Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 6

Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 6
6 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Læknastofur til leigu í Lágmúla 5. Um er að ræða aðstöðu fyrir sérfræðilækna þar sem boðið er upp á alhliða þjónustu með símsvörun og bókunarþjónustu. Húsnæðið er á fjórum hæðum og sú þjónusta sem í boði verður hentar vel fyrir alla sérfræðilækna s.s. geðlækna og einnig þá sem þurfa aðgang að skurðstofum. Í húsinu er nú þegar veitt fjölbreytt þjónusta, m.a. er starfrækt skurðstofa á staðnum. Nánari upplýsingar veitir: Þórarinn Þórhallsson í síma 693 2223. Lækning · Lágmúla 5 · 108 Reykjavík. Læknastofur til leigu LÆKNING Hefði átt að virkja sam- hæfingarstöð almanna- varna vegna rútuslyss Segir björgunar- störf hafa gengið vel BJÖRGUNARSTÖRF eftir að rúta með 45 starfsmönnum Norð- uráls valt undir Akrafjalli fyrir rúmlega viku gengu vel að mati Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra. Eftir á að hyggja hefði þó verið rétt að virkja samhæfingarmiðstöð almanna- varna og þá fékk Sjúkrahúsið á Akranesi ekki upplýsingar um að von væri á jafn mörgum slösuðum og raun bar vitni. Jón Bjartmarz sat á þriðjudag fund með framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, fulltrúum lögregl- unnar á Akranesi og í Borgarnesi og framkvæmdastjóra sjúkrahúss- ins. Jón segir að á fundinum hafi verið farið yfir til hvaða aðgerða var gripið og hvað betur mætti fara. Slíkt sé ávallt til bóta, hvort sem einhver vandamál hafi komið upp eða ekki. Jón segir að stuttur tími hafi lið- ið frá því tilkynning barst um rútuslysið og þar til búið var að koma öllum af vettvangi en síðan hafi myndast mikið álag á sjúkra- húsinu. Í fyrstu hafi ekki verið tal- ið að svo margir væru slasaðir og því ekki talin ástæða til að ræsa almannavarnakerfið. Eftir á að hyggja hefði verið rétt af embætti ríkislögreglustjóra að virkja sam- hæfingarstöð almannavarna. Farið hafi verið yfir málið hjá embætt- inu. Fjarskiptin veiki hlekkurinn Guðjón Brjánsson framkvæmda- stjóri sjúkrahússins hefur sagt að helsta ástæðan fyrir vandræðum í samskiptum viðbragðsaðila hafi verið sú að Tetra-kerfið norðan Hvalfjarðarganga sé ónýtt. „Fjar- skiptin voru veiki hlekkurinn eins og oft vill verða. En þetta óhapp færir okkur heim sanninn um þá miklu rútuumferð sem er á þessu svæði og í Borgarfirði sem við þurfum að vera viðbúin að taka á,“ segir Guðjón. „Á fundinum voru menn sammála um að þegar Tetra- kerfið væri komið í gagnið á svæð- inu yrði haldin sameiginleg hóp- slysaæfing þar sem tekið yrði inn Grundartangasvæðið og svæðin á Akranesi.“ Jón Bjartmarz minnir á að samningur um Tetra-samband á þessum slóðum hafi ekki verið gerður fyrr en í september sl. og samkvæmt honum eigi það að vera komið á um áramót. „ÞAÐ eru allir glaðir yfir að vera komnir aftur til starfa,“ sagði Jó- hann Þorsteinsson kennari og trún- aðarmaður í Oddeyrarskóla á Akur- eyri, en þar hittust kennarar að nýju að loku verkfalli. Farið var yfir stöð- una og Helga Hauksdóttir skóla- stjóri ræddi á fundi um tilhögun skólastarfs næstu daga og vikur og þá voru menn að vona að miðlunartil- laga sáttasemjara hefði skilað sér norður yfir heiðar um eða eftir há- degi. Kennarar ætluðu þá að hittast aftur, leggjast yfir tillöguna og skoða hvað í henni fælist. „Við ætlum að fara rólega af staði, gefa kennurum og nemendum færi á að hittast og fara yfir stöðuna, bera saman bækur sínar,“ sagði Helga skólastjóri. Hún sagði að menn myndu svo bara halda sínu striki, vinna sem best úr málum og stefna að því að vinna vel úr þeirri stöðu sem uppi er. Engin vetrarfrí voru áformuð í grunnskólum Akureyrar fyrr en í febrúar á næsta ári. Hver skóli sér um sitt innra starf, en það sem er sameiginlegt er skólasetning, skóla- slit og vetrarfrí. Í Oddeyrarskóla er 221 nemandi, þeim fjölgaði um fjóra í verkfallinu og kennarar eru 24 talsins. Þar er við lýði svonefnt þriggja anna kerfi, ann- askipti í nóvember og febrúar og því er nú sá tími að fyrstu önn er að ljúka og sú næsta að taka við. „Við fellum niður annaskiptin, kennum á fullu fram til jóla og þá verður hætt við próf sem áttu að vera í næstu viku. Það sem skiptir mestu núna er að koma skólastarfinu í hefðbundinn farveg, komast inn í rútínuna aftur,“ sagði Helga. Svanhildur Daníelsdóttir aðstoð- arskólastjóri nefndi að vissulega hefði mikill tími tapast, en kennarar myndu nú fara yfir námsefnið gagn- rýnum augum og skoða hvort og þá hverju helst er hægt að sleppa og hvar hægt væri að hraða yfirferð. „Annars leggjum við áherslu á að kennarar haldi sínu striki, það gerir bara illt verra ef menn ætla að fara mjög hratt yfir, það skapar streitu hjá nemendum og skilar ekki góðum námsárangri,“ sagði Svanhildur. Þær sögðu skólastarfið snúast um fleira en að telja blaðsíður, mikla áherslu þyrfti að leggja á innra starf- ið. „Það skiptir ekki öllu máli hvort við náum að komast á blaðsíðu 20 eða 30 úr því sem komið er. Við verðum að huga líka að félags- og andlegu þáttunum, hlúa að samstarfi kennara og nemenda, horfa til mannlega þátt- arins og hafa gleðina í fyrirrúmi.“ Svanhildur sagði að nemendur væru misjafnlega staddir nú þegar þeir koma að nýju í skólann eftir 6 vikna verkfall, en flestir hefðu mest- ar áhyggjur af nemendum 10. bekkj- ar, að verkfallið hefði komið verst við elstu nemendurna. „Annars held ég að krakkarnir komi nú full tilhlökk- unar í skólann aftur, það var eigin- lega sama hvort maður hitti stráka úr 9. bekk eða stelpur í 2. bekk með- an á verkfallinu stóð, allir eru á einu máli um að þeir hlakki til að byrja aftur. Ég held þau mæti hingað með gleði í hjarta og tilbúin að fara að vinna af kappi,“ sagði Helga. Framundan er stórt og mikið verkefni Jóhann sagði að fólk myndi nú reyna að vinna á þeim kvíða sem það hefði fundið fyrir vegna ástandsins. „Við vitum ekki hvar við stöndum, fólk hefur verið án launa í 6 vikur og nú vita menn ekki hvort uppskeran verður eins og vonir þeirra hafa stað- ið til,“ sagði Jóhann sem boðaði kennara skólans til sín á fund eftir hádegi í gær til að fara yfir miðl- unartillöguna. „Það tekur sinn tíma að koma skólastarfi í eðlilegt horf á ný, en við leggjum áherslu á að gefa bæði nem- endum og kennurum tíma til að ná áttum. „Framundan er svo stórt og mikið verkefni við að halda áfram þar sem frá var horfið. Ég tel ekki raunhæft að við getum bætt upp all- an þann tíma sem fór í þetta verkfall, en við munum af fremsta megni reyna það. Okkur er umhugað um námsárangur og námsframvindu nemendanna og þykir síður en svo léttvægt að hafa tapað þessum tíma. Með góðri samvinnu kennara, nem- enda og heimilanna vona ég að okkur takist að vinna upp tíma sem fór for- görðum,“ sagði Jóhann og nefndi að ekki spillti fyrir ef gleðin yrði í fyr- irrúmi. Hann sagðist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef miðlunartillagan yrði felld og verkfall skylli á aftur 9. nóvember. „Við verðum að vera bjartsýn og taka bara til starfa af fullum krafti í þeirri von að ekki komi aftur til verkfalls,“ sagði Jó- hann sem eins og samkennarar hans var ánægður að hitta félaga sína á ný í Oddeyrarskóla. Matráðskonan tók vel á móti kennurunum og bauð upp á dýrindis krásir í kaffitímanum sem menn gerðu góð skil á meðan beðið var tíðinda af miðlunartillögunni. Skólastjórar og kennarar í óðaönn að undirbúa skólastarfið framundan Allir glaðir að vera komnir aftur til starfa í skólunum Morgunblaðið/Kristján Kennarar við Oddeyrarskóla á Akureyri komu saman til fundar þegar fyr- ir lá að verkfalli hefði verið frestað. Kennsla hefst á morgun. FRIÐRIK J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, segir að samningurinn við sjómenn, sem und- irritaður var hjá ríkissáttasemjara í gær, skapi möguleika til aukinnar hagræðingar fyrir útgerðina jafnframt því að kjarabætur náist fram fyrir sjó- menn. Það sé beggja hagur að hagræðing eigi sér stað. Í samningnum eru sett inn ákvæði um að lækka megi skiptaprósentu sjómanna ef fækkað sé í áhöfn og hækka hana ef fjölgað er um borð. Er hlutfallið mismunandi eftir útgerðarflokkum en lækkun á hlut er heimiluð frá 0,8% til 2,7%, mest á rækjuveið- um. Samningurinn gildir til maíloka árið 2008 og á þeim tíma hækka kauptrygging sjómanna og launa- liðir um samanlagt 17,6%. Er samningstíminn einu ári lengri en samningar Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur en að öðru leyti sambærilegur. Til viðbótar kemur launahækkun 1. janúar árið 2008 upp á 3,5%. Er samningurinn milli Sjómannasambands Ís- lands, Alþýðusambands Austurlands, Alþýðusam- bands Vestfjarða og Farmanna- og fiskimannasam- bands Íslands annars vegar og Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍU) og Samtaka atvinnu- lífsins hins vegar. Meðal nýrra ákvæða í samningum er að upp- sagnarfrestur er lengdur. Hafi undirmaður starfað hjá sömu útgerð samfellt í þrjá mánuði skal upp- sagnarfrestur vera einn mánuður, eftir tveggja ára starf er uppsagnarfrestur tveir mánuðir og þrír mánuðir eftir fjögurra ára samfellt starf. Fyrir skipstjórnendur er uppsagnarfrestur einnig lengd- ur, verður t.d. sex mánuðir eftir tíu ára starf. Sett eru inn ákvæði um að veita skipverjum laun- að frí vegna veikinda barna sinna og hafnarfrí eru lengd. Þá er sú breyting að tímakaup 2. stýrimanns verður hið sama og hjá skipstjóra og 1. stýrimanni og töluverðar leiðréttingar náðust á kaupi aðstoð- armanna matsveina á frystitogurum, sem skildir voru eftir í síðustu samningum. Ríkissáttasemjari kom í veg fyrir strand Samningsaðilar lýstu ánægju sinni með samning- inn í samtölum við Morgunblaðið í gær. Þökkuðu þeir framlagi Ásmundar Stefánssonar ríkissátta- semjara, sem hefði tekið við stjórninni í brúnni og siglt frá skerjum þegar skipið hafi stefnt í strand, eins og þeir orðuðu það. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam- bandsins, segir ákvæði um lengdan uppsagnarfrest vera mikilvæg. Einnig hafi tekist að fá inn að út- vegsmenn greiði í sjúkrasjóði sjómanna sem svarar til 1% af launum þeirra. Áður hafi þetta verið 1% af kauptryggingu. Sævar segir þetta styrkja sjúkra- sjóði sjómanna, innkoman meira en tvöfaldist. Sævar segist gera sér grein fyrir að ákvæði um skiptaprósentur í afla og mönnunarmál séu við- kvæm og erfitt hafi verið að ná saman um það atriði. Hnökrar kunni að vera einhvers staðar en verði samningurinn samþykktur þá hafi skapast friður um þessi mál í framtíðinni. Friðrik Arngrímsson segir að tekist hafi að inn- leiða sambærileg hlutaskipti og náðist í samningn- um við vélstjóra árið 2001. Í samningnum við sjó- menn sé t.d. hækkað viðmið við olíuverð. Að sögn Friðriks hefur hlutur sjómanna af tekjum útgerð- arinnar verið um 40%, með samningnum hækki sá hlutur í einhverjum tilvikum en standi í stað í öðr- um greinum. Spurður um kostnaðarauka fyrir útgerðina seg- ist Friðrik ekki vilja fara nákvæmlega það út í að svo stöddu, en á samningstíma geti launagreiðslur útgerðarinnar numið 25-30 milljörðum króna. Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins, segist vera glaður yfir því að samningar hafi tekist eftir stranga lotu á alls um 50 fundum. Er hann einnig ánægður með samstarfið við Sjómannasambandið. Árni segir að í framtíðinni eigi að vera auðveldara að ná samningum við út- vegsmenn. Sjómenn séu nú komnir með sambæri- leg réttindi og kjör og aðrir launþegar. Lítur Árni svo á að hvorki sjómenn né skipstjórnendur hafi farið halloka í breytingum á mönnunarmálum. Hag- ræðing eigi að skila báðum ávinningi. Nýr samningur sjómanna og útvegsmanna undirritaður í Karphúsinu í gær Möguleikar til aukinnar hagræðingar fyrir útgerðina Morgunblaðið/Kristinn Samningalota sjómanna og útvegsmanna hefur staðið yfir í tíu mánuði. Hér eru Sævar Gunn- arsson, Friðrik J. Arngrímsson og Árni Bjarna- son í Karphúsinu, þungir á brún, þegar samn- ingaviðræðum miðaði lítt áfram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.