Morgunblaðið - 05.10.2004, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EFTIR
PER GUSTAVSSON
MYNDABÓKÁRSINS
SVONA GERA PRINSESSUR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
†
R
‹
IN
STÓRSKEMMTILEG
OG FALLEG BÓK
FYRIR PRINSESSUR
OG PRINSA Á
ALDRINUM 2-7 ÁRA
STEFNURÆÐA Á ALÞINGI
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra segir í fyrstu stefnuræðu sinni
að mikilvægt sé að takast á við end-
urskoðun stjórnarskrárinnar en það
sé verkefni sem aldrei hafi með full-
nægjandi hætti verið leitt til lykta.
Verkfall bitnar á börnum
Félag íslenskra barnalækna lýsir
yfir þungum áhyggjum af verkfalli
grunnskólakennara og segir verk-
fallið bitna hart á börnum landsins.
Félagið skorar á deiluaðila að leysa
málið nú þegar.
Ný öld geimferða
Bandaríska geimflaugin Space-
ShipOne fór í gær út úr gufuhvolfi
jarðar í annað skipti á fimm dögum.
Þar með hafa framleiðendur ferj-
unnar tryggt sér 10 milljóna dollara
verðlaun sem heitið hafði verið
hverju því einkafyrirtæki sem fyrst
gæti sent flaug út í geiminn tvisvar á
hálfum mánuði. Árangurinn þykir til
marks um að ný öld geimferða sé
fram undan, þar sem lögð verði
áhersla á að gera venjulegu fólki
kleift að fara út í geim.
Bush enn með meira fylgi
George W. Bush Bandaríkja-
forseti hefur 51% fylgi meðal lík-
legra kjósenda, skv. skoðanakönnun
The Washington Post/ABC. John
Kerry hefur hins vegar 46%. Nið-
urstaðan úr skoðanakönnun Pew-
fyrirtækisins er svipuð, þar hefur
Bush 49% fylgi meðal líklegra kjós-
enda en Kerry 44%.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Fréttaskýring 8 Minningar 30/34
Úr verinu 13 Brids 35
Viðskipti 14 Dagbók 38/40
Erlent 15 Myndasögur 38
Minn staður 16 Víkverji 38
Akureyri 17 Staður og stund 40
Suðurnes 18 Menning 42/49
Austurland 18 Af listum 42
Landið 19 Leikhús 44
Daglegt líf 20/21 Bíó 46/49
Umræðan 22/29 Ljósvakar 50/51
Bréf 29 Veður 51
Forystugrein 26 Staksteinar 51
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
MILLI 90 og 100 manns, félagar úr
Félagi heyrnarlausra ásamt fleirum,
komu saman í næðingnum framan
við Alþingishúsið í gærkvöldi. Þar
var mótmælt aðgerðarleysi stjórn-
valda hvað varðar túlkaþjónustu
heyrnarlausra. Mótmælendur báru
spjöld og blésu í flautur til að vekja
athygli á málstað sínum.
„Félagsmenn vilja fá lög um rétt
sinn til túlkaþjónustu,“ sagði Hafdís
Gísladóttir, framkvæmdastjóri Fé-
lags heyrnarlausra. „Það er ekki
hægt að búa lengur við þetta óvissu-
ástand. Heyrnarlausir geta ekki
sinnt þeim hlutverkum sem þeir
væru annars færir um, eins og að
vera foreldrar eða stunda vinnu.“
Hafdís segir að heyrnarlausir hafi
farið að fá synjun á endurgjalds-
lausri túlkaþjónustu hjá Samskipta-
miðstöð heyrnarlausra í vor á þeirri
forsendu að peningar væru búnir.
„Síðastliðin 12 ár hafa starfað
fjórar nefndir sem allar hafa átt að
finna lausn á því hver eigi að greiða
fyrir túlkaþjónustu heyrnarlausra.
Ríkisstjórnin hefur lagt fram tvær,
þrjár, fjórar milljónir króna nánast
árlega þegar félagið hefur vakið at-
hygli á því að neyðarástand væri að
skapast. Í mars í fyrra efndi félagið
til mótmæla fyrir utan Alþingi og af-
henti þáverandi forsætisráðherra
áskorun um að tryggja þetta í lög-
um. En ekkert hefur gerst.“
Morgunblaðið/Kristinn
Mótmælendur báru spjöld og blésu í flautur til að vekja athygli á málstað sínum.
Heyrnarlausir mótmæltu við Alþingi
MIKIL óvissa ríkir hjá starfsmönnum hjá Slökkvi-
liðinu á Keflavíkurflugvelli. Þremur starfsmönnum
þar var sagt upp um mánaðamótin og 17 stöðugildi
hafa verið lögð niður undanfarna þrjá mánuði.
Engar fullnægjandi skýringar hafa verið gefnar á
því af hverju sumum var sagt upp en öðrum ekki,
segir Vernharð Guðnason, formaður Landssam-
bands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS).
Keflavíkurdeild Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna kom saman til fundar um
uppsagnirnar og þann niðurskurð sem á sér stað á
Keflavíkurflugvelli í gær. „Það sem er sérstaklega
ámælisvert að okkar mati er með hvaða hætti
mönnum er sagt upp hér. Það eru til lög um hóp-
uppsagnir sem starfsmannahaldið hérna á vellin-
um hefur gefið sig út fyrir að vinna eftir, en við er-
um alveg ósammála því. Þeir uppfylla ekki þau lög
nema að litlum hluta. Mannlegi þátturinn er ekki til
í þessu umhverfi innan girðingar. Hér er vinnu-
staðurinn meira og minna allur í uppnámi. Hér eru
engar fastmótaðar reglur um hvernig þessum nið-
urskurði er beitt, það er bara héðan og þaðan úr
liðinu sem menn eru að fá bréf. Það veit enginn
hvað verður í framhaldinu, það veit enginn hver
verður næstur og þetta er óþolandi óvissa að búa
við,“ segir Vernharð. Hann bendir á það að honum
þyki það óviðeigandi að löggiltum slökkviliðsmönn-
um, með mikla reynslu og menntun að baki, sé sagt
upp á meðan afleysingamönnum sé haldið í starfi
sem hafi engin lögformleg réttindi sem slökkviliðs-
menn.
Spurður um framhaldið segir Vernharð: „Við
munum snúa okkur að þeim leiðum sem við teljum
færar til að gæta hagsmuna okkar félagsmanna,“
en félagsmenn munu koma aftur saman til við-
ræðna á næstunni.
Formaður LSS um uppsagnir slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli
Engar fullnægjandi skýr-
ingar gefnar á uppsögnum
HARÐUR árekstur tveggja fólks-
bíla varð á mótum Þórunnarstrætis
og Þingvallastrætis á Akureyri í
gærkvöldi. Flytja þurfti þrennt á
Fjórðungssjúkrahúsið. Að sögn
læknis á vakt dvaldi ein hinna slös-
uðu á sjúkrahúsinu í nótt til eft-
irlits. Bílarnir skemmdust mikið í
árekstrinum. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu eru umferðarljós á
þessum gatnamótum. Leikur grun-
ur á að annar ökumaðurinn hafi ek-
ið gegn rauðu ljósi.
Umferðarslys
á Akureyri
ÖKUMAÐUR slasaðist er fólksbíll
hans lenti á húsvegg á Skagaströnd
í gær. Var hinn slasaði fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Bifreiðin skemmdist mikið og
þurfti að fjarlægja hana af vett-
vangi. Samkvæmt upplýsingum
læknis á vakt í gærkvöldi var hinn
slasaði í stöðugu ástandi, en marinn
og skrámaður og þurfti að gangast
undir aðgerð vegna fótbrots.
Bíl ekið á
húsvegg
Lögreglan varaði í gær við ófærð á
Öxnadalsheiði. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á Akureyri
hafði snjóað mikið á heiðinni og var
snjórinn blautur og þungur. Hálka
var því mikil og höfðu einhverjir
lent í vandræðum. Eins bárust frétt-
ir af því að snjór og hálka hafi verið
á Þverárfjalli. Voru ökumenn fólks-
flutningabíla varaðir við að fara
þar yfir nema setja keðjur undir.
Ófærð á heiðum
norðanlands
RÚMLEGA helmingur Ís-
lendinga 65 ára og eldri,
eða 54,6% þeirra, var tann-
laus í báðum gómum árið
2000. Þetta kemur fram í
skýrslu um breytingar á
tannheilsu Íslendinga á ár-
unum 1985–2000. Árið
1995 voru 63,8% tannlaus í
báðum gómum, 71,5% 1990
og 77% árið 1985. Tann-
lausum hefur því fækkað
um 22,4 prósentustig á
þessum 15 árum og er sá
munur marktækur segir í skýrsl-
unni.
Ekki er vitað hve margir Íslend-
ingar 65 ára og eldri voru tannlausir
árið 1980, en sé gert ráð fyrir því að
hlutfall tannlausra hafi lækkað álíka
hratt frá 1980 til 1985 og það lækkaði
frá 1985 til 1990 hefur hlutfall tann-
lausra verið rúmlega 80%
árið 1980. Hlutfall tann-
lausra ætti því að vera ná-
lægt 60% árið 2000. Þetta
markmið hefur náðst á Ís-
landi segir í skýrslunni, en
samkvæmt fimmta al-
heimsmarkmiði Alþjóða-
samtaka tannlækna (FDI)
og Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO)
fyrir árið 2000 skal tíðni
tannleysis hjá þeim sem
eru 65 ára og eldri árið
2000 hafa minnkað um 25% frá því
sem hún var 1980. Ennfremur skuli
yfir 50% tenntra einstaklinga hafa
minnst 20 tennur í biti.
Könnunin var framkvæmd árið
2000 með því að spurningalisti var
sendur út til 1.612 einstaklinga.
Svarhlutfall var 66,1%.
Helmingur eldri
borgara er tannlaus