Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 56

Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Í NÝRRI skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Sakleysingjarnir, sem kemur út í vikunni, notar Ólafur Íslendinga og íslenzka atburði til sög- unnar; m.a. greinaskrif Sveins Benediktssonar í Morgunblaðinu um Guðmund Skarphéðinsson, verkalýðsforingja í Siglufirði, og lát Guð- mundar, hjónaband Þóru Hallgrímsson og bandaríska nazistaforingjans George Lincoln Rockwell og heimsmeistaraeinvígið í skák, sem haldið var í Reykjavík. Þau Sveinn, Guðmundur og Þóra koma ekki fram í sögunni undir réttum nöfnum, en það gera Rockwell og Fischer. Guðmundur Skarphéðinsson er í sögunni afi aðalpersónunnar, sem Björn nefnist, en þótt Ólafur Jóhann taki atburðarásina í samskiptum Sveins og Guðmundar óbreytta inn í sögu sína, segir hann í samtali við Morgunblaðið, að per- sóna Björns sæki svo margt til annarra en Guð- mundar að ekki hefði verið rétt að láta afann bera nafn hans. Það sama gildi um Svein Bene- diktsson. Um Þóru Hallgrímsson, sem í sögunni heitir Lilja Jónsdóttir Rockwell, segir Ólafur að hann hafi þurft að hnika sögu Þóru til vegna skáldskaparins. Þóra er nú gift Björgólfi Guð- mundssyni, aðaleiganda Eddu, sem gefur bók Ólafs Jóhanns út, og segir Ólafur, að engir árekstrar hafi orðið vegna söguefnis hans. Ólafur Jóhann segir í samtalinu við Morg- unblaðið, að greinar Sveins Benediktssonar liggi fyrir í Morgunblaðinu og andlát Guð- mundar Skarphéðinssonar og eftirmál öll séu skráðar staðreyndir. Um hjónaband þeirra Þóru og Rockwells og hvernig hún skildi við hann og fór til Íslands með börn þeirra þrjú hef- ur verið fjallað í bókum vestanhafs. Ólafur Jó- hann segist hafa tekið þannig á þessum málum, að það eigi ekki að særa neinn. Í heimsmeistaraeinvígi Spasskys og Fischers í skák segir Ólafur Jóhann kalda stríðið hafa kristallast og hefur sögupersóna hans afgerandi áhrif til þess að af einvíginu varð. Þessi nýja skáldsaga Ólafs Jóhanns er frá hans hendi aldarspegill, þar sem hann fjallar um þau efni, sem honum finnst lýsa aldarand- anum bezt, en 20. öldina segir hann hafa ein- kennzt af andstæðum og rótleysi. Þekktar sögupersónur í nýrri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar Öld sem einkenndist af andstæðum og rótleysi Ljósmynd/Miles Ladin Ólafur Jóhann Ólafsson í Central Park.  Aldarspegill/16 „OKKUR fannst mjög furðulegt þegar Bowie bað um hundrað svört handklæði, sem setti okkur í hálfgerða klípu því það voru hvergi til svört handklæði á Íslandi. Ég þurfti að láta sérsauma þau og átti bágt með að skilja af hverju handklæðin máttu ekki vera rauð eða græn en skildi það síðan á tónleikunum því gólfið á sviðinu var svart. Þegar tónlistarmennirnir þurrkuðu af sér svitann létu þeir handklæðin detta á gólfið og það sást ekk- ert. Ef þau hefðu verið einhvern veginn öðru vísi á litinn hefðu þau blasað við á sviðinu.“ Svona kemst Ragnheiður Hanson tón- leikahaldari að orði þegar hún rifjar upp heimsókn stórstjörnunnar Davids Bowies hingað til lands árið 1996 og tónleika hans í Laugardalshöll. Í Tímariti Morgunblaðs- ins í dag segja hún og fimm aðrir hljóm- leikahaldarar, þeir Einar Bárðarson, Guð- bjartur Finnbjörnsson, Ísleifur Þórhallsson, Kári Sturluson og Þorsteinn Stephensen, frá starfi sínu og uppákomum því tengdum. Sumir þessara einstaklinga hafa staðið í tónleikahaldi í áraraðir en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref á þessari braut. Sérsaumuð handklæði fyrir Bowie David Bowie UNNIÐ var að því að þrífa rúður Dómkirkjunnar í Reykjavík þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti þar leið framhjá. Gott er að nýta tímann, á meðan hitinn er yfir frostmarki, til glugga- þvottar. Gestir Dómkirkjunnar geta því nú horft til himins gegnum tandurhreinar rúður. Morgunblaðið/Kristinn Rúður Dómkirkjunnar þrifnar JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frum- varp til laga um breytingar á lögum um al- mannatryggingar. Hann segir í þessu fólgna grundvallarbreytingu á niðurgreiðslu vegna tannviðgerða til eldri borgara aðallega, sem er í samræmi við heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er samþykkt var á Alþingi 2001. „Áður voru bara niðurgreiddir falskir gómar en nú er greitt niður í samræmi við nýjustu tækni í tannviðgerðum,“ segir Jón og bætir því við að það sé af sem áður hafi verið þegar tann- læknar rifu tennur úr fólki og smíðuðu góma. „Aðalatriðið er það að þetta á að auðvelda fólki að halda sínum tönnum með viðgerðum þá, brúm og innplöntum. Þetta er fyrsta skref í því. Það er að vísu þak á þessum greiðslum því að við erum að nýta það svigrúm sem við höfum í nú- verandi framlögum til tannlækninga. Það á að vera svigrúm fyrir þetta innan okkar fjárheim- ilda næsta ár og reyndar núna líka,“ segir Jón en bætir því við að lagabreytingu þurfi til þess. Jón segir frumvarpið hafa verið sent til þing- flokkanna til yfirferðar sl. föstudag. Næstu þingflokksfundir verða ekki fyrr en á miðviku- daginn og þá munu flokkarnir taka málið til at- hugunar. Aðspurður segist Jón vonast til þess að málið fái skjóta afgreiðslu inni á Alþingi. Hann segir málið vera réttlætismál sem hann búist við að þingið taki vel. Heilbrigðisráðherra leggur fram frumvarp um tannviðgerðir aldraðra Viðgerðir niðurgreiddar RENNSLI Skeiðarár við brú á þjóðvegi 1 fór að aukast í fyrrinótt og taldi Sverrir Elefsen, vatnamælingamaður hjá Orkustofnun, allt benda til þess að Skeiðarárhlaup væri hafið. Meðal annars mætti ráða það af jarðskjálftum við Grímsvötn frá því á fimmtudaginn var. Þá hefði verið ályktað sem svo að byrjað væri að renna úr Grímsvötnum og undir jökulinn. Sverrir taldi ólíklegt að hlaupið ylli skemmdum á samgöngumannvirkjum að þessu sinni. Erfitt að áætla hámark Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð- ingur sagði erfitt að segja fyrir hvenær Skeið- arárhlaupið næði hámarki að þessu sinni. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig Grímsvötnin hegða sér núna. Það hafa orðið töluverðar breytingar þarna á síðustu árum. Vatnsmagn í Grímsvötnum er töluvert meira en það hefur verið allra síðustu ár, en talsvert minna en það var vanalega fyrir Gjálpargos. Við búumst því við frekar litlu hlaupi, en þó stærra en þau hafa verið síðustu ár.“ Skeiðarár- hlaup hafið í kjölfar skjálfta HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra seg- ir að Íslendingar geti ekki komið sér hjá því að axla ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins með því að taka að sér krefjandi friðargæslu- verkefni á borð við stjórn flugvallarins í Kabúl. Forsætisráðherra segir nýliðna atburði hafa sýnt að íslenskir friðargæsluliðar búi við ákveðna hættu. Hann segir óskir alþjóðastofn- ana og bandalagsaðila hafa ráðið nokkru um verkefnaval íslenskrar friðargæslu, en lagt hafi verið til grundvallar að Íslendingar tækju að sér verkefni sem þeir væru vel fallnir til að leysa og mikil þörf væri fyrir. Íslendingar verða að axla ábyrgð  Íslenska friðargæslan/14 ÖZUR Lárusson, framkvæmdastjóri Lands- samtaka sauðfjárbænda, segir að góð sala á lambakjöti á þessu ári muni leiða til þess að út- flutningsskylda á lambakjöti verði lækkuð á næsta ári. Það hefur í för með sér hærri tekjur til bænda vegna þess að kjöt sem selt er innan- lands er á hærra verði en það sem flutt er úr landi. Í dag eru bændur skyldugir til að flytja um þriðjung af allri framleiðslu sinni á erlenda markaði. Sala á lambakjöti var um 10% meiri á síð- ustu 12 mánuðum en sömu mánuði í fyrra. Horfur eru á að salan í ár verði yfir 7.000 tonn, en hún var 6.347 tonn í fyrra. Özur sagði að staða sauðfjárbænda væri því að batna eftir þrjú erfið ár. Hann kvað söluna hafa gengið mjög vel í ár og þakkar það m.a. betri markaðssetningu. Sagði hann að fyrsta vetrardag, sem var um síðustu helgi, hefði verið rekinn áróður fyrir því að fólk eldaði kjötsúpu og árangurinn hefði verið svo góður að allt súpukjöt hefði selst upp í búðum. Staða sauðfjár- bænda að batna  Salan/8 ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.