Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.10.2004, Blaðsíða 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Risaeðlugrín © DARGAUD ROP! ÞETTA VAR ÓÞARFI GRETTIR ÞÚ MUNDIR LÍKA ÞURFA AÐ ROPA EF ÞÚ VÆRIR BÚINN AÐ BORÐA MATINN ÞINN HANN SYNGUR ALLTAF Í STURTU VILTU KOMA Í MÖMMU- LEIK KALVIN? ÉG KANN HANN EKKI SJÁÐU TIL, FYRST KEMUR ÞÚ HEIM ÚR VINNUNNI. SÍÐAN KEM ÉG HEIM ÚR VINNUNNI ÞEGAR ÞAÐ ER BÚIÐ ÞÁ TÖLUM VIÐ UM VINNU- DAGINN OG RÍFUMST UM ÞAÐ HVER Á AÐ ELDA ÖRBYLGJURÉTTINN Dagbók Í dag er sunnudagur 31. október, 305. dagur ársins 2004 Víkverji styður kennara í kjara-baráttu þeirra og þekkir launa- kjör þeirra vel. Á árum áður starf- aði Víkverji sem kennari og hafði hug á því að leggja starfið fyrir sig mun lengur en niðurstaðan varð. x x x Í kennaranámi Vík-verja var slegið námslán hjá Svavari Gestssyni þáverandi ráðherra menntamála. Svavar veitti vel á þeim tíma því Víkverji tók á sig tekjulækkun er hann fékk fyrsta launaseðil sinn sem kennari. Já, kenn- aralaunin voru lægri en það sem Víkverji hafði haft til framfærslu á námslánum. x x x Víkverji tók þátt í kennaraverk-falli sjálfur og fannst árangur kjarabaráttunnar rýr. En varð und- ir í atkvæðagreiðslu um kjarasamn- ing. Karlkennarar voru fáir í þeim þremur skólum sem Víkverji starf- aði hjá. Ástæðan var einföld. Flestir treystu sér ekki í lífsbaráttuna á þeim kjörum sem þá voru við lýði. Kennarastéttin er kvennastétt. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is Og er það langt frá því að vera eðli- legt. Kennarastarfið er gefandi, skemmtilegt og fjölbreytt en það er ekki nóg – launin eru of lág. Víkverji er einn þeirra sem hafa horfið á braut úr kennarastéttinni af þeirri einföldu ástæðu að hann sá sér ekki fært að starfa á þeim launum sem boðið var uppá. x x x Kjarabarátta kenn-ara á eftir að halda áfram að mati Víkverja því hann brá sér í það hlut- verk að vera fluga á vegg í samræðum kennara um fyrstu viðbrögð þeirra við miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara. Atvinnurekendur þessa lands ættu því að fara rólega í því að taka saman tússlitina, teikniblöðin, tölv- urnar og þá hluti sem notaðir hafa verið á undanförnum vikum við að hafa ofan fyrir 45.000 grunn- skólabörnum. Það er mat Víkverja að sælan verði skammvinn. Börnin verði send heim vegna verkfalls áð- ur en langt verður liðið á nóv- embermánuð.           Norðurkjallari MH | Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð undirbýr nú af kappi uppsetningu leikrits eftir hinni frægu sögu Tims Burtons „Martröðin fyrir jólin“, en sýningin verður frumsýnd í Loftkastalanum hinn 30. desem- ber nk. Leikararnir leita nú fjármagns til að setja upp þessa metnaðarfullu sýn- ingu og þreyta þeir nú um helgina svonefnt frostspuna-maraþon, sem er nokkurs konar boð-spuni, frá klukkan fjögur í gær, laugardag, til fjögur í dag. Allir eru velkomnir til að fylgjast með gjörningnum og heita á leikarana ungu í Norðurkjallara. Morgunblaðið/Sverrir Spunnið fyrir sýningu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hegðið yður eins og börn ljóssins. Því að ávöxtur ljóssins er einskær góð- vild, réttlæti og sannleikur. (Efes. 5, 9.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.