Morgunblaðið - 31.10.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 31.10.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 41 MINNINGAR Nú er Auður vin- kona okkar látin. Við kynntumst Auði árið 1995, þá vorum við að vinna á sama veitinga- stað. Hún var mjög sjálfstæð, lífleg ung kona sem vissi nákvæmlega hvað hún vildi. Við höfðum allar gengið í gegn- um ýmislegt og áttum margt sam- eiginlegt. Við vorum allar á sama aldri og börnin okkar voru einnig á sama aldri. Fljótlega myndaðist sterkur vin- skapur á milli okkar og við urðum eins og stór fjölskylda. Við nutum þess að miðla reynslu okkar og við áttum mjög vel saman. Reyndum þrátt fyrir allt að lifa, læra og hugsa um börnin okkar. Auður var án efa sterka mann- eskjan í vinahópnum, það var það sem hún þurfti alltaf að vera fyrir sjálfa sig. Auður þurfti að hafa fyrir lífinu og það var ekki spurt, heldur framkvæmdi hún hlutina. Þegar við kynntumst Auði var hún glaðlynd kona og átti auðvelt með að koma öllum í gott skap, hún var alltaf til í spaug og fjör og ef eitthvað bjátaði á var hún alltaf sú sem benti á að þetta væri ekkert eins voðalegt og maður héldi og allt mundi lagast. Alveg sama hvað það var þá átti hún til umhyggju og skilning. Síðustu ár höfum við ekki heyrt mikið af Auði, en hún bjó í hjörtum okkar og mun ávallt vera þar. Við vildum vita hvað hún væri að gera og upplifa. Það er auðvelt að brosa þegar við hugsum um það skemmtilega, það var mikið brallað og hlegið. Við sát- um heilu næturnar að tala saman um allt og ekki neitt og spila á spil og alltaf var stutt í smitandi hlátur Auðar. Okkar dýpsta ósk er að við hefð- um fengið að kveðja Auði og gera upp líf okkar saman, sem einkennd- ist af sterku vináttusambandi. Það ríkti mikil sorg innra með okkur þegar við fengum fregnir af láti hennar og strax varð okkur AUÐUR ELÍSABET LEIFSDÓTTIR ✝ Auður ElísabetLeifsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. ágúst 1971. Hún varð bráðkvödd 6. októ- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey 18. október. hugsað til Sindra Más, við finnum svo til með honum og hugur okkar er hjá honum alla daga. Innilegar sam- úðarkveðjur til fjöl- skyldu Auðar, og við biðjum Guð að veita ykkur styrk og hugg- un. Blessi Drottinn burtför þína og beini ljósi á þína leið. Taki hann við þér í vörslu sína svo verði þér förin greið. Ásta Marta Ró- bertsdóttir og Kolbrún Magnúsdóttir. Elsku Auður, hér er ljóð til þín, eftir Stefán í Fagradal. Ég sakna þín innilega og kveð þig með þess- um orðum, sem mér finnst end- urspegla þig. Hér stend ég hjá spegli og strýk mitt hár, sem stormurinn lék um í þrjátíu og þrjú ár. Í nótt gekk ég ung og nakin til hvílu, og naut þess að vera til. Úr því að mér var gæfan gefin, þá geri ég það sem ég vil. Ég þarf ekki að spyrja um eitt né annað í auðmjúkum bænar-róm. Þó að ég hvíldi með augun aftur, var eitthvað svo bjart og heitt, líkt og eldur um æðar rynni og allt væri með stjörnum skreytt. Ég man það alltaf meðan ég lifði, að ég mundi ekki hvað ég hét, að ég var heit af heilagri gleði, en heyrði þó að ég grét. Hvorugt talaði eitt einasta orð, en engu gat hjartað leynt. Aldrei var bros mitt blíðara en þá og brjóst mitt jafn-englahreint. Aldrei, aldrei fann ég það fyrr, hve hyldjúpan unað auðmjúk kona gat elskhuga sínum veitt. Ekki ég iðrast stund eina með manninum sem var mér þá hjá. Aldrei var lífið eins ljúft og síðan þá og loftin jafn fagurblá. Áður var ég fátæk af öllu en upplifði ég hamingju himins og jarðar og leyndasta helgidóm. Megi guðs englar vaka yfir þér. Þín vinkona Kolbrún Magnúsdóttir. Mikil sorg og söknuður fylgir frá- falli ástvina, ekki síst er ungt fólk kveður þennan heim. Við skiljum ekki af hverju ung kona er hrifin á brott frá ungum syni. Minningar um Auði streyma fram í huga okkar, fallegt kraftmik- ið barn sem alltaf lá mikið á, ung og glæsileg kona og móðir. Vegir okkar lágu sjaldnar saman síðustu ár en þegar hist var á förn- um vegi þá var ávallt hlýtt bros og sjáumst, þannig var Auður Elísa- bet. Með þessu ljóði eftir Steindór Sigurðsson kveðjum við þig elsku frænka. Að degi liðnum kviknar ljós við ljós, öll loftsins bláfirð skín í silfurvefjum; í bleikum fjarska blikar ljóssins ós, þar brenna rósaský með gullnum trefjum. Svo bjarma í hug mér bros þín glöð og skær, svo bjart var heiði dags í augum þínum og ljóma og yl þín endurminning slær á allt, sem kemur nálægt vegum mínum. Ei deyr, sá gefur bros og blíðumál því bros og hjartans orð á jörðu lifir; fer stillt og hljótt úr eins í annars sál og eilífbjart það vakir mannheim yfir. Elsku Sindri Már, við vottum þér og ættingjum þínum okkar dýpstu samúð. Geir, Jórunn og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningar- greinar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta www.englasteinar.is Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR bókbindara, Bollatanga 11, Mosfellsbæ. Innilegar þakkir til Helga Sigurðssonar, krabba- meinslæknis, Ásdísar Emilsdóttur, Gunnhildar Davíðsdóttur og Kristínar Skúladóttur, hjúkrunarfræðinga krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut. Einnig til hjúkrunarþjónustunnar Karitasar og starfsfólks líknar- deildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Emil Birgir Hallgrímsson, Edda Svavarsdóttir, Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir, Þóra Björg Hallgrímsdóttir, Tjörvi Einarsson, Inga Bjartey, Óðinn Páll og Una Rán. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR STEFÁNSDÓTTUR, Hamrabergi 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun, nær- gætni og hlýju, færum við Sigurði Björnssyni krabbameinslækni, starfsfólki göngu- og legudeilda krabbameina Lands- pítalans við Hringbraut, yndislegu hjálparhellunum hjá Karítas og líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Guð blessi ykkur. Kristinn Karlsson, Elfa Kristinsdóttir, Viðar Ófeigsson, Karl Kristinsson, Linda María Ólafsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, CONCORDIA K. NÍELSSON, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 24. október, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 2. nóvem- ber kl. 13.00. Karl Níelsson, Ólafur G. Karlsson, Ásdís Karlsdóttir, Þorsteinn Karlsson, Hanna B. Herbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS B. TRYGGVASONAR fyrrv. aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Björns, er bent á deild L-1, Landakotsspítala: 0120-15-377507, kt. 500300-2130. Dóra Hvanndal, Valgerður B. Björnsdóttir, Anna Guðrún Björnsdóttir, Bjarni Þór Björnsson, Guðrún Rögnvaldardóttir, Björn Halldórsson, Valgerður Halldórsdóttir, Helga Ragna og Svava Bjarnadætur. Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar, systur og unnustu, HJÖRDÍSAR KJARTANSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa öllum þeim, sem af alúð og hjartans einlægni studdu Hjördísi í baráttu hennar heima og erlendis. Magnea Guðmundsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ólafur Kjartansson og Peter Fork.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.