Morgunblaðið - 05.10.2004, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 15
ERLENT
AÐ MINNSTA kosti 21 maður lét lífið og 96
særðust í Bagdad í gær þegar tvær bílsprengjur
sprungu með um klukkustundar millibili.
Í fyrra tilræðinu var bifreið, hlaðinni sprengi-
efnum, komið fyrir við Græna svæðið svokall-
aða, en þar eru höfuðstöðvar írösku bráða-
birgðastjórnarinnar og sendiráð Bandaríkjanna.
Sprengingin varð fyrir utan herskráningarskrif-
stofu þar sem hundruð ungra manna voru að
skrá sig í íraskar öryggissveitir. 15 manns lágu í
valnum og 81 særðist.
Síðari sprengingin varð við hótel, sem margir
Vesturlandabúar dveljast á og kostaði a.m.k.
sex manns lífið, auk þess sem 15 særðust.
Bandarískar herflugvélar gerðu sprengju-
árásir á byggingar í borginni Fallujah og
læknar sögðu að ellefu manns hefðu beðið bana,
þeirra á meðal konur og börn. Bandaríkjaher
sagði að ráðist hefði verið á fylgsni hryðju-
verkamanna.
Pólska herliðið heim á næsta ári
Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands,
sagði í gær eftir viðræður við franska ráðamenn
í París að pólsk stjórnvöld hygðust flytja alla
hermenn sína heim frá Írak fyrir lok næsta árs.
Í pólska herliðinu í Írak eru um 2.500 manns
og er það fjórða fjölmennasta erlenda herliðið
þar í landi. Mikil andstaða er í Póllandi við þá
ákvörðun pólsku stjórnarinnar að senda her-
menn til Íraks.
Tveir gíslar líflátnir
Íslamskur hópur í Írak kvaðst í gær hafa líf-
látið tvo gísla, Tyrkja og íraskan kaupsýslu-
mann sem hafði dvalið lengi á Ítalíu. Á mynd-
bandsupptöku, sem hópurinn sendi frá sér,
játuðu gíslarnir að þeir væru „njósnarar“ og
hefðu starfað í Írak fyrir leyniþjónustur Tyrk-
lands, Ísraels og Írans.
Tvær indónesískar konur, sem haldið hafði
verið í gíslingu, voru látnar lausar í gær og
fluttar í sendiráð Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna í Bagdad.
Bróðir breska gíslsins Kens Bigleys kvaðst
vera vongóður um að hann yrði látinn laus á
næstunni. Hann kvaðst telja að þeir sem rændu
bróður hans hefðu afhent hann „hófsamari
hópi“. Óstaðfestar fregnir hermdu um helgina
að hópur undir stjórn Abu Mussabs al-Zarqaw-
is, sem er talinn tengjast hryðjuverkasamtök-
unum al-Qaeda, hefði afhent Bigley öðrum hópi
sem væri líklegur til að krefjast lausnargjalds.
Um 20 manns létu lífið
í tilræðum í Bagdad
Reuters
Gíslarnir Istiqomah Misnad (t.v.) og Novitasari
Sugito faðmast í Bagdad í gær. Mannræningj-
arnir kröfðust þess að íslamistaklerkur í Indón-
esíu, Abu Bakar Bashir, yrði látinn laus en hann
neitaði að þiggja frelsi sitt fyrir líf kvennanna.
Bagdad. AFP, AP.
FRANSKIR kjarnorkuandstæð-
ingar undirbjuggu í gær mótmæli
vegna flutnings á plútoni frá Banda-
ríkjunum í endurvinnslustöð í
Frakklandi.
Búist var við að tvö skip með um
140 kg af plútoni, sem hægt er að
nota í kjarnavopn, kæmu til hafnar í
Cherbourg í gærkvöldi eftir hálfs
mánaðar siglingu frá Norður-
Karólínu. Plútonið verður flutt með
flutningabílum í endurvinnslustöð í
sunnanverðu Frakklandi. Þaðan
verður plútonið síðan flutt aftur til
Bandaríkjanna þar sem það verður
notað í kjarnorkuveri.
Franskt fyrirtæki, sem annast
endurvinnsluna, sagði að af öryggis-
ástæðum yrði ekki greint frá því
hvenær skipin kæmu til hafnar.
Umhverfisverndarsinnar segja
það skapa „verulega hættu“ að flytja
plútonið svo langa leið, ekki síst
vegna þess að hryðjuverkamenn
gætu hæglega komist yfir farminn
með því að beita flugskeytum.
Plúton-
flutningi
mótmælt
-
. "
"
)
/
0
)
.
1
1 . )
)
.
!" #!$%&'!& &("
! "
# ! . '")!)&
$%&'()*
+
3
4
+
52
612
,
-..
/
0
0
"1 ' 7
&
. 2.
1
' 0
2.
1 ' !3+44'
+44+3
, " 5 -67 !
BÁTUR með ólöglega innflytjendur
frá Túnis og Marokkó innanborðs
brotnaði í tvennt við strönd Túnis
um helgina og drukknuðu 22 af skip-
verjum auk þess sem 42 er saknað.
Leitað var með þyrlum og herskip-
um við Túnisströnd í gær. Alls voru
75 manns um borð og mun fólkið
hafa ætlað að reyna að komast til
Ítalíu.
Ítalir ákváðu um helgina að senda
um þúsund ólöglega innflytjendur til
Líbýu frá ítölsku smáeynni Lamped-
usa sem er aðeins um 100 km frá
Túnis. Bátar afríska flóttafólksins
lenda því oft þar en bráðabirgðabúð-
ir á eynni fyrir fólkið eru yfirfullar.
Ítölsk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir
að brjóta alþjóðlegar reglur um rétt-
indi flóttamanna með aðgerðum sín-
um um helgina.
Alls hafa nær þúsund ólöglegir
innflytjendur frá Afríkulöndum
drukknað á Miðjarðarhafi síðustu
þrjú árin og leggja margir þeirra
upp frá Líbýu. Fólkið sem kemst á
land í Evrópu er undantekningalítið
skilríkjalaust. Giuseppe Pisanu, inn-
anríkisráðherra Ítalíu, sagði að eina
ráðið til að stemma stigu við sívax-
andi, ólöglegum innflutningi væri að
senda fólkið rakleitt aftur til Afríku.
En ráðherra málefna Ítala erlendis,
Mirko Tremaglia, var gagnrýninn og
taldi þessar aðgerðir lýsa óðagoti.
„Þeir [flóttamennirnir] hafa ekki
einu sinni tíma til að fara fram á
hæli, til að verja réttindi sín. Ég tel
að við verðum að ræða þessi mál á
ný,“ sagði hann.
Fulltrúar græningja á þingi sök-
uðu stjórnvöld um gróf mannrétt-
indabrot á flóttafólkinu. Einnig er
bent á að stöðugt vanti verkamenn á
Ítalíu og hafa bændur hvatt til þess
að 16.000 innflytjendum verði veitt
landvistarleyfi til að hægt verði að
sinna uppskerunni.
Búðir í Afríku?
Milligöngumenn sem útvega báta
undir flóttafólkið eru sagðir græða
mikið fé á neyð þess og eru oft notuð
fley sem alls ekki þola siglinguna,
bátarnir eru auk þess ofhlaðnir.
Rætt hefur verið í nokkrum Evrópu-
ríkjum að koma á fót sérstökum
bráðabirgðabúðum í Afríku fyrir fólk
sem reynir að komast til Evrópu.
Verði þar hægt að sinna fólkinu og
tryggja að það verði ekki fórnarlömb
ósvífinna milliliða sem skeyta ekkert
um örlög þess um leið og búið er að
borga farið yfir Miðjarðarhaf.
Tugir fórust við Túnis
AP
Ólöglegir innflytjendur frá Afríku reknir um borð í ítalska herflutningavél
sem flutti þá frá eynni Lampedusa aftur til Líbýu í gær.
Ítalir reka um
þúsund flótta-
menn úr landi
Túnisborg, Genf , Róm. AFP.
BANDARÍSKU vísindamennirnir
Richar Axel og Linda B. Buck fá
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði að
þessu sinni fyrir rannsóknir sínar
á lyktarnemum og uppbyggingu
þefskynsins í mönnum. Nób-
elsnefndin við Karolinska Inst-
itutet í Svíþjóð tilkynnti þetta í
gær.
Axel og Buck uppgötvuðu um
eitt þúsund gen sem gefa af sér
fjölbreyttan hóp prótína sem nema
tiltekin lyktarbrigði. Þessi prótín
er að finna í frumum í nefinu, en
þær senda boð til heilans.
„Þess vegna getum við fundið
ilminn af blómum á vorin og rifjað
upp lyktina seinna,“ segir í til-
kynningu Nóbelsnefndarinnar.
Axel er prófessor í lífefnafræði
og sameindalífeðlisfræði við Col-
umbia-háskóla í New York, og
sinnir sérstaklega rannsóknum á
móttöku, sundurgreiningu og
skilningi heilans á skynupplýs-
ingum.
Buck starfar við Fred Hutch-
inson-krabbameinsrannsóknarstöð-
ina í Seattle og hefur sérstaklega
sinnt rannsóknum á því hvernig
spendýr taka eftir og greina sund-
ur lykt og lyktarhormóna og
hvernig heilinn skynjar og túlkar
slíkt.
Ilmurinn
af blómum
ÞING Kambódíu samþykkti í gær
áætlun Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
um réttarhöld yfir þeim leiðtog-
um Rauðu khmeranna sem enn
lifa. Rauðu khmerarnir komu á
ógnarstjórn í Kambódíu á átt-
unda áratug síðustu aldar og er
talið að tæpar tvær milljónir
manna hafi týnt lífi í valdatíð
þeirra.
Deilt hefur verið um fyr-
irhuguð réttarhöld síðustu sjö ár-
in. Og enn er það svo að ýmislegt
er óútkljáð m.a. liggur ekki fyrir
hvenær málareksturinn verður
hafinn. Þá ríkir óvissa um hvern-
ig hann verður fjármagnaður.
Samþykkt þingsins felur í sér
að settur verður á fót sérstakur
dómstóll sem fjalla mun um mál
leiðtoga Rauðu khmeranna. Dóm-
arar og lögmenn munu koma
jafnt frá Kambódíu sem erlendum
ríkjum.
Talið er að 1,7 milljónir manna
hafi týnt lífi á árunum 1975–1979
er Rauðu khmerarnir voru við
völd í Kambódíu. Margir voru
teknir af lífi, aðrir ýmist sultu í
hel eða týndu lífi í vinnubúðum
kommúnistastjórnarinnar.
Enn hefur enginn leiðtoga
Rauðu khmeranna verið dreginn
fyrir rétt vegna glæpaverkanna.
Margir þeirra lifa en þeir eru
teknir að reskjast og sumir
þeirra eiga við veikindi að glíma.
Þekktasti leiðtogi ógnarstjórn-
arinnar, Pol Pot, gaf upp öndina
1998.
Réttað yfir Rauð-
um khmerum
BANDARÍKJAMENN hafa
fallist á að fresta fyrirhugaðri
fækkun í herliði sínu í Suður-
Kóreu. Að sögn suður-kóresku
Yonhap-fréttastofunnar hafa
stjórnvöld í Bandaríkjunum
samþykkt að fresta niðurskurð-
inum um þrjú ár og verður hon-
um því lokið árið 2008.
Áætlanir Bandaríkjamanna
kváðu á um að 12.500 hermenn
yrðu fluttir frá Suður-Kóreu á
næsta ári. Ræðir þar um þriðj-
ung þess herafla sem Banda-
ríkjamenn halda úti í landinu.
Yonhap-fréttastofan kvaðst
hafa traustar heimildir fyrir því
að brottflutningurinn færi fram
í áföngum og myndi honum
ljúka árið 2008. Þetta hefði ver-
ið ákveðið að beiðni stjórnvalda
í Suður-Kóreu.
Embættismenn vildu ekki
staðfesta fregnina en Yonhap
sagði að samkomulag í þessa
veru yrði kynnt í vikunni.
Fækkun
frestað í
S-Kóreu?
Seúl. AFP.
STAÐAN er jöfn
í einvígi þeirra
Vladímírs
Kramniks og
Peters Lekos um
heimsmeist-
aratitil WCC-
skáksambands-
ins.
Leko vann
fimmtu skákina
á hvítt í 69 leikjum. Á sunnudag
var sjötta skákin tefld og lyktaði
henni með jafntefli eftir 20 leiki.
Staðan í einvíginu er því jöfn,
báðir hafa hlotið þrjá vinninga.
Kramnik hefur titil að verja en
WCC er eitt þeirra skáksambanda
sem orðið hafa til vegna ágrein-
ings innan Alþjóðaskáksambands-
ins, FIDE. Einvígið fer fram í
Brissago í Sviss. Tefldar verða 14
skákir.
Leko lagði
Kramnik
Peter Leko