Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 49 DAGBÓK Skotvopnabókin fjallar um meðferð ogeiginleika skotvopna með sérstakriáherslu á öryggisatriði. Fjölmargarskýringarmyndir eru í bókinni og enn- fremur er bókin uppsláttar- og fróðleiksrit fyr- ir alla skotvopnaeigendur enda fátt sem snertir skotvopn sem ekki er fjallað um í bókinni. Bók- in, sem er kilja, er 224 blaðsíður. 160 ljós- myndir og skýringarmyndir eru í henni sem gefa lesandanum góða innsýn í þau lögmál og eiginleika sem skotvopn og skotfæri búa yfir, að sögn höfundarins, Einars Guðmanns. Í bókinni er ennfremur að finna víðtæka samantekt á flestu því sem snertir skotvopn sem margt hefur ekki verið birt áður á prenti hérlendis. Fjallað er um lög og reglur sem gilda um skotvopn, keppnisgreinar í skotfimi, reglur í þeim, endurhleðslu skota, viðhald o.fl. – Hversu brýna telur þú þörfina hafa verið fyrir bók um skotvopn? „Tilurð bókarinnar má rekja til þess að skortur var á heildrænu námsefni fyrir skot- vopnanámskeið sem haldin eru á vegum Um- hverfisstofnunar fyrir verðandi skotvopnaleyf- ishafa. Eftir að ég hóf að starfa hjá Umhverfisstofnun við það að skipuleggja nám- skeiðin víðsvegar um landið og útbúa námsefni kom berlega í ljós að við sitjum ekki við sama borð og nágrannaþjóðirnar varðandi hæfnis- kröfur til skotveiðimanna. Það nám sem skot- veiðimenn fara í gegnum hérlendis á töluvert í land til þess að standast sömu kröfur og gerð- ar eru til skotveiðimanna erlendis. Skotvopna- bókin svarar þeirri þörf sem hefur verið knýj- andi að taka saman á einn stað ítarlega bók um allt sem varðar skotvopn, bæði fyrir þá sem þegar hafa staðgóða þekkingu á skotvopnum sem og byrjendur.“ – Eru Íslendingar meðvitaðri um meðferð skotvopna nú en áður? „Því miður er ekki hægt að svara þessu játandi, sérstaklega í ljósi reynslu undanfar- inna ára þar sem ítrekað hafa komið upp tilfelli sem rekja má til óviðunandi meðferðar og ekki síst geymslu skotvopna og skotfæra. Íslend- ingar hafa alist upp við það viðhorf að skot- vopn séu verkfæri og bera yfir höfuð litla virð- ingu fyrir þeim. Þetta kristallast í því að alltof algengt er að geymslu þeirra sé ábótavant. Í bókinni er fjallað um ýmis ráð og reglur sem hafa þarf í huga við meðferð skotvopna en einnig er fjallað um ýmislegt sem grúskurum þykir áhugavert. Skotvopnabókin er ekki síst skrifuð fyrir þá sem þegar eiga og hafa leyfi fyrir skotvopnum, enda er kominn tími til að hertar verði hæfnis- og þekkingarkröfur til þeirra sem meðhöndla þessi verkfæri hér- lendis.“ Skotvopn | Bók um meðferð og eiginleika skotvopna komin út Tímabært að herða hæfniskröfur  Einar Guðmann fæddist á Akureyri 1966 og lauk stúdents- prófi frá matvælabraut við Verkmenntaskólann á Akureyri 1989. Í dag starfar Einar hjá veiði- stjórnunarsviði Um- hverfisstofnunar og hefur þar m.a. umsjón með gerð námsefnis og námskeiðum fyrir verð- andi skotvopnaleyfis- hafa. Einar og Hólm- fríður Sigurðardóttir, sem búa á Akureyri, eiga þrjá syni sem eru 14, 10 og 6 ára. LÚÐRASVEITIN Svanur heldur jólatónleika í Tónlist- arhúsinu Ými í dag, þriðjudag. Leikin verða nokkur létt jóla- lög í bland við hefðbundna lúðrasveitartónlist, m.a. nýtt verk Sinfonia no 3 eftir Philip Spark. Stjórnandi Lúðra- sveitarinnar Svans er Rúnar Óskarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 1.000 kr. en 50% afsláttur er fyrir námsmenn. Jólalögin í bland við lúðrasveitartónlist Brúðkaup | Gefin voru saman 11. september sl. í Laugarneskirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni þau Agla Marta Sigurjónsdóttir og Magnús Við- ar Skúlason. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Hinn 3. júlí sl. voru gefin saman í Kópavogskirkju af séra Sváfni Sveinbjarnarsyni þau Anna Elín Kjart- ansdóttir og Gísli Heiðar Bjarnason. Ljósmynd/Teitur Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.