ásamt fleira fólki þátt í að gera tilveru hans hér bærilegri meðan beðið var úrslita í máli hans. Þegar ég hitti hann á hinni virðulegu opnunarhátíð Þjóð- minjasafnsins kom hann á móti mér með þann svip á andlitinu sem ég aldrei mun gleyma – geislandi svip sem verulega óalgengt er að sjá nema helst þegar langþráð börn fæð- ast eða aðrir atburðir verða sem marka djúp og gleðileg spor í líf fólks. Það var ótrúlegt að sjá hvað þessi maður hefur breyst frá því hann kom hingað marghrjáður eftir ofsóknir og útlegð – nú ber hann með sér öryggi þess sem hefur komið sér áfram af eigin rammleik, hann hefur komið undir sig fótunum hér, eignast gott heimili og myndarlega konu. Hvers getur einn karlmaður óskað betra sér til handa. Það þarf mikinn styrk til þess að byrja nýtt líf á framandi stað eftir fangelsanir og pyntingar, útlegð og öryggisleysi svo árum skiptir. En mestu skiptir að þessum manni var veitt tækifæri og hann notaði það svona líka vel. Til þessa manns beindust hugsan- ir mínar þegar ég hitti á málverka- sýningu á Kjarvalsstöðum konu sem látið hefur til sín taka ýmis mann- úðar- og umhverfismál. „Mér finnst hræðilegt á horfa upp á hvernig íslensk yfirvöld haga sér gagnvart útlendingum sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Hjarta mínu blæðir þegar verið er að reka útlent fólk héðan, landflótta með lítil börn. Hvers konar hugsunarháttur er þetta eiginlega?“ sagði þessi kona. Vafalaust hafa yfirvöld sem sjá um þessi mál alls kyns rök á takteinum þegar fólki, sem óskað hefur eftir landvistarleyfi hér, er gert að yfir- gefa landið. Ekki efast ég um það. Og vissulega er misjafn sauður í mörgu fé hvað útlendinga snertir, rétt eins gerist og meðal Íslendinga sjálfra. En að sjá mann sem hefur verið ofsóttur og skelfdur breytast á þann hátt sem ég lýsti hér að ofan er ógleymanleg tilfinning. Ég vona að sem flestir fái hér „annað tækifæri“ og þeir noti það eins vel og Kúrdinn gerði, sem ég hitti á Þjóðminjasafn- inu. Það er reyndar eftirminnilegt að sjá þær Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur og Margréti Hallgrímsdóttur taka á móti gestum í anddyri Þjóð- minjasafnsins. Mér varð hugsað til þess að líklega hefði verið óhugsandi árið 1944 – þegar þjóðin gaf sjálfri sér hús fyrir Þjóðminjasafn sitt í morgungjöf – að menntamálaráð- herra og þjóðminjavörður væru kon- ur – þetta erum við þó komin áleiðis í baráttunni við að konur og karlar skipti á eðlilegan hátt með sér völd- um og embættum í þessu samfélagi. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR / Eiga ekki allir rétt á öðru tækifæri? Geislandi svipur sem ekki gleymist Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.