Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP Frá leikstjóra Silence of the Lambs Sýnd kl. 6 og 8.  DV V.G. DV S.V. Mbl. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50 B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8, og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Þorirðu að velja á milli? Fór beint á toppinn USA! Kvikmyndir.is Ó.H.T Rás 2 Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID THE FORGOTTEN 04.11.04 THE FORGOTTEN 04.11.04 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 2 og 3.20 Ísl. tal.Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 4. Ísl. tal. VINCE VAUGHN BEN STILLER Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 B.i. 14 ára. Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! Þorirðu að velja á milli? Fór beint á toppinn USA! VINCE VAUGHN BEN STILLER punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. Þ R ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. Mjáumst í bíó! DodgeBall Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 16 ára. YFIR 31.000 GESTIR! Sálin hans Jóns míns er lang-lífasta popphljómsveit Ís-lands í seinni tíð og hefurviðhaldið vinsældum sínum frá stofnun, árið 1987. Hljómsveitin tók sér hvíld eftir tónleika á Broad- way síðastliðið gamlársdagskvöld og hafði erillinn verið mikill fram að því, þrjár breiðskífur á jafn mörg- um árum, linnulaust hljómleikahald auk söngleiksins Sólar og Mána sem settur var upp í Borgarleikhús- inu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin hefur farið í frí en allt- af hefur hún komið tvíefld til baka með rafhlöðurnar drekkhlaðnar. Breytt tónleikafyrirkomulag Hvað hafa Sálarliðar nú verið að bauka í þessu níu mánaða hléi? „Menn hafa hneppt ýmsum hnöpp- um. Svo ég byrji á sjálfum mér þá eignaðist ég son í vor og í fyrsta skipti í hálfan annan áratug lagðist ég í sumarferðalög með fjölskyld- unni. En ég hef líka verið duglegur við að syngja hér og þar með ýms- um samverkamönnum, m.a. „sálar“- sveitinni Straumum. Einnig hef ég samið töluvert á árinu, mestan part texta fyrir aðra listamenn. Samhliða þessu öllu hef ég svo verið í nánast fullu háskólanámi þannig að það er nú ekki eins og maður sitji auðum höndum þótt Sálin sé í orlofi. Við þetta allt bætist svo brennandi golfáhugi. Gummi notaði tímann m.a. til að senda frá sér sólóplötu og að sögn verið að fylla aðeins á lagalagerinn. Friðrik og Jóhann hafa töluverðan starfa af því að leika fyrir ýmsa listamenn og í leik- húsum en jafnframt starfar Friðrik sem hljóðmaður, líkt og Jens, sem verið hefur með annan fótinn í Latabæ undanfarna mánuði.“ Hvernig verða komandi tónleikar byggðir upp? „Dagskráin verður með nokkuð hefðbundnu sniði í þessum stutta túr, en við hyggjumst þó endurnýja prógrammið eitthvað, sum lög fá hvíld en önnur koma inn af bekkn- um í staðinn. Við lítum öðrum þræði á þennan túr sem upptakt að nokkr- um breytingum sem við hyggjumst gera á tónleikadagskránni á næsta ári. Þá er meiningin að breyta að- eins tónleikaformi því sem löngum hefur verið við lýði hérlendis og er oftar en ekki kennt við „sveitaball“, þótt öllum megi ljóst vera að sveita- böll, eins og þau tíðkuðust forðum, þekkjast vart lengur. Ég hér ekki að tala um að setja upp fjöl- listasýningu með trúðum eða eldspúandi fakírum, heldur frekar að bjóða upp á heilsteyptari tón- leika, sem eru t.d. ekki sund- urklipptir af hléum eða hangsi langt fram eftir nóttu. Við munum leita leiða til að færa okkar rétti fram með ögn fjölbreyttari hætti en verið hefur og bjóða upp á markeraðri og dýnamískari tónleika.“ Ný hljóðversplata Hver var kveikjan að nýja laginu ykkar, „Tíminn og við“? „Lagið er úr ranni Guðmundar og hefur svolítið innbyggðan trega og textinn, sem ég setti saman, fjallar um tímann í víðum skilningi og er að heita þrískiptur. Fyrsti hlutinn er almennt um tímann og það vald sem hann hefur yfir okkur, annar hluti um tímann og hverfulleikann og þriðji hlutinn um mikilvægi þess að gefa sér tíma – þrátt fyrir að hann sé knappur – og reyna að verja honum vel og auðvitað helst með þeim sem standa manni næst. Segja má að miðkaflinn sé innblás- inn af því að nýlega misstum við góða samferðamenn, þá Rafn Jóns- son og Pétur Kristjánsson, en það vakti mann óneitanlega til hugsunar um mikilvægi þess að nota líftímann svo vel sem kostur er.“ Svo er ný plata í burðarliðnum er það ekki? „Jú. Eftir áramót ætlum við aftur að hægja aðeins á tónleikahaldi og vinna í lagasmíðum sem vonandi skila sér í hlustir þjóðarinnar þegar sól tekur að hækka á lofti. Mér þyk- ir líklegt að það muni enda í stórri plötu, sem kæmi væntanlega út með haustinu, jafnvel fyrr, ef vel vinnst.“ Einstök blanda Hvernig tilfinning er það að fara í nýja plötu og byrja með hreint borð? „Nokkuð hressandi bara. Það er nokkuð um liðið síðan við gerðum „venjulega plötu“, því við höfum á síðustu þremur plötum verið að fást við fyrirfram ákveðna hug- myndafræði og unnið tónlistina samkvæmt nokkuð skipulögðum áætlunum, en ekki leyft lögunum að fæðast frjáls og óháð, eins og jafnan fyrr. Sú aðferðafræði hefur sína kosti og galla, en mér segir svo hugur að menn hlakki til að hafa óbundnar hendur. Lög og útsetn- ingar síðustu þriggja platna hafa verið svolítið „stór“, ef ekki yf- irdramatísk og epísk á Sálarlegan mælikvarða, en nú er stefnan að nálgast upprunann aðeins og útlit fyrir að næsta plata sverji sig að vissu leyti í ætt við fyrri og e.t.v. léttari verk.“ Hvað er það sem heldur ykkur gangandi? „Ég er ekki alveg viss um hvað það er. En fyrir utan hið augljósa, tónlistaráhuga og spilagleði, er ég helst á því að slíkra svara sé að leita í persónugerðinni og því að raðast hefur einkar heppilega í bandið í því tilliti. Ég er sannfærður um það, að hljómsveitar verði ekki langra daga auðið ef allir meðlimir eru snillingar eða mjög sterklega meinandi stjórnendur. Og án þess að ég sé að draga okkur félagana í dilka eða gera mönnum mishátt undir höfði tel ég að Sálin sé afar heppileg blanda og að menn séu nokkuð vel meðvitaðir um kosti og galla hver annars, þekki þanþolið, spili sam- kvæmt því og stuðli þannig að því að vélin haldi temmilegum dampi, en bræði ekki annaðhvort úr sér eða verði bensínlaus. Og hingað til höfum við borið gæfu til að sjá í tæka tíð hvenær rétt er að senda vagninn í stillingu og láta skipta um platínur og hlaða batteríin!“ Tónlist | Sálin hans Jóns míns upprisin Enn mun hún rísa Ljósmynd/Börkur Gunnarsson Sálin hans Jóns míns: Jóhann Hjörleifsson, Stefán Hilmarsson, Jens Hans- son, Guðmundur Jónsson og Friðrik Sturluson. Sálin hans Jóns míns hefur legið í híði í níu mánuði en er nú komin á kreik á nýjan leik. Ýmislegt er á prjónunum eins og Stefán Hilmarsson upplýsti Arnar Eggert Thoroddsen um, tónleikaferð og nýtt lag. arnart@mbl.is „Tíminn og við“ – Tónleikaferð -lau. 6. nóv.: Nasa -lau. 20. nóv.: Akranes -lau. 27. nóv.: Eyjar -lau. 4. des.: [óráðið] -lau. 11. des.: Selfoss -lau. 18. des.: Sjallinn Ak. -lau. 25. des.: Stapinn -fös. 31. des.: Broadway ATH: Listinn er ekki endanlegur og tónleikar gætu bæst við. Sálin hans Jóns míns leggur í stutt tónleikaferðalag í nóvember og verða fyrstu tónleikarnir á NASA laugardaginn 6. nóvember. www.salinhansjonsmins.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.