Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 12

Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ustu viku en 1.560 krónur í gær. Ef munur á hæsta og lægsta verði á Englum og djöflum eftir Dan Brown er skoðaður í prósentum, var hann 40% í síðustu viku en 28% í könn- uninni í gær. Líka eru dæmi um að verðmun- ur hafi aukist. Munur á hæsta og lægsta verði á Allt hold er hey, eftir Þorgrím Þráinsson, var 55% síðastliðinn miðvikudag en 73% í gær. Sýnir þetta hversu örar verðbreytingar eru á jólabókamarkaði. VERÐMUNUR á jólabókum er 11–73% sam- kvæmt nýjustu verðkönnun Morgunblaðsins, sem gerð var á 39 bókatitlum í 12 stórmörk- uðum og bókaverslunum á höfuðborgarsvæð- inu í hádeginu í gær. Verðmunur er áfram frá eitt þúsund krónum upp í rúmar þrjú þúsund krónur, samkvæmt könnuninni. Síð- asta verðkönnun Morgunblaðsins náði til sömu titla og var gerð 15. desember síðastlið- inn. Val bókanna er byggt á bóksölulista Morgunblaðsins og Félagsvísindastofnunar. Ef meðfylgjandi tafla er borin saman við töflu sem fylgdi síðustu verðkönnun má sjá að munur á hæsta og lægsta verði einstakra titla hefur tekið breytingum. Þannig er sá munur á Kleifarvatni eftir Arnald Indriðason 985 krónur nú, en var 1.031 króna síðastlið- inn miðvikudag. Annað dæmi er Barn að ei- lífu eftir Sigmund Erni Rúnarsson, munur á hæsta og lægsta verði var 2.042 krónur í síð- Bónus, Samkaup og Griffill voru oftast með lægsta verðið í verðkönnuninni í gær. Hjá Bónusi var lægsta verðið á 13 titlum af 39 í könnuninni, en fjórir af 39 voru ekki til í versluninni. Samkaup voru tíu sinnum með lægsta verðið og Griffill sjö sinnum. Átján titlar af 39 voru ekki til í Samkaupum og tíu af 39 í Griffli. Í verðkönnun Morgunblaðsins, síðastliðinn miðvikudag var bókaverð lægst í Bónusi á 23 bókartitlum af 39.                             ! "  #$% ! "   $ & '      ( ) *'   $     +    & * , -       *. /00 + 1  !  ! 0)-               "     , 2 / 0 $  #      ( ) / 0 ,  $    $ %  %  % 3 4 1. &  '  0)-   ())* + *  *) #$ $  ,  % 56  7      & + " -     8 (99:   &-9  ;  $  .  99 * % <9 #61      - % /   0 123     !  =3 4        =>3 , -   .  ?6. +7      <0 7   1   5   +0 /- @41 ! . !- <0 4      6))' A) =0   % 3 ?.             =0-   & <2 %   #$% ( '$ $  - 78  / $ , -   -     B  ! " 9   0 $ 'C $  :       ,. " ,C  7   D #% -;  <  < =  7  * %) A =>-E :   ( 92 0F$ $    >% 1?  +%  <E +   . 3 /09E %@ 7    &0' 0   =- 0 / =1"  %@ A B  @ 8 030 + *'$ * @ 3 8>0  3 />  3 *   1E E E  E E E  E  E E E E E E E E  E E E E E E E E E E E E E  E E E  E E E E E E E E E E E E E E E E E E  E E E E  E E E E  E E E E E E E  E E E  E  E E E E E E E  E  E E  E  CDE (@)E( (@))F (@6FG (@'(E (@)EG (@6(H (@'(E (@HCH H@6F( (@()H DG6 CHD (@E)( ')( CFF (@)'H F(( C'6 (@''( 'CC (@CH( E)C (@EC6 6@F)( (@GC( (@(E( (@G)D (@))) (@EF) (@'F6 (@ECD (@HCG 6@()( 6@F6( (@E6H 6@H)C (@'D( (@EC(    !!"#!$%    #%!   *   G   G           G  G   G  G         G   G  G G     ) %C" ,   1    E -   (0  $I ( =1"  1   *30 89E 3 '@FC) '@6D) '@FD) '@FC) '@FC) '@CC) '@6D) '@FC) H@CD) '@'C) 6@FC) 6@'C) 6@FD) 6@FC) 6@'C) (@CCE 6@CD) (@EC) 6@FC) 6@CC) '@CC) '@'C) '@C)) H@CD) '@CC) '@CC) H@'D) '@DD) E@CC) '@CD) '@FC) F@CD) H@CC) '@CC) '@CD) '@'D) E@CD) '@FD) '@'D)  H 11  E E E  E  E E  E  E E  E E E E  E  E E E   E E   E  E  E  E E  E E E  E E E  E  E E E  E E E E E  E E E   E E E E E E  E  E E     E     E E E E   E  E   E E E E E E E  E E  E E E E  E E  E E E E E  E E E  E E E  E E E  E E  E E E  E  E  E E  E E  E E E E E  E E E E  E E E E E E E E E E E E  E E E E E E E E  E E E E E E E E E E  E  E  E E  E  E E  E E E E  E E E E E E E   E     E     E E E E E  E  E    E E  E E E  E E E  E  E  E E        E  E      E E E E  E  E E   E E  E E E E E  E E  E E E E  E E E E  E E E E E  E  E E E  E  E E E E E E E  E  E E  E  E E E E E  E E E  E   E E E  E E E E E E   E E E  E E E  E E E E E E E E  E E E E E  E E  E E E  E E  E E E E  E  E  E  E E E  E   E  E  E E E E  E E E E E E  E E E E E E E E  E E E E E E E E E E E E E E  E  E   E E E E E E E E E  E E E E E E E E E E E E E  E E E E  E E E E E E E  E E E E E  E E E  E E E E E E E E E  E E  E E E E  E E  E  E  E  E  E E  E E  E  E  E E  E E  E E E E E  E E E E E E E E E  E E E E E  J  8>1'0C E E E E  E E  E  E E  E E E E  E E E E E E E E E E E  E E E  E E E  E E  E E E  E  E  E  E  I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I II II II II II $1C   *0 9  0 BJ 03)  "  E $3EKE E                          Allt að 73% verðmunur á jólabókum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jónasi A. Aðalsteinssyni hæstaréttarlög- manni vegna jarðhitaréttinda Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi: „Að gefnu tilefni í blaðaviðtali við ráðherra, sem birt er á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu 20. þ.m., hafa land- eigendur Reykjahlíðar beðið undir- ritaðan að koma eftirfarandi á fram- færi. Eigendur jarðarinnar Reykjahlíð- ar í Skútustaðahreppi gerðu gagn- kvæman samning við ríkissjóð Ís- lands um jarðhitaréttindi á afmörkuðu svæði jarðarinnar hinn 18. mars 1971. Sá samningur var miðaður við orkunýtingu í þágu Kröfluvirkjunar samkvæmt þeim áætlunum sem þá voru til staðar. Greiðslur til bænda fyrir nýtingar- réttinn voru við þá nýtingu miðaðar, reyndar mjög lágar. Þær greiðslur eru inntar af hendi enn þann dag í dag og eru í skilum, eða 20 l/sek. af heitu vatni til Reykjahlíðar. Þegar ríkissjóður seldi Lands- virkjun Kröfluvirkjun, sem var gert með samningi dagsettum 26. júlí 1985, var við þetta afl miðað og rétt- ur Landsvirkjunar til orkuöflunar úr orkulindum svæðisins, sem samið var um á árinu 1971, var takmark- aður við 70 MW í þeim samningi. Með lögum nr. 38/2002 um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljóts- dal og stækkun Kröfluvirkjunar, sem gildi tóku 7. maí 2002, var iðn- aðarráðherra heimilað að „veita Landsvirkjun leyfi til að stækka Kröfluvirkjun í allt að 220MW ….“. Í þeim lögum er ekki að finna nein ákvæði um það hvaðan orka eigi að koma til þeirrar framleiðslu. Er helst á blaðaviðtalinu að skilja að ráðuneytið telji ekki þörf á því að semja við eigendur Reykjahlíðar um kaup á orku til að reka ný eða stærri orkuver á landi þeirra eða virkja orku til þeirra orkuvera úr orkulind- um jarðarinnar. Skipti ekki máli hvort um sé að ræða orkuvinnslu úr landskika þeim sem ríkissjóður samdi um við landeigendur árið 1971 eða öðrum orkulindum jarðarinnar. Hér gætir alvarlegs misskilnings sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Landeigendur telja að ríkissjóður hafi fullnýtt rétt sinn til orkuvinnslu landskikans sem samið var um á árinu 1971 og ef í ljós kæmi að unnt væri að nema meira afl úr þeim lind- um eigi landeigendur þau orkurétt- indi. Jafnvel þó að það gæti verið um- deilanlegt í ljósi ónákvæms orðalags samningsins frá 1971 eiga landeig- endur örugglega rétt til endurskoð- unar þess samnings við aukna orku- vinnslu úr skikanum, ef til kæmi. Þessu til viðbótar er óumdeilt að landeigendur eiga allan rétt til jarð- hitaréttinda jarðarinnar utan hins skikans sem samið var um við rík- issjóð á árinu 1971. Þau jarðhitarétt- indi kunna því að hluta til að vera í sameign með Landsvirkjun og/eða ríkissjóði, ef ríkissjóður kynni að eiga meiri jarðhitaréttindi í skikan- um en landeigendur telja. Ljóst er þó að einn aðili að sameiginlegri auðlind getur ekki þurrkað upp og tæmt auð- lindina í eigin þágu til tjóns fyrir sameigandann þegar svo stendur á. Landeigendum er ekki kunnugt um hvort svo standi á varðandi jarðhita- réttindi þeirra á jörðinni en telja rétt að það sé kannað áður en lengra er haldið í samningum ráðuneytisins við Landsvirkjun. Beinlínis er gert ráð fyrir slíkri könnun í núgildandi lögum þegar slík álitaefni koma upp. Landeigendur Reykjahlíðar vona að hér með sé framangreindur mis- skilningur leiðréttur en hann kynni ella að valda því að iðnaðarráð- herra myndi semja um sölu á jarð- hita eða meiri jarðhita úr orkulind- um Reykjahlíðar en ríkissjóður einfaldlega á. Landeigendur eru að sjálfsögðu reiðubúnir til viðræðna við ráðuneyt- ið um þessi mál hvenær sem er. Samrit bréfs þessa er sent Lands- virkjun til að tryggja grandsemi þess félags um efni bréfsins.“ Athugasemd vegna jarðhita- réttinda ReykjahlíðarÓBOÐNIR gestir voru í sundlaug-inni á Stokkseyri aðfaranótt laugar-dags. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi sögðust mennirnir hafa komist inn um ólæstar dyr sem líklegast voru kviklæstar því þegar einn mannanna brá sér út af laugarsvæð- inu komst hann ekki inn aftur og var hann því læstur úti á Adamsklæð- unum. Lögregla segir að maðurinn hafi þá brugðið á það ráð að brjóta rúðu til að komast inn aftur til að sækja fötin sín. Upp um mennina komst, því einn þeirra skildi eftir farsíma og persónuskilríki á staðnum. Óboðinn í sundlaugina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.