Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 27 Sú stefna hefur verið mörkuð að tryggja full- nægjandi meðferðar- og búsetuúrræði fyrir geð- fatlaða á árunum 2006–2010. Heilbrigðisþjónustan er meginstoðin í þeirri samfélagsþjónustu sem víðtæk sátt er um í okk- ar samfélagi. Öflug heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn er kjarninn í velferðarkerfinu. Sú þjónusta á að standa öllum opin, óháð efnahag. Sjúklingar standa alltaf höllum fæti og sáttin um velferðarkerfið byggist ekki hvað síst á þeim al- menna vilja að hjálpa þeim sérstaklega. Við vitum að hreyfingarleysi og offita getur verið ávísun á sykursýki, hjartasjúkdóma og fleiri alvarlega sjúkdóma. Reykingar og áfeng- isneysla geta einnig haft gríðarlegar heilsufars- legar afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Það er afar brýnt fyrir okkur að gefa gaum að samspili lífs- hátta og sjúkdóma. Með þessu er ég vitaskuld ekki að halda því fram að sjúkir geti bara sjálfum sér um kennt og að hver sé í þeim efnum sinnar gæfu smiður. Fjarri því, enda hefur engin ríkisstjórn á lýð- veldistímanum veitt jafnmiklu fé til heilbrigð- ismála og sú sem nú situr. Stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar deila á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki staðið við fyr- irheit við öryrkja. Staðreyndir málsins eru þær, að sérstaða þeirra sem yngstir verða öryrkjar hefur verið viðurkennd með því að tvöfalda grunnlífeyri þeirra. Rúmum milljarði króna var varið til þessa verkefnis. Ekki nóg, ekki nóg, segir stjórnarandstaðan, og krefst frekari fram- laga, og neitar að horfast í augu við umtals- verðan samfélagslegan vanda sem kann að vera að skapast vegna mikillar fjölgunar öryrkja. Halda menn að fjölgun öryrkja um 50% á sex árum segi ekki til sín í bókhaldi Tryggingastofn- unar ríkisins? Halda menn að þreföldun heild- arbótagreiðslna til öryrkja á jafnlöngum tíma komi hvergi fram í útgjöldum ríkisins? Ætlast menn til að almenningur eða kjósendur trúi því, að einhver önnur ríkisstjórn hefði gert betur við þennan hóp? Tölurnar tala sínu máli. Þreföldun heildar- bótagreiðslna til öryrkja á sex árum er meira en nokkur önnur ríkisstjórn getur státað af. VI. Sjaldan eða aldrei hafa orðið örari breytingar á íslensku atvinnulífi en undanfarin ár. Á mörg- um mörkuðum hefur samkeppni blómstrað þar sem hún var áður heft og útrás íslenskra fyr- irtækja hefur tekið á sig myndir sem enginn sá fyrir. Tillögur nefndar um íslenskt viðskiptaum- hverfi liggja nú fyrir. Til að bregðast við óæski- legum afleiðingum hringamyndunar og öðrum samkeppnishömlum telur nefndin nauðsynlegt að skerpa eftirlit með samkeppni á markaði, meðal annars með því að gera skipulag sam- keppnisyfirvalda skilvirkara og veita meira fjár- magni til þeirra. Tillögur nefndarinnar um stjórnhætti og félagarétt miða einkum að því að bæta minnihlutavernd, upplýsingagjöf og auka hluthafalýðræði. Unnið verður að þessum breytingum á grund- velli tillagna nefndarinnar og umsagna um þær. Aldrei áður hafa verið jafnmiklar fram- kvæmdir í samgöngumálum. Jarðgöng á Austur- landi eru að verða fullgerð og verða mikil sam- göngubót. Hið sama má segja um jarðgöng til Siglufjarðar sem senn verður ráðist í. Tvöföldun Reykjanesbrautar er afar mikilsverð fram- kvæmd og á höfuðborgarsvæðinu er ekki síst nauðsynlegt að ganga frá áætlun um Sundabraut sem að hluta yrði einkaframkvæmd. Um leið er ljóst að framkvæmdir við gatnamót Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar eru mjög brýnar. Við eigum að líta á þessar mikilvægu framkvæmdir sem verkefni sem þarf að takast á við og leysa en stilla þeim ekki upp sem andstæðum. Fjarskiptamál hafa verið í brennidepli síðustu vikur og mánuði. Fyrirhuguð sala á Símanum, hröð tækniþróun í dreifingu stafræns sjónvarps og samruni fjarskipta og fjölmiðlunar gera það enn nauðsynlegra en áður að stefna stjórnvalda sé skýr. Nú er unnið að gerð fjarskiptaáætlunar fyrir árin 2005–2014. Umhverfismál verða sem fyrr áherslumál. Framkvæmd stefnumótunar um sjálfbæra þró- un sem ríkisstjórnin samþykkti árið 2002 verður endurmetin á næsta ári og undirbúningur að framkvæmd Kyoto-bókunarinnar árið 2008 held- ur áfram með nýju stöðumati árið 2005. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja nátt- úruvernd og málefni þjóðgarða og unnin lands- áætlun um vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Haldið verður áfram vinnu við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, þar sem lögð er áhersla á að afla sem bestra upplýsinga um nátt- úrufar. Í landbúnaðarmálum leggur ríkisstjórnin áherslu á meiri aðlögunarhæfni íslensks land- búnaðar og að samkeppnisstaða hans verði styrkt til að mæta vaxandi erlendri samkeppni og uppfylla kröfur neytenda um hreinleika. Leit- ast verður við að tryggja framþróun landbún- aðarins með meiri sveigjanleika í greininni og aukinni áherslu á menntun, þróun og rannsókn- ir. Frá því að kvótakerfið var tekið upp í sjávar- útvegi hefur það tekið margvíslegum breyting- um. Breytingarnar hafa miðað að aukinni hag- ræðingu í greininni og ekki síður að því að sætta ólík sjónarmið. Síðustu breytingar þar sem dagakerfið var lagt niður svo og upptaka veiði- leyfagjalds eru hvorutveggja ákvarðanir sem eru til þess fallnar að auka sátt um sjávarútveg- inn. VII. Einn af hornsteinum velferðar íslenskra fjöl- skyldna er að búa við öryggi í húsnæðismálum. Rík hefð er fyrir því hjá landsmönnum að eign- ast sitt eigið húsnæði. Íbúðalánasjóður hefur það hlutverk að stuðla að því með lánveitingum að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í hús- næðismálum á viðráðanlegum lánakjörum. Það er afar ánægjulegt að bankar, sparisjóðir og lífeyrissjóðir eru farnir að bjóða sambærileg vaxtakjör og Íbúðalánasjóður. Um leið má spyrja hvað veldur. Ég dreg enga dul á þá skoð- un mína að þær breytingar sem áttu sér stað með nýjum lögum um húsnæðismál, valda þar mestu að ógleymdri einkavæðingu bankanna. Félagsmálaráðherra mælir nú á haustþingi fyrir frumvarpi um 90% húsnæðislán að ákveðnu hámarki fyrir allan almenning hvar sem er á landinu. Á liðnum vetri samþykkti ríkisstjórnin tillögu dómsmálaráðherra um að breyta skipulagi sér- sveitar lögreglunnar og að hún skyldi efld á næstu árum. Unnið hefur verið í samræmi við það og verður fjölgað í sveitinni á næsta ári. Efling sérsveitarinnar er í samræmi við al- þjóðlega þróun. Ríkisvaldið þarf að gera meiri og öflugri ráðstafanir en áður til að tryggja öryggi hins almenna borgara. Viðbragðsáætlanir til að draga úr hættu á hryðjuverkum krefjast nýrra starfsaðferða til dæmis við flugvernd og sigl- ingavernd. Alþjóðleg glæpastarfsemi teygir anga sína um heim allan og við henni þarf að bregðast. Verulegur árangur hefur náðst und- anfarið í baráttu við þá sem smygla fíkniefnum til landsins. Ekki er síður nauðsynlegt að sporna við tilraunum til mansals og viðleitni óprúttinna aðila til að nýta sér neyð flóttafólks og hælisleit- enda í eigin þágu. Það þykir ekki lengur tíðindum sæta að Ísland taki að sér að vera í fyrirsvari á alþjóðavett- vangi. Formennsku í Norðurskautsráði verður skilað í hendur Rússlands á ráðherrafundi í nóv- ember. Á næsta ári taka við ný verkefni í for- mennsku Eystrasaltsráðsins. Þetta er til vitnis um aukna burði til að axla ábyrgð á alþjóðavett- vangi. Undirbúningur framboðs til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er í góðum farvegi. Traustar loftvarnir eru Íslandi ekki síður mik- ilvægar en öðrum þjóðum. Í þessum efnum treystum við áfram á varnarsamninginn við Bandaríkin. Í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin verður metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflug- vallar enda hefur borgaralegt flug um völlinn aukist til mikilla muna. VIII. Þótt stefna stjórnvalda skipti miklu um fram- farir í þjóðfélaginu er það samspil ólíkra þátta sem ræður úrslitum. Frumkvæði einstakling- anna, vinnusemi fólksins, samvinna ólíkra hags- muna og tiltrú á gæðum landsins eru dæmi um atriði sem skipta sköpum. Fáum dylst að tæki- færin eru mörg og margvísleg og það er okkar að vinna úr þeim. Þótt tekist hafi að ná miklum árangri í sextíu ára sögu lýðveldisins mun enn frekar reyna á samstöðu þjóðarinnar á næstu áratugum. Þar kemur til meira frelsi, alþjóðavæðingin og bylt- ingarkenndar breytingar. Þeir menn sem stóðu í fylkingarbrjósti ís- lenskrar þjóðar að fengnu frelsi komu fram af metnaði og stórhug. Ekkert var sæmandi Íslandi og Íslendingum nema það besta. Íslendingar skyldu óhræddir skapa sér sess meðal annarra þjóða á jafnréttisgrundvelli. Þessa viðhorfs mátti sjá stað jafnt í alþjóðamálum, í atvinnu- málum, í félagsmálum og menningarmálum. Eitt var þó það verk sem þeir vísuðu til komandi kyn- slóða. Það var endurskoðun stjórnskipunarinnar og ákvarðanir um framtíðarstjórnskipun Ís- lands. Á liðnu sumri hvessti verulega í íslensku stjórnmálalífi. Nú þegar þeirri hríð hefur slotað er mikilvægt að við tökumst á hendur það verk- efni sem aldrei hefur með fullnægjandi hætti verið leitt til lykta. Á því þingi sem nú fer í hönd þarf að hefja sameiginlegt starf allra flokka að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því starfi þarf að tryggja að löggjafarstarf Alþingis geti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræðislegan rétt almennings til að fá fram atkvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni. Þetta verkefni er vandasamt og miklu skiptir að þeir sem að því koma líti til þess af ábyrgð. Við þurfum líka að gæta þess að hin lýðræðislega uppbygging sé einföld og skýr, en týnist ekki í frumskógi formsatriða og formreglna. Við endurskoðun hinna lýðræðislegu leik- reglna þurfum við að hafa þetta í huga. Einungis þannig getum við verið trú þeim bjartsýna anda sem einkenndi lýðveldisstofnunina fyrir sextíu árum og hefur verið leiðarljós okkar æ síðan.“ ætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi til að halda mu vegferð Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.