Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 55
*
*
Nýr og betri
Sýnd k. 5.45.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Jólaklúður Kranks
Hverfisgötu ☎ 551 9000
Hann er á toppnum...
og allir á eftir honum
Framleidd af Mel Gibson
Pottþéttur spennutryllir...
...
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
VINCE VAUGHNBEN STILLER
Kr. 500
Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 8 og 10.
Ein besta spennu- og grínmynd ársins
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6. Ísl. tal.
Sýnd kl. 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.45. B.i. 12 ára.
Kr. 500
kl. 6, 8 og 10. Stranglega b.i. 16 ára.
Sýnd kl. 8 og 10.15.
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
Jólaklúður Kranks
BRUCE-LEE
EIN ÓHUGNALEGASTA MYND SEINNI ÁRA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ
GANGA TIL AÐ HALDA LÍFI
CARY
ELWES
DANNY
GLOVER
MONICA
POTTER
CARY
ELWES
DANNY
GLOVER
MONICA
POTTER
„Balli Popptíví“
„Balli Popptíví“
Frábær rómantísk gamanmynd frá
leikstjóra Bend it like Beckham
í f
l i j i li
Kapteinn skögultönntei s lt
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans
á allar erlendar myndir
í dag, ef greitt er með
Námukorti Landsbankans
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 55
ÞAÐ er vel til fundið að semja lög
við nokkur af þeim fínu ljóðum
sem ort hafa verið um og til borg-
arinnar, Reykjavíkur. Ingvi Þór
Kormáksson hefur getið sér gott
orð sem lagasmiður, bæði með út-
gáfu eigin platna, með JJ Soul
Band og lögum sem vakið hafa at-
hygli í söngvakeppnum. Bragurinn
á þessari fínu plötu, Kvöld í borg-
inni, er ákaflega afslappaður og yf-
irvegaður. Lagasmíðar Ingva Þórs
rómantískar og hugvekjandi, létt-
djassaðar og tilfinningaríkar – suð-
rænar og seiðandi í anda en nap-
urlegar og gustandi, rétt eins eins
og kvöldin í nyrstu borg í Atlants-
hafinu. Þetta gæti því verið tónlist-
in sem ómar í höfði manns er mað-
ur fær sér kvöldgöngu um
Þingholtin og andar að sér ilm-
inum frá rúg-
brauðsgerðinni
sem blandast
saman við angan
frá Kínastöð-
unum, úr pylsu-
sjoppunum og
hóstaköstum
púströranna.
Ljóðin eru ein og sér hvert öðru
fallegra, vel valin og gerólík, þótt
viðfangefni þeirra sé nokkurn veg-
inn hið sama. Ingva Þór tekst víða
vel upp við að semja við þessi ljóð
viðeigandi laglínur, en eins og sum
gefa fela í sér, þá virðist það nú
ekki hafa verið neitt sérlega auð-
velt verk. Þannig falla lögin misvel
að ljóðunum, sem fæst voru samin
með það í huga að vera sungin,
ætlar maður. Finnst manni því
stundum eins og lag og ljóð falli
ekki alveg nógu vel saman; eins og
„Laugardagsmorgunn“, við hvunn-
dagsstemningu Kristjáns Þórðar
Hrafnssonar, ágætt lag og ljóð
sem ná ekki alveg að haldast hönd
í hönd á göngunni niður Skóla-
vörðustíginn. Sannarlega er þetta
vandasöm nálgun, að gefa saman á
þennan hátt lag og ljóð og ber að
virða viðleitnina.
Annar ljóður á annars ágætri
plötu er að lagasmíðar hefðu mátt
vera ívið heilsteyptar. Þegar
þræddur er vegurinn milli djassins
og dægurtónlistarinnar þurfa lögin
ekki síst að búa yfir sterkri laglínu
en nokkur laganna skortir nokkuð
uppá það, eru full tilþrifalítil, eins
og t.d. „Júnímorgunn“ við ljóð
Tómasar Guðmundssonar í prýð-
isflutningi Margrétar Eirar. Þar
sem þetta hins vegar gengur upp,
þegar hjónaband lags og ljóðs
blessast, vega hvort annað upp;
sterk laglína undirstrika fegurð og
blæbrigði ljóðsins og ljóðið verður
eins og sérsamið fyrir Ingva Þór,
þá erum við að tala um hreint af-
bragðs lög sem unun er að hlýða á
í frábærum flutningi einvala lista-
manna og einkar snyrtilega útsett
og tekin upp af Eðvarð Lárussyni.
Dæmi um það eru lögin sem Ellen
Kristjáns flytur svo listilega vel;
„Kvöld“ – við ljóð Dósóþeus
Tímóteussonar – og „Í nótt“ – Evr-
óvisjónlagið rómaða við ljóð Frið-
riks Erlingssonar. Þar gengur allt
upp. Einnig er „Vegsummerki“ –
við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur
– afar heillandi í snilldartúlkun
Hönsu. Þá gefur Magga Stína lög-
unum sem hún syngur sérstakan
blæ, einkum þó „Skammdegi“ sem
Ingvi Þór samdi við ljóð Þórdísar
Richardsdóttir. Í því frábæra lagi
fannst manni maður kannski helst
vera kominn niður í miðbæ, kvöld
eitt í borginni, drekkandi í sig blíð-
an borgarbrag.
Blíði borgarbragur
TÓNLIST
Íslenskar plötur
„Lög Ingvars Þórs Kormákssonar við ljóð
nokkurra af okkar helstu skáldum“ er
undirtitill plötunnar. Sungin af Ellen Krist-
jánsdóttur, Hönsu, Margréti Eiri og
Möggu Stínu. Flutt af Eðvarð Lárussyni
gítar, banjó, hljómborð, Jóni Kjartani Ing-
ólfssyni kontrabassa og Jóni Björgvins-
syni trommum. Útsetningar og upp-
tökustjórn Eðvarð Lárusson. Upptökur
fóru fram í Hljóðveri alþýðunnar, Versöl-
um og víðar. Útgefandi 21 12 Culture
Company.
Kvöld í borginni
Skarphéðinn Guðmundsson
„GOSPELTÓNLISTIN nær ekki
aðeins til eyrnanna heldur alla leið
til hjartans,“ segir á plötuumslagi
geisladisks Gospelkórs Reykjavík-
ur, Joyful, og eru það vissulega orð
að sönnu. Undirritaður varð þeirr-
ar skemmtilegu reynslu aðnjót-
andi, nánast fyrir tilviljun, að vera
viðstaddur tónleika þessa einstaka
og magnaða kórs í Hvítasunnu-
kirkju Fíladelfíu í júní 2003 og
varð þar fyrir sterkum áhrifum
sem hafa leitað á hann allar götur
síðan. Ekki urðu hughrifin minni
er hann hlustaði á kórinn á tón-
leikum í Háskólabíói í nóvember í
fyrra og það er einmitt upptaka
frá þeim tónleikum sem hér er til
umfjöllunar.
Það er eiginlega sama hvar bor-
ið er niður í þessari útgáfu – nán-
ast hvergi snöggan blett að finna
og gildir þá einu hvort litið er til
frammistöðu kórsins sjálfs og ein-
söngvara eða hljóðfæraleikara.
Samhljómur kórsins er afar
sannfærandi, raddsetning og út-
setningar fagmannlega unnar og
einsöngvarar skila sínu hlutverki
með miklum ágætum. Samhæfing
söngs og hljóðfæraleiks hefur tek-
ist afar vel og í hljómsveitinni má
heyra nokkra fremstu hljóðfæra-
leikara landsins, sem bregst ekki
bogalistin frekar en fyrri daginn.
Efa ég stórlega að mikið betur sé
gert á þessu sviði annars staðar í
veröldinni, þar sem gospeltónlist
er sungin. Þetta eru vissulega stór
orð, en ég hef staðfasta sannfær-
ingu fyrir því að þau standi.
Hljóðupptökumenn hafa líka
unnið hér einstaklega gott verk og
svo fagmannlega er að verki staðið
að manni finnst maður vera stadd-
ur á tónleiknum sjálfum og hljóm-
burðurinn jafn-
vel betri á
diskunum, ekki
síst þegar hlust-
að er og horft á
DVD-diskinn.
Yfir öllu þessu
svífur svo andi
eldhugans Óskars Einarssonar,
sem stjórnar bæði hljómsveit og
kór, auk þess að annast stjórn
upptöku, og hefur hann hér svo
sannarlega unnið þrekvirki.
Á geisladisknum eru 15 lög úr
ýmsum áttum og fer það vitaskuld
eftir því hvernig menn eru
stemmdir hverju sinni hvert þeirra
ratar greiðustu leið til hjartans. Sá
sem hér heldur á penna er til
dæmis sérstaklega móttækilegur
fyrir fönkuðum spunanum í lög-
unum Jesus is Lord og By the
Lord’s Mercy og líflegum flutningi
á laginu Talking About You eftir
Ray Charles. Ennfremur mögn-
uðum samhljómi í lögunum For
Every Mountain og Your Love.
Eins má benda á skemmtilega út-
færslu á Lean on Me og nýstárlega
útsetningu á Joyful, Joyful, sem
byggt er á „Óði til gleðinnar“ eftir
Beethoven, og sannast þar að það
er jafnvel hægt að rappa Guði til
dýrðar.
Það er í raun tilgangslaust að
leggja hvert og eitt verk þessarar
útgáfu undir mælistiku eða vega
og meta frammistöðu einstakra
söngvara eða hljómlistarmanna.
Hér gildir samhljómur heildar-
innar, innblásinn af fagnaðar-
erindinu. Boðskapur sem á erindi
til allra, lofgjörð sem framkallar
gleðibylgjur frá hjörtum flytjenda
til þeirra er á hlýða og kunna að
njóta.
Við þetta má svo bæta að þau
uppbyggilegu hughrif sem menn
verða fyrir við að hlusta á geisla-
diskinn eða horfa og hlusta á
DVD-diskinn Joyful eru ekki ein-
göngu bundin við einhvern ákveð-
inn hóp innvígðra eða sanntrúaðra
heldur alla, sem á annað borð
kunna að njóta fegurðar og gleði í
hvaða formi sem hún birtist. Von-
andi er það ekki of mikið oflæti að
vitna í því sambandi í eigin um-
sögn um tónleikana í Fíladelfíu
forðum þar sem segir: „Það er
ólýsanleg tilfinning, sem líkja má
við uppljómun, þegar raddstyrkur
kórsins magnast stig af stigi og
boðskapur fagnaðarerindisins
skellur á manni eins og flóðbylgja,
ekki síst fyrir reikandi sál, sem
ekki hefur ræktað sambandið við
Guð sinn sem skyldi á undan-
förnum árum.“
Þessi uppljómun náði enn á ný
tökum á mér í Háskólabíói í nóv-
ember í fyrra og nú get ég upplifað
hana aftur og aftur heima í stofu.
Alla leið til hjartans
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Geisladiskur og DVD-diskur með Gospel-
kór Reykjavíkur á tónleikum í Háskóla-
bíói 1. nóvember 2003. Stjórnandi kórs
og hljómveitar: Óskar Einarsson. Hljóm-
sveit: Agnar Már Magnússon Hammond,
Eyþór Gunnarsson píanó, Halldór Gunn-
laugur Hauksson trommur, Kjartan Há-
konarson trompet, Jóhann Ásmundsson
bassi, Ómar Guðjónsson gítar, Óskar
Guðjónsson saxófónn, Sigurður Flosason
saxófónn, flauta og slagverk, Óskar Ein-
arsson píanó í „For Every Mountain.“ Ein-
söngvarar: Eva Dögg Sveinsdóttir, Íris
Lind Verudóttir, Daníel Hjaltason, Edgar
Smári Atlason, Helga Vilborg Sigurjóns-
dóttir, Ólöf Inger Kjartansdóttir, Erla
Káradóttir og Miriam Óskarsdóttir.
Gestasöngvarar: Fanny Kristín Tryggva-
dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Maríanna
Másdóttir og Páll Rósinkrans. Stjórn
upptöku: Óskar Einarsson. Upptökur og
hljóðblöndun í hljóðveri Lindarinnar:
Gunnar Smári Helgason. Hljóð í húsi:
Gunnar Smári Helgason og Andri Jóhann-
esson. Upptaka í húsi: Hafþór Ólafsson.
Útlit og hönnun umslags: Guðjón Hafliða-
son. Umsjón með útgáfu: Hrönn Svans-
dóttir. Útgefandi: www.hljómar.is.
Gospelkór Reykjavíkur – Joyful
Sveinn Guðjónsson
MEÐLAGSGREIÐENDUR!
Gerið skil hið fyrsta
og forðist vexti og kostnað
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
!"#
$%"%#
"
"# & ' &(
' )(
' (
*+$%,%
% -" ., /''"Leikarinn Ricky Gervais, semleikur yfirmanninn óþolandi í
sjónvarpsþáttunum The Office,
segist hafa neitað atvinnutilboðum
upp á tólf hundr-
uð milljónir ís-
lenskra króna.
Ástæðan? Hann
þolir ekki pen-
inga!
„Upphæðin
sem mér var
boðin var rosa-
leg, en ég hef
ekki áhuga á peningum,“ segir
grínistinn breski sem er 43 ára
gamall. „Það er bara andskoti
vandræðalegt þegar fólk veit að
maður hefur þúsund sinnum hærri
laun en hjúkrunarfræðingur. Ég er
ekki stoltur af því hvað ég þéna
mikið, ég er stoltur af því sem ég
geri.“
Gervais hefur meðal annars neit-
að að leika hlutverk í myndum á
borð við framhaldið af Pirates of
the Caribbean og Kaupmanninn
frá Feneyjum með Al Pacino.
Þá sagðist hann nýlega hafa af-
þakkað samning um að leika í aug-
lýsingum fyrir bjórtegund.
Fólk folk@mbl.is