Morgunblaðið - 05.10.2004, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STJÓRN Landverndar hefur ákveð-
ið að kæra úrskurð Skipulagsstofn-
unar til umhverfisráðherra, en stofn-
unin úrskurðaði að fyrirhuguð
rafskautaverksmiðja á Katanesi í
Hvalfirði muni ekki hafa í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif. Tel-
ur stjórnin nauðsynlegt að umhverf-
isráðherra endurmeti úrskurð
Skipulagsstofnunar frá 3. september
sl.
Lögformlegar forsendur
dregnar í efa
Í yfirlýsingu frá stjórn Land-
verndar kemur fram að „framlögð
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum
vegna áforma um rafskautaverk-
smiðju við Katanes í Hvalfirði sýnir
að starfsemi af þessu tagi mun hafa
afar neikvæð áhrif á umhverfið og
valda meiri losun heilsuspillandi fjöl-
hringa kolvatnsefna (PAH-efna) en
dæmi eru um áður vegna stóriðju
hér á landi“.
Stjórnin telur að úrskurðurinn
staðfesti að það sé rík ástæða til að
hafa áhyggjur af mengun vegna
PAH-efna, en fram komi í úrskurði
Skipulagsstofnunar að gerðar verði
reglubundnar mælingar á styrk
PAH-efna í Grunnafirði, Urriðaá og
Eiðisvatni áður en rafskautaverk-
smiðja tekur til starfa og eftir að
starfsemi hennar hefst. Stjórnin tel-
ur mikilvægt að benda á að hér á
landi eru ekki í gildi viðmið um hvað
sé viðunandi PAH-mengun. Við mat-
ið hafi því verið stuðst við reglur sem
gilda í Belgíu, Frakklandi, Ítalíu,
Svíþjóð og Stóra-Bretlandi. Stjórnin
segir að draga megi í efa lögform-
legar forsendur úrskurðarins hvað
þetta varðar.
Með tilvísan í varúðarregluna, tel-
ur stjórnin að það sé óviðunandi að
stjórnvöld stofni til starfsemi sem
valdi svo mikilli mengun sem raf-
skautaverksmiðja hefði í för með sér
þegar ekki liggja fyrir lögformleg
viðmið fyrir PAH-mengun. Nauð-
synlegt sé því af hálfu stjórnvalda að
þau beiti sér fyrir því að gerð verði
rannsókn á hver séu viðunandimörk
PAH-mengunar fyrir vistkerfi og
heilsufar hér á landi.
Stjórnin vekur athygli á því að
undanfarin ár hafi mörg fyrirtæki,
m.a. Alcoa, unnið að því að þróa um-
hverfisvænni rafskaut sem koma í
stað þeirra sem nú séu notuð.
Áformuð verksmiðja kunni því að
vera tímaskekkja.
Landvernd kærir úrskurð
Skipulagsstofnunar
Telja fyrirhugaða rafskautaverksmiðju tímaskekkju
ÞAÐ ER litið aftur til fortíðar við
endurbætur sem gerðar hafa verið á
Alþingishúsinu í sumar. Ljósakrón-
ur sem Þjóðmenningarhús hafði
fengið að láni hafa verið hengdar aft-
ur upp í þingsalnum eftir áratuga
fjarveru, teppum flett af gólfum og
upprunalegu gólfborðunum leyft að
njóta sín á nýjan leik. Þá voru bæði
1. og 2. hæð þinghússins málaðar í
upprunalegum litum. Eikarparket
var lagt á önnur gólf, t.d. í Kringl-
unni og miklar lagfæringar, sem
margar hverjar voru ófyrirsjáanleg-
ar, voru gerðar á lögnum hússins.
Það, auk seinkunar á þingslitum sl.
vor og óvænts sumarþings, eru
helstu ástæður þess að kostnaður við
framkvæmdirnar hefur farið mikið
fram úr áætlun. Kostnaðaráætlun
hljóðaði upp á 75 milljónir á þessum
þriðja áfanga endurbóta en nú er
ljóst að raunverulegur kostnaður
verður mun meiri, en endanleg nið-
urstaða liggur ekki fyrir.
Á blaðamannafundi í gær skýrði
Halldór Blöndal, forseti Alþingis,
ásamt arkitektum og öðrum sem að
framkvæmdunum standa, frá endur-
bótunum. Sagði hann ógerlegt að
segja til um á þessari stundu hver
endanlegur kostnaður yrði. Enn
væri verið að vinna í húsinu og ekki
væri búið að semja um ýmis auka-
verk vegna framkvæmdanna. Fram-
kvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón
með verkinu samkvæmt lögum um
opinberar framkvæmdir.
Skipt um jarðveg og
lagnir fjarlægðar
Ákveðið var árið 2002 að ráðast í
gagngerar endurbætur á Alþingis-
húsinu. Nú í sumar var áhersla lögð
á endurbætur og viðgerðir á 1. og 2.
hæð hússins. Á fundinum kom fram
að á fyrstu hæð voru gólfplötur
beggja vegna forsalar brotnar upp,
skipt um jarðveg og gólfin steypt á
ný enda um verulegar rakaskemmd-
ir í gólfi að ræða. Þá var unnið að
margvíslegum viðgerðum á veggj-
um, gólfum og loftum í húsinu. Gert
var við jarðskjálftasprungur í sal efri
deildar og suðvesturhorni hússins.
Gamlar raf- og vatnslagnir sem lágu
utan á veggjum voru fjarlægðar og
endurnýjaðar. Ljós voru endurnýjuð
í Kringlu og í þingsal og sal efri
deildar voru settar upp að nýju ljósa-
krónur sem þar voru fyrir mörgum
áratugum, sem fyrr segir, og um leið
var lýsing í þingsal endurgerð.
Á næsta ári er stefnt að því að laga
þak hússins, ljúka viðgerðum á út-
veggjum, koma fyrir lyftu fyrir gesti
á þingpalla auk þess sem húsbúnað-
ur, einkum á 1. hæð, verður endur-
nýjaður. Einnig liggur fyrir að end-
urgera loftræstikerfi Alþingishúss-
ins. Vonast er til þess að endurbót-
um verði að fullu lokið á næsta ári.
Magnaukning og aukaverk urðu
mun meiri en búist var við og skýrir
það að hluta að kostnaður hefur farið
fram úr áætlun. Í samantekt forseta
Alþingis sem dreift var á blaða-
mannafundinum í gær kemur fram
að gert var ráð fyrir fjárveitingu til
slíkra óvæntra verka en hún dugði
ekki til. Á aukningin við um flesta
verkþætti, ekki síst raf- og vatns-
lagnir. Þegar farið var að opna veggi
loft og gólf kom ýmislegt ófyrirsjá-
anlegt í ljós sem ekki var komist hjá
að lagfæra né mögulegt að fresta
þeim viðgerðum. Þá reyndist nauð-
synlegt að mála glugga og veggi á 1.
hæð en sú vinna hafði verið fyrirhug-
uð í fjórða áfanga.
Í öðru lagi skýrist aukinn kostn-
aður af því að verktaki gat ekki hafið
verkið á umsömdum tíma vegna þess
að störfum Alþingis lauk seinna en
ráð hafði verið fyrir gert og einnig
urðu tafir vegna sumarþings.
„Þegar menn fara í endurbætur á
gömlu húsi, ég tala nú ekki um á
þessu svæði þar sem gætir flóðs og
fjöru í kjöllurum, þá eiga menn auð-
vitað að gera ráð fyrir verulegum
skekkjumörkum,“ sagði Halldór
Blöndal á fundinum. „Verkið var tek-
ið út í lok september og þegar um
aukaverk er að ræða eins og hér var
óhjákvæmilegt þurfa menn að ná
samkomulagi um kostnað og annað.
Þannig að það er ekki liðin vika síðan
verkinu var skilað og því ekki skrítið
[að heildarkostnaður liggi ekki fyr-
ir].“
Nýting hússins efld
með endurbótunum
„Endurbætur á húsinu hafa mið-
ast fyrst og fremst við það að virða
menningarsögulegt gildi þess, aldur
hússins og byggingarstíl, bæði í frá-
gangi og lausnum,“ segir Þorsteinn
Gunnarsson arkitekt sem kom að
þeim þáttum endurbótanna sem
snertu húsafriðun. Segir hann að
gengið hafi verið út frá því að efla
nýtingu hússins og treysta varð-
veislu þess með endurbótunum.
Sterkir litir voru algengir í húsum
um það leyti sem Alþingishúsið var
byggt, að sögn Sigurðar Einarsson-
ar, arkitekts hjá Batteríinu, sem sér
um hönnunarstjórn endurbótanna.
„Í gegnum árin hafa menn þynnt
út þessa liti, þetta var meira og
minna orðið allt í grátónum. Við
skröpuðum upp málninguna inn að
innsta lagi í herbergjunum og sú lita-
samsetning sem við sjáum nú er
meira og minna afsprengi af þeirri
vinnu. Við viljum ekki fullyrða að alls
staðar sé þetta nákvæmlega upp-
runalegir litir en þetta er allt saman
litasamsetning sem er algeng frá
þessum tíma.“
Sigurður segir að sjáanlegustu
endurbæturnar séu auk litanna að
gengið var frá lögnum sem mátti
finna utan á veggjum um allt húsið.
„Fleiri kílómetrar af draugalögnum
rafmagns voru hér liggjandi víða ut-
an á og mikið þjóðþrif að fjarlægja
það allt.“
Þingflokksherbergi Framsóknarflokksins er nú grænt að lit, en talið er að það sé uppruna-
legur litur herbergisins. Sem kunnugt er er græni liturinn einnig einkennislitur flokksins. Skrifstofa forseta Alþingis fékk einnig andlitslyftingu við endurbæturnar.
Aðstandendur endurbóta í nýuppgerðum þingsalnum: Þóra Ásgeirsdóttir
hjá Ístaki hf., Karl M. Kristjánsson, rekstrar- og fjármálastjóri Alþingis,
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Sigurður Einarsson hjá Batteríinu og
Þorsteinn Gunnnarsson arkitekt. Ístak var verktaki við framkvæmdirnar.
Endurbætur langt fram
úr kostnaðaráætlun
Fleiri kílómetrar af „draugalögnum“
voru fjarlægðir úr Alþingishúsinu
Morgunblaðið/Sverrir
UMHVERFISRÁÐHERRA, Sig-
ríður Anna Þórðardóttir, hefur skip-
aði dr. Árna Einarsson líffræðing til
þess að gegna
stöðu forstöðu-
manns Náttúru-
rannsóknastöðv-
arinnar við
Mývatn frá 1.
október til fimm
ára en Árni hefur
starfað sem for-
stöðumaður Nátt-
úrurannsókna-
stöðvarinnar frá
árinu 1996. Umsækjendur um stöð-
una auk Árna voru Ásta Þorleifs-
dóttir jarðfræðingur og dr. Ragn-
hildur Sigurðardóttir vistkerfavist-
fræðingur.
Hinn 1. október tóku gildi ný lög
um verndun Mývatns og Laxár í
Suður-Þingeyjarsýslu og um leið
falla úr gildi lög frá árinu 1974 um
svæðið. Samkvæmt nýju lögunum
njóta Laxá, Mývatn og nálæg vot-
lendissvæði sérstakrar verndar en
gert er ráð fyrir að önnur svæði í
Skútustaðahreppi sem hafa hátt
verndargildi verði friðlýst á grund-
velli náttúruverndarlaga. Í lögunum
eru einnig nýmæli um vernd vatna-
sviðs Laxár og Mývatns og um gerð
verndaráætlunar fyrir Laxá og
Skútustaðahrepp.
Önnur nýmæli í lögunum eru að
stjórn Náttúrurannsóknarstöðvar-
innar er lögð niður og stjórn stofn-
unarinnar alfarið færð í hendur for-
stöðumanns beint undir yfirstjórn
ráðherra. Samkvæmt lögunum skal
umhverfisráðherra skipa sérstakt
fagráð forstöðumanni til ráðgjafar
um vísindastarf stofnunarinnar,
rannsóknarstefnu og fagleg tengsl
við aðrar stofnanir sem stunda rann-
sóknir á vatnasviði Mývatns og Lax-
ár og mun það verða gert fljótlega.
Árni skipaður
forstöðumaður
Árni Einarsson