Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 1

Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 297. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Amerísku auðmennirnir Lokagrein Åsne Seierstad frá Bandaríkjunum 29 Tímaritið og Atvinna í dag Tímarit Morgunblaðsins | Miðborgarfjölskylda með sterkar skoðanir  Snyrtipinnar og skartið þeirra  Frábær Riesling og yndisleg kampavín Atvinna | Svíar vilja íslenska tannlækna Starfsmat hjá borginni 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 Buttiglione afþakkar tilnefningu Róm. AP, AFP. ROCCO Buttiglione, sem Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hafði tilnefnt til að fara með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, dró sig til baka í gær. Áður höfðu þingmenn á Evrópuþinginu hót- að að hafna allri framkvæmdastjórninni ef Buttiglione yrði haldið til streitu. Haft var eftir Berlusconi í fyrrakvöld, að líklega væri ekki um annað að ræða en til- nefna annan mann í stað Buttigliones og telja margir líklegt, að hann tilnefni Mario Monti í hans stað. Hefur hann áður átt sæti í framkvæmdastjórninni og fór þá með sam- keppnismál. Er hann fyrrverandi prófessor í hagfræði og nýtur almennrar virðingar. Jose Manuel Barroso, nýr forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, hefur síðustu daga átt miklar viðræður við leiðtoga ESB- ríkjanna um þessi mál en meirihluti þing- manna á Evrópuþinginu hafnaði Buttig- lione vegna afturhaldssamra skoðana hans í trú- og samfélagsmálum. Á lokasprettinum er mest áhersla lögð á þau ríki þar sem baráttan er tvísýnust. Í fyrradag voru þeir í New Hampshire, Flórída og Ohio og í gær ætluðu þeir að vera með fundi í sex ríkjum. Myndbandið frá bin Laden þar sem hann hótar nýjum árásum á Bandaríkin, hefur breytt áherslu frambjóðendanna á síðustu metr- unum og hryðjuverkastríðið yfir- skyggir nú allt annað. Viðbrögð Kerrys voru að heita að láta einskis ófreistað við að kveða nið- ur al-Qaeda. Um leið sakaði hann Bush um að hafa látið bin Laden sér úr greipum ganga í Tora Bora í Afganistan. Sagði hann, að for- setinn hefði ekki beitt hernum sem skyldi, heldur ætlast til, að afganskir stríðsherrar ynnu verkið. Hefur Bush brugðist ókvæða við þessu og sakað Kerry um að niðra bandaríska hernum. Líklega engin tilviljun Fréttaskýrendur segja, að lík- lega sé það engin tilviljun, að myndbandið frá bin Laden komi fram núna og hugsanlega sé því ætlað að hafa einhver áhrif á kosningabaráttuna. Hver þau muni verða, ef einhver, sé hins vegar óljóst. Myndbandið sýnir, að bin Laden er á lífi og einnig, að al-Qaeda er enn að verki þremur árum eftir upphaf hryðjuverka- stríðsins. Það gæti hugsanlega gagnast Kerry. Á hinn bóginn gæti það haft þau áhrif á óákveðna kjósendur, að þeir snerust til fylgis við Bush. Hryðjuverka- stríðið í brennipunkti Óvíst um áhrif yfirlýsinga bin Ladens á kosningarnar vestra Washington. AFP. Reuters Saman á endasprettinum Arnold Schwarzenegger og George W. Bush forseti í pappírsregni á kosn- ingafundi í Ohio í fyrrakvöld. Hét Bush því, að Bandaríkjamenn myndu ekki láta hótanir Osama bin Ladens hafa áhrif á sig. OSAMA bin Laden og nýtt myndband frá honum setja svip sinn á síð- ustu daga kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. Hafa báðir fram- bjóðendurnir, þeir George W. Bush forseti og John Kerry, heitið að uppræta al-Qaeda, hryðjuverkasamtök bin Ladens, en saka jafnframt hvor annan um að nota hryðjuverkastríðið í pólitískum tilgangi.  Reykjavíkurbréf/28 SKRIFAÐ var undir nýjan kjarasamning milli sjómanna og útvegsmanna í húsakynnum ríkis- sáttasemjara í gær, laugardag. Samningurinn gildir til maíloka árið 2008 og á þeim tíma hækka kauptrygging og launaliðir sjómanna og skip- stjórnarmanna um 17,6%. Fer samningurinn nú til atkvæðagreiðslu með- al sjómanna og er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en um miðjan desember. Frá gildistöku samnings munu launaliðir hækka um 4,25%, um 3% hinn 1. janúar næstkomandi, 3,5% 1. janúar 2006, 2,25% í janúar 2007 og loks 3,5% hinn 1. janúar árið 2008. Eru þetta sambærilegar hækkanir og í samningi Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur, nema að samningstíminn er einu ári lengri. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam- bandsins, segir það mest um vert að hafa náð fram ákvæðum í samninginn um lífeyrissjóðs- greiðslur af öllum launum, bæði í séreignasjóð og viðbótarlífeyrissparnað. Tekist hafi að ná fram baráttumálum til margra ára, m.a. ákvæði um löndunarfrí og lengri uppsagnarfrest. Vegvísir til framtíðar Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins, segir að hér sé um tíma- mótasamning að ræða að mörgu leyti. Hann færi sjómenn „á rétta staði í tíma og rúmi“ og þeir hafi nú náð fram svipuðum kjarabótum og aðrir laun- þegar. Árni vonast til þess að samningurinn verði samþykktur í atkvæðagreiðslu. Gerist það ekki, verði hann að fara að leita sér að nýrri vinnu. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir samninginn vera mikið gleðiefni. Gríð- arleg samningsvinna sé nú að baki og undanfarið hafi deiluaðilar lagt hart að sér, með dyggri að- stoð ríkissáttasemjara. Friðrik segir mestu skipta að samningurinn sé vegvísir inn í framtíð- ina í samskiptum sjómanna og útvegsmanna og vonandi séu tímar vinnudeilna og verkfalla til sjós liðnir. Möguleikar hafi skapast á aukinni hagræðingu sem muni skila bæði sjómönnum og útgerðinni ávinningi. „Tímamótasamningur“ sjómanna og útvegsmanna Launaliðir hækka um 17,6% til vors 2008 Morgunblaðið/Golli Kátt var yfir talsmönnum sjómanna og útvegsmanna í Karphúsinu í gær, þeim Friðriki J. Arn- grímssyni, Árna Bjarnasyni, Björgólfi Jóhannssyni, formanni LÍÚ, og Sævari Gunnarssyni.  Möguleikar til/6 FJÁRMUNIR verða tryggðir til að hrinda í framkvæmd tillögum vegna hættumats, sem unnið er að vegna eldgosa og hlaupa frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdals- jökuls. Þetta kom fram í ávarpi Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, á opnum fundi í félagsheimilinu Goðalandi í Fljóts- hlíð í gærmorgun. Þar voru frumniðurstöð- ur hættumats kynntar íbúum og eins á fundi síðdegis í gær í Landeyjum. Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rang- æinga og formaður stýrihóps hættumats- ins, sagði mikilvægt að heimamenn yrðu fræddir jafnóðum og hættumatið vinnst og kallað eftir skoðunum þeirra og tillögum. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor og Guðrún Larsen sérfræðingur kynntu niðurstöður nýrra rannsókna á eldvirkni í fyrrnefndum gosstöðvum og hlaup af þeirra völdum. Þá kynnti Víðir Reynisson, frá al- mannavarnadeild ríkislögreglustjóra, verk- áætlanir almannavarna vegna mögulegra hamfara í Mýrdalsjökli eða Eyjafjallajökli. Ná þær til svæðisins frá Hellu að Kirkju- bæjarklaustri. Morgunblaðið/RAX Magnús Tumi Guðmundsson og Björn Bjarnason ræðast við á fundinum. Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá Mýrdals- og Eyjafjallajökli Mestar líkur á að Kötlu- hlaup fari um Mýrdalssand  Hættan á/10 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.