Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er verið að láta þjóðina halda að hún eigi eitthvað sem hún á ekkert í,“ sagði Sigurður Lín- dal, prófessor emeritus, á fundi fyrir fáum árum þegar hann gerði athugasemd við orðið þjóðlendur. Þetta orð þýddi ekk- ert annað en hrein og bein rík- iseign á landi. Það má því með réttu halda því fram að kröfu- gerð fjármálaráðuneytisins fyrir óbyggðanefnd, þar sem ríkið vill slá eign sinni á hálendið, afrétt og beitarland bænda, sé ein mesta ríkisvæðing síðari tíma. Þetta er óþolandi tilhugsun og úr takti við það sem ríkis- stjórnin stendur fyrir. Nú má það vera svo að hægt sé að færa fyrir því sannfærandi rök að nauðsynlegt hafi verið að eyða óvissu um mörk eign- arlanda. Það réttlætir samt ekki þann ofstopa og yfirgang fjár- málaráðuneytisins gagnvart ein- staklingum í dreifðari byggðum landsins þegar það setur fram kröfur sínar. Reyndar hafa kerfiskallar ráðuneytisins reynt að halda því fram opinberlega að þeim beri skylda til að setja fram ítrustu kröfur og aldrei megi gefa eftir ríkisland sam- kvæmt lögum. Hagsmunakallar kerfisins túlka alltaf allt ríkinu í vil þótt það brjóti gegn ein- staklingunum. Tilgangurinn helgar meðalið eins og borgarar margra ríkja fengu að kynnast á síðustu öld þegar hagsmunir heildarinnar voru leiðarljós stjórnmála- og embættismanna. Af hverju er ekki hægt að fara fram af hógværð? Af hverju vilja þeir í fjármálaráðuneytinu, sem undirbúa kröfugerð ríkisins og fjármálaráðherra ber ábyrgð á, sýna slíkan tuddaskap? Síðan þarf fólk að verja stórfé og tíma til að verjast þessum ágangi. Nú heyrist að þinglýstir pappírar, aldagamlar hefðir og traustar heimildir dugi ekki til að tryggja eignarrétt einstakling- anna. Um helgina var flutt frétt af því að bændur á Austurlandi þyrftu að horfa framan í þá ógn að ríkinu yrði afhent land sem næði upp að bæjarhlaðinu! Við munum eftir baráttu bænda á Suðurlandi og málaferlin sem þeir stóðu í. Það er ekkert grín að verjast yfirgangi stjórnvalda, sem skattleggja borgarana, og nota svo peningana til að sækja af þeim rétt. Þessi stefna rík- isstjórnarinnar er furðuleg og lyktar af þankagangi sósíalista, sem vilja troða öllu undir pils- fald stjórnvalda. Eða kannski kommúnista sem vildu (og vilja) þjóðnýta allt sem hönd var á festandi. Þjóðlendur er einmitt orð sem þeir myndu nota. Ég átta mig ekki á því hvort nauðsynlegt sé fyrir ríkið að fá staðfestingu á því að það eigi hálendið. Það getur sett reglur um meðferð og nýtingu svæð- isins. Ég er samt ekkert sér- staklega fylgjandi svona al- menningum eins og felst í hálendinu sem enginn á. Það ætti frekar að styrkja einka- eignaréttinn og vinna að því yf- irlýsta markmiði að koma flest- um hlutum úr höndum ríkisins. Líka hálendinu. Ég myndi að- eins styðja þennan málatilbúnað fjármálaráðuneytisins, að því gefnu að farið væri fram af hóg- værð gagnvart bændum, ef til stæði að skýra eignarréttinn á hálendinu. Er ekki alltaf verið að segja að Íslendingar eigi há- lendið hvort eð er? Af hverju ekki að stíga skrefið til fulls og afhenda þeim hálendið án end- urgjalds. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, sem sat m.a. í auð- lindanefnd ríkisstjórnarinnar, hefur lýst þeirri hugmynd sinni að stofna hlutafélög um það sem kallað er þjóðlendur og afhenda öllum Íslendingum hlutabréf. Hann sagði séreignaréttinn for- sendu verulegs hagvaxtar, sem byggðist m.a. á uppsöfnun fjár- magns og sérhæfingu. Yfirgrips- miklar tilraunir hefðu verið gerðar með ríkisrekstur í sósíal- ísku ríkjunum á 20. öldinni. Og líka í velferðarríkjum Vestur- landa. Niðurstaðan var hin sama að mati Ragnars. Ríkisrekstur hefði verið óhagkvæmur, leitt til sóunar og alls staðar væri verið að hverfa frá ríkiseign og -rekstri þar sem unnt væri. Reynslan hefði sýnt að land í ríkiseigu væri mjög illa nýtt. Með því að koma þjóðlendum í einkaeigu hyrfu ókostir sam- eignar og ríkisrekstrar. Nú er tækifæri til að stíga þetta skref. Verðmætin sem fel- ast í hálendinu eru meiri í dag en fyrir tugum ára. Nýir nýting- armöguleikar og þekking á auð- æfum öræfanna gerir það fýsi- legra en áður að skilgreina eignaréttinn betur. Betri tækni auðveldar þá vinnu og að stýra nýtingu svæðisins í framtíðinni. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram kunnuglega gagnrýni á Seðlabanka Íslands í kjölfar hækkunar stýrivaxta fyrir stuttu. Allt til ársins 2001 voru afskipti stjórnmálamanna af peningamálastefnunni óþarflega miklar. Þá hvein í þingsalnum þegar efnahagsstærðir hreyfð- ust í áttir sem þjónuðu ekki þeirra hagsmunum. Svona var það þá. Einar Odd- ur, sem talar oft af mikilli skyn- semi, ætti að vita að þetta er liðin tíð. Þegar lögum um Seðla- bankann var breytt árið 2001 var honum falið eitt markmið; „að stuðla að stöðugu verðlagi“. Sjálfstæði hans var aukið og ábyrgð gerð skýrari. Seðlabankinn á ekki að elta stundarhagsmuni Einars Odds eða fulltrúa hans um stund- arsakir heldur huga að hags- munum almennings í þessu landi til langs tíma. Stjórnendum hans er annað hreinlega ekki heimilt ef það gengur gegn meginmarkmiðinu, sem er verð- stöðugleiki. Þetta ætti Einar Oddur að vita. Hann samþykkti lögin. Landið ríkisvætt Prófessorarnir Sigurður Líndal og Ragnar Árnason og þingmennirnir Geir Haarde og Einar Oddur Kristjánsson eiga það sameiginlegt að koma fyrir í pistli dagsins. VIÐHORF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu, í a.m.k. tveimur grein- um í Morgunblaðinu, reynt að réttlæta og afsaka eigin gjörðir vegna ásetnings hans um að hægja á eða stöðva starfsemi Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ). Skrif hans bera öll merki þess, að hann sé þungt haldinn af samviskubiti og/eða eftirsjá – yfir gjörðum sínum. Það er sérstakt fagnaðarefni, því það gefur fyrirheit um að hann muni láta af fyrri áformum – langi a.m.k. til að gera það. Spurningin er sú, hvort hann sé nægilega stór til að viðurkenna það í verki? Skýringar ráðherrans Það er erfitt að finna þráð í skrifum ráð- herrans. Hann verður sérlega tyrfinn þegar hann reynir að útskýra nýlega stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar gagnvart MRSÍ. Þó má skilja hann svo að „krot“ embættismanns inn á minnisblað þáverandi utanrík- isráðherra til ríkisstjórnar árið 1998, geri það að verkum að rík- isstjórnin beri ekki ábyrgð á fyrri ákvörðun sinni. Þá ákvað hún að skrifstofan fái framlög á fjárlögum í stað þess að eiga árlegar fjárveit- ingar undir geðþótta einstakra ráð- herra. Stefnubreytingin nú, hvar horfið var til fyrra horfs, sé því eng- in stefnubreyting, því „krot“ emb- ættismannsins á umrætt minnisblað geri það að verkum að ríkisstjórnin ber ekki ábyrgð á fyrri ákvörðun sinni (það gerir þá væntanlega um- ræddur embættismaður). Þetta er svo kostulegt að erfitt er að jafna nokkru til. Skrifin eru yfirklór manns með vondan málstað. Það veit hann manna best. Það er því ástæða til að hvetja dóms- málaráðherra til að endurskoða fyrri ákvörðun sína – einsog hann augljóslega langar til að gera – það myndi bara stækka hann. Dómsmálaráðherra með samviskubit? Lúðvík Berg- vinsson skrifar um stefnu ríkisstjórn- arinnar varðandi starfsemi Mann- réttindaskrifstofu Íslands ’Það er því ástæða til aðhvetja dómsmálaráð- herra til að endurskoða fyrri ákvörðun sína.‘ Lúðvík Bergvinsson Höfundur er alþingismaður. HERKVÍ? Ég segi nei. En það fullyrðir Hjörleifur Guttormsson í grein í Mbl. 3. sept sl. Ég leitaði í orðabók Háskólans og fann þá skýringu sem ég taldi áður vera rétta og allt- af haldið að þýddi að- eins það eitt sem orðið augljóslega merkir, þ.e. við umsetin af her og mikil ógn yfirvof- andi. (Ég viðurkenni að ég var dálítið spenntur að sjá hvort einhver önnur merk- ing væri til staðar sem ég fann ekki. Fæ von- andi að frétta ef rangt reynist.) Ef það er herkví að vera umset- in fjölda bíla, farar- tækja og mikilla at- hafna þá er það jákvætt. Um 30 ára bið er nú á enda. Ég bý við aðalgötuna en umferð- in er við húsvegginn. Ég finn ekki fyrir ógn en ég finn að hér eru breyttir tímar og mikil bjartsýni ríkjandi. Gríðarlegt líf alls staðar hvar sem komið er. Framundan eru bjartir tímar fyrir alla sem hér búa og þeirra sem hingað eiga eftir að flytja. Nú hefur draumurinn ræst. Þjóðin öll á eftir að njóta þeirrar bættu afkomu sem álver þetta mun hafa. Þetta er ekki í mínum huga nein herkví. Ýmsir vaxtarverkir fylgja auðvitað, en það er ekki vandamál heldur aðeins verkefni. Vinnan er nú hafin af fullum krafti Aumingja Vinstri grænir, þeir þola bara alls ekki bætt lífskjör í þessu landi. Þeir mega hafa sína skoðun en þá finnst mér að einhvern tíma sé mál að linni, þessi endalausi söngur um að allt sé nú að fara til fjandans taki nú enda. Eða vilja þeir bara alls ekkert lýðræði. Þeirra lífsskoðun finnst mér oft vera að ofbeldi sé eðlilegt en það á við í mínum huga þegar minnihlut- inn krefst þess að ráða yfir meiri- hlutanum. Svo ég haldi mig við greinina eiga tvær samsíða raflínur að girða þéttbýlið af og spilla viðmóti eins fegursta fjarðadals hérlendis. Ég get tekið undir það að mér finnst minn fjörður fagur en ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hann vera bara eins og allir firð- ir hver með sínum sérkennum. Það má öllum vera það vel ljóst að til þess að þeim áfanga verði náð að bæta lífskjör okkar og allrar þjóðarinnar þarf eitthvað að gera. Ég hef reynt fyrir mörgum árum að tína fjallagrös. Árangur var örlítill en það gerði ég aðeins einu sinni. Inn í minn haus geta ekki gengið þau fræði að atvinnu megi hafa af því að tína þau. En sjálfsagt að nýta þá náttúru eins og orkuna í vatnsföllum lands- ins. Aftur greinin. Ég hef ekki hug- mynd um hvar þessir fossar eru og ekki farið sérstaklega til að leita að þeim. Það yrði falleg mynd þegar línustaurar og allt sem þeim fylgir eru komir á sinn stað og hafa það sem ramma um þessa fossa. Í texta með þeirri mynd sé ég fyrir mér t.d.: Afl til framtíðar fyr- ir íslenska þjóð. Njótum þeirra bættu lífskjara sem þeir veita okk- ur. Hjörleifur kvartar sáran, aum- ingja ég, þeir bara hlusta ekki á mig. Skrítinn þjóðflokkur sem býr hér á Reyðarfirði? Krefst engra breytinga. Breytinga á hverju, hætta við allar framkvæmdir og væla áfram um að eitthvað þurfi að gera, benda á ekki neitt, bara eitt- hvað annað. Það eru fáir sem betur fer, sem eru tilbúnir að gerast meðlimir í þeim kór. Ef ég á að vera heiðarlegur þá viðurkenni ég að mér er það óskiljanlegt hve margir taka undir þennan söng. Ég veit að andstaða margra við virkjun og álversframkvæmdir hér á Reyðarfirði er ekki byggð á rétt- um upplýsingum. Hún er í fjöl- mörgum tilvikum eingöngu byggð á einhliða áróðri í fjölmiðlum. Sú umfjöllun er svo kapítuli út af fyrir sig. Það hefur enginn, svo ég hafi heyrt, sagt að þessar framkvæmdir kalli ekki á breytingar á umhverfi og náttúru. Er ekki verið að breyta og bæta um allt land, nýta það sem landið hefur upp á að bjóða? Sómastaðahúsið. Það er gamalt hús hlaðið úr steinum. Það verður beint á móti innkeyrslu að ál- verinu. Það fær nýtt líf ef eitthvað er og gæti orðið leiðarvísir að ál- verssvæðinu. Bara plús fyrir þetta sérstæða hús. Það verður á allan hátt jafnsérstakt og hingað til. Þessar framkvæmdir gætu frekar haft þau áhrif að þær endurbætur sem hús þetta þyrfti yrðu fram- kvæmdar. Ég vona að svo verði. Að lokum vil ég óska mér, þér og Hjörleifi til hamingu með þann áfanga að nú skuli framkvæmdir hafnar og ekki aftur snúið. Ég vona að við berum gæfu til að þurfa ekki að hlusta á þennan úrtölusöng endalaust. Það mætti minnsta kosti hafa hlé eins og í bíó. Ég var að lesa grein Gunnars Hersveins í Mbl. 5. okt. Ég get ekki orða bundist um fræði- og blaðamanninn. Mér finnst það skoðun hans að það sé misskiln- ingur að stuðla að auknum at- vinnutækifærum á landsbyggðinni. Bara flytja til Reykjavíkur. Akki- lesarhæll okkar virðist í þessu til- felli vera, að nægilega margir há- skólamenntaðir menn fái ekki störf. Ég legg til að hann komi hingað austur og líti á það sem nú er í gangi. Við höfum fengið for- smekkinn af þeim framförum og þeirri uppbyggingu sem í vændum er. Það er frekar sorglegt að lesa vandamálagreinar af þessu tagi. Þær eiga aðeins heima í safni Vinstri grænna. Mínar bestu kveðjur til allra þeirra sem hlut eiga að máli við að koma þessum verkefnum í gang. Eru Reyðfirðingar í herkví? Gunnar Hjaltason svarar Hjörleifi Guttormssyni ’Ég vona að við berumgæfu til að þurfa ekki að hlusta á þennan úrtölu- söng endalaust.‘ Höfundur er trillukarl á Reyðarfirði. Gunnar Hjaltason Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.