Morgunblaðið - 05.10.2004, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
sagði í umræðum um stefnuræðu
forsætisráðherra á Alþingi í gær,
að hann teldi að íslenska ríkis-
stjórnin hefði tekið skynsamlega
ákvörðun, miðað við þá þætti sem
þá lágu fyrir hendi, „þegar hún
ákvað að taka þátt í því með yfir
þrjátíu öðrum ríkjum að bægja
þessum harðstjóra [Saddam Huss-
ein] á brott“.
Forystumenn stjórnarandstöð-
unnar gerðu Íraksstríðið m.a. að
umtalsefni í ræðum sínum á Al-
þingi í gær og átöldu þar stuðning
ríkisstjórnarinnar við innrásina í
Írak.
Davíð sagði m.a. að af 800
byggðarlögum í Írak væri friður í
795 byggðarlögum. „Það er óró-
leiki mikill í fjórum til fimm
byggðarlögum,“ sagði hann. „Ótt-
anum hefur verið bægt burtu úr
þessum 795 byggðarlögum.“ Í
þeim byggðarlögum, sagði hann,
ætti fólk von, vegna þess að einum
versta harðstjóra aldarinnar,
Saddam Hussein, hefði nú verið
bægt í burtu. „Þess vegna er þar
áfram von. Þess vegna hljótum við
að vera stolt yfir því að hafa haft
atbeina að því að þessi þróun yrði.“
Baðst ekki afsökunar
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, gagnrýndi
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra m.a. fyrir það að hafa ekki
minnst á málefni Íraks í ræðu
sinni. „Hún [ræðan] rifjar það upp
að fyrir nokkru flutti annar for-
sætisráðherra, aðra ræðu. Það var
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands. Og hann upplýsti í sinni
ræðu, að hann bæri ábyrgð á röng-
um og villandi upplýsingum sem
hefðu að hluta til leitt til innrás-
arinnar í Írak. Og forsætisráð-
herra Bretlands baðst afsökunar á
því. Halldóri Ásgrímssyni urðu líka
á þau skelfilegu mistök að hann
átti þátt í því að Ísland var sett á
lista yfir þær þjóðir sem studdu
innrásina í Írak. Og Halldór Ás-
grímsson upplýsti rétt eftir að
hann varð forsætisráðherra að það
hefði m.a. verið gert vegna þess að
hann hefði fengið villandi upplýs-
ingar. En Halldór baðst ekki af-
sökunar í ræðu sinni hér í kvöld. Í
ræðunni nefndi hann Írak ekki
einu orði.“ Kvaðst Össur draga þá
ályktun að skömm ríkisstjórnar-
innar í þessu máli væri slík að
sjálfur forsætisráðherra skýldi sér
í þögninni.
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði að
Íraksstríðið væri óskapnaður sem
bæri að stöðva. „Öll aðkoma okkar
var á röngum forsendum. Stjórn-
arandstaðan vill aðra ákvörðun: Út
af lista þeirra staðföstu og vilj-
ugu,“ sagði hann. Þá sagði Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, að einhliða ákvörðun
Halldórs og Davíðs varðandi
stuðning við árásina í Írak væri
mesta utanríkismálahneyksli síðari
ára.
Traust samstarf
við Bandaríkin
Davíð Oddsson fjallaði einnig um
varnarmál í ræðu sinni. Sagði hann
m.a. í því sambandi að ríkisstjórnin
vildi hafa traust og öflugt samstarf
við Bandaríki Norður-Ameríku
m.a. í tengslum við þau vébönd
sem Atlantshafsbandalagið setti.
„Ég tel að þær viðræður sem hafa
átt sér stað fyrr á þessu ári muni
auðvelda okkur að tryggja þá
samninga sem framundan eru við
Bandaríkin um varnarmálin, þó að
varlegt sé að tímasetja þá þætti að
þessu sinni.“
Ríkisstjórnin hefði tekið
skynsamlega ákvörðun
Morgunblaðið/Kristinn
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að íslensk
stjórnvöld ættu að biðjast afsökunar vegna stuðnings við stríðið í Írak.
Forysta stjórnar-
andstöðunnar
gagnrýnir stuðn-
ing við innrásina
Davíð Oddsson ræddi um stríðið í Írak í umræðum um stefnuræðuna í gær
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra ætlar
að óska eftir viðræðum við forseta Alþingis í tilefni
af því að DV birti í gær frétt um innihald stefnu-
ræðu forsætisráðherra, sem flutt var á Alþingi í
gærkvöldi.
Fyrir ári birti Stöð 2 fréttir úr efni stefnuræðu
Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra,
áður en hann flutti hana á Alþingi.
Trúnaður brotinn annað árið í röð
Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu í gær seg-
ir að ljóst sé að með fréttaflutningi af efni stefnu-
ræðunnar hafi trúnaðarskylda, sem kveðið sé á um
í lögum, verið brotin.
„Forsætisráðuneytið harmar það að annað árið í
röð skuli brotinn trúnaður á efni stefnuræðu for-
sætisráðherra og um hana fjallað í fjölmiðlum fyr-
ir flutning og umræður um hana á Alþingi,“ segir í
tilkynningu ráðuneytisins.
„Stefnuræða forsætisráðherra var afhent al-
þingismönnum síðdegis á föstudag. Var hún merkt
sem trúnaðarmál. Í bréfi frá ráðuneytisstjóra for-
sætisráðuneytisins sem fylgdi afriti ræðunnar,
sagði:
„Hér með afhendist alþingismönnum eftirrit af
stefnuræðu forsætisráðherra, sem flutt verður
mánudaginn 4. október nk., sbr. 73. gr. laga nr. 55/
1991 um þingsköp Alþingis þar sem segir: „Innan
fimm daga frá setningu Alþingis skal forsætisráð-
herra flytja stefnuræðu fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar, en eftirrit af ræðunni skal afhent þing-
mönnum sem trúnaðarmál eigi síðar en þremur
dögum áður en hún er flutt.““
Ljóst er að með fréttaflutningi af efni stefnu-
ræðunnar hefur trúnaðarskylda sem kveðið er á
um í lögum verið brotin.
Forsætisráðherra mun óska eftir viðræðum um
málið við forseta Alþingis,“ segir í tilkynningu
ráðuneytisins.
Alvarleg framganga
„ónafngreinda þingmannsins“
Í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í fyrra um innihald
stefnuræðu forsætisráðherra sendi Davíð Odds-
son, þáverandi forsætisráðherra, forseta Alþingis
bréf þar sem Davíð sagði nauðsynlegt að gera
breytingar á þingsköpum Alþingis.
Í bréfinu sagði Davíð að fréttastofa Stöðvar 2
hafi hegðað sér ósæmilega í málinu en framganga
„ónafngreinda þingmannsins“ sé alvarlegri.
Í bréfi Davíðs til þingforseta í fyrra sagði m.a.
að fréttastofan hefði birt marga kafla úr ræðunni.
Ekki væri um að ræða að fréttastofan hefði fengið
upplýsingar um eitthvað misjafnt sem yfirvöld
vildu fela og því hefði almenningur ríka hagsmuni
af því að trúnaðurinn væri rofinn. „Þótt fréttastof-
an hafi þannig hegðað sér með ósæmilegum hætti
er framganga ónafngreinds þingmanns alvarlegri.
Ljóst er að fréttamaður Stöðvar 2 hefur leitað eft-
ir upplýsingum úr ræðunni hjá nokkrum þing-
mönnum og að einn þeirra hefur boðist til að láta
hann hafa ræðuna. Þeir þingmenn sem fréttamað-
urinn leitaði til um trúnaðarbrot hljóta hver um
sig að vera hugsandi yfir, hvers vegna fréttamað-
urinn teldi þá líklegri en aðra til að brjóta trúnað.
Sá þingmaður sem trúnaðinn braut, lætur slíkan
grun hins vegar liggja yfir starfssystkinum sínum.
Það er alvarlegt. Það er einnig umhugsunarefni,
að eftir framgöngu viðkomandi þingmanns, hefur
viðkomandi fréttastofa sérstakt tak á þingmann-
inum um langa framtíð. Því miður er nauðsynlegt
að gera breytingu á þingsköpum vegna þessa at-
viks, t.d. í þá veru að forsætisráðherra flytji
stefnuræðu sína án þess að gefa þingmönnum færi
á að sjá hana áður. Sú regla mun algengust annars
staðar. Ellegar að þeim þingmönnum, sem
ákveðnir hafa verið sem ræðumenn annarra
flokka, verði send ræðan innan hins lögboðna fyr-
irvara,“ sagði í bréfi Davíðs.
Haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni, þáverandi
utanríkisráðherra og starfsaldursforseta þingsins,
í Morgunblaðinu af þessu tilefni 2. október í fyrra
að það væri sennilega auðvelt fyrir fjölmiðlafólk
að verða sér úti um ræður sem þessar, en hingað
til hefði ríkt sú venja að fjalla ekki um ræður fyrr
en þær hefðu verið fluttar. Hann sagði því um al-
gjört trúnaðarbrot að ræða.
Forsætisráðuneytið harmar trúnaðarbrest vegna birtingar frétta úr stefnuræðu
Lögbundin trúnaðar-
skylda þingmanna brotin
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing-
is, segir það mjög alvarlegt mál að
stefnuræðu forsætisráðherra hefur í
tvígang verið lek-
ið til fjölmiðla.
Halldór segist
telja koma sterk-
lega til greina að
þrengja ákvæði
þingskapa um
stefnuræðu for-
sætisráðherra á
þann veg að hún
verði einungis
send þingflokksformönnum.
„Það er alveg skýrt samkvæmt
þingsköpum að stefnuræða forsætis-
ráðherra skuli afhent þingmönnum
sem trúnaðarmál og það hefur lengst
af verið svo að það hefur verið hald-
ið,“ segir Halldór.
„Þegar það á hinn bóginn endur-
tekur sig ár eftir ár að slíkur trún-
aður er ekki haldinn, þá hlýtur það að
draga dilk á eftir sér,“ segir Halldór.
Tók málið upp á fundi með
formönnum þingflokka í gær
Halldór tók þetta mál upp á fundi
með formönnum þingflokka í gær-
morgun. „Við ákváðum að ræða málið
frekar í samráði við forsætisráð-
herra, vegna þess að þetta getur ekki
gengið,“ segir Halldór.
„Mér finnst þetta mál bæði snúa að
einstökum þingmönnum, sem eiga að
halda trúnað, og mér finnst líka dap-
urlegt að fjölmiðlar skuli láta það eft-
ir þingmönnum, sem brjóta trúnað-
inn, að láta lekann berast út. Mér
finnst málið hvorki gott sem gamall
blaðamaður, vegna trúnaðar blaða
við Alþingi né sem forseta þingsins,“
segir Halldór.
Þegar Stöð 2 birti fyrir ári fréttir
úr stefnuræðu Davíðs Oddssonar, þá-
verandi forsætisráðherra, áður en
hún var flutt á þinginu, sendi Davíð
forseta þingsins bréf og sagði nauð-
synlegt að breyta þingsköpum. Til
greina kæmi að þrengja ákvæði um
dreifingu ræðunnar til þingmanna.
Halldór segir að þetta mál hafi ver-
ið rætt í fyrra af þessu tilefni. „Mér
finnst koma sterklega til greina að
ræðan sé einungis send formönnum
þingflokka, til þess að þrengja hóp-
inn,“ segir Halldór.
Forseti Alþingis
segir málið alvarlegt
Skoða að
þingflokks-
formenn fái
ræðuna
Halldór Blöndal
MJÖG hvasst var á höfuðborg-
arsvæðinu í gær. Samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar
hafði í gærkvöldi verið leitað
aðstoðar hennar vegna veðurs-
ins um tuttugu sinnum frá því
kl. 15.00. Starfsmenn borgar-
innar voru kallaðir til hjálpar
og eins voru björgunarsveitir
Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar á höfuðborgarsvæðinu
kallaðar út. Var það til að sinna
beiðnum höfuðborgarbúa um
aðstoð, en þakplötur voru farn-
ar að fjúka og aðrir lausamunir
sem gátu valdið hættu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slysavarnafélaginu Lands-
björgu bárust fyrst útköll úr
vesturhluta borgarinnar en síð-
an færðust beiðnir um aðstoð
austur eftir borginni, yfir í
Kópavog og Hafnarfjörð. Síð-
ast voru björgunarsveitir að
störfum í Grafarholti og Árbæ.
Þegar mest var að gera voru 8
hópar björgunarsveitarmanna
að störfum. Veðrið gekk niður
þegar leið á kvöldið en björg-
unarsveitir ætluðu að vera að
störfum meðan þörf væri á.
Að sögn varðstjóra lögregl-
unnar var ekki um mikið tjón
að ræða.
Hvassviðri í
höfuðborginni
„ÉG GET svo sannarlega sagt að
þetta sé einhver aumasta stefnu-
ræða sem ég hef lengi heyrt,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, í upphafi máls síns í um-
ræðum um stefnuræðu forsætisráð-
herra, Halldórs Ásgrímssonar, á Al-
þingi í gær. „Það má því segja að
það leggist lítið fyrir þá, sem hafa
brotið trúnað og lekið út efni ræð-
unnar í tvennum skilningi; þeir hafa
gert sig litla og af litlu tilefni.“
Steingrímur bætti því við, að að
þessu gamni slepptu, færði hann nýj-
um ráðherrum árnaðaróskir.
Í ræðu sinni gagnrýndi Stein-
grímur m.a. áform ríkisstjórn-
arinnar um skattalækkanir. Sagði
hann þær efnahagslegt óráð, við
þær aðstæður sem við stæðum nú
frammi fyrir, þar sem m.a. velferð-
armálin væru svelt. Þá fjallaði hann
um skuldastöðu þjóðarbúsins og
sagði m.a. í því sambandi að skuldir
heimilanna stefndu óðum í það að
verða 200% af ráðstöfunartekjum.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði m.a. að
lýðræðið á Íslandi hefði í tíð núver-
andi ríkisstjórnar vikið fyrir nýju
valdformi „sem við köllum sum hver
ráðherraræði“, útskýrði hann. Rík-
inu væri stjórnað með tilskipunum
valdherranna, lögum væri þröngvað
í gegnum þingið, í trássi, stundum,
við raunverulegan meirihluta.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, gerði atvinnu-
leysið að umtalsefni. Vitnaði hann í
því sambandi í Vinnuna, vefrit ASÍ,
þar sem kemur m.a. fram að fjöldi
atvinnulausra hefði aukist frá sama
tíma í fyrra. „Telur ráðherra að ASÍ
fari með rangt mál?“ spurði Guðjón
og vísaði til orða forsætisráðherra í
ræðu sinni.
Ráðherra-
ræði í stað
lýðræðis