Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GIGTARLYFIÐ vioxx kann að hafa valdið dauða hundrað þúsund Bandaríkjamanna. Sagt er að þeir sem taka lyfið í 18 mánuði (þarf skemmra og lítið til, segja nýjar upplýsingar) er meira en helmingi hættara við hjartaáfalli og heilablóðfalli en þeir sem ekki taka það. Í Spegli Ríkisútvarpsins nýlega var sagt að þetta væri mesta lyfja- áfall síðari ára en síð- an var í þættinum rætt við aðstoðarlandlækni. Það hefur einnig kom- ið fram í fréttum að vioxx var mjög mikið notað hér á landi. Þessar upplýsingar vekja upp ýmsar pæl- ingar og spurningar. Lyfið fékk hér markaðsleyfi 1. mars 2000. Á miðju ári 2001 bentu sölutölur til þess að 3.000 manns tækju lyfið að staðaldri. (Lækna- blaðið 2001, lyfjamál 98.) Lyfið var tekið af skrá 1. október 2004. Það hefur því aldeilis haft tímann fyrir sér. Hvað hafa margir hér á landi notað vioxx? Hvað hafa margir dá- ið? Hafi tiltölulega jafn margir Ís- lendingar notað lyfið og Bandaríkja- menn eru dánir hér af völdum þess um 100 manns ef lögmál lífeðl- isfræðinnar og tölfræðinnar eru þau sömu á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hvað ef hlutfallslega fleiri hafa tekið lyfið á Ís- landi en í Bandaríkj- unum? Það er alla vega næsta víst að vioxx hefur leitt af sér dauða allmargra Íslendinga. Er þá ekki ástæða til að rannsaka tengslin milli notkunar okkar á vioxx og dauðsfalla af völdum hjartaáfalla og heilablóðfalla þann hættulega langa tíma sem lyfið hefur verið notað hér? Hvað um þá sem hafa notað vioxx að staðaldri allan þann tíma sem það var hér á markaði og eru enn á lífi? Hverjar eru líkurnar á heila- eða hjartaslögum eftir 55 mánaða notkun á vioxx fram yfir þá sem ekki hafa tekið lyfið? Kannski 70 eða 80 eða jafnvel 100 prósent? Hvað gerist þegar menn hætta að nota vioxx eftir langa notkun? Ganga hin skaðlegu áhrif þá til baka eða er skaðinn varanlegur? Hvað ef einhver lífhræddur vildi láta rann- saka hvort lyfið hefur skaðað hann? Á hann að borga slíkar rannsóknir fullum fetum úr eigin vasa? Heil- brigðisráðuneytið hefur samið við framleiðanda vioxx um fullar endur- greiðslur til sjúklinga fyrir síðustu lyfjapakkana sem þeir voru að nota þegar lyfið var tekið af markaði. Hvernig komu þessir samningar til? Gerði ráðuneytið einhverjar kröfur á hendur lyfjafyrirtækinu, þurfti að slá af kröfum áður en samningar tókust? Upplýsa á almenning um allan gang samninganna. Með þessum samningi er sjúk- lingum gert að bera sjálfir allan fyrri kostnað af beinlínis lífs- hættulegu lyfi, um 320 þúsund á mann fyrir 55 mánuði, án hlut- deildar Tryggingastofnunar. Fyr- irtækið hefur hins vegar grætt milj- ónir! Markaðsstjóri þess sagði í Morgunblaðinu 14. desember að endurgreiðslur lyfja sem þegar sé búið að taka væru óframkvæm- anlegar. Slík endurgreiðsla er þó líklega vel framkvæmanleg ef vilji er fyrir hendi. Hægt væri að hafa samráð við sjúklinga um upplýs- ingar úr sjúkraskrám lækna sem skrásetja allar lyfjaávísanir og úr skrám lyfjabúða. Heilbrigðisyfirvöld ættu að hafa forgöngu um einhverja aðgerð en ekki láta lyfjafyrirtækið segja sér fyrir verkum. Það er ekki peninganna vegna sem þetta er sjálfsögð krafa heldur vegna lág- marks ábyrgðar og virðingar í garð þeirra sem hafa skaðað heilsu sína með því að taka eitrið vioxx í góðri trú. Markaðsstjórinn sagði líka að þó langvarandi notkun vioxx geti hugsanlega aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum virkaði lyfið sem skyldi gegn liðagigt og hafi gert verulegt gagn fyrir sjúklinginn. Rannsóknir sýna að vioxx eykur lík- ur á hjarta- og æðasjúkdómum, ekki neitt hugsanlega, heldur hrein- lega um meira en 50%. Lyfið hefur leitt til dauða þúsunda manna. Það læknar sjúkdóminn en drepur sjúk- linginn! Gagnsemi lyfs við sjúkdómi sem ekki er lífshættulegur verður auðvitað að engu ef það veldur öðr- um lífshættulegum sjúkdómi og mörgum dauðsföllum. Orð markaðs- stjórans er því ekki aðeins hrein rökleysa heldur einnig algjört sið- leysi. Ekki síst vegna þess að upp- lýsingar um skaðsemi vioxx lágu fyrir árið 2000 en fyrirtækið lét sér á sama standa. Er annars nokkur í heilbrigð- iskerfinu sem ber einhvers konar ábyrgð á þeirri staðreynd að vioxx var mjög mikið notað hér á landi? Ekki hafa sjúklingarnir sjálfir skrif- að upp á lyfið. Þegar aðstoðarlandlæknir var í Speglinum sneiddi hann hjá öllum erfiðum spurningum og gerði eins lítið úr vandanum og hægt er. Upp- lýsingaskortur heilbrigðisyfirvalda er hálf óhugnanlegur og viðbragðs- leysið ekki síður í ljósi helstu stað- reynda málsins: Hundrað þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna notkunar vioxx og þetta sama lyf var mjög mikið notað hér á landi í hálft fimmta ár. Það merkir að mjög margir Íslendingar hljóta að hafa orðið fyrir skaða eða jafnvel dáíð af völdum lyfsins. Samt hefur málið lítið verið rætt og næstum því ekk- ert verið að gert. Einungis máttlaus leiðari í Læknablaðinu og auvirði- legur samningur heilbrigðisyfir- valda við framleiðanda vioxx sem virkar sem móðgun við sjúklinga. Verða heilbrigðisyfirvöld ekki að gera miklu betur? Og sjúklingar ættu að vera glaðvakandi yfir rétti sínum í þessu máli. Læknar sjúkdóminn en drepur sjúklinginn Sigurður Þór Guðjónsson fjallar um gigtarlyfið vioxx ’Heilbrigðisyfirvöldættu að hafa forgöngu um einhverja aðgerð en ekki láta lyfjafyrirtækið segja sér fyrir verkum.‘ Sigurður Þór Guðjónsson Höfundur er rithöfundur. Hvernig væri að upplýsa þjóðina á já- kvæðan hátt um manneldi? Hvernig væri að byrja á börn- unum okkar, til dæmis í leikskóla, að kenna þeim hvað er gott að borða og halda því áfram upp grunnskól- ann? Vita þeir sem hafa áhyggjur af fjár- munum sem fara í ofeldi þjóðarinnar að það hefur ekki einu sinni verið til námsefni fyrir grunnskóla landsins í heim- ilisfræði? Núna í haust kom út kennsluefni fyrir 7. bekk. Það er ekki til neitt fyrir 8., 9. og 10. bekk. Náms- efnið fyrir yngri bekk- ina hefur verið að koma út smátt og smátt. Það myndi enginn taka í mál að kenna t.d. íslensku eða stærðfræði án námsefnis. Heimilisfræði er að vísu val í 9. og 10. bekk en ætti að sjálfsögðu að vera skylda, það sjá flestir. Ekki veitir af að kenna þessum unglingum neysluvenjur og manna- siði, sem einnig mikil tími fer í að kenna í heimilisfræði. Það virðist vera „lausn“ ís- lenskra ráðamanna að byrgja aldr- Í KASTLJÓSI hinn 13. desem- ber var viðtal við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur vegna þeirrar til- lögu hennar að banna auglýsingar í sjónvarpi sem höfða til barna fyrir klukkan níu á kvöldin. Það eru ekki mörg börn sem eru komin í rúmið klukkan níu. Svipuð frétt var ekki alls fyrir löngu í útvarpi, það að breskum ráðamönnum hefði einnig dottið þetta í hug. Leysum við ofeldi og rangt mataræði fólks- ins í landinu með boðum og bönn- um? Mér er vel kunnugt um vanda- málið sem þjóðin á í vegna neyslu- mála. Trúlega eru það ekki mjög margir í þessu þjóðfélagi sem átta sig á því hversu alvarlegt þetta er, því það er það svo sannarlega. ei brunnin, heldur klóra í bakkann þegar skaðinn er skeður. Það væri hægt að gera mikið í manneld- ismálum sem gæti dregið úr ýmsum kvillum þjóðarinnar á jákvæðan hátt: Fræða börnin, gefa út gott námsefni. Hafa hollan mat ódýrari en þann óholla, hafa vatn að- gengilegra fyrir alla, bæði í skólum og vinnustöðum. Mér er fullkunnugt um að þetta tekur langan tíma, en góðir hlutir gerast hægt og það verða hinir hátt- virtu ráðamenn þjóð- arinnar að skilja. Þetta gæti sparað sjúkradaga, margan lyfseðilinn svo ég ekki tali um sjúkrarúmin, sem eru orðin þjóð- inni svo dýr að fólk hefur mikla samvisku af að þurfa að leggjast á sjúkrahús. Er ekki kominn tími til að við hættum „átökum“ og „öllum nefnd- arstörfunum“ og vinnum markvisst að hlutunum, það myndi í tímans rás skila mun meiri árangri. Þarf að setja lög? Guðrún Þóra Hjaltadóttir fjallar um manneldismál Guðrún Þóra Hjaltadóttir ’Hvernig væriað upplýsa þjóðina á já- kvæðan hátt um manneldi?‘ Höfundur er kennari og næringarráðgjafi. ÉG HVET ykkur, kæru land- ar, sem hafið ekki enn gefið ykk- ur tóm til að drífa í að lýsa andúð ykkar á einhliða ákvörðun for- sætis- og utanríkisráðherra Ís- lands um stuðning við innrásina í Írak. Eins og fram hefur komið stendur nú yfir fjársöfnun Þjóð- arhreyfingarinnar til að kosta birtingu yfirlýsingar í New York Times, sbr. www.thjodarhreyf- ingin.is. Þið lýsið einfaldlega yfir stuðningi við þetta framtak með því að hringja í síma 90-20000 og leggjast þannig eitt þúsund krón- ur til söfnunarinnar við hverja hringingu. Þar sem sívaxandi fjöldi er nettengdur, er gráupp- lagt að að leggja söfnuninni lið með millifærslu fjárframlaga inn á reikning Þjóðarhreyfingarinnar (kt. 640604-2390) 1150-26-833. Allt það fé sem safnast, um- fram kostnað vegna ofanskráðrar birtingar mun renna til Rauða kross Íslands til hjálpar stríðs- hrjáðum íbúum Íraks. Um leið og ég óska ykkur gleðilegra jóla, árs og friðar, er- uð þið hvött til að vekja athygli vina og vinnufélaga á þessari söfnun. Sveinn Aðalsteinsson Ekki í okkar nafni Höfundur er viðskiptafræðingur. SKV. frétt Fiskistofu er vaxandi útflutningur á óunnum ferskum fiski. 15. nóv. sl. var búið að flytja út yfir 40 þúsund tonn í ár á móti 28 þúsund tonnum sama tíma í fyrra. Á vef Fiskistofu – þegar þetta er skrifað – er áætlaður útflutningur – óunninn og óvigtaður – meira en 240 tonn vik- una 13.–19. des. 2004. Starfsskilyrði fisk- vinnslu standast ekki samkeppnislög. Dæmi: 1. Fiskistofa beitir öfgum við vigtun sjáv- arafla – svo íslensk fiskvinnsla þarf að borga stórfé fyrir und- irvigt í afla. 2. Á sama tíma þarf ekki að vigta fisk sem sendur er til útlanda. 3. Í vinnsluskipum – þarf ekki að vigta inn á vinnslulínur. 4. Í vinnsluskip þarf ekki „löggilta vigt- armenn“ – ekki heldur erlendis. 5. Löggilta vigt- armenn þarf bara í ís- lenska fiskvinnslu og tvöfalda vigtun með margföldum kostnaði! Löggiltir vigtarmenn – hérlendis – þurfa að taka „próf“ á fimm ára fresti fyrir 60 þúsund krónur – þó að bílpróf dugi ævilangt! 6. Íslensk fiskvinnsla fær ekki að bjóða í svokallaðan „gámafisk“ Til eru „alltíplati“ ákvæði um að vinnsl- an „geti sent tilboð“ en umgjörðin þannig að enginn getur nýtt þetta. 7. ESB mokar milljörðum evra rík- isstyrkjum í fiskiðnað þarlendis – sem skerðir samkeppnisstöðu ís- lenskrar fiskvinnslu samsvarandi. „Kvótaskerðingu“ er svo beitt – þegar fiskur er sendur til útlanda óvigtaður. Menn geta látið vigta fisk- inn nettó hérlendis og sloppið við þessa „skerðingu“ – en gera það ekki? Er það ekki meira en 15% virði? Kostar ekki minna en 15% að vigta fiskinn? Orðið „kvótaskerðing“ er blekk- ing. Þeir sem sigldu – á viðmiðunar- árum kvótakerfisins – fengu 25% extra aflaheimildir 1983, þannig varð til reikniregla. Nafninu var svo breytt í „kvótaskerðing“. Reikni- reglan var síðar lækkuð í 15%. Úthluta átti öllum kvóta 1. sept sl. Sjávarútvegsráðherra hefur dregið að úthluta byggðakvóta 3.200 tonn- um. Hendir svo þessu eldfima máli í sveitarstjórnarmenn – á sama tíma og Alþingi fer í jólafrí! En það stendur ekki í mönnum að afgreiða vikulega stærsta „byggðakvót- ann“ – leyfi til að senda óunninn og óvigtaðan afla á Humber-svæðið í Bretlandi og víðar – samtals í yfir 50 þúsund tonn í ár! Sjávarútvegs- ráðherra kynnti 14 des. sl. nýtt verkefni „Sam- keppnishæfni sjávar- útvegs“. Nú á enn að fara að rannsaka hvað þetta er allt gott! Vant- ar meira kjaftæði – eða fleiri skýrslur? Þarf ekki einfaldlega að taka til hendinni – og laga reglugerðir í sjáv- arútegi – að gildandi samkeppnislögum? Setja svo útflutningstoll á útfluttan óunninn fisk til samræmis við rík- isstyrki EB til fisk- vinnslu – pr kr/kg! Breyta líka reglum um vigtun sjávarafla – þannig að sömu vigtarreglur gildi hérlendis, erlendis og í vinnslu- skipum. Selja á fisk sem ætlaður er til út- flutnings fyrst á uppboðsmörkuðum hérlendis. Erlendir aðilar geta keypt fisk á fiskmörkuðum hérlendis og borgað svo útflutningstoll til sam- ræmis við ríkisstyrki EB til fisk- vinnslu – pr kr/kg – plús gjald vegna hafrannsókna, landhelgisgæslu og auðlindagjald sem er að taka gildi. Lausn á vanda fiskvinnslunnar er ekki meira snakk – fleiri skýrslur, aukinn byggðakvóti – eða fekari tafir með einhverju snakki – heldur inn- leiðing aukinna markaðsviðskipta í sjávarútvegi – eins og skylt er skv. samkeppnislögum. Humber- byggðakvótinn Kristinn Pétursson skrifar um fiskveiðistjórnun ’Vantar meirakjaftæði – eða fleiri skýrslur? Þarf ekki ein- faldlega að taka til hendinni – og laga reglugerðir í sjávarútvegi – að gildandi sam- keppnislögum?‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Guðrún Lilja Hólmfríðardótt- ir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunn- laugssonar í stöðu hæstarétt- ardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófess- orsmálinu“.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignar- land Biskupstungna- og Svína- vatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.