Morgunblaðið - 20.10.2004, Page 2
SAMNINGANEFND Sjómanna-
sambandsins verður ekki boðuð
til fundar í þessari viku til að
ræða stöðuna í kjaraviðræðum og
fá heimild til að undirbúa at-
kvæðagreiðslu um verkfall. Hólm-
geir Jónsson, framkvæmdastjóri
Sjómannasambandsins, segir að
ekki hafi verið ákveðið hvenær
hún verði kölluð saman. „Á með-
an vonin er einhver er ekki tíma-
bært að kalla saman fund,“ segir
hann. Af því gæti þó orðið í næstu
viku.
Sjómenn og útvegsmenn hafa
fundað reglulega síðustu vik-
urnar og í dag er boðað til þriðja
fundarins í þessari viku.
Aðspurður segir Hólmgeir að
hann vilji ekki leggja mat á hvort
meiri sáttatónn sé í mönnum
þessa dagana. „Það er voðalega
erfitt að segja til um það en menn
eru að hittast og það er af hinu
góða. Menn sjá kannski ekki ár-
angur eftir daginn en það getur
skilað sér seinna,“ segir hann.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir í raun
ekkert nýtt að frétta af deilunni,
enn sé rætt um sömu viðfangsefni
og áður. Fundir hafi verið tíðir
frá því um miðjan september og
yfirleitt hittist menn oft í viku.
Samninganefnd
ekki boðuð á fund
Yf ir l i t
2 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 28
Úr verinu 12 Umræðan 28/33
Viðskipti 14 Bréf 33
Erlent 16 Minningar 34/36
Heima 18 Dagbók 40/42
Höfuðborgin 20 Víkverji 40
Suðurnes 21 Menning 43/49
Akureyri 22 Bíó 46/49
Landið 22 Ljósvakamiðlar 50
Daglegt líf 24/25 Veður 51
Forystugrein 26 Staksteinar 51
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir álímt auglýsingaspjald frá
Nóatúni.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
SAMKOMULAG hefur náðst um sameiningu Há-
skólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands og
er stefnt að því að henni verði endanlega lokið
næsta sumar. Auk núverandi viðfangsefna skól-
anna tveggja verður m.a. boðið upp á MS-nám í
verkfræði og meistaragráðu í kennslufræði og
frekara framhaldsnám eftir aðstæðum. Skólinn
hefur heimild til að innheimta skólagjöld en nú-
verandi nemendur í THÍ munu ekki þurfa að
greiða hærri gjöld en nú er krafist af þeim.
Samkvæmt viljayfirlýsingu sem var undirrituð í
gær mun einkahlutafélag í eigu Verslunarráðs Ís-
lands, Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnu-
lífsins taka yfir rekstur skólanna en fram að
þessu hefur HR verið rekinn af Verslunarráði en
THÍ verið ríkisháskóli. Sjö manna stjórn verður
skipuð yfir einkahlutafélaginu sem jafnframt
verður háskólaráð hins nýja skóla. Sameining er
háð því að Alþingi fallist á lagabreytingar sem
nauðsynlegar eru til að af sameiningunni geti orð-
ið. Hluthafar leggja fram 300 milljónir króna í
eigið fé og er félaginu ekki ætlað að skila eig-
endum sínum arði.
Formlegar viðræður um sameininguna hafa
staðið yfir síðan í ágúst. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra, sem átti frum-
kvæðið að viðræðunum, sagði að með sameining-
unni sköpuðust skilyrði fyrir öflugan og
stöndugan háskóla sem yki enn á möguleika Ís-
lendinga til að velja sér nám og skóla. Íslendingar
hefðu verið örlitlir eftirbátar annarra Evr-
ópuþjóða í tæknigeiranum og í sameiningu skól-
anna fælist mikið tækifæri til þess að efla raun-
greinamenntun, sérstaklega í tækni- og
verkfræði. Báðir skólarnir hefðu haft metn-
aðarfullar áætlanir um frekari uppbyggingu og í
kjölfarið hefði hún efnt til viðræðna um samein-
ingu sem nú hefði verið ákveðin. „Þetta var tæki-
færi sem ekki var hægt að láta fram hjá sér fara,“
sagði hún.
Í nýtt hús árið 2007
Framlög ríkisins verða annars vegar miðuð við
nemendafjölda og hins vegar fær skólinn rann-
sóknarfé sem mun fara stighækkandi til 2009.
Ljóst má vera að skólinn verður stöndugur með
fjárframlögum ríkisins, öfluga bakhjarla og
möguleika á að innheimta skólagjöld. Spurð um
áhrif sameiningarinnar á umræðu um skólagjöld í
Háskóla Íslands sagði Þorgerður Katrín að hún
hefði sagt að ekki kæmi til greina núna að inn-
heimta skólagjöld í grunnnámi. Hún væri á hinn
bóginn tilbúin í viðræður um skólagjöld í fram-
haldsnámi en margir innan HÍ hefðu rætt um
slíkt. Þrýstingur á það gæti aukist. „Ég held að
menn verði að sjá að ákveðin tækifæri felast í
skólagjöldum. Það er verið að auka svigrúm há-
skóla og tækifæri til að þróast frekar á sjálf-
stæðum forsendum,“ sagði hún.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR, og Stef-
anía Katrín Karlsdóttir, rektor THÍ, fögnuðu
sameiningunni og sögðu hana bæði mikilvæga
fyrir menntun og samkeppnishæfni íslensks at-
vinnulífs.
Miðað er við að sameiningu skólanna verði lokið
næsta sumar og að nemendur innritist í hinn nýja
skóla haustið 2005. Þá er stefnt að því að skólarnir
verði komnir undir sama þak árið 2007 og munu
nokkrir staðir koma til greina í því sambandi.
HR og THÍ verða sameinaðir og mun einkahlutafélag sjá um rekstur skólans
Morgunblaðið/Golli
Forsvarsmenn skólanna tveggja og menntamálaráðherra undirrituðu samkomulagið í gær.
Mun efla tækni- og verkfræðimenntun
Þrjár beiðnir
samþykktar
UNDANÞÁGUNEFND vegna
verkfalls grunnskólakennara sam-
þykkti í gær þrjár undanþágu-
beiðnir, frá Hamraskóla, Hafra-
lækjarskóla og Hlíðarskóla á
Akureyri. Alls voru ellefu beiðnir
um undanþágu ræddar á fund-
inum. Sigurður Óli Kolbeinsson
nefndarmaður sagði að afgreiðslu
þriggja beiðna, sem fyrir nefnd-
inni lágu, hefði verið frestað, því
fulltrúi kennara hefði viljað afla
sér frekari upplýsinga um þau
mál. „Ég vona að það verði gengið
frá því sem allra fyrst og þær
undanþágubeiðnir afgreiddar sem
fyrst,“ sagði hann.
Unnu Sviss
í 5. umferð
ÍSLENSKU sveitirnar á ólympíu-
skákmótinu á Mallorca háða harða
baráttu við sterka andstæðinga í
fimmtu umferð, sem tefld var í gær.
Karlasveitin tefldi við Svía og varð
niðurstaðan 2-2, Bragi vann öruggan
sigur á stórmeistaranum Stellan
Brynell, á 4. borði, en Þröstur tapaði
slysalega fyrir alþjóðlega meistaran-
um Emanuel Berg. Hannes Hlífar
gerði jafntefli við stórmeistarann
Evgenij Agrest og Helgi við alþjóð-
lea meistarann Johan Hellsten.
Konurnar tefldu við svissnesku
sveitina og unnu 2-1. Lenka vann
stórmeistarann Tatjönu Lematsjko
og Guðfríður Lilja vann Moniku
Seps en Guðlaug tapaði fyrir alþjóð-
lega meistaranum Gundulu Heinatz
sem hefur unnið allar skákir sínar á
mótinu til þessa.
Karlaliðið hefur 11 vinninga í 20
skákum og kvennaliðið hefur 8,5
vinninga í 15 skákum.
STEFÁN Jón Hafstein, borgar-
fulltrúi R-listans og formaður
framkvæmdastjórnar Samfylking-
arinnar, segir hagsmuni Reykja-
víkurborgar ólíka hagsmunum
flestra annarra sveitarfélaga og
borgin sé ekki skuldbundin til að
vera í hagsmunafloti með „öðrum
sveitarfélögum“.
„Ef menn kjósa að vera í þessum
smáhreppum hingað og þangað um
landið – eitt hundrað talsins – þá
er ekkert sem segir að við eigum
að vera í hagsmunagæslu með
þeim. Hagsmunirnir eru svo ólíkir
eins og berlega kemur í ljós á hin-
um ýmsu sviðum. Ég tel að verði
ekki breyting á þessu fyrirkomu-
lagi, og það hratt og örugglega,
eigi Reykjavíkurborg að endur-
skoða afstöðu sína til þátttöku í
Sambandi sveitarfélaga vegna þess
að hagsmunir okkar eru svo ólíkir
hagsmunum flestra annarra sveit-
arfélaga,“ sagði Stefán Jón á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur í gær-
kvöldi.
Vildi hann frekar horfa á eflingu
starfsins í Sambandi sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu og taka upp
sérstakt samband sveitarfélaga á
suðvesturhorninu.
Gagnrýndi stöðu oddvita
Sjálfstæðisflokksins
Hann sagði að þetta vekti upp
spurningar um stöðu formanns
Sambands sveitarfélaga, Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar, sem jafnframt
er oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn. Eina klukkustund
væri hann að ræða við samflokks-
menn sína í ríkisstjórn um stöðu
sveitarfélaga og hina stundina væri
hann kominn niður í ráðhús. „Þá
eigum við bara að taka á móti hon-
um eins og skátahöfðingja allra
sveitarfélaga – algjörlega ópólitísk-
ur og friðflytjandi um öll þessi mál.
Og við eigum bara að vera himinlif-
andi yfir því hvað hann standi sig
vel í að tala við flokksfélaga sína
sem algjörlega hafna öllum lausn-
um á því sem hann er að biðja um,“
sagði Stefán Jón Hafstein.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagð-
ist hafa verið 14 ár formaður Sam-
bands sveitarfélaga og ekki verið
vændur um það að ganga erinda
einhvers tiltekins stjórnmálaflokks
þegar hann væri að sinna hags-
munum sveitarfélaganna í landinu.
Hann gæti talið upp þúsund dæmi
um hagsmunagæslu hans fyrir
Reykvíkinga og hann hefði náið
samstarf við þá sem stjórnuðu
borginni. Það hefði ekki haft áhrif
að hann væri í minnihluta í borgar-
stjórn um tíma.
Reykjavík endurskoði þátt-
töku í Sambandi sveitarfélaga
NÝTT HJARTALYF
Fyrstu prófanir hjá Íslenskri
erfðagreiningu (ÍE) á nýju lyfi,
DG031, sýna að það hefur mark-
tæk áhrif á áhættuþætti hjarta-
áfalls og veldur almennt ekki
aukaverkunum. Næsta skref er að
prófa lyfið á 1.500 til 2.000 sjúk-
lingum víða um heim.
Gífurleg eyði legging
Gífurleg eyðilegging blasti við á
bænum Knerri í Breiðuvík í gær
eftir stórbrunann sem varð á
mánudagskvöld. Hlaða, fjárhús og
vélageymsla voru rústir einar og
6–700 lömb brunnu inni.
41 á s júkrahús eft ir veltu
Rúta fauk út af veginum og valt
undir Akrafjalli á áttunda tím-
anum í gærmorgun. Um borð voru
45 starfsmenn Norðuráls á leið til
vinnu og var 41 fluttur á sjúkra-
hús. Enginn slasaðist þó alvarlega.
Breskri konu rænt
Breskri konu, Margaret Hassan,
og yfirmanni hjálparstofnunar-
innar CARE var rænt í Bagdad í
gær. Er ekki vitað um kröfur
mannræningjanna en Bretar eru
slegnir óhug enda stutt síðan
breski gíslinn Kenneth Bigley var
líflátinn. Í Bretlandi er kominn
upp mikill kurr innan Verka-
mannaflokksins vegna fyrirætlana
um að flytja breskt herlið í Írak
til átakasvæða í landinu. Hafa
ýmsir þingmenn, sem studdu þó
Íraksinnrásina, mótmælt því harð-
lega.