Morgunblaðið - 20.10.2004, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Samvera eldri borgara
verður í kirkjunni á morgun,
fimmtudaginn 21. október, kl. 15.00
Gestir samverunnar: Reynir Hjartarson, hagyrðingur,
Þórhildur Örvarsdóttir, sópran og Daníel Þorsteinsson,
píanóleikari. Almennur söngur, fræðsla, gamansögur, spjall og
kaffiveitingar. Helgistund í lok samveru í umsjón sr. Arnaldar.
Hjörtur Steinbergsson leikur undir almennum söng.
Glerárkirkja.
GLERÁRKIRKJA
Suðurland | „Þetta er skelfilegt. Við
sjáum ekki til sólar fyrir þessu,“ segir
Sveinn Sigurjónsson, bóndi á Galta-
læk II í Landsveit. Mikið moldrok
hefur gengið yfir allt Suðurland í
storminum í gær og fyrradag og telur
Andrés Arnalds, fagmálastjóri Land-
græðslunnar, að veruleg landeyðing
hafi orðið á hálendinu og efri byggð-
um Suðurlands.
„Þetta er líklega versta uppblást-
ursveður sem komið hefur á sunnan-
verðu landinu um árabil, jafnvel verra
en á uppblástursárunum 1991 til 1993
þegar oft var mikið moldrok,“ segir
Andrés. Hann segir að moldrokið nú
hafi verið í Árnessýslu og austur eftir
suðurströnd landsins og á miðhálend-
inu. Samkvæmt þeim upplýsingum
sem hann hafði síðdegis í gær var
ástandið verst í Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýslu og líkir hann
ástandinu þar við náttúruhamfarir.
Þó er fokið misjafnt eftir svæðum.
Nefnir hann að fólk í Gunnarsholti
telji að moldrokið þar hafi verið verra
en um árabil. Einnig sé ástandið
slæmt í Landsveit, að Fjallabaki, í
Eldhrauni og á Mýrdalssandi.
Andrés segir að það rjúki úr opnum
jarðvegssárum, svo sem flögum og
rofabörðum og úr uppþornuðum
tjörnum, auk þess sem laus sandur á
gömlum sandfokssvæðum sem unnið
hafi verið við að hefta fari aftur á
hreyfingu. Þá fjúki aska og vikur úr
síðustu Heklugosum.
Sáu ekki til fjalla
Sveinn Sigurjónsson sagði að í
gærmorgun hefði hann ekki séð út af-
leggjarann að Galtalæk sem þýðir að
skyggni hefur verið innan við 200
metrar. „Við sáum engin fjöll fyrr en
núna fyrir stundu að það rofaði fyrir
Skarðsfjalli,“ sagði Sveinn síðdegis.
Þá hafði mesta veðrið gengið yfir og
skyggni orðið 400 til 500 metrar.
Sveinn taldi að efnið kæmi af svæð-
inu framan við Búrfell og innar af há-
lendinu. Þetta virðist vera sambland
af sandi, jökulleir og jarðvegsleyfum.
Fyrir þremur vikum gekk yfir
austanrok og flutti til jarðveg, að sögn
Sveins, og núna kemur norðaust-
anáttin þvert á þetta. „Venjulega er
belgingur hér í norðanáttinni en
þessu veðri hafa fylgt miklar storm-
hviður. Ég stóð varla þegar ég kom út
í morgun,“ segir Sveinn og telur að
þessi mikli vindur sem staðið hefur í
þetta langan tíma hafi átt auðvelt með
að vinna á ófrosinni jörðinni. „Ég
hefði vel getað þegið eitthvað af
snjónum sem þeir fengu fyrir austan.
Það hefði hægt á eyðingunni.“ Síð-
degis var orðið lygnara en Sveinn var
þó ekki farinn að átta sig á skemmd-
um. Landgræðslan hefur sáð töluvert
í nágrenni bæjarins til að hefta land-
eyðingu og telur hann fullvíst að
skemmdir hafi orðið þar. „Það hefur
orðið gríðarlegt tjón af þessu.“
Andrés segir að ekki sé hægt að
meta skemmdir á landi enn sem kom-
ið er en telur að þær eigi eftir að koma
í ljós víða. „Hætt er við að sumsstaðar
gangi sandöldur langt inn á gróið
land,“ segir hann. „Þetta sýnir okkur
að þótt við teljum okkur hafa náð góð-
um árangri í landgræðslu er jafnvæg-
ið viðkvæmt. Ekki þarf mikið til að
það raskist. Sá lærdómur sem við
drögum af þessu er að ekki megi
skilja við verstu svæðin fyrr en búið
er að loka þeim að fullu og helst að
mynda skjól með kjarri til að brjóta
niður vindinn,“ segir Andrés.
Landeyðing og mikið moldrok í storminum sem gengið hefur yfir Suðurland síðustu tvo daga
„Sjáum ekki til sólar fyrir þessu“
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Moldin litar listaverkið Í fyrsta hausthretinu útbjó náttúran sín listaverk. Austan við Vík í Mýrdal rauk vatn úr fisk-
eldistjörn og hrannaðist upp á bakkanum og nálægri girðingu. Moldrokið sem gekk yfir sá um að lita allt brúnt.
LANDIÐ
AKUREYRI
Íbúum fjölgar| Á fyrstu þremur
ársfjórðungum ársins 2004 hafa 89
íbúar flutt til Eyjafjarðarsveitar, en
70 úr sveitarfélaginu. Aðfluttir um-
fram brottflutta eru því samtals 19.
Þetta kemur fram á vef Eyjafjarð-
arsveitar og er vitnað í tilkynningu
um búferlaflutninga frá Hagstofu Ís-
lands.
Alls voru íbúar í Eyjafjarðarsveit
958 talsins 1. desember síðastliðinn.
Á Norðurlandi eystra eru brottfluttir
umfram aðflutta á sama tímabili 107
og í sveitarfélögum við Eyjafjörð eru
brottfluttir umfram aðflutta á tíma-
bilinu 32. Mest er fjölgun í Hörg-
árbyggð, en þar voru aðfluttir um-
fram brottflutta 24 talsins.
VERÐKÖNNUN á umfelgun og
jafnvægisstillingu hjá fjórum verk-
stæðum á Akureyri sýnir að verð-
munur milli þeirra er á bilinu 13% og
upp í 20%. Neytendasamtökin gerðu
verðkönnunina hjá Toyota, Dekkja-
höllinni, Höldi og Gúmmívinnslunni.
Munur á umfelgun og jafnvægis-
stillingu á fólksbíl er 13,3%, lægsta
verð er hjá Höldi, 4.547 krónur, en
hæst hjá Gúmmívinnslunni 5.150
krónur. Þegar kemur að litlum jeppa
er munurinn 21,4%, kostar mest hjá
Toyota, 6.808 krónur en minnst hjá
Höldi, 5.610 krónur. Hvað meðal-
jeppann varðar er munur á verði
17,8%, umfelgun og jafnvægisstilling
kostar 9.012 krónur hjá Toyota en
7.650 krónur hjá Höldi. Þegar að
stórum jeppum kemur er það sama
uppi á teningnum, mest kostar að
fara með slíka jeppa til Toyota, 9.572
krónur en minnst hjá Höldi, 7.990
krónur og er munurinn 19,8%.
Fram kemur að Neytendasamtök-
in hafi síðast gert verðkönnun á um-
felgun í apríl 2002. Verðmunur milli
aðila var þá frá 2,6% upp í 9,7%. Þó
svo að verðmunurinn sé meiri nú en
þá hefur verð ekki hækkað mikið á
þessum tíma. Lægsta verð er raunar
í nær öllum tilvikum lægra nú en þá.
Verðmunur á um-
felgun 13–20%
ÚR Fjörunni til fjarlægra landa er
heiti á sýningu sem opnuð var í Amts-
bókasafninu á Akureyri á laugardag,
en sýningin fjallar um einn frægasta
Akureyring fyrr og síðar, Jón Sveins-
son, Nonna. Ólafur Ragnar Grímsson
forseti Íslands opnaði sýninguna á
dánardægri Nonna, 16. október en 60
ár voru liðin frá láti hans þann dag.
Æskuminningar Nonna úr Eyja-
firði voru aðalefniviðurinn í hinum
vinsælu Nonnabókum sem þýddar
hafa verið á yfir 30 tungumál. Á sýn-
ingunni eru Nonnabækur á erlendum
tungumálum,vatnslitamyndir úr nýj-
um útgáfum Nonnabókanna eftir
Kristin G. Jóhannsson auk ýmissa
muna og mynda sem tengjast lífi og
störfum jesúítaprestsins og rithöf-
undarins Jóns Sveinssonar.
Ólafur Ragnar sagði þegar hann
opnaði sýninguna að hann hefði sem
ungur drengur á Ísafirði lesið Nonna-
bækurnar og hrifist mjög af ævintýr-
um Nonna. Seinna í störfum sínum
sem forseti hefði hann kynnst mörgu
fólki í útlöndum sem þekkti til Nonna
og hefði kynnst Íslandi í gegnum
bækur hans. Sérstaklega væri þessi
áhugi mikill í Þýskalandi og minntist
forsetinn sérstaklega á það hversu
mikillar aðdáunar og virðingar Nonni
nýtur enn í Köln, en þar lést Nonni
fyrir 60 árum og er jarðsettur þar.
Þakkaði forsetinn Zontaklúbbi Akur-
eyrar fyrir að hafa varðveitt minn-
ingu Nonna með því að setja á fót og
reka minningarsafn í Nonnahúsi.
Forseti Íslands opnaði
sýningu um Nonna
Ljósmynd/Rúnar Þór
Sýning um Nonna Ólafur Ragnar Grímsson opnaði sýningu um Jón Sveins-
son, Nonna, í Amtsbókasafninu á Akureyri á laugardag, á dánardægri
hans, en hún nefnist Úr Fjörunni til fjarlægra landa. Áður brá hann sér í
Nonnahús við Aðalstræti og skoðaði það í fylgd Brynhildar Pétursdóttur,
safnvarðar Nonnahúss, og Hólmkels Hreinssonar amtsbókavarðar.
Mótmæla gjöldum | Félag stúd-
enta við Háskólann á Akureyri,
FSHA, mótmælir harðlega hug-
myndum um hækkun innrit-
unargjalda við Háskólann á Ak-
ureyri.
Í yfirliti um lagabreytingar sem
gert er ráð fyrir að komið verði í gegn
sem forsendur fjárlaga 2005, kemur
fram að gert verði að tillögu að innrit-
unargjöld nemenda verði hækkuð úr
32.500 í 45.000. Er þar um að ræða
tæplega 40% hækkun, eða um 16
m.kr. tekjuhækkun fyrir skólann,
segir í ályktun frá félaginu.
Þar kemur einnig fram að félagið
fagni auknu fjármagni HA til handa,
telur það að leitað sé á röngum stað
að því fjármagni.
FSHA hvetur Háskólann á Ak-
ureyri til að nýta sér ekki þessa heim-
ild til hækkunar innritunargjalda.
Styrkja ekki | Ingólfur Ásgeir Jó-
hannesson hefur sent jafnréttis- og
fjölskyldunefnd Akureyrarbæjar er-
indi þar sem hann óskar eftir styrk
að upphæð kr. 150–200 þúsund vegna
bókar sem hann er með í smíðum um
karlmennsku og jafnréttisuppeldi.
Í bókun frá fundi nefndarinnar
kemur fram að hún geti ekki orðið
við erindinu, en fagni hins vegar
framtakinu og óskar höfundi góðs
gengis.
Fyrsti fundur vetrarins | Félag
foreldra og aðstandenda samkyn-
hneigðra á Norðurlandi heldur fund
á Sigurhæðum á fimmtudagskvöldið
kl. 20. Þar verður fjallað um starfs-
árið framundan, skýrslu nefndar
forsætisráðherra um réttarstöðu
samkynhneigðra og fleira. Félagið
tók til starfa síðastliðið haust og var
þátttaka strax góð, en í ljós kom að
mikil þörf var á vettvangi fyrir að-
standendur, þar sem menn hittust,
fræddust og hjálpuðust að við að
finna svör við spurningum og að
leita leiða til að styðja börn sín í lífi
og starfi. Fólk sem á langt að sækja
getur verið í sambandi við hópinn
um síma eða með tölvupósti.
Íþróttaiðkun í verkfalli | Grunn-
skólabörnum á Akureyri stendur
ýmislegt til boða hvað varðar
íþróttaiðkun nú í verkfalli grunn-
skólakennara. Heilsueflingarátakið
„Einn, tveir og nú!“ stendur yfir en
það miðar að því að virkja grunn-
skólabörn og foreldra þeirra til
reglubundinnar hreyfingar.
Skautahöllin er opin lengur en
vant er, er opnuð kl. 10 alla virka
morgna og er opin til kl. 15 eða 16 og
einnig á föstudagskvöldum. Næstu
tvær vikur verður grunnskólabörn-
um boðið upp á endurgjaldslausa
skautaleigu. Hestaleigan Kátur býð-
ur upp á fimm daga reiðnámskeið á 6
þúsund krónur og þá benda for-
svarsmenn átaksins á að sundlaugar
séu opnar, íþróttir sé hægt að
stunda á vegum íþróttafélaganna í
bænum og líkamsræktarstöðvar
hafa sumar boðið upp á sérstök til-
boð fyrir börn í efri bekkjum grunn-
skóla.