Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MEIRI ÞUNGLYNDISLYF
Útgjöld TR vegna þunglyndis-
lyfja hafa aukist verulega það sem
af er þessu ári. Útgjöld vegna þess-
ara lyfja jukust um 8% fyrstu ellefu
mánuði þessa árs. Tveir lyfjaflokkar
þunglyndislyfja vega langþyngst
eða sem nemur 97% af kostnaðinum.
Álverð ekki hærra í níu ár
Heimsmarkaðsverð á áli hefur að
meðaltali ekki verið hærra í níu ár,
eða frá árinu 1995. Meðaltalsverð er
um 1.700 dollarar fyrir tonnið og
hefur hátt verð haldist nokkurn veg-
inn allt árið. Eftirspurn eftir áli hef-
ur aukist hraðar en á síðustu tutt-
ugu árum og í fyrsta skipti í fjögur
ár hefur eftirspurnin verið meiri en
framboðið.
Hvatt til mótspyrnu
Einn af frammámönnum land-
tökumanna gyðinga á Gaza hvatti í
gær til þess að veitt yrði vopnlaust
viðnám gegn brottflutningi land-
tökufólks frá svæðinu, sem fyr-
irhugað er að verði á næsta ári. Bú-
ist er við að samsteypustjórn Likud
og Verkamannaflokksins taki við í
vikunni.
Gagnrýna Rumsfeld
Gagnrýni á Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, vegna mistaka í Írak fer nú
vaxandi vestanhafs. Er jafnvel búist
við því að hann verði látinn víkja á
næsta ári. George W. Bush forseti
ver á hinn bóginn Rumsfeld, segir
hann hafa staðið sig vel í starfinu og
ráðherrann sé innst inni vænsti
maður.
Gazprom á bak við kaupin?
Fjölmiðlar í Rússlandi fullyrtu í
gær að ríkisfyrirtækið Gazprom
hefði verið á bak við kaupin á olíufé-
laginu Yuganskneftegas sem selt
var á uppboði um helgina.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 32/35
Viðskipti 16/17 Bréf 35
Úr verinu 17 Minningar 36/43
Erlent 20/21 Skák 45
Akureyri 25 Dagbók 48
Suðurnes 26 Víkverji 48
Austurland 26 Staður og stund 50
Landið 26 Velvakandi 50
Daglegt líf 27 Menning 51/57
Listir 28/29 Ljósvakamiðlar 58
Forystugrein 30 Veður 59
Viðhorf 28 Staksteinar 59
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
FRAMKVÆMDIR við starfs-
mannaþorp Fjarðaáls á Reyðar-
firði liggja nú niðri, þar sem
starfsmenn Bechtel eru farnir í
jólaleyfi. Einn starfsmaður er þó á
vaktinni til eftirlits. Hefur öllum
vélum Bechtel verið stillt upp í
langa röð, um fjögur hundruð
metra langa, og er það sérstakt á
að líta. Vélarnar þreyja þar jól og
áramót uns starfsmenn snúa aftur
til starfa.
400 metra löng biðstaða
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi
úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
um að maður, sem veitti öðrum
manni hnefahögg á skemmtistað
fyrr í þessum mánuði með þeim af-
leiðingum að sá lést, sæti gæsluvarð-
haldi til 27. janúar. Maðurinn sem
höggið veitti hefur sætt gæsluvarð-
haldi frá 12. desember.
Fram kemur í úrskurði Hæsta-
réttar að samkvæmt gögnum máls-
ins hafi sakborningurinn játað að
hafa slegið mann umrætt sinn en
beri að öðru leyti við minnisleysi um
atvikið. Allmörg vitni muni hafa ver-
ið að atvikinu en í skýrslum þeirra
fyrir lögreglu sé því ýmist lýst að
sakborningurinn, eða maður klædd-
ur jólasveinabúningi, hafi slegið hinn
manninn en sakborningurinn var
einmitt klæddur í slíkan búning þeg-
ar atvikið varð.
Segir Hæstiréttur að með vísan til
þessa leiki sterkur grunur á að sak-
borningurinn hafi gerst sekur um
brot gegn hegningarlögum sem geti
varðað allt að 16 ára fangelsi.
Hæstiréttur segir hins vegar að
samkvæmt greinargerð lögreglu fyr-
ir héraðsdómi sé staða rannsóknar-
innar þannig að ekki verði talið að
sakborningurinn geti torveldað hana
úr því sem komið sé. Fyrir Hæsta-
rétti hafi lögregla tekið fram að ekki
hafi verið talin ástæða til að gera
kröfu um framlengingu gæsluvarð-
halds á grundvelli rannsóknarhags-
muna jafnvel þótt rannsókn málsins
sé ekki lokið.
Niðurstaða Hæstaréttar er að lög-
regla hafi ekki fært viðhlítandi rök
fyrir því að skilyrði séu til áfram-
haldandi gæsluvarðhalds yfir mann-
inum m.t.t. til almannahagsmuna.
Gæsluvarðhald
fellt úr gildi
BOÐ íslenskra stjórnvalda um land-
vistarleyfi til handa Robert Fischer,
fyrrverandi heimsmeistara í skák,
stendur. Sendiherra Bandaríkjanna
á Íslandi var í gær boðaður á fund í
utanríkisráðuneytinu vegna máls
Fischers þar sem honum var tjáð að
afstaða stjórnvalda væri óbreytt og
boðið til Fischers stæði, samkvæmt
upplýsingum Illuga Gunnarssonar,
aðstoðarmanns utanríkisráðherra.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær barst utanríkisráðu-
neytinu orðsending bandarískra
stjórnvalda sl. föstudag þar sem ís-
lensk stjórnvöld voru hvött til þess
að draga boð sitt um dvalarleyfi fyrir
Fischer til baka. Ákveðið ferli væri í
gangi í Bandaríkjunum gagnvart
Fischer, hann hefði verið ákærður
og væri þar eftirlýstur og ekki stæði
til að falla frá því.
Brotin fyrnd
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær-
kvöldi ekki óttast að þessi ákvörðun
íslenskra stjórnvalda myndi hafa
áhrif á samskipti Íslands og Banda-
ríkjanna.
Að sögn Illuga var afstaða stjórn-
valda útskýrð á fundinum með
bandaríska sendiherranum, þar sem
honum var tjáð að boðið til Fischers
um landvistarleyfi stæði.
Fischer hefði unnið heimsmeist-
aratitil sinn í frækilegu einvígi á Ís-
landi 1972 og frá þeim tíma hefði
hann, sem skákmeistari, notið mikils
álits á Íslandi. Forsenda ákvörðunar
stjórnvalda hefði verið sú að banda-
rísk stjórnvöld hefðu ekki krafist
framsals Fischers frá Japan. Einnig
var útskýrt að brot gegn viðskipta-
banni á fyrrv. Júgóslavíu væru fyrnd
skv. íslenskum lögum og uppfylltu að
því leyti ekki skilyrði til framsals.
Boð um landvistar-
leyfi Fischers stendur
Utanríkisráðuneyti svarar erindi bandarískra stjórnvalda
ENDANLEG útboðslýsing vegna
byggingar tónlistarhúss, ráðstefnu-
miðstöðvar og hótels (TRH) við Aust-
urhöfnina í Reykjavík var afhent
þeim fjórum hópum sem valdir voru í
forvali í sumar. Frumhugmyndir
þeirra um verkið eiga að liggja fyrir
eftir mánuð og fyrstu tilboð í byrjun
maí. Gert er ráð fyrir að framkvæmd-
ir hefjist um mitt ár 2006 og að tón-
listar- og ráðstefnuhúsið verði tekið
formlega í notkun um mitt ár 2009.
Stefán Hermannsson, framkvæmda-
stjóri Austurhafnar-TR, segir að
þátttakendum í útboðinu verði fækk-
að þegar tilboð liggi fyrir í maí, loka-
tilboð eigi að liggja fyrir næsta haust
og samningur um verkið um mánaða-
mótin sept.-október 2005.
Útfærsla á TRH var endurskoðuð í
endanlegri útboðslýsingu og lóðin
færð norðar, miðað er við að TRH
verði tvö þúsund fermetrum stærra
eða um 17 þúsund fermetrar og að
heildarbyggingarmagn á aðliggjandi
lóðum fari úr 15 í 38 þúsund fermetra.
Útboðslýsing
tónlistar-
húss tilbúin
SÆMUNDUR Pálsson mun hugs-
anlega halda af stað til Japans fyr-
ir hádegi í dag til að aðstoða
Bobby Fischer við að komast til Ís-
lands. Sæmundur er ferðbúinn og
beið seint í gærkvöldi fregna frá
Japan, þar sem vonir stóðu til að
Fischer fengi endanlegt svar jap-
anskra stjórnvalda í nótt (fyrir há-
degi að staðartíma) um hvort þau
leyfa Fischer að yfirgefa landið
svo hann komist til Íslands.
Sæmundur hefur verið í góðu
sambandi við Fischer sem hringdi
fimm sinnum í hann í gær. Að
sögn Sæmundar er Fischer
óþreyjufullur að komast úr þeim
erfiðleikum sem hann hefur mátt
sæta á undanförnum mánuðum og
er spenntur að komast til Íslands
sem fyrst.
Útlit er fyrir að fjórir aðrir Ís-
lendingar verði í för með Sæmundi
til Japans. Gerir hann einnig fast-
lega ráð fyrir að Miyako Watai,
unnusta Fischers, komi með þeim
til Íslands.
„Maður bregst ekki vini sínum á
neyðarstund,“ sagði Sæmundur
um væntanlegt ferðalag til Japans
en hann vonast til að þeir komist
aftur til Íslands fyrir jólahátíðina.
Vonast til að Japanir
veiti brottfararleyfi í dag
MAÐURINN sem var handtekinn á
Keflavíkurflugvelli í liðinni viku eftir
að tollverðir fundu fíkniefni í hand-
farangri hans reyndist alls hafa haft
671 gramm af kókaíni innvortis þeg-
ar hann lagði upp í smyglferðina.
Þetta er mesta magn fíkniefna sem
reynt hefur verið að smygla innvort-
is til landsins svo vitað sé.
Maðurinn, sem er frá Nígeríu,
hafði bæði falið fíkniefnin í enda-
þarmi og gleypt þau. Alls hafði hann
68 hylki innvortis. Hluti af efnunum
hafði gengið niður á leiðinni til lands-
ins og brá maðurinn þá á það ráð að
setja þau í sokk og kom honum síðan
fyrir í bakpoka sínum. Sokkurinn
fannst við tollskoðun og í kjölfarið
var maðurinn sendur í röntgenskoð-
un. Það var ekki fyrr en þremur dög-
um síðar sem fíkniefnin höfðu öll
gengið niður af manninum.
Fram að þessu hafði mesta magn
fíkniefna sem smyglað var innvortis
fundist í nígerískri konu sem hand-
tekin var í júlí sl. með um 330 grömm
af kókaíni innvortis. Að auki bar hún
155 g innanklæða. Í ágúst var maður
frá Litháen handtekinn með um 300
g af kókaíni innvortis og hlaut hann
fyrir það 14 mánaða fangelsisdóm.
Mesta inn-
vortissmygl
sem upp hef-
ur komist
♦♦♦