Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Hlíðasmára 11, Kópavogi sími 517 6460 www.belladonna.is Réttu stærðirnar                                Vönduð díóðuvasaljós með langa rafhlöðuendingu. Góður ljósstyrkur. Fást hjá Afreks- vörum, Símabæ, Vesturröst. Vasaljós draga þá ályktun að einkunnin stað- festi styrk sjóðsins. Ég vara við slíkum ályktunum enda byggir láns- hæfiseinkunnin ekki síst á ríkis- ábyrgðinni. Ef einhver hætta er á að á þá ábyrgð muni reyna í framtíðinni er mjög mikilvægt að horfast í augu við það strax og grípa til viðeigandi ráðstafana,“ segir Edda Rós Karls- dóttir. Eðlilegar vangaveltur um áhrifin á rekstur sjóðsins „Aukið framboð lánsfjár og mögu- leikinn á endurfjármögnun íbúðalána án þess að eiga íbúðaviðskipti hafa aukið uppgreiðsluáhættu Íbúðalána- sjóðs verulega,“ segir Guðbjörg Guð- mundsdóttir, sérfræðingur hjá Grein- ingu Íslandsbanka. „Forsendur eru því mjög breyttar frá því sem var þeg- ar Íbúðalánasjóður réðst í endur- skipulagningu á skuldabréfaútgáfu sinni um mitt þetta ár. Þær upplýs- ingar sem Íbúðalánasjóður lætur markaðinum í té varðandi upp- greiðslur eru mjög takmarkaðar en eðlilegt er að fjárfestar og aðrir velti því fyrir sér hvaða áhrif þessi þróun hefur á rekstur sjóðsins.“ Segir Guðbjörg að fátt bendi til annars en að uppgreiðslur hjá Íbúða- lánasjóði verði áfram miklar. Þrátt fyrir að sjóðurinn hafi aukið útlána- heimildir sínar verulega og lántak- endur hjá sjóðnum geti stytt og lengt í lánum að vild, þá hafi hvati íbúða- kaupenda til endurfjármögnunar síst minnkað. „Við höfum áætlað að uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði séu komnar vel yf- ir 70 milljarða króna. Þetta jafngildir um 15% af heildarútlánum sam- kvæmt hálfsársuppgjöri sjóðsins. FORSVARSMENN greiningar- deilda viðskiptabankanna telja raun- verulega hættu á því að Íbúðalána- sjóður geti komist í vanda vegna mikilla uppgreiðslna á útlánum sjóðs- ins. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- banka Íslands, segir að ef einhver hætta sé á að reyna muni á ábyrgð ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs í framtíðinni, sé mjög mikilvægt að horfast í augu við það strax og grípa til viðeigandi ráðstafana. Guðbjörg Guðmundsdóttir, sér- fræðingur hjá Greiningu Íslands- banka, segir að ef heldur áfram sem horfir gætu uppgreiðslur hjá Íbúða- lánasjóði hæglega náð 200 milljörðum króna á síðari helmingi næsta árs. Erfitt sé að sjá annað en að slíkt myndi skapa vandræði fyrir sjóðinn. Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka, segir að deildin telji æskilegt að Íbúðalána- sjóður skýri betur en hann hefur gert til þessa hvernig sjóðurinn hyggst mæta auknum uppgreiðslum á útlán- um sínum. Raunar telji deildin eðli- legast að sjóðurinn lúti sömu reglum og aðrar fjármálastofnanir um eigin- fjárbindingu og aðrar varúðarreglur. Leitað var viðbragða greiningar- deilda bankanna vegna umfjöllunar í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnu- dag, þar sem fjallað var um þann vanda sem Íbúðalánasjóður getur staðið frammi fyrir, og jafnframt í til- efni af svörum sviðsstjóra sjóðsins í blaðinu í gær. Í umfjöllun Morgun- blaðsins kom fram að vegna þess hvernig staðið var að skuldabréfa- skiptum Íbúðalánasjóðs síðastliðið sumar, þegar húsbréfakerfið var lagt af og peningalánakerfi sjóðsins tók við, væri raunveruleg hætta á því að sjóðurinn gæti komist í þrot. Sviðs- stjóri Íbúðalánasjóðs sagði það ekki rétt að sjóðurinn gæti komist í þrot ef framhald yrði á miklum upp- greiðslum á útlánum hans. Hann sagði þó að ýmislegt í grein blaðsins stæðist fræðilega séð. Ekki nægjanlegt að benda á lánshæfiseinkunn Edda Rós Karlsdóttir segir að rekstrarumhverfi Íbúðalánasjóðs sé gjörbreytt frá því sem var þegar skuldabréfaskipti sjóðsins fóru fram síðastliðið sumar. „Ég geri ráð fyrir að sjóðurinn og ráðgjafar hans hafi ekki átt von á samkeppni frá bönk- unum í bráð og mögulega verðlagt skuldabréfaskiptin miðað við mun minni uppgreiðslur en raunin hefur orðið. Sú spurning vaknar auðvitað hvort Íbúðalánasjóður geti mætt því tapi sem verður vegna aukinna upp- greiðslna. Það verður að segjast eins og er að Íbúðalánasjóði hefur ekki tekist að sannfæra menn um að engin hætta sé á ferðum.“ Edda Rós segir afar mikilvægt að Íbúðalánasjóður afgreiði ekki þá gagnrýni sem fram hefur komið sem léttvæga, enda séu gríðarlegir hags- munir í húfi. „Fram hefur komið í máli forsvarsmanna sjóðsins að hann þoli allt að 300 milljarða króna upp- greiðslur. Ef Íbúðalánasjóður getur með trúverðugum hætti sýnt fram á hvernig hann gæti mætt svo miklum uppgreiðslum, þá tel ég ljóst að þær vangaveltur sem nú eru uppi um fjár- hagslegan styrk sjóðsins hætti. Í þessu sambandi er ekki nægjanlegt að benda á háa lánshæfiseinkunn og Mikilvægt að grípa til viðeigandi ráðstafana Greiningardeildir segja hættu á að Íbúðalánasjóður lendi í vanda Miður að dregið hafi verið úr upplýsingagjöf Þórður Pálsson segir að greining- ardeild KB banka telji ekkert athuga- vert í umfjöllun Morgunblaðsins um Íbúðalánasjóð síðastliðinn sunnudag og að hún sé í nokkru samræmi við áhyggjur deildarinnar og annarra markaðsaðila. „Við teljum æskilegt að sjóðurinn skýri betur hvernig hann hyggst mæta auknum uppgreiðslum og raunar eðlilegast að sjóðurinn lúti sömu reglum og aðrar fjármálastofn- anir um eiginfjárbindingu og aðrar varúðarreglur. Okkur finnst jafn- framt miður að sjóðurinn skuli hafa dregið úr upplýsingagjöf sinni. Það verður að hafa í huga að skuldabréf sjóðsins, sem tryggð eru af ríkinu, mynda grunninn í vaxtarófi íslensku krónunnar og þar með öllu eignaverði í landinu og því á að gera ríkari kröfur til sjóðsins en samkeppnisfyrirtækja um upplýsingagjöf. Þetta hlutverk skuldabréfa Íbúðalánasjóðs er í raun undirstrikað í lánshæfismati Moody’s þar sem bréfin fá hæstu einkunn ekki síst í krafti ábyrgðar íslenska ríkis- ins,“ segir Þórður Pálsson. Hluta þessara uppgreiðslna getur Íbúðalánasjóður mætt með aukaút- drætti útistandandi húsbréfa og lokað þannig vaxtaáhættunni. Sjóðurinn hefur nú þegar tilkynnt um aukaút- drátt að fjárhæð um 30 milljarðar til loka febrúar. Þeim hluta uppgreiðsln- anna sem ekki er hægt að mæta með hraðari útdrætti húsbréfa getur Íbúðalánasjóður mætt með því t.d. að kaupa eigin bréf, endurlána til íbúða- kaupenda eða ávaxta fé sitt á mark- aði. Vandinn felst hins vegar í því að vextir á markaði hafa lækkað mikið undanfarið og hættan því sú að vaxta- tekjur sjóðsins standi ekki undir vaxtagjöldum hans. Íbúðalánasjóður hefur einnig þann möguleika að hækka vaxtaálagið á nýjum útlánum til að mæta hraðari uppgreiðslum. Enn sem komið er eru upp- greiðslur ekki orðnar það miklar að sjóðinum stafi hætta af. Ef hins vegar heldur áfram sem horfir gætu upp- greiðslur hjá Íbúðalánasjóði hæglega náð 200 milljörðum króna á síðari helmingi næsta árs. Erfitt er að sjá annað en að slíkt myndi skapa vand- ræði fyrir sjóðinn,“ segir Guðbjörg Guðmundsdóttir. 5 L =M4 6@(6G (@(CE K)<' L)<( G G B?=&  N '@GH( '@6(6 L)<G L)<G G G + +  O*N H@GF' GHE L)<E L)<D G G (BN 511 6GC ((@()H L)<' L)<6 G G +&N  # H@HGE ()@FFC K)<( L)<6 G G   & '      &( ')   ! "#$%&'()*# *)& +,$#- 6 3 , P 113C , P   B'" 0"E 1 / ,  Q  91 ( 91 8 91 Q   * * 6 B 0 O0 "'1P  OP 1" !"# =-%' =  -  B'" 09E R  ..-(/("012*##+ ,* B1-1  Q   B 0  /-P' / 9'$  29E !"# /".  E $%" #9 (C0  8)" >1'$  5S%' =QB =  "J 0 =     =C - C %". %E ?0 !"# ?.000- C A  C -$  --@=>90 +#/32 4*(5*2-(  911 B1  &.'"' 8 )- Q   !"# ?>1"> A .000"J 0 Q   !"# =)  31E3         @   @ @    @ @  @ @ @  @ @ @ @ @ @ @ . 0 " ". 31E3 @ @ @ @ @ @ @  @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ T GU @ T @ GU T @GU @ T @ GU T GU T @ GU T @ GU @ T @GU @ T @ GU @ T GU @ T @ GU @ @ @ T  GU @ @ @ T  GU @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ @ / 31P  0 ? 9 ) 1 0V ( P =  E E  E E  E EE E  E E  @ E E  E E E @ E @ E E @ @ @ @ @  @ @ @ @ @ @ @         @          @       @            @    @                @ A1P  ) F2E 1E ?/E H % 0    B'C  31P        @    @ @ @ @  @ @ @  @ @ @ @ @ @ @ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Edda Rós: „Það verður að segjast eins og er að Íbúðalánasjóði hefur ekki tekist að sannfæra menn um að engin hætta sé á ferðum.“ Guðbjörg: „Vandinn felst hins vegar í því að vextir á markaði hafa lækkað mikið undanfarið og hættan því sú að vaxtatekjur sjóðsins standi ekki undir vaxtagjöldum hans.“ Þórður: „Við teljum æskilegt að sjóðurinn skýri betur hvernig hann hyggst mæta auknum uppgreiðslum.“ Guðbjörg Guðmundsdóttir Þórður Pálsson Edda Rós Karlsdóttir Ummæli sérfræðinganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.