Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 49
ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.30 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl.8. ÁLFABAKKI Sýnd kl.10.15. B.i. 12 ára.  DV KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8. Frá leikstóra The Princess Diaries og Pretty Woman JULIE ANDREWS ANNE HATHAWAYJ I Hún þarf að setja upp hringinn til að taka við rf ún a að tj se a u ri i tilh ng nn t iað aka v ð EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. ÁLFABAKKI kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 6.  H.J. Ástríða sem deyr aldrei Rómantísk spennumynd af bestu gerð  Ó.H.T. Rás 2 KRINGLAN Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! Verður þetta síðasta einvígið? í i í i Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! Verður þetta síðasta einvígið? í i í i TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERAL AKUREYRI Sýnd kl. 6. Fór beint á toppinn í USA MILLA JOVOVICH Ég heiti Alice og ég man allt ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. MBL Pó stu rin n b ýð ur fy rir tæ kju m á hö fu ðb or ga rs væ ðin u að ko m a s en din gu m sa m dæ gu rs til vi ðs kip tav ina . Ek ki bíð a a ð ó þö rfu . Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð P ós tin um Lá ttu ek ki ein s o g þ ú g eti r b eð ið www.postur.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 49 HÚN er sorgleg sú staðreynd að ný plata frá R.E.M. er hætt að vekja hjá manni tilhlökkun. Eða gerir ekki eins mikið og hér áður fyrr þegar slík út- gáfa þótti nær undantekningarlaust einn af hápunktum tónlistarársins. Það er bara eins og brott- hvarf Bills Berrys hafi rifið hjartað úr bandinu. Allavega hafa þeir Stipe, Bucks og Mills ekki verið svipur hjá sjón síðan og í raun hefur sveitin ekki sent frá sér sterka plötu sem stenst fyrri verkum snúning síðan hin rétt- nefnda Monster sló mann gjör- samlega í rot. Ekki er svo að skilja að allt sé vont sem sveitin kemur nálægt. Vandinn er fremur sá að þetta er allt svo inni- lega upp og ofan að maður getur ekki lengur hlustað á heila R.E.M. plötu í gegn án þess að draga ýsur – og erum við að tala um sömu sveit og gaf út ótrúlega heildstæð verk á borð við Reckoning, Document og Automatic For The People. Allt of sjaldan sést til sólar á nýju plötunni Around the Sun. Oftast nær rok og rigning, slydda og skafrenn- ingur eins og í „The Outsider“ (með meiriháttar hallærislegu rappi frá Q- Tip – hvílíkt dómgreindarleysi!), Fin- al Straw I Wanted To Be Wrong og svo mætti lengi telja – allt voðalega þunglamalegt og þreytt, eins og ein- hver uppskafningur af Automatic. Synd hvað það kemur illa niður á sól- arglætunni; fínum lögum eins og „Leaving New York“, rafmagnað „Electron Blue“ og seiðandi þrennan sem „High Speed Train“, „The Worst Joke Ever“ og „The Ascent of Man“. Vonandi hefur ekki endanlega dregið fyrir sólu hjá R.E.M. Sést vart til sólar TÓNLIST Erlendar plötur R.E.M. – Around The Sun  Skarphéðinn Guðmundsson reyndari samleikara sína. „Leikstjórinn, Friðrik Þór Friðriksson, er mjög öfgafullur,“ sagði Martin í viðtalinu. „Hann talar ekki mikið við mann og leyfir manni að halda áfram. Stundum fannst mér næstum að ég væri að leikstýra sjálfum mér, sem er mjög erfitt því maður veit ekki hvort maður geng- ur of langt eða gerir ekki nógu vel,“ sagði hann. „Þegar Peter Capaldi og Gary Lewis komu á settið varð ég að útskýra fyrir þeim hvernig Friðrik vinnur því þeir voru frekar stressaðir með þetta. Reyndar, í fyrstu viku í tökum, fór ég alveg yfir um. Þetta var mjög erfitt vegna þess að ég var alltaf vanur því að einhver fylgdist með mér. Þetta er svona mynd sem fólk annaðhvort elskar eða hatar,“ sagði hann. Martin vakti fyrst athygli fyrir mynd leik- stjórans Kens Loach, Sweet Sixteen. Hann var að klára aðra mynd eftir Loach, sem nefnist Ticket, og verður frum- sýnd á næsta ári. Til viðbótar er Martin með fast hlutverk í þáttunum Hálandahöfð- inginn, sem hafa verið sýndir í Sjónvarpinu. MARTIN Compston, einn aðalleikara í myndinni Næsland, tjáir sig um samstarfið við leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson á vef blaðsins Daily Record um helgina. Sagt er frá því að myndin sé tekin upp á Íslandi og að Martin sé í hlutverki þroskahefts tán- ings. Segir í viðtalinu að Martin hafi í tökum komist í þá stöðu að þurfa að hughreysta Friðrik Þór og Martin Compston glaðir í bragði á frumsýningu Næs- lands í Háskólabíói. Kvikmyndir | Martin Compston ræðir um Friðrik Þór í viðtali Þurfti að hughreysta samleikara sína LEIKKONAN Janet Leigh er látin 77 ára að aldri. Leigh lék í alls 63 kvikmyndum og var á sínum tíma ein vinsælasta leikkonan í Hollywood. Það var um það leyti sem lék í sinni frægustu mynd, Psycho, sem er frá árinu 1960. Í myndinni leikur Leigh mótelgestinn Marion Crane sem stunginn er til bana af Norman Bates þar sem hún er í sturtu en það er eitt frægasta atriði kvikmyndasögunnar. Leigh lést af völdum sjaldgæfs sjúkdóms sem kallast „vasculitis“ en það er kvilli sem ræðst á hvítu blóð- kornin. Meðal annarra frægra mynda sem Leigh lék í má nefna The Manch- urian Cadidate, Little Women og Two Tickets To Broadway. Hún var gift leikaranum Tony Curtis á sínum tíma og saman eiga þau leikkonuna Jamie Lee Curtis, sem lék m.a. í A Fish Called Wanda og True Lies. Leigh viðurkenndi eitt sinn að sturtuatriðið fræga hefði haft þau áhrif á sig að hún hefði ætíð eftir það verið hrædd við að fara í sturtu. Það tók Alfred Hitchcock viku að klára atriðið – heilar 70 tökur. „Ég var orðin eins og sveskja að húka þarna í sturtunni í heila viku. Sem betur fer var vatnið heitt.“ Leigh var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir frammi- stöðu sína í sturtunni og vann Golden Globe- verðlaunin. Síðasta mynd sem Leigh lék í var hin lítt þekkta gam- anmynd A Fate Tot- ally Worse Than Death, en hún lék einnig í með dóttur sinni Jamie Lee í Halloween H20: 20 Years Later frá árinu 1998. Kvikmyndir | Leikkonan Janet Leigh látin Öskrað í sturt- unni. Leigh sagð- ist alltaf hafa hræðst að fara í sturtu. Lék í „sturtuatriðinu“ í Psycho Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.