Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Guð-mundsson fædd- ist á Sörlastöðum í Fnjóskárdal 2. júní 1914. Hann lést á Elliheimilinu Grund 10. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Ólafsson, kennari á Akranesi og síðar á Laugar- vatni, f. í Fjósatungu í Fnjóskárdal 1885, d. 1958, og Ólöf Sig- urðardóttir, hús- móðir, f. í Dyrhólum Mýrdal 1890, d. 1975. Systkini Ólafs eru Guðný, húsmóðir, f. 1915, Sigurður, fv. lögregluþjónn, f. 1917, Guðbjörg, húsmóðir, f. 1920, d. 1991, Karl, verkfr., f. 1924, Björn, f.v. forstj., f. 1928, Ingólfur, fv. prestur, f. 1930. Hinn 1. október 1939 kvæntist Ólafur Guðrúnu Einarsdóttur húsmóður, f. 17. júní 1914 að Hemru í Skaftártungum, d. 31.12. 1993. Foreldrar hennar voru Ein- ar Bergsson, bóndi á Mýrum í Álftavershr., f. 1885, d. 1918, og 1968. Börn þeirra eru Sveinn Þór, f. 1998, og Arnar Óli, f. 2001. c) Björg, flugfreyja, f. 1975, gift Jó- hannesi Guðmundssyni flugstj., f. 1967. Barn þeirra er Ólafur Ingi, f. 2004. Ólafur útskrifaðist frá Héraðs- skólanum á Laugarvatni 1932 og starfaði við sjómennsku og fleira til ársins 1937 er hann var settur lögreglumaður í Reykjavík. Hann starfaði sem lögreglumaður og síðar sem lögregluvarðstjóri í Reykjavík til 1970. Um tíma starfaði Ólafur einnig við umferðarkennslu í skólum borgarinnar. Hann tók síðar við starfi landvarðar í nýstofnuðum þjóðgarði að Skaftafelli í Öræf- um. Ólafur starfaði síðan hjá inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins til 1984 er hann lét af störfum vegna aldurs. Ólafur stundaði frjálsar íþróttir framan af ævi og var m.a. Íslands- meistari í kringlukasti fyrir ÍR um árabil. Hann var mikill áhuga- maður um myntsöfnun óg átti um tímaeitt fullkomnasta safn ís- lenskrar myntar og seðla hérlend- is. Hann söng með Lögreglukórn- um um árabil og er heiðursfélagi kórsins. Útför Ólafs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jóhanna Jónsdóttir húsmóðir frá Hemru í Skaftártungum, f. 1883, d. 1975. Ólafur og Guðrún eignuðust tvo syni. Þeir eru: 1) Bjarni, flugvirki, f. 1941, kvæntur Guð- rúnu Árnadóttur hár- greiðslumeistara, f. 1942. Börn þeirra eru: a) Þorbjörg, deildarstj., f. 1969, maki Óskar Páll Sveinsson tónlistarm., f. 1967. Þau skildu. Barn þeirra er Bjarni, f. 1992. Sambýlismaður Þorbjarg- ar er Arnar F. Gunnarsson versl- unarm., f. 1966. Barn þeirra er Daniel, f. 2000. b) Hildur Hrund, f. 1972. c) Elín, nemi, f. 1983. 2) Guðmundur, verslunarm., f. 1944, kvæntur Maríu Ólafsdóttur hús- móður, f. 1945. Börn þeirra eru: a) Ólafur, framkvstj., f. 1965, maki Ulrike Hettler viðskfr., f. 1969. Börn þeirra eru Axel Ulrik, f. 2001, og Maja Lore, f. 2004. b) Sigrún, arkitekt, f. 1968, gift Sig- þóri Einarssyni framkvstj., f. „Ég ætlaði að reyna að ná að verða 90 ára en ég er nú farinn að efast um að það takist.“ Þetta mælti Ólafur Guðmundsson föðurbróðir minn þeg- ar við heimsóttum hann í byrjun árs- ins. En honum tókst það því haldið var upp á 90 ára afmælið hans hinn 2. júní í sumar. Gamli keppnismaðurinn sýndi þarna viljastyrk og keppnis- skap þrátt fyrir að við gerðum okkur grein fyrir að degi væri farið að halla í lífi hans. Mig langar að minnast Óla frænda, eins og við vorum vön að kalla hann í fjölskyldunni, með nokkrum minn- ingabrotum sem ég á um hann í gegnum árin. Óli var elstur í systk- inahópi föður míns, barna Ólafar Sig- urðardóttur og Guðmundar Ólafs- sonar, lengst af kennara á Laugarvatni. Óli fór snemma að vinna fyrir sér og segir sagan að þeg- ar Guðmundur afi minn og hann voru að vinna í sumarvinnu við byggingu Hvítárbrúarinnar 1928 og tilkynning barst um að kominn væri einn bróðir í viðbót, þá á Óli að hafa sagt: „Er nú kominn einn munnur í viðbót til að fæða!“ Þetta var faðir minn sem um var að ræða, en þeir hafa alla tíð verið miklir mátar. Óli var með hærri mönnum af sinni kynslóð og þekktur borgari, ekki síst vegna starfa sinna í lögreglunni til margra ára, en hann lék einnig tröll í kvikmynd Óskars Gíslasonar „Síðasti bærinn í dalnum“ frá árinu 1950, sem var önnur talsetta leikna kvikmyndin sem gerð var á Íslandi. Mér er minn- isstætt þegar ég var í barnaskóla að þá komu lögreglumenn gjarnan í skólana með umferðarfræðslu. Óli frændi kom þá oftar en ekki og fann ég fyrir því að krakkarnir í bekknum litu pínulítið upp til manns fyrir að þekkja lögguna. Óli var afskaplega barngóður og var gott að vera í návist hans. Hann hafði gaman af að segja frá og ákafinn og glettnin einkenndu hann. Það var alltaf svolítið sérstakt að taka í stóru höndina hans. Maður varð alltaf eins og barn. Óli var mikill keppnismaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, keppti í kringlukasti og var Íslands- meistari til margra ára í þeirri grein. Hann var alla tíð mjög sterkur. Það sýndi sig vel þegar ég dvaldi með honum tímabundið í Skaftafelli fyrsta árið eftir að Skaftafell var gert að þjóðgarði þar sem hann hafði verið ráðinn sem þjóðgarðsvörður. Þá var Skaftafell í hálfgerðri einangrun og ferðamenn lítið farnir að koma þang- að. Það þurfti að sinna ýmsum verk- um, m.a. girðingarvinnu, og var þá tekið hraustlega á því við að kljúfa girðingarefni, berja niður staura og þess háttar. Einnig þurfti að sinna ferðamönnum á svæðinu. Það er eft- irminnilegt þegar ég fór eitt sinn með Óla ásamt tveimur konum í mikla gönguferð inn í Kjós inn af Morsár- dalnum. Það þurfti að vaða yfir straumþungar ár og treystu konurn- ar sér ekki yfir eina ána. Óli gerði sér lítið fyrir, tók þær hvora undir sína höndina og bar þær yfir ána – báðar í einu! Mér fannst þetta alveg ótrúlegt en sýndi vel hvað hann var viljugur og hraustur og ekki tilbúinn að gefast upp. Seinna varð Óli framkvæmdastjóri Golfskálans í Grafarholti og starfaði ég um tíma með honum þegar skálinn var í byggingu. Þar sýndi hann sama dugnað og áhuga á viðfangsefninu eins og hann var alla tíð vanur. Óli var virkur meðlimur í Lögreglukórn- um og var ávallt áhugasamur um málefni lögreglumanna. Hann var ánægður þegar fyrirtækið mitt tók að sér að framleiða einkennisbúninga lögreglumanna og hef ég í gegnum árin kynnst mörgum lögreglumönn- um sem hafa átt ánægjulegar sam- verustundir með frænda mínum og hefur verið gaman að finna þann hlý- hug sem þeir báru til hans. Fyrir mörgum árum fékk faðir minn Óla til að koma með sem leið- sögumaður fyrir Bob Davis, banda- rískan kvikmyndagerðarmann og fjölskylduvin, upp Skaftártungurnar og inn í Eldgjá því hann þekkti vel til staðhátta. Fannst Bob ferðin ganga svolítið seint því Óli þekkti alla og mátti til með að spjalla svolítið. Sagði Bob þá setningu sem við höfum oft brosað að síðan: „Uh oh, Oli got a friend!“ Á árum áður fann Óli sinn lífsföru- naut í Skaftártungunni, Guðrúnu Einarsdóttur frá Hemru, mikla sómakonu sem lést fyrir nokkrum ár- um. Það var alltaf gaman að koma á Bergþórugötuna til Óla og Gunnu og var manni tekið fagnandi í hvert sinn. Óli ólst upp fyrstu árin á Sörlastöð- um í Fnjóskárdal þar sem afi og amma hófu búskap. Þangað fórum við systkinin einu sinni í leiðangur og lét ég verða af því að hringja úr far- síma í Óla frá æskustöðvum hans. Hann fræddi okkur lítillega um stað- inn og lífið á æskuárunum þar, sem gerði ferðina eftirminnilegri en ella. Hann hafði gaman af þessu og nefndi að þetta væri fyrsta símtalið sem hann hefði fengið frá æskustöðvun- um. Við söknum Óla, en við getum þakkað og glaðst yfir því hvað Óli átti gott og langt líf. Líf hans var ekki bara gott heldur naut hann þess svo ríkulega að vera til. Hann eignaðist góðan hóp afkomenda, allt dugmikið og efnilegt fólk sem hann var afar stoltur af. Frændi góður, dyggð þín og drengskapur var gulli betri. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Bless- uð sé minning Ólafs Guðmundssonar. Ásbjörn Björnsson. Á útfarardegi Ólafs Guðmunds- sonar fyrrverandi lögreglumanns í Reykjavík hljóta vinir hans og kunn- ingjar að rifja upp hreystiverk þessa tápmikla varðar laganna. Ólafur vakti athygli fyrir æðru- leysi og einstakan dug í starfi og ber m.a. að minnast einstæðs afreks hans og Kristjáns heitins Vattness (1917– 92) aðfaranótt sunnudagsins 21. des- ember 1941 þegar þeir félagar voru á vakt í lögreglustöðinni, sem þá var á horni Hafnarstrætis og Pósthús- strætis. Braust þá skyndilega út mikill eldsvoði í Hafnarstræti 11 og þustu þeir félagar á vettvang og tókst að ná inn í stigahús með því þeir höfðu heyrt á leiðinni að konur og börn væru á efstu hæð hússins. Þeir fé- lagar náðu rétt að komast inn til fólksins úr reykkófinu og með logana á eftir sér, enda svo aðþrengdir af öndunarörðugleikum að allir hnapp- ar höfðu sprottið af einkennisjökkum þeirra, sem þá voru hnepptir upp í háls. Ólafur lamdi með kylfu sinni göt á þéttriðinn kvistglugga, sté út á rennu, en hélt sér í gluggapóst og bar ör eftir glerbrotin. Með hinni hend- inni handlangaði hann tvo drengi fjögurra og sjö ára og fimm fullorðn- ar konur upp til Kristjáns, sem sat klofvega á kvistinum og kom fólkinu upp á bratt þakið. Einn af þeim, sem þannig var bjargað, lifir enn og kveðst aldrei hafa æðrast með því lögreglumennirnir hefðu brosað svo blítt og traustvekjandi til allra á þak- inu. Hlúðu þeir félagar að fólkinu þessa ÓLAFUR GUÐMUNDSSON ✝ Aðalbjörg Guð-rún Árnadóttir fæddist í Ólafsfirði 4. desember 1934. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri 14. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Árni Anton Guðmundsson, f. 2. ágúst 1903, d. 4. ágúst 1957, og Jóna Guðrún Antonsdótt- ir, f. 23. október 1908, d. 5. nóvember 1989. Hálfbróðir Aðalbjargar, sam- mæðra, er Anton, f. 1932, og al- systkini Una, f. 1938, Ólafur, f. 1939, og María, f. 1942. Hinn 22. apríl 1959 giftist Aðal- björg Júlíusi Snorrasyni frá Dalvík, f. 26. mars 1938. Foreldrar Júlíusar voru Snorri Arngrímur Arngríms- eru Kolbrún Edda, f. 31. júlí 1983, og Ómar Örn, f. 30. ágúst 1988. Sambýlismaður Kristínar er Bjarni Haraldsson, f. 12. júní 1954. c) Árni Anton, f. 6. september 1959. Kona hans er Freygerður Snorradóttir, f. 4. maí 1961. Börn þeirra eru Katrín Sif, f. 6. júlí 1980, sonur hennar er Manuel Árni, f. 27. janúar 2004; Árni Freyr, f. 1. mars 1983, unnusta Hildur Friðriksdóttir, f. 5. apríl 1984, og Aðalbjörg Júlía, f. 22. mars 1988. d) Jónína Amalía, f. 2. júní 1961. Börn hennar eru Júlíus Gunnar, f. 11. mars 1980, Guðríður Aðalbjörg, f. 16. ágúst 1982, sam- býlismaður hennar er Víglundur Brynjar Bjarnason, f. 7. apríl 1978, og sonur þeirra er Bjarni Brynjar, f. 21. febrúar 2003; og Brynjar Már, f. 27. ágúst 1997. e) Ingigerður Sig- ríður, f. 4. ágúst 1965. Aðalbjörg og Júlíus bjuggu á Dalvík og auk húsmóðurstarfa sinnti Aðalbjörg fyrirtækjum þeirra hjóna, bæði í fataiðnaði og veitinga-og hótelrekstri. Aðalbjörg verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. son, f. 17. mars 1908, d. 9. febrúar 1981, og Kristín Aðalheiður Júlíusdóttir, f. 9. apríl 1917, d. 16. febrúar 1999. Börn Aðalbjarg- ar og Júlíusar eru: a) Anna Jóna, f. 8. októ- ber 1954. Börn hennar og Jóns Jósefssonar eru Arna Guðrún, f. 7. ágúst 1976, maki Sig- geir Vilhjálmsson, f. 4. desember 1975, dóttir þeirra Esja Kristín, f. 19. janúar 2004; Aðal- björg Birna, f. 13. júlí 1983, og Laufey, f. 18. mars 1987, unnusti hennar er Valur Sigur- geirsson, f. 19. júní 1986. Sambýlis- maður Önnu Jónu er Björn Sig- urðsson, f. 25. nóvember 1962. b) Kristín, f. 27. febrúar 1958. Börn hennar og Arnar Arngrímssonar Alla amma, elsku besta Alla amma, öll við elskum Öllu ömmu. Alla amma var einstök kona, hæfi- leikarík kona sem átti fáa sína líka. Útgeislun hennar og hressileg fram- koma snerti við öllum þeim sem á vegi hennar urðu. Alla amma var vinmörg, kom jafnt fram við alla og kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd. Við lærðum margt af því hvernig Alla amma tók lífinu. Lífsgleði ömmu, bjartsýni og dugn- aður voru henni eðlislæg og segja má með sanni að hún gerði aldrei mál úr smámáli. Alltaf vorum við vel- komnar í Goðabrautina til hennar og afa, þar beið okkar útbreiddur faðm- ur, glaðværð og alls kyns kræsingar, enda mikill sælkeri og kokkur hún amma okkar. Við systurnar munum sakna hennar, ég, Alla nafna hennar og Laufey. Hún snerti líf okkar og minning hennar mun lengi lifa með okkur, enda hafsjór til af skemmti- legum sögum af ömmu. Þú naust þeirra forréttinda elsku amma að kveðja þennan heim um- kringd okkur ástvinum þínum og fjölskyldu. Takk elsku amma fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur, það er okkur dýrmætt. Nú þegar komið er að kveðjustund- inni sjáum við þig fyrir okkur kveðja okkur eins og þú gerðir alltaf, þú komst út á stigapall í öllum veðrum og veifaðir með bros á vör þar til við vorum úr augsýn. Guð blessi þig amma og alla sem sakna þín núna og eiga um sárt að binda, því við vitum að hjálpsamur og góður vinur hefur kvatt okkur. Við trúum því að nú líði þér vel, sért enn umkringd ástvinum og í gleðskap því þar sem Alla amma er þar er gleði. Þínar Arna Guðrún, Aðalbjörg Birna og Laufey Jónsdætur. Elsku Alla mágkona. Þá hefur þú kvatt okkur í bili. Svo snöggt, eins og þér einni var lagið, yfirgafst þú þetta jarðneska svið. Eftir sitjum við hljóð. Síst af öllu átti ég von á því, hinn 4. desember síðastliðinn í afmæli þínu, að okkur entist ekki lengri tími sam- an. En svona taka forlögin oft í taumana og af okkur tekin völdin. Fyrirvaralaust. Minningar streyma fram, minn- ingar sem ég mun ylja mér við um ókomna tíð. Þú hefur verið mín besta vinkona í nær 50 ár. Ætíð hefur þú staðið við hlið mér, eins og klettur, á hverju sem hefur gengið. Saman höfum við átt ógleymanlegar stundir. Og þær tekur enginn frá mér. Um þig gæti ég skrifað heila bók. Um gleði þína og gáska, hressleika og lífsgleði, hjálpsemi og hlýju, að ónefndum þínum einstaka húmor. Ég heyri enn hlátur þinn, ég sé þig þarna brosandi, ég finn hlýjuna þína. Til dyranna komstu eins og þú varst klædd. Blessuð sé minning þín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Júlli bróðir, Anna Jóna, Krissa, Árni, Jónka, Inga og fjöl- skyldur. Ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur í þessari miklu sorg. María Snorradóttir (Maja mágkona). Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því, að þér á herðar þyngri byrði’ ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér. (Erla skáldkona.) Í birtu jólanna myrkvast umhverf- ið allt í einu þegar Alla mágkona er flutt fárveik á sjúkrahús og deyr ör- fáum klukkustundum seinna án þess að nokkur fái rönd við reist. Það minnir okkur ennþá einu sinni á hversu stutt er milli lífs og dauða og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hún er nýbúin að halda veglega veislu í tilefni sjötugsafmælisins og nokkrum dögum síðar kveðjum við hana hinstu kveðju. Upp í hugann koma minningar lið- ins tíma, tímans fyrir tæpum fimmtíu árum, þegar elsti bróðirinn kynnti konuefnið sitt. Hún minntist sjálf þessarar fyrstu heimsóknar oft síðar og hló mikið að hæversku sinni þá og sagðist hafa vandað sig mjög. Það dugði því hún sló í gegn og fljótlega hófu Alla og Júlli búskap á neðri hæðinni heima. Alla var heimavinn- andi fyrstu árin enda fæddust fjögur börn á sjö árum en strax og tækifæri gafst fór hún að vinna utan heimilis. Lífsgleði hennar og atorka eru öðr- um til eftirbreytni og þrátt fyrir að oft væri í ýmsu að snúast hafði hún ævinlega tíma til að taka vel á móti vinum. Alla hafði sinn hátt á hlutunum, hún hafði sínar skoðanir á flestum málum og fannst fátt leiðinlegra en að sitja á þessum skoðunum og skóf ekkert af því ef hún vildi svo við hafa. Það var því ávallt bætandi og frísk- andi að líta við hjá Öllu og Júlla. Nú þegar hún hefur verið kvödd héðan gerum við okkur ljóst, að þrátt fyrir lífstrú hennar og jákvæðni þá hefur hún síðustu árin átt við erfiðari veikindi að stríða en nokkurn grun- aði. Ég kveð Öllu með söknuði og inni- legu þakklæti fyrir samveru liðinna ára. Elsku Júlli, við Sturla og strák- arnir vottum þér og þínum okkar dýpstu samúð. Inga. Komið er að kveðjustund. Kær vinkona hefur lagt upp í langferð. Þá hinstu. Fregnirnar af andláti hennar hafa ekki enn náð að meitla meðvit- undina. Það er eins og tíminn standi í stað. En leiðir skilja á fallegum árstíma, AÐALBJÖRG GUÐ- RÚN ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.