Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 34

Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 34
Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð Einar Benediktsson, skáld, fædd- ist 31. október 1864 og eru því 140 ár liðin frá fæðingu hans. Hann lést hinn 12. janúar 1940. Þótt Ein- ar hafi verið mikill heimsborgari átti Ísland hug hans allan. Hann varði ævinni í að magna líf, tungu og list þjóðarinnar. Þess vegna er ástæða til að heiðra minningu hans í dag. Einar var lögfræðingur að mennt og gegndi ýmsum störfum um ævina; embættismaður, lög- maður, fasteignasali, kaupsýslu- maður og ritstjóri. Hann stofnaði fyrsta dagblað landsins, Dagskrá, árið 1896, og skrifaði alla tíð mikið um stjórnmál, sögu og menningu. Ástríða Einars var samt skáld- skapur og birtist hann í fimm bók- um; Sögum og kvæðum, Hafbliki, Hrönnum, Vogum og Hvömmum. Hann þýddi einnig leikritið Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen. Kvæði Einars Benediktssonar eru full af djúpri speki, sterkum tilfinningum og stórbrotnum náttúrulýsingum. Málfarið er meitlað og mergjað. Algyðistrú setur svip á mörg kvæði Einars og gefur þeim aukna dýpt. Kristján Albertsson hefur látið hafa eftir sér að „[e]kkert annað skáld [hafi] ort af svo djúpri trúarvitund og lotningu fyrir guð- dómi æðsta máttarvalds allífs og tilveru“. Mikið hefur verið skrifað um ævi og kvæði Einars Benedikts- sonar. Valgerður Benediktsson (eiginkona Einars til margra ára), Steingrímur J. Þorsteinsson, Sig- urður Nordal, Jónas Jónsson, Björn Th. Björnsson, Gils Guð- mundsson og síðast en ekki síst Guðjón Friðriksson hafa, auk nokkurra erlendra höfunda, skrif- að bækur um Einar. Einnig hafa margir skrifað greinar og ritgerðir um Einar, þar á meðal þeir Krist- ján Albertsson, Kristján Karlsson og Þorvaldur Gylfason. Steingrímur, sem var bók- menntafræðingur og prófessor, lét eftirfarandi orð falla: „Einar Bene- diktsson er vafalaust einhver merkilegasti maður, sem fæðst hefur á Íslandi, og einn þeirra ör- fáu samtímamanna okkar, sem munaður verður og metinn eftir þúsund ár, ef nokkur veit þá deili á íslenskum mönnum og menntum.“ Á Einar erindi við nútíma Íslendinga? Franski fræðimaðurinn dr. Patrick Guelpa, sem hefur einsett sér að kynna Einar fyrir Frökkum, sagði í við- tali: „Prúðmennskan og andríkið, nánd við alþýðu manna, örlæti og margt fleira ein- kenndi líf Einars og störf. Hann fer ekki troðnar slóðir í skáld- skap sínum, og það er einmitt eitt mesta sérkenni hans. Einar klæddi hugmyndir sínar og tilfinningar óvenjulegum tákn- myndum. Þetta þótti mér bestu ástæðurnar fyrir því að kynna hann Frökkum. Það er ómaksins vert að koma Einari Benediktssyni til vegs hér í Frakklandi.“ Guelpa telur Einar eiga erindi við Frakka og vill að þeir átti sig á hversu stórt skáld hann var. En hvað með Íslendinga? Er Einar vel kynntur fyrir þeim? Þrátt fyrir að mikið hafi verið skrifað um hann er sannleikurinn sá að þekking fólks á kveðskap Einars ristir almennt ekki djúpt. Oft er vitnað í hann á hátíðlegum samkomum, en segja má að þekk- ing fólks á kveðskap Einars sé oft jafn yfirborðskennd og slíkar sam- komur. Íslendingar virðast vera mun betur að sér varðandi verk ýmissa annarra rithöfunda og skálda. Ástæðan er ef til vill sú að Einar Benediktsson er nánast útskúfaður úr grunn- og framhaldsskólum. Nemandi sem lokið hefur stúd- entsprófi hefur þurft að lesa þrjár til fjórar bækur eftir Halldór Lax- ness, en aðeins brot úr einu ljóði eftir Einar (Einræður Starkaðar). Er Einari nægur sómi sýndur? Einari Benediktssyni var sýndur mikill sómi eftir andlát sitt, þegar hann var fyrstur manna lagður í heiðursgrafreit á Þingvöllum, þar sem hann hvílir nú ásamt Jónasi Hallgrímssyni. Því miður er ekki hægt að segja það sama um þau 64 ár sem liðin eru frá andláti hans. Styttan, sem reist var af Einari á Miklatúni í Reykjavík, er illa staðsett, ómerkt og borginni til skammar. Engu safni um Einar hefur verið komið á fót, þó að upp- lagt hefði verið að hafa slíkt safn í Höfða, þar sem hann bjó lengi, eða í Herdísarvík, þar sem hann bjó síðustu æviárin. Minningu Einars er ekki haldið nægjanlega á lofti. Skýjaborgir Vefritið Skýjaborgir.com hóf göngu sína 30. september síðastlið- inn. Þar munu birtast greinar um menningu, listir og hugvísindi, við- töl við lista- og fræðimenn, lista- gagnrýni, kvæði, brot úr bókum og fleira. Ritið er helgað Einari Bene- diktssyni og reglulega verður fjallað um hann og hans kveðskap. Tilgangur Skýjaborga er að fjalla um menningu, listir og fræði á þann hátt sem okkur líkar. Von- andi verður eitthvað sem birtist á ritinu einhverjum innblástur og örvun til sköpunar. Það er við hæfi að láta afmæl- isbarnið eiga síðasta orðið. Tvö síðustu erindin í kvæðinu Kross- götur hljóða þannig: Þetta eitt hef ég lært – ég stend einn, með vilja, útlagi, frjáls, þar sem götur skilja; og tælinn í ástum og tvímáll í svörum ég tryggðaeið finn mér brenna á vörum. Ég á mér nú trú og efa til hálfs, mín ást er án vonar, mitt ljóð er án máls. – Og þó sver ég ástum og óði án tafar mína æfi frá þessum degi til grafar. 140 ár frá fæðingu Einars Benediktssonar Ásgeir Jóhannesson og Hjalti Snær Ægisson skrifa um Einar Benediktsson ’Minningu Einars erekki haldið nægjanlega á lofti.‘ Hjalti Snær Ægisson Höfundar eru ritstjórar Skýjaborga. Ásgeir Jóhannesson 34 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fyrir viðskiptavini okkar auglýsum við eftir: - 4ra til 5 herbergja íbúð í 200 Kópavogi, verð að 22 milljónum. - Einbýlishúsi í Lindahverfi í Kópavogi, rúmur afhendingartími. - Einbýlishúsi á einni hæð á höfuðborgarsvæðinu. - Einbýlishúsi með aukaíbúð. - Íbúð á svæði 103 (Kringlan/Hvassaleiti), verð allt að 21 milljón. Við hugsum um hverja eign eins og hún sé okkar eigin. Leggjum metnað okkar í að vinna örugglega og fagmannlega að hagsmunum kaupenda og seljenda. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. SÉRBÝLI Hvannalundur - Gbæ Fallegt 182 fm einbýlishús á einni hæð. Eignin skiptist í flísal. forstofu, rúmgóðar sam- liggj. stofur, eldhús með nýlegum tækj- um og góðri borðaðst., þvottaherb./búr, sólskála með hita í gólfi, fjögur herb. og nýlega endurnýjað baðherb. Hús nýmál- að að utan. 41 fm bílskúr. Hiti í inn- keyrslu og stéttum fyrir framan hús. Fal- leg ræktuð lóð með timburverönd, skjól- veggjum og lýsingu. Verð 31,9 millj. Akrasel Mjög fallegt og vel staðsett um 300 fm einbýlishús með 35 fm innb. bílskúr á góðum útsýnisstað. Á neðri hæð eru forstofa, gesta w.c., hol, þvotta- herb., þrjú stór herb., geymsla og um 35 fm alrými. Uppi er rúmgott eldhús m. miklum innréttingum og góðri borð- aðstöðu, saml. stórar stofur m. útg. á svalir, þrjú herb. auk sjónvarpsherb. og baðherb. Möguleiki er að útbúa séríbúð á neðri hæð. Ræktuð lóð. Mikils útsýnis nýtur af efri hæð. Verð 37,9 millj. Maríubaugur Stórglæsilegt og vel skipulagt 192 fm einbýlishús, tengihús, með 38 fm innb. bílskúr. Húsið er allt afar vandað með sérsmíðuðum innréttingum úr bæsaðri eik og skiptist m.a. í gesta w.c., stórt sjónvarpshol, stórt baðherb. m. hornbaðkari, rúmgóðar stofur, eldhús með vönduðum tækjum og góðri borð- aðstöðu og 2 herb. Massívt eikarparket og flísar á gólfum og er hiti í þeim flest- um. Innbyggð halogenlýsing í öllum loft- um. Öll loft eru tekin upp og er því mikil lofthæð. Falleg lóð með afgirtri verönd. Hiti í stéttum og innkeyrslu. Fullkomið öryggiskerfi. Verð 34,9 millj. Haukanes - Gbæ Vel staðsett 269 fm einbýlishús með 55 fm innbyggð- um bílskúr á Arnarnesi. Eignin skiptist í forstofu, gesta w.c., þvottaherb., hol m. sjónvarpsaðst., setustofu, um 25 fm sól- skála, rúmgott eldhús, 4 svefnherb. og baðherb. Í bílskúr er innréttuð 2ja herb. íbúð. Ræktuð eignarlóð. Verð 38,5 millj. Langagerði Glæsil. um 450 fm ein- býlishús á 2 hæðum með innb. 38 fm bíl- skúr með góðri lofthæð. Eignin skiptist m.a. í stórar stofur m. útg. á flísal. svalir, stórt eldhús með góðri borðaðst., 6 herb., auk bókaherb., 2 góð baðherb., annað nýlega endurn., auk sundlaugar 3x8 m og gufubaðs. Auk þess sér 2ja herb. íbúð á neðri hæð. Vand. innrétt. og gólfefni. Fallegt útsýni til Esjunnar og víð- ar. Ræktuð lóð með gróðurhúsi. Hiti í innkeyrslu og stéttum. Verð 65,0 millj. Naustabryggja - glæsileg 3ja herb. útsýnisíbúð Glæsileg 83 fm íbúð á 3. hæð auk sérgeymslu í kjallara í góðu fjölbýli alveg niður við sjó- inn. Eldhús með innréttingu úr hlyni og vönduðum tækjum, rúmgóð stofa, tvö herb., bæði með góðum skápum, og glæsilegt flísalagt baðherb. með vönduðum tækjum. Parket á gólfum. Fal- legt útsýni yfir smábátahöfn. Sameign til fyrirmyndar. Lyftuhús. Verð 16,9 millj. Brúnastekkur Fallegt 334 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 50 fm tvöf. bílskúr. Eignin skiptist m.a. í gesta w.c., eld- hús með góðum borðkrók, stofu, borðstofu, fjölda herbergja, tvö bað- herb. auk 67 fm séríbúðar. Mikið út- sýni úr stofu. Falleg ræktuð lóð með hellulögðum veröndum og vegg- hleðslum. Hiti í stéttum fyrir framan hús. Verð 48,5 millj. Laugarásvegur Nýkomið í sölu vel staðsett einbýlis- hús á þessum eftirsótta stað í Reykjavík. Húsið er 322 fm að stærð, kjallari og tvær hæðir, með innb. bíl- skúr. Á hæðunum eru m.a. sam- liggjandi skiptanlegar stofur, eldhús með góðum borðkrók, 6 herbergi og tvö flísalögð baðherbergi auk gesta w.c. Í kjallara eru vinnuherbergi auk geymslu og þvottahúss. Ræktuð lóð. Verð 50,0 millj. Heimsendi 1 - Kópavogi Nýkomið sérlega gott 14 hesta hús með haughúsi, samtals 180 fm. Sérgerði, hitatúba, endabil. Laust strax. Myndir á mbl.is og hraunhamar.is. Sörlaskeið 17 - Hf. Glæsilegt nýlegt 12 hesta hús með kjallara. Allt sér. Hitaveita. Sérgerði. Frábær staðsetning. Verð 8,9 millj. 101099 Kaplaskeið 20 - Hafnarfirði Nýkomið eitt nýtt 6 hesta endabil. Afhendist fljótlega fokhelt. Gerði frágengið m/stétt. Verð 4,5 millj. 106094 Heimsendi 8 - Kópavogi 12 básar í nýlegu hesthúsi með gerði, kaffistofu, salerni og drenmottum að hluta. Frábær staðsetning og aðkoma sérlega góð. Næg bílastæði. Fullbúin eign í sérflokki. Verð 7,5 millj. 106558 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.