Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. Þorsteinn Ö. Stephensenvar hinn eini af frumherj-unum í íslensku leikhúsisem ég náði að kynnast
að ráði. Þegar ég settist í hans
gamla sæti og varð leiklistarstjóri
Útvarps árið 1982, voru þeir Valur
Gíslason ásamt Valdemar Helga-
syni að heita mátti þeir einu sem þá
stóðu eftir af kynslóðinni sem lyfti
íslenskri leiklist endanlega af stigi
metnaðarfullrar áhugamennsku
Leikfélags Reykjavíkur yfir í at-
vinnuleikhúsið. Þorsteinn var einn
af lykilmönnunum í þeirri sögu þó
að hann færi þar talsvert aðra leið
en helstu starfsbræður hans: Har-
aldur Björnsson, Indriði Waage
eða Lárus Pálsson, nánasti vinur hans í stéttinni,
svo einungis séu nefndir þeir sem voru ótvírætt í
forystuhlutverkum. Annars var allt þetta fólk þá
horfið á braut, nema Valur sem var að vísu orð-
inn eilítið ellimóður en naut þess þó enn að taka
eitt og eitt hlutverk í Útvarpinu þegar vel stóð á.
Þorsteinn hafði þá einnig um skeið háð harða
baráttu við Elli kerlingu, en seiglan lét ekki að
sér hæða í þeirri snerru fremur en ýmsum öðr-
um sem hann hafði átt í um ævina; hann varð
ekki lagður auðveldlega að velli. Það sem háði
honum einna verst var raddhæsi, sem hafði lengi
þjáð hann, en tók að ágerast mjög um það bil
sem hann lét af starfi leiklistarstjóra Útvarps ár-
ið 1974. Hann hafði vitaskuld ávallt gert til sín
ströngustu kröfur og fannst hann nú ekki lengur
hafa það vald yfir röddinni að hann gæti verið
viss um að standast þær. Fæstir leikstjórar Út-
varpsins voru þó sama sinnis og leituðu ítrekað
til hans, og stundum, þegar þeir sóttu betur að
honum en endranær, gat það gerst að hann slægi
til. Þó að ekki tjáði lengur að halda að honum
stærstu hlutverkum, sló hann t.d. ekki hendinni
á móti Njáli á Bergþórshvoli í eftirminnilegri
uppfærslu Útvarpsins á Merði Valgarðssyni Jó-
hanns Sigurjónssonar undir stjórn Bríetar Héð-
insdóttur jólin 1983. Ég hygg að það hafi verið
fyrsta hlutverkið sem hann vann eftir að ég kom
að leiklistardeildinni og þau urðu sem betur fer
nokkur í viðbót. Ég hafði ekkert kynnst honum
áður, en nýtti tækifærið, heimsótti hann og konu
hans Dórótheu Breiðfjörð Stephensen, Theu,
stöku sinnum og spjallaði við hann þegar hann
átti erindi á Útvarpið. Síðasta hlutverk hans var
öldungur í uppfærslu Útvarps á Macbeth árið
1989, þá átti hann tæp tvö ár ólifuð, en hann lést
13. nóvember 1991 eftir nokkurra mánaða legu á
Vífilsstaðaspítala.
Þorsteinn Ö. Stephensen var maður and-
stæðna; það fengu allir að reyna sem kynntust
honum. Hann var alla jafna dagfarsprúður og
jafnlyndur, hýr og ljúfur í framgöngu, en undir
niðri bjuggu miklir skapsmunir sem gátu brotist
fram með óvæntum þunga. Sá næmleiki lista-
mannsins, sem hann var gæddur ríkulega, hafði
að fylgifiski viðkvæmni sem gat kallað fram hörð
viðbrögð, ef honum fannst að sér vegið eða á sig
hallað; þannig kom það mér a.m.k. fyrir sjónir.
Þessi hlið hans gat komið flatt upp á mann af því
að hann hafði svo augljóslega lagt kapp á að aga
sjálfan sig, temja skapsmuni sína, halda því frá
sér sem honum gramdist eða reitti hann til reiði.
Líklega var kímnin, hið fíngerða en þó oft svo
beitta háð sem hann brá gjarnan fyrir sig og
varð raunar einn af sterkustu þáttum listar hans,
að einhverju leyti hluti af varnarvirki hans gegn
þessari tilhneigingu. Hann var afar orðvar og
gætinn í umsögnum og dómum um menn; að því
komst ég fljótt þegar ég hafði kynnst honum svo
vel að ég gæti farið að spyrja hann út í kynni
hans og samstarf við ýmsa af hans kynslóð. Það
segir ugglaust sína sögu að hann, einn ritfærasti
maður leikarastéttarinnar, skyldi aldrei skrá
endurminningar sínar eða ljá máls á því að vinna
ævisögu þegar eftir því var leitað.
Sál listamannsins, skapgerð hans og lunderni,
endurspeglast alltaf að verulegu leyti í list hans;
þess vegna hef ég leyft mér að byrja þessa stuttu
og fátæklegu upprifjun í tilefni af aldarafmæli
Þorsteins Ö. Stephensen með persónulegum
minningabrotum mínum. Þorsteinn var ekki
einn þeirra leikara, sem leitast við að fela eigin
persónu í karaktersköpuninni, koma sem mest á
óvart í nýju og á stundum óþekkjanlegu gervi,
heldur reyndi hann ævinlega að finna hjá sjálf-
um sér það sem máli skipti. Vera má að það hafi
sett list hans ákveðin takmörk, en um leið gæddi
það hana sannfæringarkrafti og tilfinningadýpt
sem á bestu stundum hans lyfti henni í þær hæð-
ir að við fátt verður jafnað. Ekki má heldur
gleyma því að hann gat leikið jafnt á húmorinn
sem alvöruna, þó að hann væri ekki kómískur
leikari að upplagi; byggi ekki yfir þeirri náðar-
gáfu mikilla kómíkera að geta komið mönnum til
að hlæja með því einu að ganga fram á sviðið.
Kímni hans var miklu fremur vitsmunaleg, gat
mjög gjarnan verið írónísk, og naut sín ekki síst
falin undir grímu einfeldnings-
skapar eða sakleysis. Um það er
ein frægasta persónusköpun hans,
Pressarinn í Dúfnaveislu Halldórs
Laxness, glöggt dæmi.
Ungur leikari mannaði sig eitt
sinn upp í að spyrja leiklistarstjór-
ann hvað þyrfti til að verða góður
útvarpsleikari. Þorsteinn mun hafa
hugsað sig um nokkra stund, ræskt
sig síðan á þann hátt sem honum
einum var lagið og svaraði síðan
eitthvað á þessa leið: „Maður reyn-
ir svona að leggja í þetta einhverja
hugsun – já, og síðan koma henni til
skila.“ Ekki er vitað hvort leikarinn
ungi taldi sig miklu nær, en víst er
að hann varð sjálfur einn af snjöll-
ustu útvarpsleikurum sinnar kynslóðar. Sjálfum
hefur mér alltaf fundist þetta litla tilsvar segja
heilmikið um hug Þorsteins til listar sinnar, því
að skýrleiki hugsunarinnar ásamt tærleik til-
finninganna voru þau gildi sem þar ríktu ofar
öllu öðru.
Alþýðumaður af höfðingjaætt
Þverstæðurnar í fari Þorsteins Ö. Stephensen
birtust þegar í uppruna hans, ættum og mann-
félagsstöðu. Foreldrar hans, Ögmundur Hans-
son og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, voru óbreytt
alþýðufólk og hann er alinn upp við svipuð kjör
og allur almenningur í byrjun síðustu aldar. Þó
átti hann til höfðingja að telja, því að faðir hans
var kominn af Stephensenum, einni helstu valda-
ætt landsins á átjándu og nítjándu öld. Þorsteinn
var fæddur að Hurðarbaki í Kjós 21. des. 1904;
þar bjó faðir hans þá en flutti skömmu síðar til
Reykjavíkur og settist að í Hólabrekku á Grím-
staðaholti, þar sem hann stundaði ofurlítinn bú-
skap en fékkst annars mest við vöruflutninga.
Það var því langt því frá að drengurinn væri
fæddur með silfurskeið í munni, en hann fékk þó
að ganga menntaveginn og síðar kaus hann einn-
ig að nefna sig hinu fræga ættarnafni sem faðir
hans hafði lagt niður fyrir sitt leyti. Þó að hann
fyndi þannig sýnilega til nokkurs stolts yfir upp-
runa sínum, þá var hann síðar á ævinni ætíð
maður alþýðunnar; það er vafasamt hvort nokk-
ur íslenskur leikari hefur brugðið upp snjallari
myndum af óbrotnum erfiðismönnum, fátækum
af jarðneskri auðlegð, fátækum í anda. Hann var
sósíalisti, að vísu aldrei flokksbundinn, svo mér
sé kunnugt um, en sjálfsagt ekki óhollari „lín-
unni“ en hver annar og gekk aldrei af þeirri trú,
að því er best er vitað.
Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR árið 1924
og innritaðist þá í Háskóla Íslands þar sem hann
mun hafa stundað læknisfræðinám um skeið.
Eitthvað olli því að hann flosnaði upp úr því
námi; e.t.v. var Thalía byrjuð að toga í hann,
e.t.v. voru efnin takmörkuð og áhuginn sömu-
leiðis. Mér skildist á honum að Hólabrekku-
fjölskyldan hefði ekki stundað mikið leikhús; t.d.
mun hann ekki hafa séð frú Stefaníu á leiksvið-
inu og hefði hann þó vel getað gert það aldurs
vegna. Hann kom fyrst fram í nemendaleiksýn-
ingu Menntaskólans árið 1923 á einum af gam-
anleikjum Holbergs, en annars var leikferill
hans næstu ár fremur slitróttur, nánast eins og
hann hafi verið hikandi og óviss um hvort hann
ætti að leggja út í þessa ófæru eða ekki. Ófæru,
segi ég, því að leikarabrautin var vitaskuld ekk-
ert annað en ófæra í flestra augum á þeim árum
og ekki heldur allir í þeim hópi sem skildu mik-
ilvægi þess að leikarinn hefði trausta undir-
stöðumenntun. Það gerði Þorsteinn hins vegar,
en aðstaða hans var ekki auðveld; hann var orð-
inn fjölskyldumaður og efnin ekki slík að hann
ætti auðvelt með að hleypa heimdraganum. Þau
Thea gengu í hjónaband árið 1930 og árið eftir
fæddist fyrsta barn þeirra, Guðrún, síðar leik-
kona við Þjóðleikhúsið, en alls eignuðust þau
hjón fimm börn: Ingibjörgu, sem er nú látin,
Stefán og Kristján, sem báðir eru hljóðfæraleik-
arar, og Helgu, leikkonu. Thea, sem var Reykja-
víkurstúlka af skaftfellskum og breiðfirskum
ættum, skildi vel þá köllun, sem hinn ungi bóndi
hennar var að takast á við, enda sjálf mikil leik-
húsmanneskja, og var það ekki síst fyrir atbeina
og hvatningu hennar að hann brá sér til Kaup-
mannahafnar til að fylgjast með kennslunni í
skóla Kgl. leikhússins vetrarlangt 1933–34. „Þá
kynntist ég leiklist“ sagði hann eitt sinn við mig
með þeirri áherslu á orðið leiklist að auðfundið
var hvað honum þótti um listiðkanir íslenskra
kollega sinna um þær mundir.
Fjölmiðlastjarna og leiklistarstjóri
Um miðjan fjórða áratuginn réðst Þorsteinn
aðstoðarþulur til hins nýstofnaða Ríkisútvarps
og árið 1940 fékk hann stöðu aðalþular. Útvarps-
dagskráin var þá og raunar alllengi síðan að
mestu leyti bundin við kvöldin, enda fráleitt að
vera að trufla fólk frá vinnunni með músík og
masi úr viðtækjunum sem biðu manna þegar
þ
i
v
t
b
u
s
s
h
s
s
h
Á aldarafmæli Þ
Jón Viðar Jónsson
Eftir Jón Viðar Jónsson
BYLTING BUSH
George Bush Bandaríkjaforseti ætl-ar sér greinilega að taka til hend-
inni í innanlandsmálum á seinna kjör-
tímabili sínu og er mest rætt um
hugmyndir hans um að bylta opinbera
lífeyriskerfinu. Forsetinn hefur lýst
yfir því að mikill vandi blasi við lífeyr-
iskerfinu og launþegar verði að axla
auknar byrðar ætli þeir að tryggja sig í
ellinni. Lífeyriskerfið er verk Frankl-
ins D. Roosevelts, fyrrverandi forseta,
og líta margir demókratar á það sem
eina mikilvægustu arfleifð flokksins.
Nokkrum sinnum hefur verið átt við
kerfið síðan því var komið á. Síðasta
meginbreytingin var gerð fyrir rúmum
20 árum. Þá voru skattar hækkaðir til
að auka framlög í lífeyriskerfið og
mælti Alan Greenspan, núverandi
seðlabankastjóri, með því að það yrði
gert. Vegna þeirra breytinga fer nú
meira fé í lífeyriskerfið, en greitt er úr
því, en það var reyndar einmitt mark-
miðið vegna þess að menn sáu fyrir að
hinar stóru kynslóðir eftirstríðsár-
anna myndu sliga kerfið þegar þær
kæmust á eftirlaun og mun fámennari
kynslóðir þyrftu að halda því uppi.
Þessi vandi er ekkert einsdæmi í hin-
um vestræna heimi. Hins vegar er deilt
um það hversu aðkallandi og mikill sá
vandi er, sem þessi staða skapar, og
halda margir því fram að með því að
tala um neyðarástand séu talsmenn
þess að einkavæða lífeyriskerfið að
reyna að skapa óþarfa óróa. Fjárlaga-
skrifstofa Bandaríkjaþings hefur
reiknað út að umframsjóðir lífeyris-
kerfisins muni renna til þurrðar árið
2052 og með því að hækka tekjur sjóðs-
ins sem nemi 0,54% af þjóðarfram-
leiðslu megi tryggja afkomu hans til
22. aldarinnar.
Hugmyndir Bush eru enn í mótun og
hann hefur sagt að hann vilji að báðir
flokkar taki þátt í að koma á umbótum í
lífeyrismálum. Þó hefur komið fram að
hann vilji meðal annars að launþegar
geti notað þriðjung af lögbundnum líf-
eyrisiðgjöldum, sem nú nema 12,4%, til
þess að kaupa hlutabréf og skuldabréf
í einkareknum sjóðum, eins og greint
var frá í fréttaskýringu Kristjáns
Jónssonar í Morgunblaðinu á laugar-
dag. Þá muni sjálfar lífeyrisbæturnar,
sem nú eru um 42% af launatekjum
undir 87.900 dollurum á ári, auk þess
lækka á næstu áratugum í 22%.
Það hefur löngum tíðkast í Banda-
ríkjunum að bjóða launþegum ýmsar
leiðir til að spara til elliáranna. Leið
Bush er að vissu leyti svipuð þeirri,
sem hér hefur verið farin með því að
bjóða upp á viðbótarsparnað, utan
hvað hugmyndir hans snúast um að
hluti þeirrar upphæðar, sem nú fer í
opinbera kerfið, verði færður yfir í
einkageirann.
Bush hefur einnig gefið til kynna að
hann vilji gerbreyta skattheimtukerf-
inu og leggja áherslu á neysluskatta,
en ekki skattlagningu launa eða fjár-
magnstekna.
Gríðarlegur fjárlagahalli blasir við
Bandaríkjamönnum og Bush er knúinn
til þess að takast á við hann. Forsetinn
hefur sett fram athyglisverðar hug-
myndir um hvernig hann ætli að gera
það, en hann þarf að rökstyðja bylting-
una betur.
GAGNSÆRRA OG
RÉTTLÁTARA KERFI
Í Morgunblaðinu í gær var sagt fráþví að konur greiða hlutfallslegameira fyrir lyf sem þær nota en
karlar, ef skoðað er meðaltal allra
lyfjaflokka. Fram kemur að „ástæðan
sé sú að konur vegi meira í þeim lyfja-
flokkum þar sem teknar hafa verið
ákvarðanir um takmarkaðri niður-
greiðslur frá Tryggingastofnun“, eins
og haft er eftir Sigurbirni Sveinssyni,
formanni Læknafélags Íslands. Hann
tekur geðlyf sem dæmi um slík lyf, en
þau eru aðeins skrifuð út fyrir þrjátíu
daga í senn. „Ríkið tekur því startgjald
á þrjátíu daga fresti eins og leigubíl-
stjóri sem er að reyna að fá eins marga
stutta túra og hann getur,“ segir hann
ennfremur og bendir á að þannig sé því
ekki háttað með lyf sem karlar taka
frekar, svo sem við hjarta- og blóð-
sjúkdómum.
Í máli Ingu J. Árnadóttur, lyfja-
fræðings hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins, kom fram eins og hjá Sigurbirni,
að lyf við þeim krónísku sjúkdómum
sem hrjá karlmenn fremur, þ.e.a.s.
hjarta- og æðasjúkdómum, séu meira
niðurgreidd en önnur lyf, en að auki
nefnir hún lyf við astma. Meðal þeirra
lyfja sem hún nefnir og eru minna nið-
urgreidd telur hún auk geðlyfja lyf við
gikt, en hún segir „notkun kvenna
[vega] þungt þar“. Í öllu falli er ljóst að
konur greiða hlutfallslega meira fyrir
þau lyf sem þær nota en karlar sam-
kvæmt meðaltali allra lyfjaflokka – og
það er grafalvarlegt mál. Geðsjúkdóm-
ar og gigt eru oft á tíðum krónískir
sjúkdómar, ekki síður en hjarta- og
blóðsjúkdómar. Því má spyrja af
hverju niðurgreiðslur á lyfjum til
þeirra sem eru sjúkir af þeirra völdum
skuli ekki vera þær sömu og hjarta-
sjúklingar njóta?
Inga J. Árnadóttir segir endur-
greiðslukerfið hafa verið í endurskoð-
un í nokkur ár, sem er auðvitað langur
tími ef ranglæti er við lýði í þessum
málaflokki. Hún segist halda að „flest-
ir séu sammála um að kerfið sem við
höfum í dag [sé] óréttlátt. Það er mis-
mikil niðurgreiðsla eftir lyfjum og svo
virðist sem sum lyf séu „fínni“ en önn-
ur. Maður getur verið heppinn að fá
einn sjúkdóm frekar en annan varð-
andi kostnað“. Af þeim sökum „þarf að
gera kerfið gagnsærra og réttlátara“,
eins og hún orðar það – sjúkdómar eru
nægileg byrði fyrir hvern og einn að
bera án þess að þeir komi misjafnlega
við buddu fólks.
Það er óneitanlega sláandi að í ljós
skuli koma að konur greiði almennt
meira fyrir þau lyf sem þær þurfa á að
halda en karlar. Launamun á milli
kynjanna, sem ekki hefur tekist að
uppræta þrátt fyrir mikla umræðu þar
að lútandi, hefur ekki heldur tekist að
skýra nema að litlu leyti. Misrétti sem
bitnar á konum er augljóslega enn til
staðar – og oft á tíðum mjög dulið –
þrátt fyrir áralanga jafnréttisbaráttu.
Í hvert sinn sem komist er á snoðir um
misrétti þarf að bregðast við. Margt
smátt á þessu sviði réttir vonandi hlut
kvenna og annarra sem misrétti bitnar
á, með tíð og tíma. Þangað til þarf að
endurskoða öll þau viðmið og gildi sem
viðhalda misrétti jafnóðum og flett er
ofan af því.