Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 44
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Risaeðlugrín
© DARGAUD
ROP! ÞETTA VAR
ÓÞARFI GRETTIR
ÞÚ MUNDIR LÍKA
ÞURFA AÐ ROPA
EF ÞÚ VÆRIR
BÚINN AÐ BORÐA
MATINN ÞINN
HANN
SYNGUR
ALLTAF Í
STURTU
VILTU KOMA Í MÖMMU-
LEIK KALVIN?
ÉG KANN
HANN EKKI
SJÁÐU TIL, FYRST
KEMUR ÞÚ HEIM ÚR
VINNUNNI. SÍÐAN KEM ÉG
HEIM ÚR VINNUNNI
ÞEGAR ÞAÐ ER BÚIÐ ÞÁ
TÖLUM VIÐ UM VINNU-
DAGINN OG RÍFUMST UM
ÞAÐ HVER Á AÐ ELDA
ÖRBYLGJURÉTTINN
Dagbók
Í dag er sunnudagur 31. október, 305. dagur ársins 2004
Víkverji styður kennara í kjara-baráttu þeirra og þekkir launa-
kjör þeirra vel. Á árum áður starf-
aði Víkverji sem
kennari og hafði hug á
því að leggja starfið
fyrir sig mun lengur
en niðurstaðan varð.
x x x
Í kennaranámi Vík-verja var slegið
námslán hjá Svavari
Gestssyni þáverandi
ráðherra menntamála.
Svavar veitti vel á
þeim tíma því Víkverji
tók á sig tekjulækkun
er hann fékk fyrsta
launaseðil sinn sem
kennari. Já, kenn-
aralaunin voru lægri
en það sem Víkverji hafði haft til
framfærslu á námslánum.
x x x
Víkverji tók þátt í kennaraverk-falli sjálfur og fannst árangur
kjarabaráttunnar rýr. En varð und-
ir í atkvæðagreiðslu um kjarasamn-
ing. Karlkennarar voru fáir í þeim
þremur skólum sem Víkverji starf-
aði hjá. Ástæðan var einföld. Flestir
treystu sér ekki í lífsbaráttuna á
þeim kjörum sem þá voru við lýði.
Kennarastéttin er kvennastétt.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Og er það langt frá því að vera eðli-
legt. Kennarastarfið er gefandi,
skemmtilegt og fjölbreytt en það er
ekki nóg – launin eru
of lág. Víkverji er
einn þeirra sem hafa
horfið á braut úr
kennarastéttinni af
þeirri einföldu
ástæðu að hann sá
sér ekki fært að
starfa á þeim launum
sem boðið var uppá.
x x x
Kjarabarátta kenn-ara á eftir að
halda áfram að mati
Víkverja því hann
brá sér í það hlut-
verk að vera fluga á
vegg í samræðum
kennara um fyrstu viðbrögð þeirra
við miðlunartillögu ríkissáttasemj-
ara.
Atvinnurekendur þessa lands
ættu því að fara rólega í því að taka
saman tússlitina, teikniblöðin, tölv-
urnar og þá hluti sem notaðir hafa
verið á undanförnum vikum við að
hafa ofan fyrir 45.000 grunn-
skólabörnum. Það er mat Víkverja
að sælan verði skammvinn. Börnin
verði send heim vegna verkfalls áð-
ur en langt verður liðið á nóv-
embermánuð.
Norðurkjallari MH | Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð undirbýr nú af
kappi uppsetningu leikrits eftir hinni frægu sögu Tims Burtons „Martröðin
fyrir jólin“, en sýningin verður frumsýnd í Loftkastalanum hinn 30. desem-
ber nk.
Leikararnir leita nú fjármagns til að setja upp þessa metnaðarfullu sýn-
ingu og þreyta þeir nú um helgina svonefnt frostspuna-maraþon, sem er
nokkurs konar boð-spuni, frá klukkan fjögur í gær, laugardag, til fjögur í
dag. Allir eru velkomnir til að fylgjast með gjörningnum og heita á leikarana
ungu í Norðurkjallara.
Morgunblaðið/Sverrir
Spunnið fyrir sýningu
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Hegðið yður eins og börn ljóssins. Því að ávöxtur ljóssins er einskær góð-
vild, réttlæti og sannleikur. (Efes. 5, 9.)