Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 51
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal.
Kr. 500
COLLATERAL
Fór beint á
toppinn
í USA!
Mbl.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára.
Kvikmyndir.is
DV
Kvikmyndir.is
i ir.is
JAMIE FOXXTOM CRUSE
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára.
Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur
DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP
www.regnboginn.is
Nýr og betri
Sýnd kl. 2 og 6.
Sýnd kl. 10.20. B.i. 16 ára.
THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID
ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI!
KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR
HÁRIN TIL AÐ RÍSA.
Loksins mætast frægustu skrímsli
kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri!
Sýnd kl. 3.45, 6, 8.30 og 10.50. B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 4.
Bardaginn um framtíðina er hafinn og
enginn er óhultur
Hörkuspennandi ævintýramynd ólík
öllu öðru sem þið hafið séð áður.
i f í i fi
i l
i i lí
ll i fi .
Frá leikstjóra Silence of the Lambs
Þorirðu að
velja á milli?
Fór beint á
toppinn USA!
Hverfisgötu ☎ 551 9000
Sýnd kl. 3.20, 5.45, 8 og 10.15
Snargeggjuð
gamanmynd
frá hinum
steikta
Scary Movie hóp
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
VINCE VAUGHN BEN STILLER
punginn á þér!
DodgeBall
S.V. Mbl.
Ó.H.T Rás 2
VINCE VAUGHN BEN STILLER
Gwyneth Paltrow l
Jude Law
Angelina Jolie
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 51
Heimsókn Main, sem skipuðer einum mannni, RobertHampson, hingað tillands er mikill viðburður
fyrir raftónlistarvini, enda er hann
goðsagnakenndur í meira lagi, með
merkustu listamönnum sem bræddu
saman óhljóðalist og gítarrokk á ní-
unda og tíunda áratugnum, en Loop
var þannig iðulega nefnd í sömu
andrá og Spaceman 3 og My Bloody
Valentine, þótt þær sveitir hafi verið
öllu léttari en Loop, sérstaklega sú
síðastnefnda.
Tónlist Loop var öllu þyngri,
hljómavefurinn þéttari, naumhyggju-
leg hrynjandi og fátt fyrir áheyrand-
ann að halda sér í; þegar hann lagði
út í lag með Loop var hann einn á ferð
í auðninni, engir vegvísar og engin
kennileiti. Aðal sveitarinnar var gít-
arveggur, veggur af rafgítarhljómum
og skælifetlar og rásahlaup mikið
notað til að teygja og toga hljómana,
markmiðið greinilega að láta þá
hljóma sem ólíkasta rafgítarhljómum
og unnt væri.
Ekki var bara að tónlistin væri
framandleg og erfið áheyrnar, laus
við alla hlýju og tilfinningasemi, held-
ur lagði sveitin lítið upp úr því að ná
til áheyrenda, veitti sjaldan viðtöl og
myndir af sveitinni sýndu fólk sem
greinilega var lítið fyrir það gefið að
láta mynda sig, upphafið og fjarrænt.
Kunni fjóra hljóma
Robert Hampson stofnaði Loop
með Bex eiginkonu sinni 1986. Fyrsta
platan kom út ári síðar, hét Heaven’s
End og er sennilega aðgengilegasta
platan sem sveitin sendi frá sér því
eftir það varð tónlistin enn þyngri.
Fade Out kom út 1988 og A Gilded
Eternity 1990, en fleiri urðu hljóð-
versskífurnar ekki þó til séu ein-
hverjar plötur til viðbótar, safnskífur
og álíka.
Hampson, sem lék á gítar og söng,
státaði af því að kunna aðeins að spila
fjóra hljóma þegar hann stofnaði
sveitina en þeir hljómar dugðu hon-
um vel. Bex lék á trommur og Glen
Ray á bassa. Fyrst hætti Bex og svo
Ray fljótlega eða var kannski aldrei
almennilega með og í þeirra stað
komu þeir John Wills sem spilaði á
trommur og Neil MacKay á bassa,
sem treysti sveitina mikið. Þannig
skipuð gaf Loop út fyrstu plötuna,
Heavens End, sem er skemmtileg
skífa, hrá en kannski ekki ýkja hnit-
miðuð. Nýr gítarleikari, Scott Dow-
son, slóst í hópinn áður en þriðja
breiðskífan, A Gilded Eternity, kom
út 1990 – síðasta breiðskífa sveit-
arinnar og sú besta; hefur elst bæri-
lega.
Eftir A Gilded Eternity leystist
sveitin upp. Þeir MacKay og Wills
stofnuðu sveitina Hair and Skin
Trading Company og eru þar með úr
sögunni, en Hampson og Dowson
stofnuðu hljómsveitina Main. Skýr-
ingar á samstarfsslitunum eru sjálf-
sagt margar en tvær eru jafnan
nefndar: annars vegar var Hampson
búinn að gefast upp á útgáfuheim-
inum og vildi draga sig í hlé, en á hinn
bóginn vildi hann fara aðra leið í tón-
list en félagar hans í sveitinni, stefndi
í átt að enn meiri naumhyggju, minni
hávaða og minni takti.
Myrkur hnausþykkur gítargrautur
Eftir að Loop lagði upp laupana
1991 spilaði Hampson um tíma með
tilraunarokksveitinni Godflesh, en
stofnaði síðan Main með Dowson eins
og getið er. Á fyrstu Main-breiðskíf-
unni, Hydra-Calm, sem sett var sam-
an út tveim stuttskífum, er tónlistin
myrkur hnausþykkur gítargrautur,
ekki eins ágengur og krefjandi og var
með Loop en öllu forvitnilegri, gerir
meiri kröfur til hlustandans en gefur
honum líka meira færi á að skilja og
túlka tónlistina eftir eigin höfði. Síðan
eru komnar plöturnar Firmament og
Motion Pool, báðar 1993, Firmament
II, 1994, Firnament III 1996, en eftir
þá skífu hætti Dawson og Hampson
því einn eftir, Firmament IV 1998,
Tau 2002, Transiency og Mort aux
Vaches: Exosphere á síðasta ári.
Ógetið er útgáfuraðarinnar Hz,
sem var sem stuttskífur, gefnar út
með mánaða millibili, þar sem gengið
var eins langt í átt að naumhyggjunni
og unnt var.
Eins og getið er í upphafi er tilefni
þessarar samantektar að Hampson /
Main er væntanlegur hingað til lands
til tónleikahalds, heldur tónleika í
kvöld og annað kvöld. Fyrri tónleik-
arnir verða í Klink & Bank í kvöld kl.
21:00, en auk Main troða upp Curver
og Heimir Björgúlfsson og Jonas
Ohlson, sem hafa starfað talsvert
saman og meðal annars gefið út tvær
fantagóðar plötur, en þess má geta að
Jonas Ohlson opnar um helgina
myndlistarsýningu í Gallerí Kling og
Bang á Laugavegi.
Annað kvöld leikur Main í Kefla-
vík, á Paddy’s, en þeir tónleikar hefj-
ast kl. 20:00. Þá koma einnig fram
þeir Heimir Björgúlfsson og Jonas
Ohlson og Curver, en einnig kemur
fram keflvíski raftónlistarmaðurinn
Ingi Þór, sem lauk fyrir skemmstu
raftónlistarnámi í Manchester.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Myrkur hnaus-
þykkur gítargrautur
Breska einsmannshljómsveitin Main heldur
tónleika í Klink og Bank í kvöld sem verður
að teljast með mestu raftónlistarviðburðum
síðustu misseri.