Morgunblaðið - 31.10.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.10.2004, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORSETAKOSNINGARNAR í Bandaríkjunum 2. nóvember næst- komandi upptaka fréttatíma og stjórnmálaumræðu á Vesturlöndum í öfugu hlutfalli við þýðingu þeirra fyrir stefnu Bandaríkjanna, að minnsta kosti í al- þjóðamálum. Grund- vallarmunur er lítill sem enginn á flokk- unum að baki fram- bjóðendanna Bush og Kerrys sem báðir eru langt til hægri á mælikvarða evrópskra stjórnmála. Þriðji frambjóðandinn, Na- der, hefur allt aðra sýn til mála en stendur utan valdakjarnanna í bandarískum stjórnmálum og hef- ur lítil sem engin færi á að kynna sín sjónarmið fyrir kjósendum. Hið óbeina kosningakerfi gegnum kjör- menn veldur því að frambjóðandi sem hlýtur meirihluta atkvæða er ekki öruggur með að ná kjöri eins og gerðist þegar Al Gore varð af forsetaembættinu árið 2000 þrátt fyrir fleiri atkvæði en Bush. Óvíst er að úrslitin verði ljós strax eftir kjördag, allt eins víst að vikur og mánuðir líði áður niðurstaða liggi fyrir og verði fyrst útkljáð fyrir dómstólum. Sama afstaða til Palestínu og Írak Þótt kosningabaráttan sé hávaða- söm og fjárausturinn gengdarlaus ber flest- um utanaðkomandi stjórnmálaskýrendum saman um að Kerry á forsetastóli muni litlu breyta varðandi utan- ríkistefnu Bandaríkj- anna. Afstaða fram- bjóðandans Kerrys til Ísraels og Palestínu er í engu frábrugðin stefnu Bush stjórn- arinnar. Þetta mál er í raun prófsteinn á hvort Kerry sem for- seti myndi einhverju breyta í stefnu Bandaríkjanna gagnvart arabaheiminum. Sem þingmaður studdi Kerry hið ólögmæta árás- arstríð gegn Írak og lýsir því nú yfir í kosningabaráttunni að hann stefni þar að sigri á sömu for- sendum og Bush. Einnig frambjóð- andinn Kerry er andsnúinn því að Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn fái lögsögu yfir Bandaríkjamönnum á sama tíma og þarlend yfirvöld fara með meinta hryðjuverkamenn verr en hunda. Íran hugsanlega næsta skotmarkið Engum dylst að Bandaríkin eru að búa sig undir að beita Íran hörðu vegna stefnu stjórnarinnar í Teh- eran í kjarnorkumálum. Sú afstaða stjórnvalda vestra tengist líkunum á að Ísraelsstjórn kunni fyrr en varir að gera árásir á kjarn- orkuver Írana vegna öryggishags- muna sinna. Hvor keppinautanna sem fer með völd í Hvíta húsinu næstu fjögur ár mun gera þá kröfu til Evrópuríkja að þau leggist á sveifina gegn Íran. Hætt er við að hugmyndir manna um að Kerry á forsetastóli muni draga í land þeg- ar kemur að fyrirbyggjandi árás- um á önnur ríki reynist tálsýn. Talsmaður þýskra sósíaldemókrata í utanríkismálum, Karsten Voigt, segir við Der Spiegel nýkominn frá Bandaríkjunum nú viku fyrir kosningarnar, að þótt Bush og Kerry komi ólíkt fyrir í ræðustól sé munurinn á þeim ekki mikill þegar litið er á einstök stefnuat- riði. Ekki minnst á loftslagsbreytingar Umhverfismál eru gleymd og graf- in í kosningabaráttunni vestra nema hjá utangarðsmanninum Nader. Bandaríkin hafa sætt harðri gagnrýni á alþjóðvettvangi vegna afstöðu sinnar til Kýótóbók- unarinnar. Ríkið sem leggur til þriðjung af mengun lofthjúpsins með gróðurhúsalofttegundum neit- ar að taka þátt í að draga úr mestu umhverfisógn okkar tíma. Demókratar og frambjóðandinn Kerry eyða ekki frekar en Bush orði að þessari ógn sem Bandarík- in eiga drýgstan hlut að – ekki síð- ur en því víti sem heimurinn er að breytast í vegna hermdarverka og örvæntingar fólks meðal fátækra og undirokaðra þjóða. Kosningar sem litlu munu breyta Hjörleifur Guttormsson skrifar um forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum ’Engum dylst aðBandaríkin eru að búa sig undir að beita Íran hörðu vegna stefnu stjórnarinnar í Teheran í kjarnorkumálum.‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. ATVINNA mbl.is Atvinnuhús ehf. fasteignasala, Skúlagötu 30, símar 561 4433/698 4611 - Atli Vagnsson hdl. 1660 fm nýbygging með 9 metra lofthæð Á næstunni verður reist stálgrindar- bygging á Kletthálsi 3, eins og sú er myndin sýnir, staðsett andspæn- is nýju bílasölunum við Klettháls. Af- hendist fullbúin í mars nk. Grunn- flötur 1.284 fm. Milligólf 379 fm. Selst í einu eða tvennu lagi. Hafið samband. HVASSALEITI - M. BÍL- SKÚR Falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli ásamt 20 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherb., stofu og 3 svefnherb. Parket á gólfum og endurnýjað- ar innréttingar. Laus fljótlega. V. 16,5 m. 4556 REKAGRANDI - M. SÉR- GARÐI Stórglæsileg og björt 2ja her- bergja 67 fm íbúð með 20 fm timburpalli í húsi sem búið er að taka allt í gegn að utan. Eignin sjálf er mjög vönduð s.s. inn- réttingar, gólfefni o.fl. Eignin skiptist í hol, skrifstofuhorn, eldhús, geymslu, stofu, bað- herbergi og herbergi. V. 12,5 m. 4559 ÆSUFELL - MEÐ ÞAK- GARÐI Vorum að fá í sölu 119 fm „penthouse“-íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, hol og þrjú herbergi. Íbúðinni fylgir 23 fm inn- byggður bílskúr. Stór þakgarður tilheyrir íbúðinni. Stórglæsilegt útsýni. V. 15,0 m. 4436 GOÐHEIMAR Snyrtileg og björt 86 fm þriggja herb. íbúð á jarðhæð/kjallara. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, tvö svefnherb. og baðherb. Í sameign er sér- geymsla og sameiginlegt þvottahús. Parket á gólfum og flísar á baði. V. 13,9 m. 4555 LANGABREKKA Falleg efri sér- hæð í tvíbýlishúsi á góðum stað í Kópavog- inum. Eignin skiptist í hol, baðherbergi, geymslu, eldhús, tvö herbergi og stofu. Geymsluloft. Sameiginlegt þvottahús á jarðhæð. Fallegt útsýni. V. 14,9 m. 4577 FLÉTTURIMI - MEÐ BÍL- SKÝLI Vorum að fá í sölu mjög fallega 96 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýl- ishúsi (6 íbúðir eru í stigagangi). Íbúðin skiptist m.a. í stofu og 3 herbergi. Rúm- góðar svalir. Íbúðinni fylgir stæði í opnu bíl- skýli. V. 15,4 m. 4537 SÓLVALLAGATA - STAND- SETT Vorum að fá í einkasölu fallega og mikið stands. 3ja herb. íbúð í risi í 4-býlis- húsi við Sólvallagötu. Góðir kvistir eru á íbúðinni. Stór lóð til suðurs. Húsið hefur nýl. verið málað. V. 12,5 m. 456 81 fm hæð í 3-býlishúsi við Sörlaskjól. Hæðinni fylgir mjög góður 43 fm bílskúr. Hæðin skiptist m.a. í stofu og tvö herb. Þvottahús í íbúð. Glæsilegt sjávarútsýni. Íbúðin er laus nú þegar. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00-17.00. V. 17,5 m. 4279 Falleg og mikið endurnýjuð 90 fm 3ja herb. neðri hæð í 3-býlishúsi á eftirsóttum stað. Svalir eru á íbúðinni. Af þeim er gengið út í garð. Íbúðin hefur verið standsett á smekk- legan hátt, m.a. glæsilegt flísalagt baðherbergi með hornbaðkari. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00-16.00. V. 16,9 m. 4508 OPIÐ HÚS - REYNIMELUR 43, NEÐRI HÆÐ Vorum að fá í einkasölu glæsilega um 70 fm 2ja herb. íbúð á 10. hæð í lyftuhúsi við Aflagranda. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Stórglæsilegt sjávarútsýni er úr íbúðinni. Yfirbyggðar flísalagðar svalir. Húsvörður er í húsinu. Ýmiss þjónusta er í húsinu en m.a. er hægt að fá keyptan heitan mat í hádeginu. V. 16,9 m. 4571 AFLAGRANDI - F. ELDRI BORGARA OPIÐ HÚS - SÖRLASKJÓL 66, MIÐHÆÐ - LAUS STRAX Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Melalind - Kóp. Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað glæsileg 122,5 fer- metra íbúð ásamt 26,1 fermetra sérstæðum bílskúr á efstu hæð í góðu vel staðsettu fjölbýli í Lindahverfi í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, tvö stór barnaherbergi, hjónaherbergi, baðher- bergi, þvottahús og geymslu. Innréttingar eru glæsilegar og gólfefni eru parket og flísar. Stórar 20 fermetra svalir. Myndir af eigninni eru á mbl.is. Verð 25,5 millj. 104965

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.